Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 8
492 LESBÓK M0RGUNBLA9SINS í höndunum. Kristín brosir framan í • konuna, mjög glaðleg á svip, leggur altarisklæðið á borðið og segir: \ú cr jeg búin með það! í sama bili þykist konan sjá 3 konur koma inn, ganga til Kristínar og segja: Loksins höfum við fundið þig! Lengri var draumur- inn ekki. Þessi kona er mjög draumspök og tekur mikið mark á draumum. Sagði Inin mjer drauminn tveimur dögum seinna, og rjeði jeg hann svo, að nú væri óhætt að bvrja á kapellubygg- ingunni. ■ Þá var mjög erfitt að fá bygging- arefni í Reykjavík, bæði sement og timbur, En jeg verð að segja, nð það var engu likara en að a!t kæmi upp í hendurnar á nijer En þegar a!t efni var nú fengið stóð á því að ekki var hægt að koma því á staðinn, )>ví að ekki var bílfært að Voðmúlastöðum vegna áveitunnar. Þeir lofuðu mjer þá að þeir skyldi taka áveituna af 20. júní, en þá væri svo skamt til sláttar að ekki mundi hægt að gera mikið. Þegar að hinum ákveðna tíma kom, fekk jeg menn að fara austur með alt efnið á tveimur bílum, sement’ á öðrum en timbur á hinum, og óku þeir því heim í hlað á Voðmúlastöð- um. Svo unnu þeir fram á nótt við að aka sandi og möl frá Affallinu heim í hlað. Og þegar sveitarmenn sáu nú að alt efni var komið, vildu þeir ekki láta sitt eftir liggja. Komu nú margar hendur til hjálpar og var allri steypu- vinnu lokið, og þakið komið á\kapell- una fyrir sláttarbyrjun. Gekk þetta allt svo vel, að jeg held að alla hafi furðað á því, og enginn’ hefði trúað því að óreyndu að slík afköst gæti átt sjer stað. En mikið var nú §amt eftir, að fullgera kapelluna, og nú var alt fje upp etið og komnar nokkr- ar skuldir. SVO var það i aprílmánuði 1946 að fyrir mig bar vitran. Jeg var dálítið lasinn eitt kvöld og gat ekki sofnað. Leið svo fram á nótt að jeg var ým- ist að kveikja og lesa í bók, eða jeg slökti og lá í hugleiðingum. Svo er það klukkan rúmlega fjögur að jeg þykist verða þess var upp úr þessum hugleiðingum, að margt fólk er kom- ið inn í herbergið til mín og sá jeg það sem í daufu ljósi. Næst rúmi mínu voru tvö andlit, sem jeg þekti vel, Sigurður Jóns'son skólastjóri og konan mín. Hún var með mjög lítið barn á handleggnum. Sá jeg glögt handlegg þess, sem var bjartur frá úlflið að alnboga og lá niður með handlegg hennar. Varð mjer sjerstak- lega starsýnt á þetta, því að mig undraði hvað handleggurinn var mjór. Jeg vissi, að allir þeir, sem þarna voru, voru framliðnir, og í svipan finst mjer jeg vera að deyja, og jeg segi: .Ákaflega er jeg nú á- nægður að mega fara heðan og vera með ykkur“. En þá gengur konan mín brosandi út úr hópnum að rúmi mínu og segir: „Þú ert ekki að fara, góði minn“. Svo verður hún alt í einu mjög alvarleg og segir: „Þú átt eftir að starfa“. Þá heyri jeg mjög hljóm- fagra rödd. Það er barnið sem segir: „Pabbi, jeg er að leiða hana mömmu og jeg leiði þig seinna“. Jeg varð svo hrifinn að jeg reis snögt upp í rúm- inu, en í sama bili hvarf alt. Þá varð mjer að orði: „Nix verð jeg að taka undir með Páli postula, þegar hann var hrifinn upp í sjöunda himinn: Hvort jeg var í líkamanum eða ekki, veit jeg ekki, guð veit það“. Jeg sat lengi undrandi og hrifinn af þe.ssari sýn og þakkaði guði fvrir að birta mjer þetta. Svo fór jeg að hugleiða það, að barnið hafði kallað mig pabba. Við hjónin eignuðumst 8 börn og þau eru öll á lífi. En þá mundi jeg skyndilega eftir því að þegar við vorurn á Brúsastöðum var konan mín ófrisk og veiktist svo að hún var flutt á Landakotsspítala. Þar ól hún andvana barn. Þarna kom skýringin á þessum örmjóa handlegg, sem jeg hafði sjeð. Fyrirburður þessi varð mjer til mikillar hughreystingar, því að satt að segja hafði jeg talsverðar áhyggj- ur út af k^pellusmíðinni. En nú var jeg fullviss um það, að jeg væri þar ekki einn að verki, að jeg ætti að halda ótrauður áfram, mjer mundi hjálpað, og hjálpin kæmi að handan, svo að engu væri að kvíða. SEGIR nú næst frá því, að aðfara- nótt 12. maí 1946 gisti jeg hjá Ingi- mundi Guðjónssyni verslunarmanni á Selfossi. Faðir hans býr á Voðmúla- stöðum og hafa þeir feðgar verið öfl- ugir styrktarmenn kapellunnár. Við Ingimundur sváfum í sama herbergi og hvíldi jeg á sveínbekk beint á móti dyrum. Hann var sofnaður um klukkan 11 en jeg lá glaðvakandi, því að ýmsar hugsanir sóttu að mjer. Þegar leið að miðnætti sje jeg, að hurðin opnast og konan mín kemur ipn i herbergið. A eftir henni gekk hár maður, mjög geðþekkur og nokk- uð við aldur; hann þekti jeg ekki. Þar næst kom inn annar maður, göf- ugmannlegur og góðlegur. Þann mann þekti jeg þegar. Jeg hafði sjeð hann við* kirkju á Voðmúlastöðum árið 1902 (mig minnir hann væri þar með- hjálpari), og á eftir hafði jeg farið heim með honum og drukkið hjá honum Jcaffi; hafði jeg orð á því við konuna mína þegar heim kom. hvað hún ætti gjörfulegan frænda i Austur- hjáleigunni. Varð hann mjer því svo minnisstæður, að jeg þekti hann nú aftur þegar er jeg sá hann. Á eftir honum kom þriðji maðurinn, meðal- maður á hæð, talsvert haltur og gekk við staf. Þann mann hafði jeg aldrei sje fyr. Þarna stóðu þau nú fjögur rjett fyrir framan hvílu mína. Mjer brá ckki öðru vísi en svo, að jeg fann óskiljanlegan fögnuð gagntaka sál mína, og jeg var að hugsa um hvað þau myndu vilja mjer og beið því litla stund og horfði á þau. Svo reis jeg upp og hafði yfir blessunarorðin í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.