Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 511 liafði Laliamoro drukkið frá sjer vit og ræmi. Þegar jeg kom inn í kofann sýndist mjer hann vera dauðans mat- ur. Jeg lagði eyrað að brjósti hans og heyrði þá aðeins að hjartað sló enn. Þá fór jeg rakleitt til stallara hans, því að nú varð jeg að fá sendimann. Stallarinn skoraðist undan því að taka nokkra ákvörðun fyr en hann hefði talað við Laliamoro. Hann hafði ekki rjett til að ráða fram úr neinu á meðan höfðinginn var sjálfur í þorp- inu. Jeg reyndi að múta honum, en það var gagnslaust. Hann var ósveigj- anlegur. Þá hótaði jeg ]>ví að kæra þjóðflokkinn og hann sjálfan hjá belg- isku yfirvöldunum fyrir það að hann hefði ekki viljað gera hvítum manni greiða. Og belgisku yfirvöldin mundu ekki taka mjúkum höndum á honum, sagði jeg. Þetta hreif að því ley^ að hann lofaði því að ráða fram úr þess- um vanda daginn eftir, ef Laliamoro lægi þá enn ósjálfbjarga. Lengra var ekki hægt að aka honum. Nú var ekki um annað að gera en bíða og reyna að vera rólegur. En það voru ekki faliegar fyritbænir sem jeg ljet þorpsbúa fá þá um kvöldið. Daginn eftir var Laliamoro enn í roti. Stallarinn fanst hvergi, en menn sögðu að hann hefði farið að sækja áreiðanlegan sendimann. Jeg fór að vitja um Laliamoro. Ilann lá enn í fletinu, en auðsjeð var að hann var á batavegi. Æðasláttur hans var orðinn jafn og sterkur og hann andaði ró- lega. Víman var að renna af honum. Um sólarlag kom stallari með sendi- boðann og lofaði því að hann skyldi leggja'á stað í liýti næsta morgun. Jeg sagði honum hvert erindið væri og sagði honum kenniorðið. Eftir fjög- urra daga bið leit nú út fyrir að mjer tækist að senda mann á stað. KVÖLDIÐ var fagurt. Jeg settist við eld, sem matreiðslumaður hafði kynt utan við tjaldið, og fór að skrifa dagbók mína. Meðan jég var að þvi,sá jeg út undan mjer að tveir menn komu út úr skóginum og stefndu rakleitt til mín. Þegar þeir komu svo nærri, að birtan af eldinum fell á þá, þekti jeg að annað þeirra var Njogu. Jeg þarf varla að taka það fram, að jeg varð fegnari en frá megi segja. Drengurinn yar veiklulegur og þreytulegur. Það var auðsjeð að hann hafði verið hættulega veikur. Fót- leggir hans höfðu aldrei verið gildir, en nú voru þeir eins og títuprjónar, og það var eins og brjóstið hefði sog- • ast inn. — Það er gott að þú ert kominn, sagði jeg. Jeg ætlaði að senda mann eftir þjer á morgun. — Njogu fekk boð fyrir nokkrum dögum. Hann heyrði rödd í myrkrinu og hún sagði skýrt og skilmerkilega kenniorðið. En jeg sá engan. En jeg vissi að herrann þurfti að fá byssuna. Jeg fekk mjer þá fylgdarmann, því að mjer var batnað. Jeg tók sjálfur byssuna og hefi borið hana hingað, því að jeg gat hvergi fundið seftdi- mann herrans. — Er það alveg áreiðanlegt að þú heyrðir kenniorðið? — Enginn efi á því. Og enginn hefði hefði getað sagt það orð, nema herr- ann hefði trúað honum fyrir því. — Það er gott. Farðu nú og legðu þig til hvildar því að þjer veitir ekki af því. Þetta varð mjer ærið umhugsunar- efni. Var þetta tilviljun? Gat nokkur hafa komist að kenniorðinu? Ekki hafði jeg sagt neinum frá því nema Laliamoro, og hann hafði ekki farið út úr kofa sínum síðan. Enginn hafði farið úr þorpinu, mjer vitanlega. Og hvernig stóð á þessu með tímann? Fjórar dagleiðir voru að minsta kosti þangað sem Njogu var, eða'átta dag- leiðir fram og aftur. En nú var piltur- inn kominn hingað fjórum dögum eft- ir að hcfðinginn hafði lofað að sækja hann. Jeg varð að viðurkenna að jeg botnaði ekki neitt í þessu. Morguninn eftir koin Laliamoro í tjaldið til mín. Hann var þá hinn brattasti. — Þú ert laglegur karl, sagði jeg, drekkur þig út úr í staðinn fyrir að sækja þjóninn minn, eins og þú lofað- ir. Jeg skal kæra þig hjá yfirvöldun- um. — Er drengurinn ekki kominn? spurði hann. — Jú, en það er sannarlega ekki þjer að þakka. — Jeg fór þangað og skilaði því, sem þú baðst mig, sagði hann blátt áfram. — Það er trúlegt, þú sem hefir leg- ið eins og skepna í fleti þínu í fjóra daga. — .Teg fór þangað, sagði hann enn. Þú segir sjálfur að pilturinn sje kom- inn. — Já, en jeg hefi sjeð það með mín- um eigin augum að þú hefir legið í kofa þínum viti þínu fjær síðan þú lofaðir að fara. ðláske þú hafir sent einhvern? — Nei. — Hvernig fórstu þá að því að koma boðunum? Hann ypti öxlum. — Jeg um það. Vertu sæll. Og svo fór hann ojj var auðsjeð að honum hafði sárnað. En jeg var engu nær. Gat það skeð að hann hefði farið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.