Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 24
508 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HOFÐINGINN VIÐ sátum þrír í reyk frá varð- eldi og reyndum að halda á okkur hita. Rignt haiði urq daginn og hjer uppi á hálendinu kóinaði sniigglega þegar sól var >est. Tjöldin, fötin okk- ar, svefnpokarnir — alt var rakt. Eina ráðið var að draga sætin eins nærri varðeldinum og unt var. ÞÁfann mað- ur til ofurlítillar hlýju og fanst fötin þorna. Við vorum stirðir og þrevttir af göngu. Við vorum komnir óravegu frá heimsmenningunni, svo margar dagleiðir að hægara var að telja þær í vikum. En nú vorum við komnir inn að hjarta álfunnar, J>ar sem eld- fjöll standa eins og risar á verði um hulda leyndardóma, þar sem vötn glitra milli grænna skóga, og þar sem gorillaapinn lemur sitt loðna brjóst; þar sem dvergar laumast eins og skuggar í grasinu og Jiar sem svartar konur plægja gróðureæla jörð með höndunum. Við vorum þarna tveir Svíar og sá j þriðji var Englendingur, einn af Jjess- um ágætu og yfirlætislausu Bretum, sem sendir eru til hitabeltislandanna í embættiserindurn. Hann hafði farið 'víða um lieim, og liann hafði notað augö og eyru hvar sem hann fór. Ilann kunni mörg Xegramál og þekti vel siði þeirra og venjur. Við höfðum rekist á hann af tilviljun, og oiðið saniferða nokkra daga, þar sem leiðir okkar Iágu í sömu átt. Iiann ætlaði upp að Kongofljótinu, en okkar ferð var heitið til hinna þoku reifuðu eld- fjalla. Á morgun áttu leiðir a% skilj- ast. Og þess vegna varð okkur skraf- drýgra í kvöld pn endranær. — Xú er víst korninn tími til að sofa, sagði Bretinn og s!ó öskuna úr pípu sinni. ■> — Eina sögu enn, báðum við, rjett á meðan J>ú reykir eina pípu. Hann brosti og geispaði og leit svo til Suðurkrossins, sem blikaði í gegn um móðu loftsins. Hann var vist að athuga hvað væri framorðið. Svo tók hann upp tóbakspunginn og hóf sögu sína. ★ — WELL! Þetta verður allra sein- asta sagan. En hún skeði fyrir nokkr- um árum í þjettasta myrkviði Kongo. Hafið þið nokkurn tíma komist í kast við hinn reglulega frumskóg hitabelt- isins? Jeg á ekki við skóg eins og hjer. skóg, sern ekki er nema eins og smá- kjarr hjá frumskóginum. Jeg á við skóg, þar sem maður getur gengið dag eftir dag og viku eftir viku og sjer aldrei til lofts. Loftið er mengað af gufu upp af svartri leðju og rotnandi skógargróðri, og skógarbotninn er alt- af rakur. Ekkcrt er Jiar að sjá nema himinháa stofna og grænan fljetti- jurtagróður, sem er eins og tjöld alt í kring um mann. Maður týnir áttun- um og er altaf með lífið í lúkunum út af því, að tapa hinum óglögga stig, sem liggur milli fjarlægra Jxrrpa. Mað- ur veit, að hafi fylgdarmaðurinn ilt í huga, þá er honum ekkert auðveld- ara en að látast ætla að stytta manni leið, og hverfa svo í skóginn. Og })á stendur maður þar ráðviltur, ekkert er til að átta sig á og maður hefir enga hugmynd um í hvaða átt er best að fara. Þá er ekki að furða þótt maður varpi frá sjer allri von um það að komast nokkuru sinni út vir þessu völundarhúsi. ðlaður heyrir vindhvin hátt i trjátoppunum og J>ar sitja apar og hlæja að manni. Annars er alt hljótt eins og niðri í iðrum jarðar. Þetta reynir á taugarnar. Maður verður huglaus og duglaus og það er eins og einveran ætli að kremja mann sundur. Ilún legst eins og farg á sál- ina. Maður rej’nir aö hrista þetta af sjer, en getur Jiað ekki. og maður verður ær af löngun eftir beru lofti, víðsýni og bláum liimni. Jæja. jeg var nú kominn í þennan skóg. Jeg var í raunlnni á heimleið þá. en lagði lykkju á leið mína af tómri forvitni og nýungagirni. í stað þess að fara hina venjulegu leið til Austur-Afríku, fór jeg vestur á bóg- inn til Boma. Mig langaði til þess að sjá meíra af meginlandinu, og svo ætlaði jeg að safna allskonar gripurn handa minjasafninu heima. Jeg hafði eins fáa menn og unt var, en það voru úrvalsmenn. Þeir voru tíu og svo Askari frá Kongo, sem átti að stjórna þeim. Auk þess var þjónn og mat- reiðslumaður, sem höfðu gerst sjálf- boðaliðar. Þeir höfðu verið með mjer í nokkur ár og vildu ekki skilja við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.