Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 26
510 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ins. Hann sagði mjer frá því að fílar væri þar í nágrenninu og þeir væri vanir að spilla ökrunum með þvi að troða þá niður. Jeg ljet hann fá annan tóbaksbita, og þá sagði hann mjer frá því að hann safnaði fílabeini og seldi það á næstu bækistöð hvítra manna. Vegna þess að jeg átti leið þar um, bauðst jeg tjl að fara þangað með skilaboð ef hann vildi. En hann hristi höfuðið og kvaðst sjálfur mundu skteppa þangað bráðum, því að hann þyrfti að tala við stöðvarstjórann um mjög áríðandi mál. — Það er langt þangað, sagði jeg, og mjer sýnist þú gamall og slitinn. — Já, sagði hann, maður verður að gera ráð fyrir að sofa svona oft á leið- inni. — Um leið sperti'hann alla tíu fingur upp í loftið. — En jeg kemst nú þangað samt. Karlinn var hreint ekki heimskur. Jeg komst smám saman að því. Þeg- ar af honum rann víman, þá var hugs- unin skír og gott samhengi í því, sem hann sagði. En þó var eitbhvað dular- fult við augnaráð hans. Oftast var það stöðugt, en alt í einu voru aug- un á sífeldu iði, og þá var eins og ský drægi fyrir þau. Það var eins og þau væri að athuga eitthvað i fjarska. Þetta kom fyrir tvisvar eða þrisvar á meðan við töluðumst við og stóð misjafnlega lengi. Jeg helt að þetta stafaði af löngun í drykkinn, enda brást það ekki, ef mikið bar á þessu, þá var hann út úr um kvöldið. Dagarnir liðu fljótt. Jeg náði í marga merka gripi, aðallega hnífa með fílabeinsskafti og fljettaðar körfur. Einu sínni, þegar jeg var að ráfa þar um kring, skaut jeg fíl. Varð þá held- ur en ekki fögnuður í þorpinu, því að þarna fengu þeir nógar kjötbirgðir. Annars hafðist eg fátt að. Nú var lið- in vika, og jeg hafði ekkert frjett af Njogu. Jeg fór að óttast um hann og ákvað að senda boðbera að vitja hans. Jeg mátti ekki eyða lengri tíma hjer, og riffilinn minn varð jeg að fá. Jeg hafði sjálfur verið sex daga á leiðinni, en fóthvatur Negri gat farið þetta á fjórum dögum. Jeg varð því enn að hafast hjer við í viku, að minsta kosti. SVO gerði jeg boð eltir Laliamoro og sagði honum að mig vantaði sendi- mann. Höfðinginn var sýnilega kom- inn að því að hella í sig, því að augun voru á sífeldu iði og málrómurinn þvoglulegur. Það bar vott um að hann væri að hugsa um krukkuna með áfenga drykknum. — Jeg skal fara sjálfur, sagði hann. Hvert er erindið? Atti jeg að treysta þessum fylli- rafti? Var nokkur von til þess að hann mundi komast alla leið? Og gat jeg treyst því að hann færði mjer riffilinn, ef Njógu slepti honuin við hann? — Nei, sagði jeg, það sæmir ekki að jafn mikill höfðingi og þú ert, farir í slíka sendiferð. Útvegaðu mjer ein- hvern fótfráan ungan mann, og jeg skal borga honum vel ef hann rekur erindið vel. — Jeg fer sjálfur, sagði Laliamoro. Annað hvort fer jeg sjálfur, eða eng- inn. — Þú nxátt ekki vera svo lengi að heiman, sagði jeg. Og höfðingi getur ekki verið'í sendiferðum um skóginn, eins og hver annar hlaupagikkur. — Jeg um það, svaraði karlinn. Þú hefir skotið fíl og gefið okkur kjötið. N’ú er röðin komiii að mjer að gera þjcr greiða. — Það nær ekki neinni átt. Dýrið kostaði inig ekki nema eitt skot. Út- vegaðu mjer sendimann. — Hjer er hann. Jeg fer sjáifur, en enginn annar. Þetta er svar mitt. Um leið kom þessi rækalls vaiul- ræða svipur á hann aftur og hann skalf á beinunum. Jeg velti því fyrir mjer hvað jeg ætti að gera og komst að þeirri niðurstöðu að enginn skaði væri skeðuj- j)ótt jeg samjxykti Jxetta. Þóttist jeg vita að Njogu mundi ekki afhenda honuni riffilinn, enda þótt Laliamoro hcimtaði hann. Jeg skýrði því höfðingjanum frá því hvert erind- ið væri, og bjóst við að á hann myndi renna tvær grímur, Jxegar hann frjetti að þetta voru sex dagleiðir, og sýnd- ist þá rjettara að senda einhvern ann- an. En Jxað fór nú á aðra leið. Hann kinkaði aðeins kolli og spurði hvert kenniorðið væri. Jeg sagði honum Jxað. Það var enska orðið, sem þýðir riffill. — Jeg fer í kvöld, eg cr leiðinni kunnugur. Vertu alveg rólegur. En rólegur var jeg ekki. Þó var ckki um annað að gera en láta undan. Og svo staulaðist Laliamoro eins og í svefni til kofa síns. Og jeg var viss um það að hann mundi ekki komast lengra þennan daginn. RIGNINGATÍMINN var byrjað- ur fyrir alvöru. Frá morgni til kvölds streymdi vatnið úr loftinu og ekki var hundi út sigandi. í tvo daga lét hann þannig og torgið flóði í gruggugu vatni. A þriðja degi stytti upp og sá til sólar. Upp af skóginum stóð gufumökkur. Fram að Jxessu hafði jeg haldið kyrru fyrir, en nú fór jeg á kreik og helt til kofa höfðingjans. Grunur rninn rættist. Fyrir utan kofann hitti jeg konu og hún sagði að Laliainoro hefði ekki hreyft sig að heiman, og lægi nú sem dauður í fleti sínu. Þetta gerði nú ekki svo niikið til, því að þessa Jirjá daga hefði öll- unx verið ófært um skóginn. En svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.