Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - - 505 Skólavarðan áthir en hún v,ar rijin. mjög þakkað. Því kvað bóndinn að jiustan: Bölvað níðið bygt var af blóði þjóðarinnar. En af því sem framan er t-alið má sjá að þessi kostnaður lenti einmitt þyngst á „höfðingjunum í Reykja- vík“. Skólavarðan, er góður minnis- varði um Árna Thorsteinsson og hún getur staðið lengi". ÞEGAR Skólavarðah var komin upp þótti öllum vænt uin hana, þó að fáir hefði viljað leggja fje til henn- ar fyrirfram. Þjóðólfur hafði það eftir nokkrum af hinum heldri sjávarbænd- um og sjómönnum, að hin nýa Skóla- varða væri öllum fiskimönnum heðan af nesinu einhver hinn besti leiðar- vísir og fiskimiðabót. Um sama leyti ljet bæjarstjórn gera nýan veg upp lioltið, sem nú var farið að kalia Skólavörðuholt og suð- ur á Öskjuhlíð. Stóð Sverrir Runól'fs- son fvrir þeirri vegargerð. Sjest móta fyrir þeim vegi enn, beint upp Öskju- hlíðina norðan Reykjanesbrautar. Það má sjá á Þjóðólfi að ritstjóra hans hefir fundist hin mesta bæjar- bót að hvoru tveggja, og er hreint ekki laust við yfirlæti það sem hann skrifar þar umí Þar segir meðal ann- ars svo: „Ferðamenn, sem komu austan og norðan yfir heiðarnar síðan um mán- aðamótin, furðaði á því, er þeir ým- ist af hæðunum suður af Grímmanns- felli (niður af Seljadalnum) og af hæð- unum ofan eftir Fóelluvötnum, að all- ir sáu þeir hvítan díl bera við vestur- loftið hjer fremst suður á nesjunum, og engi, sem ekki er áttaviltur, en veit góða grein á því, að Álftanes er sunnar, en Seltjarnarnes norðar, og þekkir nokkuð afstöðu og kennileiti beggja nesjanna, gat verið í neinum vafa um það, að þessi hinn hví-ti og bjarti díll væri framarlega á Seltjarn- arnesi. „En hvað er það, hvenær og hvernig er þetta komið þarna, er ber svona skært við vestur sjóndeildar- hringinn á sama stað?“ Ekki er mann lengi að bera hvort heldur eftir al- faravegunum ofan Mosfellssveitina, eður ofan úr Vötnunum, þó að fátt þyki gott eða greitt af þeim veginum að segja nú sem stendur, niður á móts við Árbæ, og sjer maður þá, að þetta, er sýnist í fjarska sem að ljós díll einn lítill beri við sjóndeildarhringinn — að þetta er hin ný uppbygða skóla- varða á Arna'rhólsholtinu hjer fyrir austan Reykjavíkurbæinn.-------------- Hinn nýi alfaravegur upp úr bænum ---------er í öllu tilliti verður þess að á hann sje minst, eigi síst í sam- bandi með skólavörðunni, þar sem hvort tveggja er bæði nýsmíði og má segja fremur stórvirki eftir fámenni og fátækdóm þessa staðar, og af því að þessi hinn nýi vegur er nú lagður upp holtið skamt eitt fyrir norðan troðningabrúna (hjerna megin Öskju- hlíðar) í útnorður til skólavörðunnar, og fast fram hjá sjálfri henni.--------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.