Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 18
502 • LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Horíin bæjarprýði: SKÓLAVARÐAN Cftir ^Oma OL ÞEGAR jeg var barn heyrði jeg þjóðsöguna um glötunarkistnna, þetta furðulega gímald, sem hafði þá nátt- liru, að þangað safnaðist alt, sem inenn glötuðu, viljandi eða óviljandi. Saga þessi gaf ímyndunaraflinu laus- an tauminn og mjer fanst sem það mundi vera hið mesta happ og fagn- aðarefni, ef einhverjum auðnaðist að rata á glötuqarkistuna og fá að sjá þau kynstur verðmæta, er þar voru saman komin. Nú veit jeg að hægt er að gægjast ofan í glötunarkistuna. Jeg leit þangað hjerna um daginn, og þá varð þar fyrir mjer Skólavarðan okkar. Fimtán ár eru síðan hún glat- aðist og mjcr fanst því rjett að rita nokkur minningarorð um hana. BENEDIKT GRÖNDAL segir m. a. svo í grein sinni „Revkjavík um aldamótin": • — Vjer höfum enn sama útsýni, sem Ingólfur hafði fyrir meir en 1000 árum, ef vjer stöndum hjá Skólavörð- unni. Varla getur hjá því farið, að Ingólfi hafi fundist til náttúrufegurð- arinnar þar.----------Vjer stöndum hjá Skólavörðunni einhvern góðan veðurdag, á vori eða sumri, þegar sólin hellir geislum sínum yfir landið og sjóinn, þegar landið er grænt og sjórinn blár og litbreytingarnar mynd- ast í fjöllunum eftir því hvort þau eru nær eða fjær.---------Vjer staðnæm- umst urrt stund hjá Skólavörðunni og njótum útsýnisins; vjer tökum eftir litaskiftunum, sem geta verið fögur, þótt eigi sje skógar eða frjósamir akr- ar eða önnur mannvirki, eða jafnvel enn fegri fyrir það. Vatnsmýrin til vinstri handar grænblá og glittir sums staðar í vatn og smápolla. Skildmga- nestúnið grænt og melarnir grábrúnir, en þar úti fyrir blasir sjórinn við, hin a blásvarta hafsbrún í Faxaflóa, þar sem skipin Ieggja inn, og nú má stund- um telja tólf eða tuttugu botnverp- inga Jiggja þar á fiski, og leggur reykjarstrokurnar beint upp úr þeim eins og andi Miðgarðsorms, þegar hann spjó eitrinu á Þór. Þar blasir Jökullinn við, sorgleg minning um feigð og dauða í allri fegurðinni, því að þar hafa póstskipin lijeðan tvívegis farist.--------En þá var náttúran ekki blíð; stórviðri hamaðist og velti dimmum og stormþrungnum skýjum í loftinu, en rótaði upp haföldum og knúði þær til að berja Svörtuloft og Lóndranga, svo skipin mölbrotnuðu og alt hvarf. En breytileg er náttúr- an; enginn mundi trúa þessu og vart hugsa menn um þetta, þegar Jökull- inn stendur í skínandi dýrð, yfiraus- inn geislum hinnar ljómandi sumar- sólar. — Beint fram undan oss blasa við Hólavallatúnin, algræn og fögur; þar efst uppi á hæðinni stóð áður kornmylna, og var lengi til gagns, bæði fyrir bæjarmenn og sjómenn, því hún sást langt til; þar var Jó- hannes malari -r- já, þá var öldin önn- ur þegar Jóhannes malaði og mylnu- vængirnir hvirfluðust í hring fyrir norðvestan veðrinu; þá var gaman að lifa, en nú malar enginh Jóhannes! — SVO sagði skáldið um aldamótin. En hvað mundi það segja nú, ef það mætti líta upp úr' gröf sinni og sjá að Skóla*arðan er horfin? „Já, þá var öldin önnur þegar Skólavarðan var einhver mesta höfuðprýði þessar- ar borgar, og menn gátu notið þar hins dýrlega útsýnis!“ Mjer finst sem skáldið mundi segja eitthvað á þessa lcið, og margir gaml- ir Reykvíkingar hugsa á þessa leið. En aðrir munu spyrja sem svo: Hvað gengur bæjarstjórn Reykjavíkur til að kappkosta svo sem hún hefir gert, að afmá sem vendilegast allar sögu- legar ininjar? Ilún ljet rífa „Battarí- ið“ og flytja burt hólinn; hún (cða ríkisstjórn) afmáði gömlu traðirnar yfir Arnarhólstún; hún hefir látið rífa alla torfbæi í borginni; hún hefir ekki látið halda við gömlu brunnunum; hún leyfir að elstu íbúðarhúsum í borginni sje breytt í skrifstofur og sölubúðir; hún ljet rifa Steinkudys; og hún ljet rífa Skólavörðuna. Seinna munu borgarbúar naga sig í handarbökin út af þessu og álasa fyr- irrennurum sínum fyrir hugsunarleysi. En þó munu þeir aðallega sakna Skólavörðunnar, því að það var með öllu ónauðsynlegt að rífa hana, því að hún gat staðið um aldur og ævi. Nú verðum vjer að minnast hennar sem eins af því er sjónarsviftir er að. Auk þess átti hún sjer all-merkilega sögu. ÞEGAR latínuskólinn var í Skál- holti, hlóðu skólapiltar vörðu mikla norður af staðnum, þar sem heim- reiðin byrjar, og nefndu hana Skóla- vötÖu. Ileldu þeir henni við um langt skeið, cða þar til skólinn lagðist nið- ur, og má enn sjá unjlirstöðu hennar. Skólinn var fluttur til lleykjavíkur árið 1785 og tóku skólapiflar þar upp fyrri háttinn, er hafður var í Skál- holti, að þeir hlóðu sjer vörðu. Völdu þeir henni stað hæst á Þingholtinu fyrir ofan Reykjavík, andspænis skólahúsinu, sem stóð á Ilólavalla- túni vestan tjarnar, svo að hvað blasti við öðru, varðan og skólinn. Þingholt hjet þá alt holtið milli Lækj- arins og þar sem Barónsstígur er nú. Var holtið alt grýtt og ilt yfirferðar og var þar engin-bygð nema nokkrir torfkofar vestan í því. Seinna færðist nafnið á þann hluta holtsins, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.