Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGU&BLAÐSINS 'ffgtfc- ’ 491 Konan mín kvaðst liafa fieyrt alt sem jeg sagði og þegar jeg hefði skip- að hinum óboðna gesti út í guðs nafni, hefði sjer heyrst#eins og citt- hvað drægist niður með veggnum. Svo segir hún: „Var það nú ekki rangt af okkur að reka hana út? Hún hefir máske gert vart við sig í þeim tilgangi að biðja okkur að biðja fyrir sjer“. Jeg háttaði aftur, en mjer leið hálf illa og okkur varð ekki svefnsamt um nóttina. Ekkert þrnsk var nú að hevra, en jeg reyndi að hugsa hlýtt til hinnar framliðnu og bað guð að hrirgefa mjer það hvað jeg hafði verið bráður. l>egar jeg fór að hátta næsta kvöld, spurði jeg konuna mína hvort hún hefði nokkuð heyrt en hún kvað nei við því. En þegar jeg er að fara upp í rúmið segir konan: „Nú er hún kom- in aftur, en fótatakið er svo lágt að jeg rjett aðeins heyri það“. Jeg fer þá að hlusta og hej'ri það líka. I>á segi jcg við konuna: „Nú fer jeg upp á loft og bið fyrir henni, en þú biður í-rúmi þínu. Jeg skal tala svo hátt, að þú heyrir til mín, svo að það verði sameiginleg bæn hjá okkur“. Svo klæddi jeg mig og fór upp á loft í myrkrinu. Settist jeg í kennara- stólinn, hallaðist fram á borðið og bað frelsarann í auðmýkt að taka að sjer þessa viiluráfandi sál, sem fyndi ekki frið. Bæn mín var ckki háfleyg, en hún var borin fram í auðmýkt og einlægni. Svo fór jeg að hátta. Kon- an mín var innilega glöð yfir því að við skyldum hafa gert þetta í sam- einingu. Og eftir þetta heyrðum við sama sem aldrei fótatakið á loftinu. ÞESSI saga er alveg sönn. Og at- burðurinn hafði mikil áhrif á mig. Frá því jeg var barn hefir Nýatesta- mentið verið mjer kærast allra bóka; á það lærði jeg ,að lesa og það trúar- traust, sem jeg drakk þá í mig, hefir verið aðal stuðningur minn í lifsbar- áttunni. Og jeg leit á þennan atburð sem sönnun þess, að blessaður himna- faðirinn heyri vorar veiku bænir, éf þær eru bornar fram í auðmýkt, ein- lægni og kærleika til annara. Og nú varð mjer það enn Ijósara en áður hvað Kristur átti við þegar hann sagði: Guðsríki er hið innra með yð- ur. Og fyrir það hefir mjer gengið auðveldlegar að skilja það, er síðan hefir fyrir mig komið. VORIÐ 1944 varð mjer að ýmsu leyti erfitt, því að heilsu Kristínar konu minnar hnignaði mjög. Lá hún þá oft rúmföst, því að hjartað var bilað. í júnímánuði heimsótti hana frændi hennar, Guðjón Guðmundsson frá Eystri-Voðmúlastaðahjáleigu og sagði henni þau tíðindi, sem henni þótti mjög vænt um, að Auðunn í Dalseli hefði gengist fyrir því að hafin væri samsj^ot til að byggja kapellu á Voð- múlastöðum, og ]>egar hefði safnast" á fjórðu þúsund króna. Konan mín hafði oft minst á það við frændur sína eystra, að þeir bygðu hús í kirkjugarðinum, svo að jarðar- farir gæti farið þar sómasandcga fram, og helst svó vandað hús, að guðs- þjónustur gæti farið þar fram líka. Konan mín hafði verið fermd í Voð- múlastaðakirkju og bar í brjósti sterka trvgð til æskustöðvanna. Hafði hún fvrir löngu óskað þess, að hún yrði jarðsett þar í kirkjtigarðinum hjá sínu fólki. Og þegar hún frjetti nú um þcssi samskot ákvað hún að senda dálitla upphæð í þau til minn- ingar um foreldra sína og móðursyst- ur, sem var henni önnur móðir. Eftir þetta fór heilsu hennar mjög hnignandi, en jafnframt var sem áhugi hennar fyrir kapellubygging- unni vkist og hugur hennar snerist mest um það hvernig hægt væri að koma kapcllunni upp sem allra fyrst. Til marks um það er þetta, að ;5 vik- um áður en hún dó, sagði hún við dóftur okkar: „Góða mín, þú saum- ar nú altarisdúkinn í kapelluna og systur þínar hjálpa þjcr með hann“. Svona var hugur hennar fastur við þetta málefni. Ilún dó 3. september 1944 og var jörðuð 10. september að Voðmúlastöðum, eins og hún hafði óskað. NÆSTU jól fór jeg austur til að leggja bkún á leiði hennar, og sat svo hjá frændfólki hennar fram yfir nýár. Sagði jeg þeim frá þessari inni- legu þrá og ósk konunnar minnar að guðshús yrði reist á Voðmúlastöðum og spurði hverja aðstoð þeir vildu veita því máli. Voru undirtektir góð- ar um það að fá sjálfboðavinnu við verkið, en fje þótti lítið til efnis- kaupa. I>á var sem hvíslað væri að mjer: Peningarnir koina! Og jeg sagði við þá: Verið þið óhræddir, peningar koma þegar byrjað er á verkinu, ef ekki hjer úr sókninni, ]>á annars stað- ar að. Með það fór jeg heim, en fór svo austur bæði í febrúar og mars og átti fundi með helstu mönnum um málið. En nú voru undirtektir dauf- ari, og á seinni fundinum voru talin á þessu öll tormerki. Hirði jeg ekki um að rekja ]iá sögu hjer. Svo kom 9. apríi. Þann dag varð jeg 75 ára og heimsóttu mig þá 80— 90 vinir mínir. Voru mjer færðar margar góðar gjafir og þar á meðal á 5. þúsund krónur í peningum. Af- rjeð jeg þegar að láta það fje ganga til kapeMubyggingarinnar. Um þetta leyti dreymdi góða vin- konu könunnar minnar eftirfarandi draum: Hún þóttist stödd hjá stóru hú’si og vita að Kristín væri þar inni. Jafnframt mundi hún eftir því í svefninum, að Kristín var dáin. Þyk- ist hún svo ganga inn í húsið og eftir löngum og breiðum gangi, með dyr- um til beggja hliða. Gengur hún fram hjá öllum dyrunum og inst í ganginn og' lýkur þar upp hurð. Sjer hún þá að Kristín situr þar við stórt borð og er með fjarska fallegt altarisklæði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.