Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 4
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS líka á því, sem Kristur sagði: „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann elskar mig. En faðir minn mun elska þann,^ sem elskar mig og jeg mun elska hann og sýna mig honum“. (Jóh. 14, 21). ★ Jeg hefi stundum átt tal við engl- ana um vistarverur á himnum og sagt þeim, að naumast tryði því neiun maður, að þar væri hús og heimili, sumir vegna þess, að þeir vita ekki að englarnir eru menn, og aðrir vegna þess að englarnir búi í þeim himni, sem þeir sjá, eða í lausu lofti. ílngl- arnir svöruðu því, að þeir vissu að þessi misskilningur er ríkjandi, og kváðust furða sig á því. að hann ríkti fremur innan kirkjunnar og meðal lærðra manna, heldur en almúgans. Þeir sögðu enn fremur, að á biblíunni gæti menn sjeð að cnglarnir eru menn, því að þeir hafa sýnt sig sem menn, og Herrann sjálfur hcfir líka birst sem maður. Og vegna þess að þeir eru menn, þá ætti það að vera auðskil- ið að þeir ætti hús og heimili. Þeir- sögðu að það væri frámunaleg heimska, þegar menn hugsuðu sjer að englarnir hefði vængi og væri á flugi. Ekki sje þeir heldur loft, þótt þeir sje kallaðir andar. ★ Alt á himnum fer fram í tíma og rúmi nákvæmlega eins og á jörðunni. En samt þekkja englarnir hvorki tíma njc rúm. Þetta mun teljast mótsagna- kent, og því er best að jeg útlisti það. Allar staðarbreytingar J>ar eru ekki annað en ástandsbreytingar. A þann hátt flutti herrann mig líka til himna og til (annara) jarðstjarna í himin- geimnum. Andi minn var fluttur, en líkaminn lá kyr á sínum stað. Allir englar ferðast á þennan hátt, og þess vegna þekkja þeir engar vegalengdir. Og vegna ]>ess er rúmið ekki til fyrir þá, heldur aðeins ásigkomulag og áslandsbreytingar. Og þar sem breytt er um staði á þennan hátt, þá leiðir það af sjálíu sjer að líkur sækir líkan heim. Þeir, sem eru samhuga dragast saman. Fjarlægðir á himnum sam- svara því misjöfnu ástandi þeirra, sem þar eru. Af þessu leiðir að vistar- verúrnar eru langt hver frá annari. Af þessu stafar það að helvítin eru utan við himnana, vegna þess að þar ríkir annað ástand. ★ Guðræknisiðkanir á himnum eru að ytra áliti svipaðar og á jörðu. Þar eru söfnuðir, prjedikanir og guðshús. Kenningar cru samskonar, en af meiri visku eftir því sem hærra dregur. Og prjedikanir eru eftir því. Og þar sem englarnir eiga hús og hallir, þá eiga þeir líka musteri þar sem kent er. A þennan hátt er englunum komið á sí- felt hærra þroskastig. Englarnir hafa skilning og vilja, alveg eins og menn- irnir, en hvort tveggja má stöðugt þroska, skilninginn mcð vísdómi sann- leikans, og viljann með kærleika. Guðræknisiðkanir á himnum liggja ]>ó ekki í því að fara oft í kirkju og ■hlýða messu, heldur að ljfa í ást og eindrægni. Jeg hefi taláð við engla um þetta og sagt þcim að á jörðunni sje haldið að guðræknisiðkanir sje cingöngu fólgnar í því að sækja kirkj- ur, hlýða messum, ganga til altaris þrisvar eða fjórum sinnum á ári og haga sjer að öðru leyti samkvæmt helgisiðum kirkjunnar. Englarnir sögðu að þetta væri yfirskyn, gagns- laust nema því aðeins að hugur fylgi. ★ A himnum skilja allir alla hvort sem langt eða skamt er á milli. Málið er ekki kent þar, heldur er það öllum eðlilegt, þvi að það sprettur upp af tilhneiginguni þeírra og hugarfari. Raddhljómurinu samsvarar tilhneig- ingunni og orðin samsvara hugarfar- inu. Það er sama sem ‘hljómur til- hneiginganna og að hugsa upphátt. A þennan hátt skilja englarnir innræti manns af málfari hans, af hljómnum, sem stafar frá innrætinu og orðunum, sem eru hugsanir. Hinir vitrari englar þurfa ekki að heyra ncma nokkur orð til þejs að þekkja sálarástand manna. Hjá hverjum manni eru mörg skap- brigði, _gleði, gremja, þolinmæði, misk- unsemi, einlægni, kærleikur, ákafi, reiði, dapurleiki, metnaður, stærilæti,’ og eftir þessu fer sálarástand manns. En kærleikurinn er ]>ó þungamiðja hugarfarsins. Þess vegna skilja engl- arnir hvern til fullnustu á máli hans. Jeg hefi margsinnis orðið vottur þessa. Jeg hefi heyrt engla lýsa nákvæmlega lífi annara, eftir að hafa lieyrt þá tala. ★ Þeir, sem á himnum eru, yngjast stöðugt, færast #ær lífsvorinu, og þeim mun fleiri þúsund ár sem þeir lifa, þeim mun fegurra og gleðilcgra verð- ur lífsvor þeirra og þessu heldur á- fram endalaust um alla eilífð, jafn- hliða því sem þeir taka fullkomnun í kærleika, og trúnaðartrausti. Konur, sem dáið hafa úttaugaðar í hárri clli, ]>roskast til mciri og meiri fegurðar og æskufegurðar, cf þær hafa lifað góðu lífi, elskað guð og náungann og eiginmann sinn. Og þessi æskufegúrð, sem þær hljóta, skarar frnm úr öllum þeim hugmyndum, sem inenn geta gert sjer um fegurð, því að kærleikur og gæska skín úr hverjum andlits-. drætti þeirra, svo að þær eru ímynd kærleikans sjálfs. Með öðrum orðum; að eldast á himni, er að verða ungur. Þannig fer öllum þeim, sem hafa elsk- að guð og náungann. ★ Heimur andanna er hvorki himna- ríki nje helvíti, heldur ]>ar á milli, því að það er staðu{inn ]>ar sem menn koma fram eftir dauðann. Þar eru þeir nokkurn tíma, en fara svo til himna, eða í hinn staðinn, eftir því hværnig þeir hafa lifað. Til himna fara þeir, sem hafa ástundað að gera gott og breyta rjett, en í hinn staðinn fara þeir, sem hafa ástundað fals og ill- girni; menn fara til þeirra staða, sem samsvara því lífi, er þpir lifðu. Þegar hið góða og sanna heíir verið samein- að í sál manns hjer í lífi, þá fer hann til himna, því að sú sameining í hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.