Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 hálfum hljóðum. Þá hvarf sýnin og jeg sat undrandi eftir og spurði sjálf- an mig hvaða þýðingu þetta mundi hafa. Efaðist jeg ekki um að það stæði að einhverju leyti í sambandi við kapellubygginguna. iNIorguninn eftir fór jeg austur að Voðmúlastöðum og var þar i tvo daga. Þegar jeg kom svo heim til Reykjavíkur var hringt til mín frá skrifstofu biskups og sagt að þar væri hjón með 1000 króna gjöf til kapel!- unnar. Jeg spurði hvaða hjón það væri og var mjer sagt að þnð væri Nói Kristjánsson innheimtumaður og kona hans. Jeg fór um kvöldið til þeirra til þess að þakka þeim fyrir gjöfina. Sat jeg þar um stund og tók- um við Nói tal saman og fór hann að sýna mjer ýmsar myndir af fólki sínu. Þar á meðal var mynd af for- eldrúm hans. Þekti jeg þá manninn undir eins, að það var sami maður- inn sem gekk næstur Kristínu, er þau birtust mjer á Selfossi. Sagði jeg Nóa frá þeim fyrirburði, er þá hafði skeð fyrir 5 dögum, en hann svaraði: „Hann hefir þá heimsótt okkur báða um svipað leyti“. Sagði hann mjer þá þessa sögu: Fyrir tæpri viku hafði hann dreymt það að foreldrar sínir, sem bæði eru dáin, .kæmi til sín. Voru þau bæði með mjög glöðu yfirbragði og sögðu: „Nú er verið að reisa kirkju á Voð- múlastöðum, fæðingarstað þínum, og hafa margir J>ráð að það væri gert“. Daginn eftir sagði Nói konu sinni frá draumnum og kom þeim saman um, að þau skyldi l?ggja eitthvað af mörkum til kapellubyggingarinnar; það mundi vera vilji foreldra hans, en þau höfðu búið 10 ár á Voðmúla- stöðum á meðan þar var kirkja. 4» Okkur fanst nú öllum að einkenni-- legt samband væri milli þessa draums Nóa og þeirrar sýnar, er jeg .sá á Sel- fossi, en fyrir mjer var þetta enn ein óyggjandi sönnun þess, að æðri mátt- ur leyfði framliðnum vinum að styrkja mig í baráttunni fyrir kapellu byggingunni. ÞETTA er aðeins fátt af því, sem fyrir mig hefir borið í sambandi við kapellusmíðina. En margt annað er ekki ómerkilegra, t. d. ýmislegt sem gerðist í sambandi við altarisklæðið, .altarisdúkinn, kapelluturninn og kro'ssinn á honum. Hitt get jeg sagt óhikað, að jeg var altaf látinn finna til þess, þegar einhver vandræði voru á ferðum, að jeg stóð ekki einn heldur var mjer veittur styrkur og hjálp að handan. Stundum kom þessi hjálp líka alveg óvænt og verð jeg að segja það, að jeg er enn undrandi yfir því, hvernig mjer bárust altaf peningar, þegar rnjer reið mest á. Þeir komu úr hinum ólíklegustu áttúm. Oft brást mjer fjárstyrkur, þar sem jeg hafði vænst hans, en þá strevmdu að gjafir og áheit, sem jeg hafði ekki gert mjer minstu vonir um, en voru jafn kær- komnar eins os þær komu óvænt. Þessu hefir haldið áfram fram á þenn- an dag. Þegar kapellan var vígð, skuldaði hún tim 7000 kr., en nú er hún skuldlaus. Verð jeg að segia það, að enda þótt jeg fengi hugboð um það í byrjun að „peningarnir kæmu“, þá hefir það ræst á miklu furðulegri hátt .en jeg gat gert mjer nokkra von um. Og þá má ekki gleyma þrí hvern- ig bændurnir í nágrenni Voðmúla- staða brugðust við, hve ötullega þeir unnp að kapellusmíðinni, hve mörg dagsverk þeir gáfu, hvernig þeir hentu frá sjer orfunum og hlupu frá hey- bindingu til þess að fullgera kapell- una svo hægt væri að vígja hana á- kveðinn dag. Frá því hafist. var handa á smíðinni, með mjög litlu fjármagni, og þangað til kapellan var vígð, voru ekki nema tæpir 14 mánuðir. Að síðustu vil jeg segja þetta: Þessi kapellubygging var hafin í einlægri og auðmjúkri trú á blpssað jólabarn- ' ið, sem kom til þess að leita alls hins besta 1 sálum vorum. Og jeg trúi ]>vr, að fyrir hjálp þess hafi gengið svo vel og greiðlega að byggja þettaiiús, sem á að vera því til dýrðar og mönnum til blessunar. Gleðileg jól! (Árni Óla skrásetti). ^ ^ ^ ^ - Molar - Þetta er líklega stysta smásagan í heiminum, tekin úr sjóðbók: Auglýs- ing eftir skrifstofustúlku 2 sh.; kawp skrifstofustúlku 2 pund; súkkulagi 7 sh. 6 d.; blóm J sh.; kaupuppbót skrif- stofustúlku 3 pund; sœlgœti handa konunni 3 d.; kaup Winnie h pund; kvöidverður og leikhús fyrir mig og Winnie 10 pund 10 sh.; pels handa konunni 150 pund; auglýsing cftir skrifstofumanni 2 sh. Viðvaningur í stangaveiði hafði krœkt svolitið seyði. Hann vafði lín- una upp á hjólið þangað til lontan tók heima á stangarbroddinum og komst ekki lengra. „Ilvað á jeg nú að gera?“ spurði hann gandan veiði- mann. „Þú skalt klifra upp stöngina og reka hann í gegn með skeiða- hnifnum þín um“ Enskur hermaður, sem Þjóðvcrjar höfðu handtckið, strauk og komst til Odessa. Þa,r hitti hann rússneskan liðsforingja, sem talaði ensku reip- rennandi. Rússinn þóttist svo vel að sjer í ensku, að hann var að leið- rjetta Englendinginn. Þeita þótti Englendingnum hart og seinast sagði hann við Rússann: „Það getur vel verið að jeg tali ekki 'gott mál. En þjer talið ensku kapitalistanna — jeg tala mál hinna vinnandi stjetta“. Gestur á sumardvalarstað: „Er ekki rólegt hjer?“ „Jú. það var rólegt hjer þangað til gestir fóru að koma hingað til þess uð lifa rólegu lí{i“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.