Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 497 > i Altarisdúkur með postulunum (frá Hrafnagili). tinus voluðura manni klæðlitlum í borgarhliði. En sá bað gefa sjer klæði þá menn, er á móti honum fóru, og liðu aliir umfram. Þá skildi Martinius, að guð hafði honum J)enna hugað, er aðrir veitti eigi miskunn. En hvað mátti hann gefa, }>ar sem liann hafði ekki nema klæði þau, er hann stóð í, því að liann hafði veitt alt annað aumum niönnum. Þá brá hann sverði því er hann \jar gyrður, og reist í sundur möttul sinn í miðju og gaf hálfan þurfamanninum, en hálfan skrýddi hann sig. 2. En ðlartinus, er hann var sofn- aður ena næstu-nótt eftir, þá sá hann Krist sjálfan klæddan þeim möttuls hlut, er hann hafði inum fátæka gef- ið: Síðan hevrði hann drottinn svo mæla við engla, er hjá honum voru: „Martinus, . prímsigndur aðeins skrýddi mig þessu klæði“. En hann hófst eigi til jarðlegrar dýrðar af þessari sýn heldur var hann því lítil- látari sem hann kendi guðs miskunn meiri í sínu verki. 3. En hánn tók ])á skírn er hann var 18 vetra. 4. A þeirri tíð kom einn prímsignd- ur maður til Martinuss að heyra kenningar hans. En er þaðan liðu fáir dagar, }>á tók sá maður riðusótt og varð bráðkvaddur áður hann hefði skírn tekið. En iMartinus hafði heim- an farið og kom ])á hcim, er hinn var nýandaður, og stóðu munkar hryggir yfir l'íki hans. Þá bað Martinus alla út ganga frá líkinu, en hann lauk aft- ur dyrum og fell á knje til bænar hjá líkinu. En er hann hafði lengi á bæn verið, þá skildi hann, að guðs kraftur nálgaðist og rjettist hann upp af bæn og beið misericordie dei (miskunnar guðs). En er þaðan liðu tvær stundir, þá hrærðist hinn dauði og hóf upp augu sín. Þá gjörði Martinus þakkir guði og lauk upp húsinu, og sáu allir þar lifandi þann, er þeir báru dauðan þangað.--------- 5. Þa heyrði hann (Martinus) grát og háreisti og spurði hví það gegndi. En honum var sagt að einn þræll hefði hengdan sig. Þá gekk Martinus inn í hús það er líkið lá, og byrgði úti alla aðra, og var lengi á bæn hjá líkinu. En er hann reis af bæn þá lifnaði hinn dauði og 'leitaði við upp að rísa. Þá tók Martinus í hönd hon- um og setti hann á fætur og leiddi hann lifandi út úr húsinu í augliti alls lýðs. 0. Á ]>eirri tíð var Martinus valdur til biskups í Turonsborg. 7. Martinus fór enn of dag til kirkju og mætti klæðlausum manni í frosti miklu. Sá bað Martinus gefa sjer klæði nokkuð. Þá heimti Martinus þangað djákn sinn og bað hann selja klæði inum kalna. Síðan gekk Mar- tinum inn í kirkjuskot og sat þar einn saman, sem hann var oft vanur á milli tíða, þá er aðrir kennimenn fóru hver til sinnar sýslu. En er djákninn dvaldi að gefa klæði inum volaða, þá kom hann þangað í skotið, er Mar- tinus sat og sagðist kalinn vera, en djáknann seinan, að gefa honum klæðið. 8. Þá fór Martinus þegar úr kyrtli sínum undir kápu leynilega, svo að inn volaði sá eigi, og seldi honum klæðið og bað hann braut fara. 9. Þá tók Martinus að kenna heiðn- um mönnum guðs orð. ... Þá gekk frgm kona nokkur og hafði í faðmi lík sonar síns nýandaðs og mælti við Martinus: „Vitum vjer, að þú ert vinur guðs, gjaltu mjer einga son minn er ný er dauður“. Þá hurfu að fleiri og báðu með henni. Þá sá Mar- tinus að hann mundi geta tákn að guði mörgum trl hjálpar og tók hann við líkinu og fell á knje til bænar. En er hann reis upp af bæn, þá seldi hann svein lifanda móður hans. 10. Þegar Martinus fór frá Treveris- borg þá kom á móti honum kýr óð af djöfli, sú er hljóp frá nautum og stangaði menn ef fyrir urðu. En er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.