Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 mig þegar jeg lagði á stað frá Ug- anda. Fyrst gekk alt eins og í sögu. Við mjökuðumst vestur á bóginn, lengra og lengra inn í. frumskóginn. Þeir, sem þarna bjuggu, voru vingjarnlegir og okkur varð engin skotaskuld úr því að fá fylgdarmenn milli þorp-' anna. En svo veiktist Njogu, þjónn- inn minn, og það var ekki um annað að gera en skilja hann eftir. Drengur- inn hafði fengið illkynjaða hitasótt — en hvort það var malaria, eða eitt- hvað annað, fekk jeg aldrei að vita. Jeg þorði ekki að bíða þarna eftir því að homim batnaði, en afrjeð að fara til annars þorps, sem var kunnara. Þangað voru nokkrar dagleiðir. Þar ætlaði jeg að bíða eftir honuin, og safna gripum á meðan. Jeg ljet hann fá riffil, svo að hann gæti varið sig, en bannaði honum stranglega að af- hendi þann neinum manni, nema því aðeins og jeg gerði honum boð, og sá boðberi skyldi hafa kenniorð til sann- indamerkis. Svo heldum við á stað og skildum drenginn eftir. En hann var svo sem ekki skilinn eftir í trölla- höndum, því að hann var hjá góðu fólki, og kofi þess var bæði stór og bjartur. Leiðin til hins fyrirheitna þorps var miklu lengri heldur en jeg hafði ætl- að, svo að í staðinn fyrir að vera fjóra daga á ferð, eins og ráðgert var, vor- um við sex daga. Við komum þangað seinni hluta dags í hitamollu og var fagnað með hundgá og forvitnum starandi augum. Jeg sló tjöldum á torginu, eins og jeg var vanur, raðaði farangrinum í stafla, þar sem auðvelt var að grípa til hans og Ijet mat- reiðslumann koma sjer fyrir í opnum málstefnukofa. Jeg hlakkaði til áð njóta þarna nokkurra daga hvíldar. Jeg segi ykkur satt, að það er þreyt- andi að þramma hvíldarlaust áfram dig eftir dag, og vera varla kominn á fætur þegar tjaldið er felt og bund- ið í bagga. Þess vegna hlakkaði jeg til að sitja þarna um kyrt., Höfðinginn kom til að heilsa upp á mig. Þetta var aldraður maður með þykt hár og farinn að grána. Mjer var sagt að hann hjeti Laliamoro. Hann hafði þann einkennilega ávana, að hakla alltaf höndinni að enni sjer þegar hann talaði, og augnaráð hans var á sífeldu flökti eins og hjá barni, sem er í vandræðum. Stundum voru augun eins og brostin, en tóku svo rjett á eftir til að skygnast í allar áttir. Mjer leist ekki á manninn. og einsetti mjer að jeg skyldi vara mig á honum. Mig grunaði að hann væri annað hvort geðveikur. eða drykkju- ræfill, en hvort tveggja er algengt hjá skógarnegrum. Enda þótt jeg kynni ýmsaj mál- lýskur Negra, átti jeg bágt með að skilja hann. Hann talaði ruglingslega og eins og spýtti orðunum út úr sjer áherslulaust. En hann skildi alt sem jeg sagði. Jeg spurði hann t. d. hvort hann vildi selja mjer fílabeinshring, sem hann hafði á armi, og um leið dró hann hringinn af sjer og sagði að jég mætti eiga hann. Það var því ekki svo að sjá að hann væri mjer óvin- veittur. Áður en hann fór lofaði jeg að heimsækja hann daginn eftir. Övo skall nóttin á, kolsvört nótt og sáust hvorki stjörnur nje máni. Rjett á eftir kom stórrigning. En samt var það gott að hafa opinn himinn vfir sjer, í staðinn fyrir laufþak skógar- ins. Þarna var vítt rjóður svo að manni fanst þar frjálslegt. Jeg sofnaði brátt, því að jeg var þreyttur eftir hálfsmánaðaí^göngu. NÆSTA dag rigndi látlaust fram undir kvöld. En þá stytti upp, og þá fór jeg að heimsækja Laliamoro, eins og jeg haíði lofað. Kofi hans víir yst í þorpinu. Umhverfis hann var staura- girðing með fljettijurtum og brodd- miklum kaktusum. í garðinum sátu nokkrar konur' og voru að aðgreina baunir í stórar körfur. Þær urðu dauð- hræddar og flýðu inn í kofann. Jeg varð því að fara á eftir þeim. I kofan- um var svo að segja svartamyrkur. Á miðju gólfi glytti í glæður og með- fram veggjum voru nokkur húsgögn og áhöld. Á bekk nokkrum, sem virt- ist fljettaður úr basti eða tágum, lá sjálfur höfðinginn steinsofandi, með annan handiegginn undir höfðinu og knjen krept upp að höku. Hjá flet- inu stóð krukka með reyrstaf í. Jeg þefaði upp úr krúkkunni og þóttist skynja að í henni væri ávaxtadrykk- ur, blandaður með' sterkum krydd- jurtum. Höfðinginn var sýnilega út úr. Þarna var þá skýringin á hinu einkennilega látbragði hans. Jeg ljet> mjer á saina'standa og fór aftur heim í tjald mitt. Það var svo sem ekkert nýtt að sjá dauðadrukk- inn Negra. Og jeg hugsáði ekki meira um þetta. Við hittumst nokkrum dögum seinna, og jeg mintist auðvitað ekki á heimsókn mína. Hann fekk hjá mjer tóbaksbita og ónýta vekjaraklukku, og þá vorum við góðir vinir. • i Okkur gekk nú betur að tala sam- an og hann gerðist brátt opinskár. Hann sagði mjer frá börnum sínum, talaði um gagn og nauðsynjar þorps-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.