Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 16
500 LESBOK MORGUNBLAÐSINS SKÓLASVEINAR Á MÖÐRUVÖLLUM 1881 Mynd þessi fanst í eftirlátnu ljósmyndaplötusafni frú Önnu Schiöth á Akureyri, og er líklega elsta mynd, sem tekin hefur ve: ið af nemendum Möðruvahaskólans. Hún cr tekin á Möðruvöllum haustið 1881 á öðru ári skólans. Því miður eru ekki a ir, sem skráðir voru í skóla veturinn 1881—82, á myndinni; vantar fjóra, en þeir voru: Pjetur Jakobssen frá Sauðafelli í Dö'um (hann var veikur oy andaðist um veturinn), Jón Hallgrímsson frá Vakursstöðum í Vopnafirði. síðar bóndi á Ljótsstöðum Vopnafirði, Benedikt S. Þórarinsson, síðar kaup- maður í Reykjavík og Friðrik Jónsson frá Viðirhóli á Hólsfjöllum. Einn pilturinn. Jón Sigurðsson (46) var óreglulegur nemandi og ckki talinn í skólaskýrslu þetta ár. En af hinum 47, serti sjást á myndinni, eru fjórir enn á lífi: Þorleifur Jónsson fvrv. alþm. í Hólum. Ólafur Thorlacius læknir, Guðmundur Guðmundss. hrepp- stjóri á Þúfnavöllum og Arni M. Holm, kennari á Akureyri. Með aðstoð þeirra hefur tekist að fá nafngreinda alla mennina á myndinni, og eru þeir þessir (tölurnar á skýringarmyndinni etu til leiðbeiningar): 1. Jón Sigfússon frá Núpufelli í Eyjafirði. Fór til Ameríku. 2. Einar Sölvason frá Víkings- stöðum á Völlum. 3. Jónas Jónsson frá Helluvaði (bróðir Jóns í Múla). Hann varð verslunarstjóri í Hofsós, en dó 1. júní 1898. 4. Páll Jónsson Árdal, skáld. 5. Ásgeir Bjarnarson frá Gaut- löndum. Gerðist bóndi og bjó á ýmsum stöðum við Eyja- fjörð. 6. Brynjólfur Bergsson frá Valla- nesi (bróðir Jóns á Egilsstöð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.