Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 11
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 495 Altarisklœði með sögu ókunnrar helgrar konu (jrá Svalbarði). ur“. (Gammel íslandsk Kultur og Billeder, Khvn 1929). Jeg hefi oft virt þennan dúk fyrir mjer og verið í vafa um uppruna hans. Hringarnir benda á byzantinska fyrir- mynd frá því urn 1000, og gerðin og uMarsaumui'inn er eins og í Bayoux- dúknum, sem saumaður er á 11. öld annað hvort í Englandi eða Norður- Frakklandi. Spurningin er: Er Maríudúkurinn saumaður eftir fyrirmynd, sem hinir fornu víkingar hafa komið með til Is- lands, eða hefir hann verið fluttur inn eftir kristnitöku, til þess að prýða einhverja kirkju? Margra ára athugun á útsaumuð- um dúkum +>æði hjer og víða í Evrópu hefir fullvissað mig um það. að dúk- urinn er saumaður á Islandi. Jeg byrj- aði athuganir mínar með því að bera saman tvö samskonar altarisklæði sem eru í Nationalmuseet, og komin Jjangað frá Íslandi. Þau eru bæði yngri en Maríudúkurinn, og sýna aðeins það, að sams konar saumur hefir vcr- ið iðkaður á íslandi næstu aldirnar eftir að Maríudúkuriirn var saumað- ur. A hinu eldra eru myndir af þeim Mariu mey og postulunum Pjetri og Simon og eru þau öll standandi. Ilinn fallegi, ljðtti gotneski bragur á mynd- unum er af yngri gðrð heldur en á hinum virðulegu myndum í Maríu- dúknum. Þetta altarisklæði cr frá Stafafellskirkju, sent hingað af prest- inum Magnússyni árið 1820. llitt altarisklæðið er frá Hrafnagils- kirkju, sent hingað af sjera Ilallgrími Thorjaeius árið 1850. 1 því eru hring- fletir og samskonar saumur og á Maríudúknum. í 6 hringflötum, sem eru umkringdir og tengdir með krón- um og liljum, eru myndir af postul- unum tólf, tveimur og tveinnir sam- an. Liljurnar minna mjög á ítalskan útsaum frá 15. öld, og eldra er altaris- klæðið ekki. Þriðji íslenskur mynddúkur með hringflötum er í South Kensington- safninu í London. Hann var keyptur á íslandi árið 1878, en WiIIiam Morris hafði sjeð hann þar á norðlenskum bóndabæ tíu árum áður. Helgimynd- irnar í þessum dúki eru i hringflöt- unum, en hann er útsaumaður með kross-sauin. Af nafni á honum má sjá, að hann er saumaður af konu, sem Þorbjörg hjet. Sigfús Blöndal og Sig- urður Sigtryggsson seg'ja að hún hafi verið kona Páls Vídalíns lögmanns, sem var uppi um aldamótin 1700. En myndirnar bera svip af míklu eldri útsaum, enda ]>ótt þeim svipi ekki til myndanna á Maríudúknum. En Jiað bendir aftur til enn eins gamals myndadúks, jem kominn er frá ís- landi. Árið 1937 rakst jeg af tilviljun á útsaum í frönsku riti (Le Farcy: La broderie 1896) og fyrir það hefi jeg fengið margar upplýsingar. Myndin var af klæði, Jiar sem saumuð var ævisaga hins- heilaga Marteins, og þetta klæði virtist mjer vera af sömu gerð og Maríudúkurinn, bæði um gerð og handbragð. Sagt var, að ]>að væri þýskt og frá 13. öld, og hengi'nú í Louvre-safninu í París. Tveimur árum seinna gafst mjer tækifæri til að skoða þetta klæði, þótt það ætlaði ekki að ganga greitt. í Louvre-safninu kannaðist enginn við altarisklæði frá 13. öld, þar sem sýnd væri ævisaga hins heilaga Marteins. Jeg skýrði ]>á frá þvi, að hjer væri um litsaum að ræða, og var mjer þá vísað í Cluny-safnið, því að þangað hefði allur útsaumur verið fluttur ár- ið 1900. Þrátt fyrir mikla leit í þessu safni fanst ]>að ekki þar, en ungfrú Millard sagði’mjer að hún hefði sjeð slíkt klæði hangandi í Louvre. i\Ieð aðstoð hennar og mikilli fyrirhöfn tókst að lokum að hafa upp á því. Það var í Louvre, en i deildinni fyrir vefnað. Hinn merkilegi útsaumur hafði slegið ryki í augu fræðimann- anna, svo þeir heldu að hjer væri um myndvefnað að ræða. Það er skráð í D. llocks: Textiles 1874, sem sýnis- horn af frönskum myndveínaði (gobe- lin) frá 14. öld. Eftir alla þessa leit hafði jeg naum- an tíma til að skoða klæðið, en.jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.