Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 507 sjera Árni þá að 'hann væri annað hvort kendur eða ckki með ölluni mjalla. Loksins sagði Rask til sín og varð þá fagnafundur og gerðu þeir úr þessu mikið gaman. ★ Veturinn eftir flutti Rask prjedik- un í dómkirkjunni í Revkjavík og fórst honum það svo vel, að ef al- menningi hefði eigi verið kunnugt'að hann var útlendingur. mundi enginn hafa þess til getið. Bjarni Thoraren- sen var þá í stiptam’tmanns stað og bjó í Reykjavík. Hann var góður kunningi Rasks og hafði Rask búið hjá honum veturinn áður. Það er sagt að Bjarni hafi verið við messu í dóm- kirkjunni þann dag. sem Rask prje- dikaði. Þegar komið var úr kirkju, segir Bjarni við Rask: ,JIvort á nú heldur að kalla þig monsjer Rask*eða sjera Rasmus?“ „O, sjálfsagt sjera Rasmus“, sagði Rask. ★ Á ferðalagi sínu um ísland var Rask einu sinni spurður að nafni og sagðist heita Rask, sem von var. Þá sneri spyrjandinn upp á sig og sagði: „Sá mun eiga nóg af raskinu“. Hann helt að Rask hefði svarað sjer út af og sýnir það að maðurinn hefur ekki getað ráðið það af framburði hans, að hann væri útlendur maður, því að honum gat ekki þótt nafnið kvnlegt, nema því aðeins að Rask væri íslendingur.* 'ér \ * Konráð Gíslason sagði svo frá: Þegar Rask var á íslandi hafði fað- ir minn komist í kunningskap við hann og sagt honum frá þessum efni- lega! syni, sem hann ætti. Jeg hefi þá líklega verið á 7. árinu. Og hafði Rask talað um að það væri gaman að geta tekið mig með sjer til Danmerkur. Þetta er nokkuð undarlegt, en jeg man glögt eftir því. ★ Eftir að Rask kom frá íslandi, langaði hann mikið til að komast fyr- ir hina elstu uppsprettu íslenskunnar og rjeð af að fara í austurveg að leita hennar. Ferðaðist hann síðan um Sví- þjóð, Finnland og Rússland og þaðan til Persíu og Indlands. Varð sú för all- fræg. Á þessu ferðalagi mintist hann oft íslands. í Finnlandi hitti hann vondan veg og grýttan, og líkti hon- um við Lónsheiði á Islandi. Á leið- inni frá Moskva lil Astrakan fór hann yfir eyðisanda og segir að þeir sje verri en sandarnir á íslandi. Um Volga segir hann, að það fljót sje ekki stærra, þar sem hann kom fyrst að því, en „meðalár á íslandi“. Um hina kalmúksku hjarðmenn segir hann, að þeir sje ekki ósvipaðir norðlenskum bændum í allri framgöngu. Frá Ispahan í Persíu skrifaði hann Árna Helgasyni, og ljet illa yfir að ferðast um það land. Voru í brjefinu Ijóð- mæli á íslensku og var þetta í: Hart er að skeiða um hauðrið leiða stóðum stöðum á. ★ I brjefi, sem Rask skrifaði í Tiflis 7. febr. 1820 fil síra Árna Helgasonar (sem þá var dómkirkjuprestur og átti heima í Breiðholti) segir hann svo: Fetkorn hefi jeg nú gört frá Breið- holti y-fir um fjallið Kavkasus. en ekki hefir þú gleymt mjer að héld- ur. Yfir mig gekk þegar jeg fyrir nokkrum dögum sá innsigli þitt og þekti höndina, því ekki bjóst jeg við neinu brjefi úr íslandi að svo stöddu. ... Af nýungum á jeg hjer lítið að skrifa, hjer er stríð og rvkti um stríð. en jeg lít til og skelfist ekki Fyrr mun enn, bróðir, ógn. um hafin, kaldr hjör koma við annan, oc grályndr þurs í gras hníga en erindis laus ec aptr hverfic.-------... Ekki mun jeg aftur hverfa að ósjeðu Ararat-fjalli etc. nema meirikostar hindranir móta: því höhlar kalla huglaust grcy þann hikar í fyrsta spori, enn frá Persalandi er minn ásetning- ur að skjótast sem snöggvast til Kal- kúttuborgar í Bengalen, en þaðan austur í Burman eða Ava, en þaðan norður í Höfn eða Revkjavík. Verðlauna-bridgeþraut Spaði: Á, D, 5. Hjarta: Á, 5. Tígull: Á, K, 6, 4, 3. Lauf: K, 7, 5. Spaði: 8, 7, 3. Hjarta: K, D. 8, 4, 2. Tígull1: D, 8. Lt'íuf: 10, 8, 2. Spaði: K, G, 10, 9, 6, 4, 2. Hjarta: 10, 7, 3. Tígull: 5. Lauf: Á, G. Suður spilar 7 spaða. Vestur spil- ar út tígulgosa. Spaði: — Hjarta: G, 9, 6, Tígull: G, 10, 9, 7, 2. Lauf: D, 9, 6, 4, 3.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.