Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 til íslands komið. Víða annars staðar keniur refill fyrir, mjór útsaumaður dúkur sém breiddur er framan á for- hengið. Af sögunum er ekki hægt að sjá hvort þeir hafa verið saumaðir eða ofnir, en nafnið refilsaumur bend- ir ótvírætt til þess, að hjer sje um útsaum að ræða. Þó má vera að nafn- ið sje myndað eins og „gobelinsaum- ur“ og eigi aðeins að þýða eftirlíking af vefnaði. Hin fvrri skoðun stvðst við lýsingu á kirkjugripum, að reflar hafi verið hafðir ti4 að hengja þá upp í kórnum eða víðsvegar í Jcirkjum. Það er ekki sennilegt, að myndofnir dúkar hafi verið svo langir, miklu fremur mun um útsaumaða dúka að ræða, eins og Bayouxdúkinn, sem menn vrta um með vissu að áður var hengdur upp í dómkirkjunni í Bayoux. Og þegar á 7. öld er getið um að slíkrr dúkar ha.fi verið hengdir npp í kirkjum í Englandi. Þá gefur Aelfled, ekkja Brithnods jarls kirkjunni í Ely (en að henni var hið höfuðlausa lík jarlsins grafið) langan dúk og hafði saumað á hann afreksverk jarlsins. Bayoux-dúkurinn er með myndum frá sigri Vilhjálms bastarðs í orust- unni hjá Hastings 10(56, og hann var saumaður at' Matthildi drotningu, eða að undirlagi hennar, eftir að Nor- manar voru sestir að í Englandi, og hefir hún þá sennilega haft enskan útsaum til fvrirmyndar. Miklar líkur eru og til þess, að hinn 24 álna langi refill með sögu Karla- magnúsar, sem getið er meðal kirkju- gripa Hvammskirkju í Laxárdal á ís- landi árið 4360, hafi verið kominn frá Englandi og saumaður þar eftir orustuna hjá Hastings, eða um svipað leyti og Bayoux-dúkurinn. Hann hefir þá verið í líkum stíl, og þar þekkjum vjer að minsta kosti eina fyrirmynd, sem sú, er Maríudúífinn gerði, gat farið eftir.*) *) í ritgerð um Dómkirkjuna á Hólum , (Safn til sögu Islands V.) segir dr. Guðbrand- ur Jónsson: Hjer á landi hafa reflar óefað bæði utan Þá kemur maður að Jteirri spurn- ingu: Ilvar á íslandi hefir miðstöð slíks útsaums á miðöldunum verið? Vjer höfum hjer fjögur útsaumuð klæði: Maríudúkinn frá Reykjahlíð- arkirkju, dúkinn með ævisögu hinnar ókunnu helgu meyjar frá Svalbarðs- kirkju, dúkinn með myndunum af Maríu mey og postulunum frá Stafa- fellskirkju og dúkinn með postula- myndunum frá Hrafnagilskirkju. Ef vjer lítum nú á Islandskortið, þá sjáum vjer, að allar þessar kirkjur eru í Hólabiskupsdæmi, sem stofnað var 1106. Þar er einnig Hvamms- kirkja, þar sem Karlamagnús-refillinn var, og máske hefir verið fyritmvnd að útsaumi þessara dúka. Vjer þurfum því ekki að leita ann- ars staðar en í Hólabiskupsdæmi. og þá verður vandinn minni. Fvrst byrj- um vjer á því að leita uppi Marteins- dúkinn. I kirknaskrá Hólabiskups- stóls 1.‘560, stendur í skrá um gripi Grenjaðarstaðarkirkju: Marteinsref- iH, myndadúkur með sögu hins hei- laga Marteins. Ekkert verður nú um það sagt hvort tveir Marteinsreflar kunni að hafa verið til, eða hvort sá Marteinsrefill, sem hjer er getið um, hefir verið seldur til Frakklands. En eitt er víst, að í Grenjaðarstaðakirkju hefir verið til Marteinsrefill og í Reykjahlíðarkirkju var Maríudúkur- inn. Og svo finnum vjer þá konu, sem þekti svo vel helgra manna sögur að hún gat saumað æviferil þeirra í myndum. Hún hjet Ingunn. Hennar er getið í sögu Jóns biskups helga og hún var uppi á öndverðri 12. öld og átti heima á sjálfu biskupssetrinu, Hólum. Gunnlaugur Leifsson munkur segir svo frá henni: kirkju og innan veriíS með myndum; nefndur er Martinusrefill á Grenjaðarstöðum, er það að vísu tæplega kirkjurefill, en hefir þó á hann verið mörkuð ævi hins blessaða Marteins, er Grenjaðarstaðakirkja var helguð, og voru slikir reflar ekki með öllu fásjenir. ... Hvammskirkja í Laxárdal á aftur á móti sýnilega kirkjurefil 21 álna; á Iiann er mörkuð Karlamagnússaga. „Þar var og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú, er Ingunn hjet. Öngum þess- unt var hún lægri í sögðum bóklist- um, kendi hún mönnum grammatic- ant og fræddi hvern er nema vildi; urðu því márgir vel mentir undir hennar hendi. Hún rjetti mjög latínu- bækur, svo að hún Ijet lesa fyrir sjer, en hún sjálf saumaði. tefldi, eða vann aðrar hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð eigi aðeins nteð orðum munnnáms, heldur og með verkum handanna“. Er nú hjer um að ræða handaverk þessarar skírlífu konu, eða eru dúk- arnir eftirmynd handaverka hennar? Úr því verður tæplega leyst. En Maríudúkurinn, sem jeg þekki best, er svo frumlegur að öllu, að fylstu líkur eru til þess að hann sje ekki eftirmynd. Ilann hefir verið saumað- ur einhverntíma á árunum 1106— 1124 í tíð Jóns biskups Ögmundsson- ar, úr því að frá Ingunni. er sagt í sögu hans. Dúkurinn hefir geymst mjög vel, og Bayoux-dúkurinn, sem er líklega 50 árum eldri, hefir hlot- ið álíká góða meðferð. Sjerfræðingar telja að vísu, að það muni hafa hlíft Bayoux-dúknum, hve mikla sögulega þýðingu hann hafði. En geta menn þá ekki eins hugsað sjer, að virðing fyrir hinum helga boðskap, sem svo glögglega er sýndur á Mariudúknum, hafi veitt honum álíka hlífð, og þann- ig verndað einhvern elsta útsaum á Norðurlöndum. KURTEIST SVAR. Það var í veislu. Prestinum hafði verið skipað nœst stórlátum og drambsömum hertoga, sem setti sig ú t til þess að móðga prestinn. Meðal annars sagði hertoginn. — Ef jeg œtti son, sem vœri fifl, þá mundi jeg gera hann að presti. — Faðir yðar hefir sýnilega ekhi verið sama sinnis, svaraði ptestur hóglátlega. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.