Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 20
504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fremur einn en annar. Svona gekk fram í ágústlok. Að vísu smáhækkuðu veggirnir og fór að draga undir dyra- hvelfinguna, og þá fóru menn þó smám saman, einkum eftir það að verkamönnum var fjölgað þegar kom fram í september, og farið var að leggjast fast á verkið, að ganga úr skugga um það, að hjer hlyti að vera einhver hulin hönd, og eigi fjevana, er bæði stjórnaði verkinu og hratt því svo áfram, að stórum fór nú að muna méð hverjum degi, og jafnan voru borguð tregðu- og ta-irstöðulaust hin umsömdu verkalaun“. Enn fremur segir Jón Guðmundsson: „Það er nú (6. okt. 1808) eigi orðið neitt %laun- ungarmál að bæjarfógeti vor, herra A. Thorsteinsson kanselliráð, hefir einn gengist fvrir byfgingu þessari og lagt fyrir um alla tilhögun og fvrir- komulag, og lagt tit alt fje til efnis og verkalauna". NÝA Skólavarðan var opnuð 21. okt. 1868 og hafði Arni Thorsteinsson boðað það með auglýsingu, sem var upp fest á flestum gatnamótum í bænum. Komu þó fáir til þess að vera við athöfnina og kennir Þjóð- ólfur því um að „póstskipið var þá í sem hörðustum burtbúningi og allir önnum kafnir við að afgreiða það“. Var nokkuð beðið eftir því að fólk kæmi, en þegar sýnt var, að fleiri kæmi ekki, las formaður bæjarfull- trúanna, Hans A. Sivertsen, upp brjef frá bæjarfógeta. Var það stílað til bæjarfulltrúanna, og biður hann þá að ,.taka að sjer Skólavörðuna sem eign bæjarins upp bygða honum til prýðis og bæjarbúum til skemtun- ar“. Mæltist bæjarfógeti svo til þess, að þeir eigi sem bestan þátt að því, að hann fái endurgreitt það sem hann hafði „lagt út“ „frá bæjarbúum á hvérn þann hátt er bæjarfulltrúarnir sjái best ráð til, án þess að það verði úr bæjarsjóði tekið, eður að því verði — jafnað niður ásamt öðrum bæjar- gjöldum1', er hann kvaðst álíta að ekki ætti við, .eftir því sem á stóð. Fylgdi svo reikningur um byggingar- kostnað og hafði hann numið 1064 rdl. 48 sk. (2129 'kr.). I pp í þann kostnað hafði Moses iMelchior stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn gefið .‘550 rdl., ónefndur maður 180 rdl. og Lúðvík bókhaldari Knudsen 2 rdl. Þar að auki liafði bæjarfógeti gefið tekjur sínar af erfðafestuuppboðum, sem nam 59 rdl. 3 sk. (118.06 kr.). Eftir stóðu þá 743 rdl. 45 sk., sem hann hafði „lagt út“. LÝSING á Skólavörðunni, eins og hún var þá, er í Þjóðólfi og er hún á þessa leið: „Hún er ferstrend að utan og jafn- bol, hátt á 9. alin utanmáls hver hlið, og stendur á stöpli; hún er hol eða húsbygð innan, og eru portdyr' á að Vestan bogadregnar eða með hvelf- ingu að ofan, með traustri og vand- aðri hurð fyrir; tvennir eru vænir gluggar á, annar á norðurhlið, hinn á austurhlið. Innan er hver hlið aðeins nokkuð á 5. alin, því að veggirnir eru fullra fimm feta þykkir neðst og smáþynnast þegar ofar dregur, en þó hvergi þynnri en 4 fet. Loft er ofan til í miðri vörðunni og bera glugg- arnir birtu á milliloft þetta og er þangað gengið upp eftir hliðarstigum og eftir öðrum stiga upp á yfirpallinn, er nemur við efstu veggbrún og í upp- gangsop á miðju lofti og er hetta yfir er upp undan má genga og upp á loft- riðið eða „sjónarpallinn" — því það- an er næsta víðsýnt yfir alt — og er 'hún til varnar því að niður í húsið rigni eður framan í þá, er upp á pall- inn ganga, en umhverfis hann allan efst á veggjunum og utan á ytri brún þeirra eru traust trjeverks-handrið til varnar því að menn geti hrotið ofan fyrir. Viarðan er 15 álnir á hæð frá stöpli að meðtöldum handriðunum". Gröndal segir að varðan sje „besti útsjónarstaður, því stigar (raunar ekki sem þægilegastir) eru innan í henni, svo komast má cfst upp, og er þá útsýnið mikið. Efst uppi á vörðu- toppinum var hani, og hefir hann lík- lega átt að gala yfir bænum og minna bæjarmenn á árvekni og framtaks- semi, en hann hefir aldrei galað og er nú eins og „Loftur rúinn“.“ ÞEGAR eftir að bæjarfógeti hafði afhent bæjarstjórn Skólavörðuna, áttu bæjarfulltrúar fundi til að ræða þetta vandamál, hvernig ætti að fá fé til að endurgreiða bæjarfógeta það, sem hann hafið lagt af mörkum til byggingarinnar. Varð það að ráði að biðja 3—4 af hinum atkvæðamestu bæjarbúum að ganga í nefnd ásamt 2 bæjarfulltrúum, og nefnd sú gengist svo fyrir söfnun gjafa, er nægðu til að bæta skakkann og til að fullgera vörðuna að innanverðu, cn áætlað var, að það mundi kosta -10—50 dali. Þessi nefnd komst á laggirnar og voru í henni bæjarfulltrúarnir II. Sivertsen og 0. Finsen og með þeim Th. Jónas- sen etatsráð, Randrup konsúll og Jón Guðmundsson ritstjóri. Skoraði svo nefndin á „alla hina merkari og vel efnum komna Reykjavíkurbúa, að þeir láti nú sjer og bænum eigi miður farast er þár þiggja og taka við þess- ari prýðisgjöf'' heldur en hinum er til hennar höfðu lagt fje og fyrirhöfn, og láti það ásannast að hjer eigi í hlut „þeir staðarbúar er hefði vit og vilja til að meta slíkt örlyndi, er eingöngu horfði sjálfum þeim og bænum til gagns og sóma". Dr. Jón Helgason segir að bæjar- sjóður hafi lagt fram 700 rdl., en dr. Jón Þorkelsson segir að ekkert verði um það sagt hvort Arni Thorsteins- son bafi nokkurn tíma fengið endur- greidda þá 473 rdl. 45 sk., er hann hafði „lagt út“. En hann bætir við: „Ýmsir alþýðumenn heldu að Skólavarðan hefði verið reist fyrir peninga, sem höfðingjarnir í Reykja- vík hefði „pínt út“ úr öllu landsfólk- inu, og var slíkt verk vitanlega ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.