Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 503 * Slcclavarðan eins og hún var ajhent bœjarstjórn 1S68. nefndist þá Þingholt í fleirtölu, en brekkan niður að læknum (milli Bankastrætis og Amtmannsstígs) var þá kölluð Ingólfsbrekka. Skólinn var fluttur til Bessastaða árið 1804 og eftir það var Skólavörð- unni enginn sómi sýndur. Voru þá ekki skólapiltar til þess að hressa hana við, og bæjarmenn jjetu sig engu skifta hvernig um hana færi. Hrundi hún því smám saman og var svo komið 1834 að hún var orðin grjót- hrúga ein. Þá vaf Ivrieger stiptamtmaður hjer (1829—1836). Segir dr. Jón Helgason svo frá í „Annálum Reykjavíkur“, að hann hafi á eigin kostnað látið ryðja stíg upp að Skólavörðunni, og síðan hlaða hana að nýu miklu stærri en hún áður var. En hitt hygg jeg rjett- ara, sem dr. Jón Þorkelsson hefir eftir Geir kaupmanni Zoéga, að kaupmenn hjer í bænunn hafi gengist fyrir þessu og gert það til sæmdar Krieger stipt- amtinanni og til minningar um hann. Varða þessi var ekki hol innan, heldur hlaðinn ferhyrndur steinstöp- ull sem mjókkaði upp og studdur trje- grind að utan. Tvenn þrep eða pallar voru utan á vörðunni, með setbekkj- um mót vestri, en tröppur lágu upp á pallana. A þessa trjegriud var fest eirtafla, eða eitthvað þess háttar, og á letrað: „Kriegers Minde“. Dr. Jón Þorkelsson segir*að kaup- menn hafi fyrrum haft þann sið hjer að hlaða hjer í grenndinni ininnis- varða um sjálfa sig! Var t. d. eitt- hvert slíkt minnismerki einu sinni á Skildinganeshólunum, sem eru skamt fyrir sunnan Loftskeytastöðina, og kallað „Vellejus Minde“. Krieger stiptamtmaður ljet sljetta Arnarhóls- tún og taka af „götuna heim að bæn- um“, traðirnar, sem áður höfðu verið alfaravegur upp úr Reykjavík. Var þá tekinn upp sá vegur er nú heitir Bankastræti. ALMENNINGUR fekst ekki lil þess að taka upp hið nýa nafn „Krieg- ers Minde“ nje heldur „Kriegers- varða". í hans munni hjet þetta mann virki „Skólavarþa“ sem áður og stíg- urinn, sem ruddur var vfir holtið þangað upp, hlaut nafnið Skólavörðu- stígur, sem hann ber enn í dag. Ari seinna (23. sept. 1835) var það samþykt á borgarafundi, að bærinn tæki að sjer viðhald Skólavörðunnar á meðan hún væri við líði', og einnig skyldi hann annast viðhald vegarins þangað, þannig, að hver borgari eða húseigandi skyldi leggja fram til þess eitt da'gsverk vor og haust. En þrátt fyrir þetta varð viðh^ldið fremur bágborið. Trjevirkið umhverf- is vörðuna fúnaði og hrundi og þeg- ar það var farið, var varðan óstudd. Sumarið 1858 hrundi hún svo í mesta blíðskaparveðri. Og 30 árum eftir að hún var reist var svo komið að hún var rústir einar. Um þær mundir varð Arni Thor- steinsson bæjarfógeti hjer. Vildi hann að bæjarbúar reistu Skólavörðuna að nýu, vandaðri en áður og stærri, hlaðna úr höggnu grjóti og líinda með steinlími. En undirtektir voru harla daufar og ekki fekst bæjarstjórn til þess að leggja fram fje úr bæjarsjóði í því skyni. Fór þá A. Th. þá leið 1865—66 að leita samskota meðal bæjarbúa og söfnuðust þá alls 176 rdl. 72 skildingat. ,yVar þá tekið til að byggja upp vörðuna úr grjóti. En af því að lítið fje var fyrir hendi, þótti ekki leggjandi upp að hafa nema sem minst steinlímið, og varð það til þess, að þegar varðan var kom- in nokkuð á leið, þá lirundi alt sam- an, sumir segja fyrir loftskjálfa af fallbyssuskotum franska herskipsins á Reykjavíkurhöfn. Var þá búið að verja í vörðuna öliu samskotafjenu og 50 dölum að auki“. Nú heldu allir að þessu fyrirtæki mundi lokið, og leið svo og beið, þar til sumarið 1868. Þá fóru menn að taka eftir því, að farið var að aka grjóti að vörðunni og vinna þar að steinsmíði og var Sverrir Runólfsson steinsmiður yfirmaður. Rak menn í rogastans, því að enginn vissi til þess að neinir peningar til byggingar þess- arar væri fyrir hendi, og eins og Jón Guðmundsson komst að orði í Þjóð- ólfi, „engi nefndi ný samskot, enda mundi það hafa haft lítið upp á sig þegar svona Jiafði slysalega tekist tii fj'rir hinu; og hvaða Krösus mundi svo vekjast upp, er vildi og gæti lagt í sölurnar jafn mikið fje og þyrfti til vandaðrar kalkmúraðrar vörðu? Þess vegna hugsuðu allir að hjer yrði ekkert úr. Engi vissi heldur til að neinn væri forgöngumaður verksins,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.