Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 487 C^maniteí ^ivedenlorcj; HIMNARIKI vera markmið mannlegrar siðgceðis- og menningarviðleitni, því að hún boðar „fylling óskum mín og þín“. En cf vér gleymum þessari œðri sjón í glaumi sjúklegrar gervimenningar, þá glótum vér því, er „fegurst verða ma . Og jólahátíðin er ekki aðeins hald- in til minningar um fœðingu Jesií frá Nazaret, heldur eru þau einnig fœð- ingarhátið þessarar hugsjónar hans, þessarar vonar og þrár eftir betra lífi og a>ðra — eftir guðdómlegu lifi — er hann hefir vakið í brjóstum manna. Því að aldei finm^n vjer sem á jólun- nm til tregablandinnar sjálfsóánægju, aldrei til einlœgari þráir til að verða honum lík, er þá fœdílist, lík að mann- gófgi og góðleik. Aldrei þráum vér sem þá nýjan himin og nýja jörð, þar sem rjettlæti býr. Vér þráum nýtt mannkyn á nýrri jórð. Vjer þráum sjálf að vérða betri Vjer þráum góða menn og göfuga, sanna, heilhuga og drenglynda, menn, cr skipa fjelags- málum sínum af rjettsýni. víðsýni, óeigingimi og af fullum drengskap. Vjer þráum nýtt land, nýtt ísland, þar sem býr ný þjóð og betri, þjóð, er vaxin er frá flokkadráttum, klíku- skap og sviksemi, drykkjuskap, óhófi og drabbi. Vjer þráum íslenska þjóðK göfuga, óspilta, heilhuga, sanna þjóð, sem vill það góða og gjörir það góða, sem hún vill. Vjer þráum íslenska þjóð. sem Verða viU forgöiiguþjóð meðal þjóða heims um framkvœmd hugsjónar jálabarnsins, sem að guð- legum vilja og ráðstöfun „leom að boða rjettlætisim ríki“. Vjer biðjum guð vors lands og þjóð- ar að gefa íslensku þjóðinni þá jóla- gjöf, að hún haldi jólahátíðina heil- aga, ekki aðeins með dýrum jólagjöf- um, góðum mat og finum fötum, held- ur með því að gera hugsjón jólabams- ins að veruLeika í lífi sínu öUu, svo að hjer >búi heilög þjóð í heigu landi. Gleðileg jól. Emanuel Swedenborg var fæddur í Stokkhólmi árið 1688. Faðir hans var, Jesper Swedberg biskup, en ættar- nafnið breyttist í Swedenborg. er Ulrica Eleonora drotning aðlaði hann 1719. — Swedenborg yngri stundaði nám við háskólann í Uppsölum, en fór til London 1710 og kyntisí þar í'itum þeirra Newtons, Halley og Flamsteed. Haiin stundaði nám i stærðfræði, vjelfræði og stjörnufræði. Ferðaðist hann síðan víða um Evrópu og um 1721 fór hann að rita um vís- indi og heimspeki. Hann var vinur Karls 12. Svíakonungs og skrifaði að hans fyrirlagi vísindaritið „Deadalus IIyperboreus“. Arið 1724 gerðist hann forstjóri námasambandsins sænska og hafði þá stöðu lengi á hendi, en helt þó áfram vísindaiðkunum, ritstörf- um og ferðalögum. Árið 1745 hvarf hann frá störfum og tók að gefa sig við ,.himinspekinni“ og fór sálförum. Ritaði hann þá margar bækur um það og helt því fram í fullri alvöru og einlægni að guð hefði falið sjer að rita þær bækur. Swedenborg ljest ,29. mars 1772. — Kaflar þeir, sem hjer birtast eru úr bókinni „De Carlo et ejus Mirabilibus et de Inferno", og eru þýddir úr ensku. ★ Guðdómurinn í himnaríki er kær- leikur, því að kærleikur er andleg samtenging. Kærfeikur sameinar guð og englana, og englana innbyrðis. Hann sameinar þá þannig, að þeir eru allir sem einn fyrir augliti Herr- ans. Kærleikur er auk þess uppspretta alls lífs, og hans vegna hafa englar og menn hlotið líf. Kærleikur er sterk- asta aflið í manninum, e"ins og hver, sem um það hugsar, getur sjeð. Kær- leikur Hfgar manninn, kærieiksleysi gerir hann kaldan, og hann deyr ef hann nýtur ekki kærleiks. Og þess ber að minnast að líf hvers manns samsvarar kærleika hans. ★ Tvenns konar kærleikur er í himna- ríki, kærleikur til guðs og kærleikur til náungans. í insta eða þriðja himni er kærleikur til guðs, í öðrum, eða miðhimni, er kærleikur til náungans. Hvort tveggja staí'ar frá drotni og myndar himnaríki. Mismunurinn á þessum tvennskonar kærleik og hvernig hann þó er sameinaður, sjest glögt í himnaríki, en trauðla á jörð- inni. 1 himnaríki þýðir kærleikur til guðs ekki hið sama sem að elska hann sem persónu, heldur að elska hið góða, sem er frá honum. Sá, sem elskar hið góða, vill hið góða og breytir eftir því af ást. Að elska ná- ungann er ekki sama sem að láta sjer þykja vænt um einhvern mann, held- ur að elska sannleikann, eins og hann ■kemur fram í guðs orði. En að elska sannleikann, er að leita sannleikans og breyta eftir því. Þessar tvær teg- undir kærleika svara því til gæsku og sannleika, og þær eru sameinaðar eins og gæska og sannleikur. En þetta munu trauðla skilja þeir menn, sem ekki vita hvað kærleikur er, hvað gæ»ka er nje hver er náungi manns. Jeg hefi átt tal um þetta við engl- ana, og þeir kváðust furða sig á því að kirkjurnar virtust ekki vita, að það, að elska guð og náungann, er sama sem að elska hið góða og rjetta og breyta samkvæmt því. Þeir sögðu einnig að menn mætti vita það, að gæska guðs er ímynd hans sjálfs, því að þar er hann sjáffur, og að þeir, sem vilja vel og hyggja rjett, þeir líkjast' guði, og guð er í þeim.' Þetta sjest

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.