Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 22
506 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Að þessu leyti má nú segja að hvort vegsami annað: Þessi hinn nýi, mikil- fengi og breiði upphækkaði vegur skólavörðuna, og hún aftur veginn“. SKÓLAVARÐAN var nú orðin eign bæjarins og hafði hann allan veg og vancla af henni. Ilún sónnli sjer vel þarna á háholtinu, cncla voru þá engin hús þar nærri til að skyggja á hana. Hún blasti fyrst við öllum, sem til bæjarihs komu, hvort sem komið var á landi eða sjó Og hún var svo að segja eina bæjarprýðin. Nokkrum árum seinna ljet bæjar- stjórn hækka hana. Var sú hækkun úr timbri og þak yfir. En á öllum hliðum voru trjehlerar, sem hægt var að opua, og þar var því hægt að njóta útsýnis í allar áttir. Upp úr aldainótunum tók að fjölga skemtiferðaskipum, sem lögðu leið sína norður í höf og komu hjer við. Var þá jafnan talið sjálfsagt að fara með ferðafólkið upp að Skólavörðu. Stundum voru hóparnir svo stórir, að ekki komust allir inn í einu og urðu því sumir að bíða á meðan Jieir fyrstu svöluðu útsýnisþrá sinni. llöfðu því margir fætur gengið ’upp og ofan stig- ana í vörðunni. Mjer er nær að halda, að hún hafi orðið svo fræg að komast í Baedeker, sem eitt af því merkasta, sem á íslandi væri. Einu sinni þegar stórt farþegaskip var hjer, rakst jeg á tvær þýskár kerlingar, sem voru í greinarleysi og fylgdarmannslausar, og þær báðu mig blessaðan að sýna sjer „Útsýnisturninn“. Þær vissu að Skólavarðan var til. Þegar Jrangað kom þótti þeim útsýnið að vísu fag- urt, en vildu endilega fá að sjá Heklu. Þær höfðu farið Jiessa ferð til þess að sjá Heklu, og urðu nú fyrir miklum vonbrigðum. AÐ vísu var ekki hægt að sjá Heklu frá Skólavörðunni. En Jiaðan var í góðu veðri sú útsýn, er hlaut að hrífa hvern mann. Og margir bæjarbúar kunnu að meta )>að. Man jeg J>að að fyrir tæpum 10 árum var J>að siður að konur fóru með börn sín upp að Skólavörðu um helgar þegar gott var veður og höfðust þar við lgngi dags. Höfðu þær með sjer nesti og hituðu kaffi á hlóðurn milli steina. Þá var Skólavarðan svo langt frá bænum að )>elta þótti álíka skemtiferðalag J>á, eins og það þykir nú að fara austur yfir fjall eða upp í Borgarfjörð. Og )>á var oft glatt á hjalla í SkúJavörðu- holtinu, þessum sumarskemtistað reykvískrar æsku. En bygðin færðist nær og nær Skólavörðunni og svo fór að hún hvarf sjónum þeirra í Miðbænum, en þar voru hinir ráðarfdi menn bæjarins. Ekki hefði þeir þó þurft að gleyma því að hún var að verða forngripur, og að hún var tákn um þjóðlegan sið íslenskra mentamanna. Aftur í grárri forneskju var J>að siður Germana að hlaða vörður, þar sein J>eir fóru. Þessi siður þeirra hefir orðið til )>ess að bregða nokkru Ijósi yfir sögu íslensku landnemanna í Grænlandi (sbr. rúna- steininn, sem fanst i vörðu norðan við Upernivik, vörðurnar á Washing- ton Irving eyju o .s. frv.). Skóla]>i!t- ar í Skálholti sýndu þessum forna sið virðingu sína með því að hlaða Skóla- vörðuna þar. Skólapiltar í Hólavalla- skóla gerð;u hið sama hjer. Og J>ótt Skólavarðan væri í rauninni ekki varða í þeim búningi, er hún hafði fengið, þá voru þó þær minningar við hana tengdar. Hún hefði J>ví átt að standa um aldur og ævi. En árið eftir að vjer heldum hátíð í minningu 1000 ára afmælis Alþingis, ljet bæjarstjórn Reykjavíkur rífa Skólavörðuna. -S>máuecjiá um í^aómuó (^Lr. $aóh Arið 1813 kom Rasmus Rask hing- að til íslands, og eru nokkrar sögur sagðar frá dvöl hans hjer. Rask Ijet það vera sitt fyrsta verk )>egar hann var kominn til Reykja- víkur, að heimsækja yin sinn síra Árna Helgason á Reynivöllum í Kjós. Ilann fekk sjer til fylgdar Gísla nokk- urn son Guðmundar tukt'húsráðs- manns frá Hjarðarholti, og slóst Hall- dór Thorgrímsen, sem hafði komið út á sama skipi og Rask, í förina með. Rask bjó sig íslenskum bóndabúningi, var í pevsu og mórauðum sokkum og hafði brjóstadiúk, sem þá var títt, og Ijótan hatt á höfði. Þegar hann kom til Árna prests Ijest hann vera úr Vestmannaevjum og hafa brjef til prests. Ekki þekti sjera Árni hann í fyrstu, en undarlegt þótti honum, að hann kunni engin tíðindi að segja úr Vestmannaeyjum, og spurði hann förunauta hans að, hver þessi maður væri svo heimskur. llask fór þá að spyrja liann um ýmislegt í guðfræði og gat ekki að sjer gcrt að brosa. Ilelt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.