Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM árum hafa nýir tímar haldið innreið sína á mörgum sviðum íslensks sam- félags, meðal annars í viðskiptalíf- inu og á vettvangi ríkisins. Á báðum þessum sviðum eru Íslendingar í mörgum skilningi á heims- mælikvarða. Þótt sumt hafi þokast í rétta átt hefur ný hugsun hins vegar átt erfitt uppdráttar í Ráðhúsinu. Mér finnst þess vegna augljóst að borgin stendur á tímamótum í aðdraganda kosn- inganna í vor. Nú er lag til þess að virkja kraft nýrrar kynslóðar. Kynslóðar sem býr yfir frumkvæði, skynjar og skilur kröfur nútímans og kann að nýta tækifæri framtíðarinnar. Ný hugsun: hlustum á óskir borgarbúa Á mörgum sviðum hafa borg- aryfirvöld fremur viljað steypa borgarbúa í sitt eigið mót en að sinna óskum okkar sjálfra. Þetta er að mínu viti til marks um gam- aldags hugsun. Í skipulagsmálum hefur til dæmis ekki verið boðið upp á þær lóðir sem eftirspurn hefur verið eftir. Í samgöngumálum hafa bráðnauðsynlegar endurbætur og framkvæmdir verið látnar sitja á hakanum. Í staðinn hefur verið lögð ofuráhersla á næsta vonlausa baráttu við að fá okkur borgarbúa með einhverjum ráðum til þess að skilja bílinn eftir heima og fara sem flestra okkar ferða labbandi, hjólandi eða með strætó. Í skóla- málum hefur afbragðsgóðum og eftirsóttum valkostum við hefð- bundna borgarrekna skóla verið gert erfitt fyrir með markvissum hætti, í stað þess að hlúa að fjöl- breyttum rekstrarformum og auka val foreldra og barna. Frumkvæði og framtíðarsýn Ég vil að nýr meirihluti í borg- arstjórn setji sér það markmið að þjónusta borgarinnar verði á heimsmælikvarða á sem flestum sviðum. Ég tel að þetta sé bæði sjálfsagt markmið og raunhæft. Við þurfum að gera stórátak til þess að bæta umhverfi okkar; opnu svæðin, skólalóðirnar, leik- vellina. Við eigum að tryggja að leikskólar geti sinnt þeirri þjón- ustu sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir. Við eigum að greiða úr umferðarhnútum og auka ör- yggi vegfarenda með endurbótum sem blasir við að eru nauðsyn- legar. Við eigum að aflétta lang- varandi neyðarástandi í málefnum aldraðra með því að fjölga hjúkr- unarrýmum. Þá hefur sjaldan verið þýðing- armeira en nú að hafa skýra fram- tíðarsýn að leiðarljósi í skipulags- málum. Viljum við koma stærstum hluta nýrra Reykvíkinga framtíð- arinnar fyrir við Úlfarsfell, eða viljum við í staðinn byggja upp á Geldinganesi, í Örfirisey og í Vatnsmýri? Þetta hefur úr- slitaþýðingu um þróun borg- arinnar á næstu árum og áratug- um. Ég hef talað eindregið fyrir síðari kostinum og hafði meðal annars frumkvæði í því í hópi okk- ar sjálfstæðismanna, að taka skýra afstöðu á þann veg að Vatnsmýrin verði framtíðarbygg- ingarland Reykjavíkur og flugvell- inum verði fundinn annar staður í eða við höfuðborgina. Það er mjög ánægjulegt að sú niðurstaða nýtur vaxandi stuðnings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðbyr í aðdraganda þessara kosninga. Ég er ákaflega þakk- látur fyrir þann mikla og góða stuðning sem ég hef fengið hjá þeim stóra hópi fólks sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í vor. Það er gleðilegt að sjá þann stuðning endurspeglast í skoð- anakönnunum. Ég veit að í þess- um hópi eru, meðal annarra, ótalmargir óflokksbundnir Reyk- víkingar sem velta flokkadráttum lítið fyrir sér en vilja taka þátt í því að innleiða nýja tíma; nýja hugs- un við stjórn borg- arinnar. Þrátt fyrir allt sýna kannanir líka – sem kemur reyndar ekki mjög mikið á óvart – að dágóður hópur fólks vill helst að ein- hverjir aðrir en Sjálf- stæðisflokkurinn fari með sigur af hólmi og hefur því ákveðið að kjósa aðra flokka. Það verður svo sannarlega hlustað á sjónarmið þessa fólks, rétt eins og sjónarmið annarra borgarbúa, komist Sjálf- stæðisflokkurinn að við stjórn borgarinnar í vor. Mér finnst hins vegar umhugsunarefni hvort besta leiðin til þess að tryggja að svo verði, sé að hlusta á óskir þess núna um hvernig það vill að við sjálfstæðismenn stillum upp fram- boðslista okkar fyrir kosningar. Á vit nýrra tíma Það er mjög þýðingarmikið fyrir Reykjavík að Sjálfstæðisflokk- urinn beri sigur úr býtum í vor eftir tólf ára valdatíð R-listans, sem nú er allur. Í því sambandi skiptir reynsla talsvert miklu máli, ekki síst reynsla Reykvíkinga af þessum tólf árum. En hún dugar ekki ein og sér. Þótt fortíðin kunni að leggja okk- ur lið munu úrslitin ekki ráðast á henni. Það sem verður efst í huga okkar sem greiðum atkvæði í vor, og mun því ráða úrslitum, er framtíðin. Ég hef lagt mikla áherslu á að kynna skýra kosti, skýra stefnu og skýra framtíðarsýn. Allt þetta liggur fyrir; kjósendur vita að hvaða kostum þeir ganga. Ég hvet alla þá, sem vilja taka þátt í því að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í vor, til þess að taka fyrsta skref- ið á vit nýrra tíma í prófkjöri okk- ar sjálfstæðismanna í næstu viku. Það gæti reynst risastökk fyrir Reykjavík. Frumkvæði og framtíðarsýn; kraftur nýrrar kynslóðar Eftir Gísla Martein Baldursson ’Það er mjög þýðing-armikið fyrir Reykjavík að Sjálfstæðisflokk- urinn beri sigur úr být- um í vor eftir tólf ára valdatíð R-listans, sem nú er allur. ‘ Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er varaborgarfulltrúi, í framboði til prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og býður sig fram í fyrsta sætið. Prófkjör í Reykjavík Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 896 8767 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sérlega björt og falleg ca 110 fm neðri sérhæð auk bílskúrs í reisu- legu húsi í Teigahverfi. Rúmgóð stofa og borðstofa og þrjú svefn- herbergi. Bílskúrinn er innréttaður sem íbúðarrými og er í útleigu sem ætti að henta þeim sem vilja lækka greiðslubyrðina. V. 27,9 m. LAUGATEIGUR Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 896 8767 Gott 202 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum 36 fm bílskúr. Fimm svefnherbergi, ný- legt eldhús og baðherbergi, hellulögð afgirt verönd og suður- svalir út frá stofu. Möguleiki á að stækka húsið með garðskála yfir svalir og verönd. V. 47,9 m. NESBALI Nánari upplýsingar gefur Bogi í síma 699 3444 Góð 119 fm útsýnisíbúð með sér- inngangi af svölum. 4 svefnher- bergi innan íbúðar og stór 12 fm geymsla á 1. hæð með glugga. Endurbætt eldhús og baðher- bergi. Góð sameign með marga kosti. V. 20,7 m. LUNDARBREKKA - 5 HERB. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.