Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KYNNUM JÓLA- TILBO‹IN 2005 J ó l 2 0 0 5 SVOKALLAÐIR mjaltaþjónar eru núna í notkun í 39 fjósum á Ís- landi, en þetta er 5,1% af öllum fjósum á landinu. Í yfirliti frá Landssambandi kúabænda kemur fram að þetta sé með því hæsta sem gerist í heiminum. Fyrir tveimur árum var þetta hlutfall 1,3%, en þá voru mjaltaþjónarnir 11. Fram kemur í samantektinni að fjósum hefur fækkað um 111 á síð- ustu tveimur árum, úr 873 í 762. Miklar fjárfestingar hafa verið hjá kúabændum á síðustu árum. Auk þess að byggja fjós með mjalta- þjónum hefur fjósum þar sem mjólkað er í sérstökum mjaltabás- um fjölgað úr 107 í 133 á tveimur árum. Þá vekur athygli að enn er einn kúabóndi hér á landi sem hand- mjólkar og 16 til viðbótar eru með fötukerfi við mjaltir, en segja má að það sé af fyrstu kynslóð mjalta- véla. Heimsmet í fjölda mjaltaþjóna? ARNAR H. Gestsson, athafnamaður í Reykjavík, hefur fest kaup á Mið- dalslandi ofan við Reykjavík og Mosfellsbæ. Landareignin nær frá Selvatni að mörkum Árnessýslu. Það er á þriðja þúsund hektara að stærð, er í 150–250 metra hæð yfir sjó og sléttlent. Sama ættin hefur átt landið í um 200 ár. Arnar vildi ekki gefa upp kaupverðið. Athygli vakti fyrir skömmu þeg- ar fyrri eigendur kynntu hugmynd um gerð flugvallar í Miðdalslandi. Arnar sagði búið að teikna flugvöll og flugvallarveg inn á kort af land- areigninni. Hann kvaðst þó ekki vera mjög spenntur fyrir því að fá þarna flugvöll. „Ef flugvöllurinn kemur, þá bara kemur hann. Flug- völlurinn þarf ekki nema 150 hekt- ara sem er bara brot af landinu.“ Sjálfur sér Arnar fyrir sér að þarna verði íbúðarbyggð. Á næsta ári verður hafið grjótnám í landinu og hugmyndin að vinna grjót á um 80 hekturum. Á því svæði munu vera um tvær milljónir rúmmetra af vinnanlegu grjóti. Talið væri að sú náma myndi duga þörfum Reykvík- inga næstu 30 árin. Á svæðinu er mikið magn grá- og blágrýtis. Arn- ar sagði einnig mikið heitt vatn í landareigninni og þrjár kröftugar kaldavatnsæðar. Miðdals- land selt                          !" AFKOMA viðskiptabankanna þriggja hefur aldrei verið betri en á fyrstu níu mánuðum þessa árs, ef hún er borin saman við sama tímabil fyrri ára. Samanlagður hagnaður bankanna á tímabilinu nemur um 67,2 milljörð- um króna en til samanburðar má nefna að samanlagður hagnaður þeirra á síðasta ári öllu nam um 40 milljörðum króna. Íslandsbanki reið á vaðið fyrr í vik- unni og skilaði uppgjöri sínu en þar kemur fram að hagnaður bankans fyrstu níu mánuði ársins 2005 nam tæpum 15,4 milljörðum króna eftir skatta, en var á sama tímabili í fyrra um 11 milljarðar króna. Eignir bankanna eru um 4.771 milljarður króna Í gær bárust svo uppgjör hinna bankanna tveggja, Landsbanka og KB banka, og er svipaða sögu að segja af þeim. Það sem af er árinu nemur hagnaður Landsbanka 16 milljörðum króna samanborið við 11,8 milljarða á sama tímabili á síðasta ári, sem er um 38% aukning milli ára. Hagnaður KB banka á tímabilinu nam 35,6 milljörðum króna, sem er nýtt Íslandsmet, en á öllu síðasta ári nam hagnaður bankans nær 15,8 milljörðum. Eignir bankans nema ríflega 2.309 milljörðum króna og hafa þær aukist um nær 50% frá áramótum. Munar þar mikið um breska bankann Singer & Friedlander sem KB banki keypti í sumar. Samanlagðar eignir bankanna eru nú um 4.771 milljarður króna. Hagnaður bankanna alls 67,2 milljarðar <E" & F +" & $ +" & '%   (    %-   &( & - $$)* '(&  ./ /. .0         .  6  6   )H $(  Vðskipti | 18 Eftir Bjarna Ólafsson Bjarni@mbl.is OFANKOMA og hvassviðri kom mörgum í opna skjöldu í gær. Vegna veðurs lá allt innanlandsflug niðri, en farin var ein ferð til Færeyja. Snjó- flóðavakt Veðurstofu Íslands fylgist með snjókomu norðanlands vegna spár um mikla úrkomu á miðhálend- inu og á Norðurlandi fram til hádeg- is í dag. Snjóflóðavakt Veðurstof- unnar heldur úti stöðugri vakt frá október til apríl og er eftirlitið sem hér um ræðir þáttur í þeirri vinnu. Snjókoman í gær var fylgifiskur lægðar sem kom upp að suðaustur- landi og fer áfram norður með aust- urströndinni. Hlýtt loft hennar náði ekki nema rétt inn á Austurland. Fjöldi árekstra á höfuðborg- arsvæðinu vegna hálku Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar færð spilltist í dimmum éljum og hálku. Árekstrar voru margir en ekki voru tilkynnt alvarleg meiðsl á fólki. Lögreglan og Björgunarfélag Vestmannaeyja höfðu í nógu að snú- ast í allan gærdag við að aðstoða ökumenn vegna ófærðar í bænum. Stórhríð var í Eyjum og fuku báru- járnsplötur af íbúðarhúsi. Þrátt fyrir óveðrið var þó ekki vitað til þess að nein alvarleg óhöpp hefðu orðið, að sögn lögreglunnar. Einn hlaut minniháttar meiðsl þegar árekstur varð í neðstu beygj- unni í Kömbunum um miðjan dag- inn. Ökumaður bíls sem var á leið niður Kambana missti stjórn á hon- um í hálku og rann yfir á öfugan veg- arhelming þar sem hann lenti á hlið bíls sem kom á móti. Skömmu síðar var bíl ekið út af við Ingólfsfjall. Engan sakaði. Er óhappið rakið til mjög slæms skyggnis. Morgunblaðið/Júlíus Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að jeppi valt við sunnanverð Hvalfjarðargöng í gær. Mjög hvasst var á Kjal- arnesi þegar slysið varð og fór vindurinn í verstu hviðunum yfir 40 metra á sekúndu og í einni hviðu í 50 m/s. Allt innanlandsflug lá niðri í gærdag og fram á kvöld vegna vonskuveðurs Erill vegna ófærðar „BÍLSTJÓRINN var einn í bílnum og slapp alveg. Hann var í belti og það bjargaði honum,“ sagði Jónas Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., en fyrirtækið annast strætisvagnaferðir á Kjal- arnes fyrir Strætó bs. Bíll fyr- irtækisins fauk út af þjóðveginum, rétt ofan við Kollafjörð, í gær- morgun. Hann hafði farið fyrr um morguninn með farþega á Kjal- arnes. Jónas sagði bílstjórana taka mið af tölum um vindstyrk á Kjal- arnesi, sem sjást á skilti Vega- gerðarinnar í Mosfellsbæ. Fari vindhviður yfir 34 m/s á auðum vegi er hætt við ferðina. Jónas sagði stöðugan vind hafa verið innan marka í gær, en vindhviður fóru yfir mörkin þegar bíllinn var á leið til baka. Ferðir féllu niður síðdegis í gær vegna veðursins. Bíllinn fór út af á kafla neðan við Gljúfurdal í Esju, sem er al- ræmdur fyrir sterka vindsveipi í NA-átt. „Þetta er ekki fyrsti bíll- inn eða tengivagninn sem fer þarna út af. Ég er svolítið hissa á Kjalnesingum að hafa ekki fyrir löngu látið í sér heyra. Það hefur verið reynt að fá Vegagerðina til að gera eitthvað. Það þarf ekki háan varnargarð fyrir ofan veginn til að brjóta vindinn og ekki nema 2–300 metra kafli sem er verstur,“ sagði Jónas. Ekki sá fyrsti sem fer þarna út afUNDIRRITAÐUR hefur verið út- gáfusamningur við þýska útgáfufyr- irtækið Lübbe um útgáfu skáldsög- unnar Aftureldingar eftir Viktor Arnar Ingólfsson í Þýskalandi. Bók- in kemur út hér á landi hjá Máli og menningu í dag. Lübbe gaf í sumar út síðustu bók Viktors, Flateyj- argátu, og hefur hún hlotið afar góðar viðtökur lesenda og gagn- rýnenda, að sögn Páls Valssonar, útgáfustjóra Máls og menn- ingar. „Við út- komu stökk Flat- eyjargáta strax í 27. sæti þýska metsölulistans og vermdi listann vikum saman. Bókin hefur enn fremur verið seld til þýska Bertelsmann-bókaklúbbsins og kemur út þar í mars á næsta ári. Vegur Viktors Arnars fer því mjög vaxandi í Þýskalandi. Í sumar komu t.d. hingað til lands þýskir sjón- varpsmenn frá NDR og fóru með Viktori til Flateyjar. Það er því ljóst að útgefendur hans þar binda mjög miklar vonir við Aftureldingu.“ Í Aftureldingu segir frá því þegar þrír gæsaveiðimenn eru myrtir á fá- einum dögum og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gangi laus. Sú tilgáta er staðfest þegar lögreglunni berst orðsending frá morðingjanum. Útgáfurétt- urinn seld- ur til Þýskalands Viktor Arnar Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.