Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 63. þáttur Orðatiltækið reka uppramakvein vísar tilmótmælaóps og á þaðalllanga sögu í ís- lensku. Það á rætur í Biblíunni (Matt 2, 18) og er sniðið eftir heiti á borg (Rama) sem kunn er úr ritningunni. Í nútímamáli eru tengslin við Rama rofin og rama- stendur sem herðandi forliður. Þótt orðatiltækið sé ekki gagnsætt hefur notkun þess ávallt verið í föstum skorð- um í íslensku. Umsjónarmann rak því í rogastans er hann rakst á eftirfarandi dæmi: Mað- urinn sem rak upp rammakvein í setningarræðu … (Blaðið 15.10.05). Vera má að hér gæti áhrifa frá lo. rammur en trúleg- ast er þó að prentvillupúkinn hafi hér brugðið á leik. Ofnotkun orða og orða- sambanda getur verið hvimleið. Þess eru mörg dæmi að einstök orð færi út kvíarnar ef svo má að orði komast og séu notuð í tíma og ótíma. Eitt þessara orða er sögnin minnka eins og umsjónarmaður hefur reyndar áður vikið að í pistlum sínum. Flestir ættu að geta verið sam- mála um að eftirfarandi dæmi séu óvenjuleg: samráð olíufélag- anna minnkaði að mun á rann- sóknartímbilinu (14.1.04); minnka hörmungar milljóna manna um allan heim (5.11.04); minnka möguleika á þess konar skattsvikum (13.12.04); Blair … vill minnka drykkju- hraðann (23. 3.04); minnka þjónustuna á veitingahúsi (8.3.05); mikilvægi heimsstyrj- aldarinnar síðari í heimssögunni mun ekki minnka (8. 5.05); ólík- legt að áhugi manna á henni [styrjöldinni] minnki í bráð (8.5.05); biðlistar hafa minnkað til muna (29.5.05); Áróður einn og sér minnkar ekki umferð- arhraða (28.9.04); barnadauði minnkar fæðingatíðni (2001); bjóða upp á minnkun kennslu- skyldu (30.9. 04); Það var stofn- að til þess að minnka hættuna á stríði (22.6.04); stækka þann ágreining sem fyrir var í stað þess að minnka hann (7.7.04). Umsjónarmanni virðist eðlilegt að nota sögnina draga úr í flest- um ofantalinna dæma. Það er t.d. eðlilegt að segja og skrifa draga úr samráði, draga úr drykkju og draga úr hættu. Auk þess er hefð fyrir því að tala um að skerða þjónustu, áhugi réni og biðlistar styttist. Annað dæmi um orðalag sem virðist njóta vinsælda um þess- ar mundir er sagnarsambandið koma að e-u ‘eiga aðild að; eiga þátt í’ og nafnorðið aðkoma. Nú virðist hið hefðbundna orða- samband taka ákvörðun ekki lengur nægja sumum, þeir kjósa að koma að ákvarð- anatöku (Frbl. 23.6.05) eða eiga aðild að ákvarðanatöku (Útv. 14.10.05). Önnur dæmi af svip- uðum toga: Almennir stuðnings- menn fái aðkomu og áhrif á það hvernig … (Frbl. 13.8.05) og Sýrlendingar komu að morði Hariris (‘voru viðriðnir morðið’) (Mbl. 21.10.05). Auðvitað er það svo að orðasambandið koma að e-u er algengt, t.d. koma að húsinu/bænum; koma að landi; koma austan/vestan að landinu og Maðurinn kom þar að sem … en eins og sjá má vísa þau jafnan til hreyfingar. Hitt virðist nýmæli að tala um að koma að lausn máls, deilumáli, ákvörðun, viðskiptum, út- gerð … í merkingunni ‘tengjast; eiga aðild að’. Umsjónarmaður fær að vísu ekki séð að slík málnotkun geti beinlínis talist röng en vart getur hún talist fögur, allra síst þegar tönnlast er á slíkum orðasamböndum í tíma og ótíma. Norð- urlöndin eru ein heild og það eru ein- ungis til ein Norðurlönd. Þess vegna er ekki rökrétt að tala um hin Norðurlöndin ‘ann- ars staðar á Norðurlöndum’, t.d.: hlutfall þjóðartekna, sem renni til hins opinbera, sé veru- lega lægra á Íslandi en hinum Norðurlöndunum (22.10.05). Úr handraðanum Í skáldsögunni Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen segir frá því að Ingveldur móðir Sigríðar hafi svipast um eftir mannsefni fyrir dóttur sína. Fyrir valinu varð Guðmundur, sonur Bárðar á Búrfelli. Í aug- um Ingveldar hafði Gvendur þessi þann augljósa kost að hann átti vellauðuga að. Sigríð- ur var ekki sömu skoðunar og móðir hennar. Hún fann það einkum til að maðurinn væri óá- litlegur og enn fremur að hann væri mjög svo fákunnandi. Ingveldur var ekki í vandræð- um með að svara þessum að- finnslum. Um fyrra atriðið kvað hún fegurðina ekki til fram- búðar og um hið síðara kvað hún ekki bókvitið í askana látið. — Hér er vel að orði komist, svo vel að ummæli Ingveldar hafa lifað með þjóðinni sem spakmæli. Hið fyrra (Fegurðin er ekki til frambúðar) virðist tímalaust og heldur gildi sínu. Um hið síðara (Bókvitið verður ekki í askana látið) gegnir nokkuð öðru máli. Á þeim tím- um er lífsbaráttan var hörð má til sanns vegar færa að mik- ilvægast hafi verið að hafa í sig og á. Nú á tímum velmegunar munu hins vegar flestir telja bókvit (menntun og annað sál- arfóður) gulls ígildi. Ofnotkun orða og orða- sambanda getur verið hvimleið. jonf@hi.is EINAR Júlíusson skrifaði tor- skilda grein í Morg- unblaðið þann 19. október sl. þar sem hann reynir að út- skýra það ómögulega, þ.e. hvernig afli getur haft áhrif á nýliðun þorsks, en nýliðun miðast við fjölda þriggja ára fiska sem bætast við veiðistofn- inn. Þetta er svona álíka gáfulegt og ætla að útskýra fjölda kálfa út frá fallþunga dauðra nauta. Það sem gerir grein Einars Júl- íussonar illskiljanlega er að hann grautar tveimur óskyldum hlutum saman. Í fyrsta lagi hvort það sé samband milli heildarveiði úr ár- gangi og þess fjölda sem viðkom- andi árgangur mælist við þriggja ára aldur þegar hann er að koma inn í veiðina, og í öðru lagi sam- bandi stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða sem hann gefur af sér. Ég get vel fallist á að ef að ár- gangur mælist stór þegar hann fer að gera vart við sig í veiðinni, þá megi ætla að árgangurinn eigi eftir að gefa mikið af sér í framtíðinni. En það er beinlínis villandi að halda því fram að um sé að ræða eitt- hvert einfalt reikningsdæmi sem ekki sé mikilli óvissu háð. Bæði hef- ur sýnt sig að Hafró hefur ofmetið fjölda nýliða um nokkra tugi millj- óna og einnig munar það nokkrum tugum prósenta hvað hver og einn nýliði gefur af sér í afla, það fer m.a. eftir sókn og veiðimynstri. Framangreint segir hins vegar ekki nokk- urn skapaðan hlut um hvort stærð hrygning- arstofns hafi einhver áhrif á fjölda nýliða. Gögn frá Færeyjum gefa skýrt til kynna að um öfugt samband ný- liðunar og hrygning- arstofns sé að ræða. Ég hef áður fært fyrir því líf- fræðileg rök hver ástæðan geti ver- ið fyrir þessu öfuga sambandi, þ.e. þegar mikið er af fiski fyrir þá er bæði minna æti til skiptanna fyrir nýliða og meira um afrán eldri þorsks á smáum fiski. Það virðist vera svo að Einar skýri út kenningu sína sem gengur þvert á vísindaleg gögn með því að taka dæmi úr fjárbúskap, því fleiri kindur sem settar séu á vetur, þeim mun fleiri lömb fái bóndinn að vori, eitt til tvö lömb á ári á hverja kind. Þetta fær einungis staðist eigi bóndinn nægan vetrarforða. Það er nú einmitt þar sem hníf- urinn stendur í kúnni. Stærð og vöxtur dýrastofna takmarkast fyrst og fremst af fæðu og búsvæði. Það væri óskandi að áður en Ein- ar Júlíusson skrifar næstu grein, sem að öllum líkindum verður sam- tíningur af hinum og þessum með- altölum, íhugi hann hvað tuttugu ára meðaltöl fjölda svartfugla, tutt- ugu ára meðaltöl fjölda svartfugls- hreiðra, jafnvel einnig tuttugu ára meðaltöl af fjölda unga sem lifa fyrsta árið af, segi til um eða gefi einhverjar skýringu á þeim fjölda svartfugla sem drápust í ár. Auðvitað segja meðaltöl úr fortíð- inni lítið sem ekki neitt um afkomu svartfugla í nútíð og framtíð. Nær er að leita skýringa á breyttu fæðu- framboði. Er ekki kominn tími til að tengja og líta upp úr línuritum sem byggð eru meira og minna á ágiskuðum og óvissum gögnum, óháð öllu samspili við fæðuframboð og aðra dýra- stofna? Að grauta öllu saman Sigurjón Þórðarson svarar Einari Júlíussyni um nýliðun fiskstofna ’Er ekki kominn tími tilað tengja og líta upp úr línuritum sem byggð eru meira og minna á ágiskuðum og óvissum gögnum …‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. SAMVISTIR með foreldrum, þátttaka í íþróttum, áfengis- og tób- aksnotkun á unga aldri. Allt þetta hefur áhrif á líkur þess að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Samvistir með for- eldrum vinna gegn hættu á fíkniefnanotk- un, íþróttaiðkun sömu- leiðs, en því yngri sem unglingar eru þegar þeir byrja að nota tób- ak og áfengi, þeim mun meiri hætta er á að þeir noti fíkniefni síðar á ævinni. Þetta er nið- urstaða vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, sem fylgt hafa eftir ungu fólki á Íslandi í 15 ár, nið- urstaða sem kynnt var í vikunni í til- efni af evrópsku samstarfsverkefni tíu Evrópuborga þar á meðal Reykjavíkurborgar. Þetta eru ekki nýjar niðurstöður, en umhugs- unarverðar. Áður hafa komið fram rannsóknir, sem benda til þess að þátttaka ungs fólks í félagsstarfi al- mennt vinni bæði gegn hættu á fíkni- efnanotkun og afbrotum. Ábyrgð foreldra og fyrirtækja Íslendingar eru með afbrigðum vinnusöm þjóð, bæði konur og karlar vinna hér lengri vinnudag, en gert er í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þetta er einn af okkar meginstyrkleikum sem þjóðar og vafalaust ein af ástæðum þeirrar hagsældar sem við njótum. Við eign- umst líka fleiri börn að meðaltali, en fólk í þessum sömu löndum. En vandi fylgir þessu barnaláni og vinnusemi. Við verðum að hafa tíma fyrir hvort tveggja eigi vel að fara. Fyrirtækin verða að sýna foreldrum skilning og veita skipulega þann sveigjanleika sem far- sælt barnauppeldi krefst. Stjórnvöld, bæði borg og ríki, verða að taka hagsmuni barna inn í sína stefnumörkun á öllum sviðum. Frelsi okkar og ábyrgð Ungt fólk á Íslandi byrjar snemma að taka þátt í heimi hinna full- orðnu. Ungt fólk gegnir mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumark- aði allt frá unglingsárum. Við berum út blöð, förum mörg hver í sveit á sumrin, vinnum í verslunum, bygg- ingavinnu, fiski, pössum börn og margt fleira. Okkur finnst því snemma að okkur beri sama frelsi, sami réttur og hinum fullorðnu. Á það t.d. við um notkun áfengis og tóbaks. Þótt sett séu aldurstakmörk um hvort tveggja í lögum vita allir að þau lög halda illa. Í Kastljósi RÚV í fyrrakvöld var sýnt að 15 ára ung- lingar fengu afgreiðslu bæði í ÁTVR og í verslunum sem selja tóbak, að vísu ekki öllum. Og víst er að eitur- lyfjasalar spyrja unglinga ekki um persónuskírteini. Íslenskir foreldrar ala börn sín upp til meira sjálfstæðis en flestar þjóðir, þetta hafa rannsóknir sýnt. Þetta hefur tvær hliðar fyrir okkur, aukið frelsi en um leið meiri ábyrgð á okkur sjálfum. Til þess að geta axlað þá ábyrgð þurfum við stuðning for- eldra, skóla og þeirra sem eru í kringum okkur og við þurfum upp- lýsingar um afleiðingar ákvarðana okkar. Fyrrnefndar rannsóknir um áhrif ákvarðana okkar á seinni tíma fíkniefnanotkun eru upplýsingar sem við verðum að taka alvarlega. Fíkniefni eru dauðans alvara Í Reykjavík eru um það bil 40 þús- und íbúar undir 25 ára aldri. Meðal þeirra eru einhver hundruð, sem misst hafa fótanna í heimi fíkniefna. Ungt fólk sem er í þeirri hættu að eyðileggja, ekki bara eigið líf, heldur einnig þeirra sem næst þeim standa. Hver einstaklingur sem kemst hjá þeim örlögum er dýrmætur, sjálfum sér, sínum nánustu og samfélaginu öllu. Þau skilaboð sem áðurnefndar rannsóknir senda okkur eru einföld, en ekki endilega einföld í fram- kvæmd. Eyðum meiri tíma með okk- ar nánustu. Tökum virkan þátt í fé- lagsstarfi. Frestum því eins og kostur er að fara inní þann hluta heims fullorðinna, sem notkun áfeng- is og tóbaks er. Frelsi og ábyrgð ungs fólks Eftir Bolla Thoroddsen ’Ungt fólk þarf stuðning og upplýsingar til að axla ábyrgð á eigin frelsi.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er formaður Heimdallar og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 4. og 5. nóvember nk. Prófkjör Reykjavík VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.