Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 39 á hælinu í Cluj mjög mikil, enda allt gert til að koma í veg fyrir að börnin styrkju, sem að sögn Örlygs var býsna algengt. Aðspurður segir Örlygur munað- arleysingjahælið í Cluj fremur stórt með á bilinu 100–200 börn á heimilinu á öllum aldri, allt frá því að vera kornabörn til þess að vera stálpaðir unglingar. Aðspurður segist Örlygur ekki geta lagt mat á aðbúnað barnanna á staðnum þar sem þess hafi verið býsna vandlega gætt hvað erlendu læknanemarnir fengu að sjá og hvað ekki. „Þannig máttum við ekki fara frjálst um og skoða heimilið, heldur fengum að- eins að hitta börnin í sama her- berginu,“ segir Örlygur og tekur undir með Ásthildi um það að að- búnaðurinn hafi verið mjög fábrot- inn á sama tíma og hann var mjög snyrtilegur þó vissulega væri yf- irbragðið stofnanalegt. Spurður hvort eitthvað sé um að börnin á hælinu séu ættleidd annað segir Örlygur ekki mikið um að börn séu ættleidd út fyrir Rúmen- íu, enda hræðsla gagnvart því að verið sé að senda börnin í verri að- stæður í höndum ófyrirleitinna að- ila erlendis. „Því miður virðist vera hætta á því að börn séu ættleidd út fyrir landið til að vinna þrælavinnu. Þannig að það ríkir ljóslega ákveð- in ábyrgðartilfinning stjórnvalda um að hugsa um börnin heima fyr- ir,“ segir Örlygur og bendir á að verið sé að ræða það að koma upp kerfi þar sem fjölskyldum í Rúm- eníu sé borgað fyrir að taka barn til sín í fóstur. „Krökkunum virtist líða ágæt- lega á heimilinu af því að það er hugsað um grunnþarfir þeirra eins og mat, föt og húsaskjól, en þau vilja samt ekki vera þarna og reyna sífellt að strjúka, enda mörg hver orðin vön lífinu á götunni þar sem þau hugsa alfarið um sig sjálf og búa yfir frelsi sem ekki fyrirfinnst á hælinu,“ segir Örlygur og tekur fram að eftir því sem hann komist næst sé unnið að því að fækka þeim mikla fjölda munaðarleysingja- heimila sem í landinu er að finna jafnframt að því að gera þau sem áfram verða rekin heimilislegri. vera stöðugt í frímínútum með öllu því áreiti sem því fylgir,“ segir Ást- hildur. Hún segist hafa skynjað það að krakkarnir gengju nánast sjálfala. Bendir hún á að aðeins hafi verið tvær starfskonur til að hugsa um og gæta fjörutíu krakka, þó fleiri starfskonur hafi verið til að elda og þrífa. „Konurnar tvær voru mjög al- úðlegar við börnin, en það er auð- vitað takmarkað hversu vel þú get- ur sinnt hverju barni í svona stórum hópi,“ segir Ásthildur og tekur fram að eftir nokkra veru á hælinu hafi hún farið að veita því athygli að í krakkahópnum væru ákveðnar valdaklíkur og börnin væru að lemja og sparka hvert í annað, að því er virtist, algjörlega að tilefnislausu. „Þegar krakkarnir neyddust til að vera inni t.d. á rigningardögum þá fann maður fyrir miklum pirr- ingi þeirra á milli,“ segir Ásthildur og veltir fyrir sér hvernig krakk- arnir verði í stakk búnir til að pluma sig í samfélaginu þegar þau ná 18 ára aldri. Þá er ætlast til að þau standi á eigin fótum utan hæl- isins, en meirihluti barnanna endar að hennar sögn á götunni þegar vistinni á munaðarleysingjahælinu lýkur, þó einhver barnanna komist inn í annars konar umsjónarkerfi á vegum hins opinbera. Götubörnin sífellt að reyna að strjúka af hælinu Örlygur og Ásthildur hafa bæði orð á því hversu mjög það hefði komið þeim á óvart hversu vest- rænt yfirbragð hafi verið í Rúmen- íu. „Vissulega er mikil fátækt í landinu og maður verður var við mikla misskiptingu, en að sama skapi er farsímavæðingin ekkert minni en hér og allt krökkt af net- kaffihúsum,“ segir Örlygur, sem dvaldi á munaðarleysingjaheimili í Cluj sem að mestum hluta er ætlað götubörnum. Í samtölum við þau verður ljóst að býsna mikill munur var á heim- ilunum tveimur, því meðan hælið í Craiova var opið og börnin máttu sjálf fara um ólæst hlið og labba um í hverfinu þá var öryggisgæslan aður get- þau spor m sofa tíu an í her- é næði er legum og eru alltaf eta aldrei eins og að tæður en að vona“ jahælinu í Craiova í Rúmeníu. Henni á hægri velur á hælinu sökum fötlunar sinnar, en hún kamms til þess að fá nýja gervihandleggi. íu börn n. aðarleys- LÆKNANEMARNIR Ásbjörg Geirsdóttir og Þóra Kristín Har- aldsdóttir dvöldu á vegum Hjálpar- starfs kirkjunnar í Úganda í 7 vikur síðastliðið sumar. Fólst starf þeirra meðal annars í því að fara út í þorp- in til að hjálpa við forvarnarstarf, bólusetningar og alnæmisfræðslu. Segja þær stöllur að hver króna verkefnisins sé nýtt og tóku þær sem dæmi að ef þær þurftu að prenta út texta þá þurfti að biðja sérstaklega um blöð sem geymd voru í læstum skáp, aldrei voru blöð geymd í prentaranum. Segja þær að allt kapp sé lagt á að söfnunarféð fari til fólksins sem á því þurfi að halda, beint frá Íslandi til Lúth- erska heimssambandsins, en Hjálp- arstarf kirkjunnar er í samstarfi við það, og þaðan fari peningurinn beint til fólksins. Oft sé peningur eyrnamerktur ákveðnu verkefni og þá fari hann allur í það. Segir Þóra Kristín að þær hafi ferðast í héruð þar sem verið var að byrja verkefnastarf og þar hafi þeim verið sagt að peningurinn sem kæmi frá Íslandi væri ómetanlegur og ekki væri hægt að halda áfram án hans. Segja þær ótrúlegt hvað hægt sé að fá mikið fyrir lítið þarna úti. Fengu þær tæplega 100.000 kr. styrk frá KB banka sem þær gátu nýtt mjög vel. Fyrir 10 stórar fjöl- skyldur var hægt að kaupa brýn- ustu nauðsynjar; rúmdýnur, teppi, sængurver, vatnsdunka, potta, pönnur, diska, glös og hveiti og mjöl til að endast í 3–4 mánuði. Allt séu þetta hlutir sem gengið sé að vísum hér heima. AstraZeneca á Íslandi styrkti þær Ásbjörgu og Þóru Kristínu rausnarlega og greiddi all- an ferða- og uppihaldskostnað, ásamt bólusetningarefni. Alnæmi alls staðar Í héraðinu sem Ásbjörg og Þóra Kristín störfuðu aðallega í búa um 400.000 manns og um 10% þeirra eru munaðarlaus börn. „Alnæmi er alls staðar þarna og maður sér mjög hvernig þetta snertir samfélagið,“ segir Ásbjörg. Börnin þurfi yfirleitt að hætta í skóla til að geta séð fyrir sér og systkinum sínum. Þóra Kristín segist hafa orðið vör við ótrúlega sjálfsbjargarviðleitni því oft sé systkinahópurinn stór, að meðaltali 5–6 börn, en það elsta kannski ekki nema 10–11 ára og þau þurfi að sjá um öll yngri systk- ini sín. Því sé þáttur í verkefninu að starfrækja skóla þar sem elsta barninu er boðið að koma og læra verknám, t.d. að byggja hús og smíða eða læra hjólaviðgerðir, hár- greiðslu eða klæðskerasaum. Þetta Bræðurnir Muwango og Peter hafa einnig fengið aðstoð. Mynd af þeim var á söfnunarbauk um jólin í fyrra. Þeir eru einu úr fjölskyldu sinni sem lifðu af alnæmisfaraldur- inn. Áður en Lútherska heimssam- bandið fann þá bjuggu þeir í hand- ónýtum kofa og unnu fyrir mat hjá nágrönnum. Nú eiga þeir hins veg- ar lítið hús og Muwango er farinn að vinna á reiðhjólaverkstæði. Peter gengur í skóla og ákváðu Ásbjörg og Þóra Kristín að gefa honum skó því hann átti enga. Skóna ákvað hann að spara og not- ar hann þá einungis í skólanum. Gengur hann því berfættur heim til bróður síns um helgar en á virkum dögum dvelur hann í þorpinu þar sem skólinn er því það tekur hann um 7 klukkustundir að ganga heim. séu helstu störfin og ef börnin læri til þeirra geti þau séð fyrir sér sjálf. Þær segja erfitt fyrir fólk að taka að sér aukabörn, einfaldlega vegna þess að það eigi nóg með sitt og geti ekki tekið við fleirum, ekki sé um mannvonsku að ræða. Meðal þeirra sem hafa styrkt hjálparstarfið í Úganda er Aidah Mary Namwiza sem hefur á fram- færi sínu fjörgamla móður sína og 14 börn á aldrinum 2–16 ára. Börnin hafa öll misst foreldra sína úr al- næmi og tók Aidah þau að sér en sjálf á hún engin börn. Á árunum 2001–2003 gátu þau reist tvö hús með fjárhags- og verksaðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Áður en húsin voru reist sváfu þau öll í litlum moldar- og strákofa með tveimur rúmum. Dvöldu í Úganda á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar Hver króna nýtt Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Þóra Kristín Haraldsdóttir og Ásbjörg Geirsdóttir ásamt nokkrum af fósturbörnum Aidahu Mary Namwiza. EFLAUST kannast margir við söfnunarbauka Hjálparstarfs kirkjunnar sem liggja frammi víða fyrir jólin og gíróseðlana sem sendir eru inn á hvert heimili. Síðustu þrjú ár hefur söfnunarféð meðal annars ver- ið sent til barna í Úganda sem misst hafa báða foreldra sína úr alnæmi. Síðustu jól söfnuðust 19,7 milljónir og hefur stór hluti af fénu hingað til farið í að byggja hús handa þessum munaðarlausu börnum. Á mörgum húsanna eru skilti þar sem segir að Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi hafi styrkt byggingu þeirra. Einnig hefur féð verið notað til að veita börnunum reglulega ráðgjöf sjálfboðaliða sem þjálfaðir hafa verið til verksins en þeir hjálpa börnunum að finna leiðir til að afla tekna, t.d. með því að út- vega þeim fræ, hjálpa með skólabækur, föt, áhöld og auð- vitað að veita andlegan stuðn- ing og umhyggju. Í Úganda búa 27,6 milljónir manna og er talið að um ein milljón barna sé munaðarlaus. Ungt fólk í Úganda þekkir ekki veröldina án alnæmis því síðan 1982, þegar fyrsta HIV-smitið var greint í landinu, er talið að 940.000 manns hafi dáið úr al- næmi. Um næstu jól mun Hjálpar- starf kirkjunnar standa fyrir söfnun líkt og áður og að sögn Önnu M.Þ. Ólafsdóttur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs kirkjunnar, mun það fé sem safnast fara í að út- vega þessum munaðarlausu börnum vatnstanka sem þau safna rigningarvatni í. Það sér þeim fyrir vatni 3–4 mánuði inn í þurrkatímann en oft eru margir kílómetrar að næsta vatnsbrunni og það vatn þarf að sjóða og því fylgir sjúk- dómahætta. Rigningarvatnið er hins vegar hreint og auð- velda vatnstankarnir því börn- unum lífið til muna. Mun féð einnig vera notað til að grafa brunna í Mósambík og styðja verkefni meðal sjálfsþurftar- bænda í Malaví en það byggist allt á því að útvega vatn. Það fé sem safnast hver jól dreifist á 2–3 ár í takt við það sem tekst að byggja upp á hverjum stað. Aðstoð við munaðarlaus börn í Úganda Muwango bjó til útvarp sem var mikið ræskni. Þegar útvarps- áhugamenn á Íslandi fréttu af áhugamáli hans sendu þeir hon- um peninga fyrir nýju útvarpi. Hér heldur hann stoltur á því. HUNDRUÐ þúsunda barna eru enn yfirgefin á stofnunum víða um Austur-Evrópu, rúmum fimmtán árum eftir fall kommúnismans. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Tilgangur stofnananna virðist vera sá sami og áður: Að vista hina óvelkomnu; andlega vanheil börn og fötluð, sem hafa verið yfirgefin vegna þess að foreldrarnir eru of fátækir til að ala þau upp, eða vilja það ekki. Stjórnvöld í þessum fyrr- verandi kommúnistaríkjum virðast ekki hafa bolmagn til að snúa þess- ari þróun við, segir í skýrslunni. Samkvæmt henni lifa rúmlega 300 þúsund börn og unglingar í einangrun frá samfélaginu í 27 löndum Austur-Evrópu og Mið- Asíu. Sem dæmi má taka að eitt af hverjum þremur andlega van- heilum börnum í fyrrverandi Sov- étlýðveldinu Georgíu er vistað á ríkisstofnun. Í þessum löndum er fötluðum börnum komið á stofn- anir í nánast sama mæli og áður en umskiptin áttu sér stað, frá falli járntjaldsins 1989. Í vestrænum löndum er þetta hlutfall þrisvar sinnum lægra, segir í skýrslu UNICEF. Þúsundir barna enn yfirgefnar á stofnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.