Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF     Þær Ingibjörg og Ásdís Sig-urðardætur eru yngstaraf sex systkinum og árineru aðeins tvö á milli þeirra. Þær höfðu því mikinn fé- lagsskap hvor af annarri þegar þær voru litlar og voru duglegar að finna sér eitthvað til dundurs. Eitt af því sem þær styttu sér stundir við, var að spyrja hvor aðra hvern- ig hitt eða þetta nafnið væri á lit- inn. „Við eigum góðar minningar frá því að liggja saman á síð- kvöldum uppi í rúmi mömmu og pabba þegar við vorum einar heima og þá vorum við að bera saman liti í nöfnum. Við sáum nefnilega alls ekki alltaf sama litinn í sama nafn- inu. Og stundum lágum við líka úti í móa og spurðum hvor aðra. Þetta var einskonar leikur hjá okkur. „Hvernig finnst þér Jón?“ spurði ég kannski og þá svaraði Ásdís, „Hann er svona dökkblár,“ en Jón er eitt af fáum nöfnum sem okkur finnst vera eins á litinn,“ segir Ingibjörg. Hver stafur hefur sinn lit Þær systur hafa séð orð í litum frá því þær muna eftir sér og lita- upplifunin hefur alltaf verið sterk- ari á nöfnum heldur en öðrum orð- um. „Við héldum að allir aðrir sæju líka nöfn í litum en við komumst fljótt að því að svo var ekki,“ segir Ingibjörg sem minnist þess þegar hún hafði nýlega kynnst manninum sínum og spurði hann hvernig hon- um fyndist eitthvað nafn vera á lit- inn. „Hann botnaði ekkert í um hvað ég var að tala, en hann sér aftur á móti tölustafi í skipulegu munstri eða runu.“ Þær segja að litaupplifunin á orðum komi út frá því að þær sjá einstaka stafi í litum. „A er til dæmis rauður stafur og Ö er grár eða brúnleitur,“ segir Ásdís og bætir við að nöfn sem innihalda bókstafinn H séu yfirleitt grænleit hjá henni. „Hjalti, Hildur, Hrefna og Grétar eru til dæmis græn, en svo geta þeir stafir sem standa við hliðina á háinu eða géinu, breytt heildarlit nafnsins.“ Fáir eru bleikir og túrkísbláir Þær segja að sum nöfn séu í fleiri en einum lit, sérstaklega lengri nöfn. „Nafnið mitt er til dæmis blátt í byrjun en gult í end- ann,“ segir Ingibjörg en í huga Ás- dísar er það ljósblátt með svörtum doppum. Ásdísi finnst sum nöfn vera með yrjum og stundum hangir eins og litaður spotti í enda þeirra. „Mér finnst til dæmis Rut vera hvítt nafn með rauðum spotta niður úr téinu.“ Og sum orð eru í þremur litum eins og Lára sem byrjar svört, fer svo yfir í dökkblátt og endar í appelsínugulu hjá Ingi- björgu. En hún segir mjög fá nöfn vera bleik, Þór sé eitt dæmi um bleikt nafn. Ásdís segir túrkísbláan vera mjög sjaldgjæfan hjá sér, Ragnar sé eitt af fáum nöfnum sem hún sjái í þeim lit. Sonurinn með sama hæfileika Þær systur segja litina vera mis- jafnlega þétta, sumir séu svolítið gagnsæir og aðrir mjög mattir. Lit- um sumra nafna getur verið erfitt að lýsa, því þeir finnast eiginlega ekki í litrófinu og eins getur áferð þeirra verið ólík. Þá grípa þær til líkinga. „Stafirnir í nafni einnar vinkonu minnar eru til dæmis dún- mjúkir en ekki hvassir og þess vegna er nafnið hennar eins og súr- mjólk með púðursykri sem ekki er búið að hræra saman,“ segir Ingi- björg og Ásdís gefur annað dæmi: „Kristínarnafnið er appelsínugult og brúnt, ekki ósvipað og lakkr- ískonfekt.“ Þær segjast vera mjög glaðar yf- ir því að búa báðar yfir svona sam- skynjun, því það hafi gefið þeim margar góðar stundir saman. „Þetta virðist vera arfgengt því Sigurður sonur minn sér nöfn í lit- um, en hin börnin mín tvö gera það ekki,“ segir Ásdís. Ingibjörg segist vera ein um þessa skynjun í sinni fjölskyldu en Sigurður sonur henn- ar sér aftur á móti myndir þegar hann hlustar á tónlist. Gimsteinar í Spuri Þær systur minnast þess að hafa á uppvaxtarárum sínum verið dug- legar við að hafa ofan af fyrir sér þegar engir voru tölvuleikirnir eða myndböndin. „Við notuðum bara hugmyndaflugið og sáum ýmislegt í hversdagslegum hlutum. Ef við bárum til dæmis kóladrykki í glös- um upp að sólarljósinu, þá sáum við demanta í Pepsí en gimsteina í Spur. Blóm voru líka sum rosalega Önnuleg.“  INGIBJÖRG OG ÁSDÍS SIGURÐARDÆTUR | Sum nöfn eru eins og súrmjólk með púðursykri Hvernig finnst þér Sigurður vera á litinn? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásdís og Ingibjörg skemmta sér saman við að láta litríkum haustblöðum rigna yfir sig. Þeir sem eru svo heppn- ir að búa yfir því sem kallað er samskynjun, finna til dæmis bragð af orðum eða sjá myndir þegar þeir hlusta á tónlist. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvær systur sem sjá orð í litum. Fyrir þeim er Rut hvít á litinn en Jón er dökkblár. khk@mbl.is VENJULEGA gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun eða synaesthesia. Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynj- unar sem einkennir annað skynfæri er um samskynjun að ræða. Jafn- framt getur samskynjun átt sér stað þannig að áreiti af ákveðnu tagi valdi skynhrifum sem tengjast al- mennt annars konar áreiti þótt um sama skynfæri geti verið að ræða. Eitt algengasta dæmið um sam- skynjun er að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum. Þegar við horfum á stafinn V sjáum við ákveðna lögun sem við tengjum þessum bókstaf og notum til að þekkja stafinn. Sumt fólk sér hins vegar líka ákveðinn lit, til dæmis grænan, sem það tengir stafnum V. Hann er þá í huga þess grænn bókstafur, væntanlega ásamt ýmsum öðrum stöfum. Þessi skyn- hrif eru ekki kölluð fram viljandi af viðkomandi einstaklingum, heldur blasir litur bókstafsins við þeim á sama hátt og lögunin blasir við okk- ur hinum. Þannig hafa börn með til- hneigingu til samskynjunar oft ergt sig á því að tré- eða plastbókstafir, til dæmis þessir segulmögnuðu sem settir eru á kæliskáp, væru í „röng- um litum.“ Rétt er að benda á að þeim sem skynja stafi í litum ber ekki öllum saman um það hvaða stafur hafi hvaða lit. Auk þess að sjá stafi í litum getur fólk skynjað orð í litum þannig að sum orð eru blá orð, önnur gul og svo framvegis. Fleiri dæmi um samskynjun eru að sjá tóna eða tónlist í litum og að finna bragð af orðum. James Wannerton frá Blackpool í Englandi segist til að mynda alltaf hafa fundið bragð af beikoni þegar hann hafði yfir þessa línu úr Faðirvorinu í skóla: „Fyrir- gef oss vorar skuldir.“ Hæfileikinn til samskynjunar er talinn arfgengur og erfist þá líklega um X-litning. Ekki er ljóst hve al- geng samskynjun er, enda virðast tölur um það á reiki. Talað hefur verið um allt frá einum af hverjum 25 þúsund upp í einn af hverjum fimm hundruð. Samskynjun, eða öllu heldur tilhneigingin til hennar, telst ekki sjúkdómur þar sem hún virðist ekki há fólki á nokkurn hátt heldur er hún viðbót ofan á önnur skynhrif. Samskynjun getur einnig komið til af neyslu ofskynjunarlyfja en þá er væntanlega um afmörkuð tilvik að ræða. Hvað er sam- skynjun? Tekið af Vísindavef Háskóla Íslands www.visindavefur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.