Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 35 DAGLEGT LÍF Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. 2206 Stærðir 35-42 Litur svartur verð 14.995 Teg. 42154 Stærðir 35-42 Litur svartur Verð 13.995 Teg. 45565 Stærðir 35-42 Litir svartur og brúnn Verð 15.950 Teg. 55013 Stærðir 35-42 Litir svartur og brúnn Verð 16.995 Teg. 5005 Stærðir 35-42 Litir brúnn og svartur Verð 16.995 Gregor sending komin JÁ, ÉG ÞORI, GET OG VIL! Hér er lýst í máli og myndum aðdraganda kvennafrídagsins 24. október 1975 þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu heilan dag. GLÆSILEGUR MINNISVARÐI OG HVATNING FYRIR ALLAR KONUR, DÆTUR OG SYSTUR SEM VILJA BETRI HEIM FYRIR OKKUR ÖLL.  Páll Baldvin Baldvinsson DV „Bókin er eðli málsins samkvæmt úrklippubók og gædd miklu grafísku efni í sterkum litum dagblaðaprentunar ... Helga Gerður Magnúsdóttir hefur gefið henni glæsilegt og stílhreint útlit.“ Hvað hefur breyst síðan þá – eigum við langt í land? www.salkaforlag.is Ármúla 20 sími 552 1122 Hildur Hákonardóttir tók saman Bubbi Morthens varð stundum reiður þegarhann var lítill af því að mamma hans skildi hann ekki þegar hann óskaði eftir því að fá að gera eitthvað sérstakt á bláum dögum. En fyrir honum er sunnudagur blár. „Fyrir mér hefur hver dagur sinn lit, öll hljóð hafa lit, allir stafir hafa lit, öll orð hafa lit, öll nöfn hafa lit og fólk hefur líka lit. Raddir hafa lit og tónar eru í litum. Tóninn C er til dæmis gulur en F er fjólublár með svörtum köntum. Þegar ég heyri lag þá er stundum einn litur gegnumgang- andi og sterkari en hinir, því það eru margir litir í hverju lagi. Stundum er lag eins og litaðar línur sem raðast upp. Ástæðan fyrir því hvað ég er af- kastamikill í því að semja tónlist er sú að ég sem í litum. Ég raða litum saman í tónum og orðum og hef ekkert fyrir því.“ Sumum fannst ég skrýtinn Bubbi sökkti sér í tónlist þegar hann var krakki og þegar fyrsta bítlaplatan kom þá var hún app- elsínugul upplifun fyrir hann. „Ég söng sjálfan mig í svefn með Bítlalögum á kvöldin og það var svo gott af því að með því að syngja þá framkall- aði ég litaflóð. Ég flúði líka í bækur þegar ég var krakki, en þegar ég er að lesa eru litirnir stund- um svo margir að ég þarf að ýta litaskynjuninni frá mér svo ég geti lesið.“ Aðrir krakkar sögðu að hann væri skrýtinn þegar hann talaði um þessa litaskynjun en hann lét það ekkert á sig fá. . „Þetta var hömlulaust flæði þegar ég var krakki en nú hef ég betri stjórn á þessu. Ég verð að gera það. Þegar ég er til dæmis að veiða fisk þá verð ég stundum að beita mig hörðu til að fá ekki svima af öllum lit- unum sem streyma frá umhverfinu. Engin á er eins á litinn og árniðurinn er aldrei í sama lit. Fossar og hljóð þeirra hafa líka margskonar liti.“ Forðast fólk með vondan lit Þegar Bubbi talar um að fólk sé í litum þá tekur hann dæmi af því þegar hann hittir manneskju í fyrsta sinn. „Þá skynja ég grunnlit manneskj- unnar í stöfunum í nafninu hennar og líka í því hvernig nafnið hljómar en svo bætast litir inn í þegar hún byrjar að tala. Litur sumra breytist þegar þeir fara að tala og einstaka fólk hefur mjög ógeðfelldan lit sem erfitt er að lýsa, hann er einhver litleysa. Ég lít á þennan lit sem skilaboð um að ég eigi að forðast slíkt fólk, því þessi litur er vondur.“Bubbi segir liti fólks hafa mismunandi snertingu, sumir eru harðir og hvassir en aðrir mjúkir og umvefjandi. „Stundum þegar ég tala við fólk þá er eins og orðin sem ég segi endurkast- ist frá því, þau ná ekki inn fyrir, þó svo að fólk láti eins og það sé að hlusta á mig. Þannig fólk er með harða liti sem hrinda frá sér, eins og þeir séu vatnsheldir.“ Hjá ógæfufólki sem er í neyslu eða öðru slíku, þá segir Bubbi að litir þeirra dofni eða deyi út. „Þannig fólk er nánast litlaust. En ef það hefur lit þá er hann oftast rauður. Ég upplifi rautt fólk oft með mikla reiði, og mikinn kraft.“ Bubbi segist hafa á tilfinningunni að listamenn og skapandi fólk hafi fallega liti. „Ég þekki til dæmis engan tónlistarmann sem hefur ljótan lit.“ Brennivín er hvítt Bubbi skynjar dýr í litum, ekki síður en fólk. „Orðið hestur er til dæmis svart, silfrað, rautt og hvítt. En þegar hestar hneggja þá verða þeir grænir. Kettir eru mjög fallega rauðbrúnir, sá lit- ur er ekki til í litrófinu og hann er ekki ósvipaður þeim lit sem laugardagur hefur.“ Staðir hafa líka lit. Kaffi París er brúnn staður og mjög notalegur enda leggur Bubbi leið sína oft þangað. „En Kaffibrennslan er svört og ég get ekki verið þar. Svartur litur getur líka verið góð- ur, sérstaklega ef það er olíuáferð á honum.“ Og þó brennivín sé kannski svart í hugum flestra þá er það hvítt á litinn hjá Bubba. Og nafnið Jesús er skjannahvítt, Guð er gulur, Kristur er brúnn en María er blá og rauð. „Ég er með styttu af Maríu mey við rúmgaflinn minn og oft þegar ég kem inn í herbergið mitt þá er blár hjúpur um hana, en það varir aðeins í eitt sekúndubrot,“ segir Bubbi og bætir við að honum finnist gott að hafa þennan hæfileika til litaskynjunar. „Þetta er þægilegt og hjálpar mér í svo mörgu.“ En hvernig er Bubbi sjálfur á litinn? „Ég er gulur. Gulur er litur sem fær mig til að líða ofsalega vel og mér finnst gott að vera nálægt fólki sem hefur gulan lit. Þegar börnin mín fæddust þá skynjaði ég óendanlega djúpan fallegan gulan lit. Og fyrstu hljóðin þeirra voru hvítari en hvítt. Fæðing þeirra var ógleym- anlegt litaflæði.“  BUBBI MORTHENS Morgunblaðið/Golli Semur lögin sín í litum Bubbi segist sjálfur vera gulur og honum finnst gott að vera nálægt fólki sem hefur gulan lit. Oona María Mara er tveggja ára en hún hefurákveðnar hugmyndir um hvernig fólk er á litinn. „Ég áttaði mig fyrst á þessari tengingu hennar með liti og fólk þegar við vorum að lesa bók um litaglaða fílinn Elmar. Á einni síðunni í þessari bók eru eingöngu litarendur og hún benti aftur og aftur á rauða litinn og sagði „Mamma“, og svo benti hún á svarta litinn og sagði „Pabbi“ og loks á gula litinn og sagði „Oona.“ Ég hélt að þetta væri eins og hvert ann- að tilviljanakennt barnahjal en ég tók samt eftir að í hvert sinn sem við lásum þessa bók þá benti hún á sömu litina og tengdi okkur þrjú við þá. Ég var alltaf rauð, pabbi hennar svartur og hún sjálf var gul,“ segir Hildur Loftsdóttir móðir Oonu. „Svo fórum við í ferðalag í sumar og vorum með þessa bók með okkur og þegar hún kynntist nýju fólki þá fór hún að benda á ákveðna liti í bókinni sem hún tengdi við fólkið. Allir fengu sinn lit og hún heldur sig alltaf við sama litinn fyrir sömu manneskjuna, nema núna er pabbi hennar ekki lengur svartur heldur grænn. Og þegar hún leik- ur sér með stafi, þá tekur hún alla þá rauðu og segist vera búin að skrifa mamma. Ég hef svolít- ið á tilfinningunni að hún tengi ákveðna tegund af manneskjum við ákveðinn lit. Til dæmis erum bæði ég og mágkona mín rauðar hjá henni, en við erum nokkuð líkir persónuleikar, báðar skapstórar tilfinningamanneskjur. Ég er líka að velta fyrir mér að fara til gamans í árumynda- töku og sjá hvort áruliturinn minn sé rauður eins og Oona segir mig vera. Kannski sér hún eða skynjar einhvern lit í kringum fólk. En þetta kemur allt í ljós.“  OONA MARÍA MARA Mamma er rauð en pabbi er grænn Morgunblaðið/Golli Þegar Oona leikur sér með stafi þá safnar hún þeim rauðu saman og segir þá vera mömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.