Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÓLVANGUR í Hafnarfirði og staða hans hefur verið til umfjöllunar í Sjónvarpinu að undanförnu. Þar hafa ýmsar staðreyndir um Sólvang verið settar í kastljósið og þannig blasað við öllum landsmönnum. Sumar þessar stað- reyndir hafa vakið yl og þakklæti, aðrar hafa verið með þeim hætti að þær hafa vakið kulda- hroll og furðu. Þrengslin sem heim- ilisfólki á Sólvangi hefur verið gert að búa við í fjölda ára vekur kulda- hroll. Aðgerðarleysið í byggingarmálum Sól- vangs í rúman áratug vekur furðu. Störf starfsmanna Sólvangs, hjartahlýja þeirra og umönnunargleði vekja yl og þakklæti. Fjársvelti stjórnvalda ár eftir ár til byggingaframkvæmda á Sólvangi vekja kuldahroll og furðu. Um það mætti segja: Svona gera menn ekki! Nokkurra ára gömul skýrsla Sig- þrúðar hjúkrunarforstjóra Sólvangs til stjórnvalda um þrengslin á Sólvangi og óviðunandi aðbúnað þessa aldraða fólks sem þar dvelur, var og er ákall um tafarlausar úrbætur og krafa um mannréttindi heimilisfólki Sólavangs til handa. Hún vekur yl og þakklæti, þeirra sem til þekkja og vilja Sólvangi og fólkinu þar vel. Skeytingarleysi og aðgerðarleysi heilbrigðisráðherra í byggingarmálum Sólvangs vekja hroll og furðu. Bæjaryfirvöld, bæði meirihluti og minnihluti, hafa einum rómi krafist að hafist verði handa um bygginga- framkvæmdir á Sólvangi. Sá einhugur hefur vakið þakklæti og yl hjá Hafn- firðingum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um hugsanlega aukna hlut- deild bæjarins frá því sem lögbundið er í bygg- ingu við Sólvang. Ráðherrann hefur ekki virt bæjarstjórn svars. Það er eitt af því sem vekur furðu og kuldahroll hjá fleirum en Hafnfirðingum. Og enn er spurt: Hvað ætla menn að gera? Þrengja þrengslin á Sólvangi ekkert að honum? Hvað ætlar Hafnfirðingurinn og fjármálaráðherrann Árni M. Mathie- sen að gera til að leysa óviðunandi þrengsli gamla fólksins á Sólvangi? Ætlar hann að horfa þegjandi á og halda að sér höndum? Hvað ætlar Hafnfirðingurinn og menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að gera til að búa öldruðum á Sólvangi mannsæm- andi vistarverur þar. Ætlar hún í nafni mannúðar og mannréttinda að beita sér fyrir skjótri og hiklausri lausn í þessum málum eða ætlar hún þegj- andi að halda að sér höndum, gera ekkert? Hvað ætlar bæjarstjórn Hafn- arfjarðar að gera? Ætlar hún að fylgja eftir kröfunum um byggingu við Sól- vang, halda áfram að krefjast fundar með heilbrigðisráðherra um málið og lýsa þar yfir vilja til að auka framlag Hafnarfjarðar til viðbyggingarinnar umfram það sem lögboðið er? Þannig spyrja bæjarbúar. Og þeir fylgjast grannt með viðbrögðum og svörum hvers og eins þeirra, sem hér hafa verið spurðir. Það er stundum sagt að verkin tali, en líka verkleysið getur verið sárbeitt tunga sem svíður undan. Hafnfirðingar eru orðnir þreyttir á að bíða, en bíða samt. Bíða, en krefjast nýrra og betri viðbragða þeirra sem geta orðið gamla fólkinu á Sólvangi að liði. Við vonum að viðbrögðin að þessu sinni veki yl og þakklæti allra góðra manna og að aðgerðarleysi, furða og kuldahrollur teljist til fortíðar og sé fjarri nánustu framtíð. Hvort heldur ylur og þakklæti eða furða og kuldahrollur? Hörður Zóphaníasson fjallar um málefni Sólvangs í Hafnarfirði ’Það er stundum sagtað verkin tali, en líka verkleysið getur verið sárbeitt tunga sem svíð- ur undan.‘ Hörður Zóphaníasson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. KRISTINN J. Gíslason skrifar um útboðsmál Reykjavíkurborgar í Morg- unblaðinu 21. október 2005. Það er ljóst að skrif Kristins litast af vanþekkingu höfundar á innkaupa- málum en Kristinn virð- ist ekki gera sér grein fyrir því hvers vegna löggjafinn hefur sett lög um opinber innkaup. Þótt innkaup Reykja- víkurborgar falli ekki undir lög nr. 94/2001 um opinber innkaup nema útboðsfjárhæðir nái þeim mörkum að skylt sé að bjóða kaupin út á Evrópska efnahags- svæðinu eru þau engu að síður framkvæmd eftir vel skilgreindum reglum. Í því skyni m.a. að stuðla að gegnsæi, jafnræði og festu í fram- kvæmd hefur Reykja- víkurborg sett sér bæði stefnu og reglur varð- andi innkaup borg- arinnar og er í þeim tek- ið mið af lögum nr. 94/2001. Kristinn setur mjög út á 24. gr. laga nr. 94/2001 en þar segir „að vöru, þjónustu eða verki skal lýsa eins nákvæmlega og kostur er með tækniforskriftum“. Markmið þessa ákvæðis er að tryggja gegnsæi og að málefnalegar forsendur ráði mati við val á tilboðum.. Kristni finnst erfitt að búa til tækniforskriftir og að í mörgum tilfellum geti þetta reynst kostnaðarsamt og flókið ferli. Það má vel vera en hinsvegar er ekki hægt að segja að tækniforskriftir sem slíkar auki kostnað vegna útboða því eins og þekkt er í verkefnastjórnun er mun ódýrara að komast fyrir vanda- mál áður en þau verða til og oft koma menn auga á fyrirsjáanleg vandamál með vönduðum vinnubrögðum við gerð útboðsgagna. Vönduð útboðs- gögn gegna því lykilhlutverki í vel heppnuðu útboði. Varðandi þær und- anþáguheimildir sem er að finna í 24. gr. laga nr. 94/2001 þá reynir ein- ungis á þær ef ekki er hægt að mæta áskilnaði þeim sem kveðið á um í 2. mgr. 24. gr. um að tækniforskriftir skuli að jafnaði vera í samræmi við evrópska og ís- lenska staðla. Það er því alltaf gerð krafa um tækniforskriftir nema í þeim örfáu tilvikum að engin leið sé að lýsa vöru, verki eða þjón- ustu með tækni- forskrift. Gamlar og úr- eltar aðferðir eins og að skilgreina einhverja ákveðna vörutegund (eða sambærilega) í út- boðsgögnum eru sem betur fer að verða liðin tíð enda verður að styðjast við huglægt mati í slíkum til- fellum og því ekki með sama hætti hægt að tryggja að ákvörðun byggist á málefnalegum forsendum. Stjórnendur útboðsmála hjá Reykjavíkurborg leggja mikla áherslu á að vönduð vinnubrögð séu í heiðri höfð við gerð útboðsgagna og að jafnræði bjóðenda og gagnsæi í ákvörðunartöku séu höfð að leið- arljósi. Útboðsmál Reykjavíkurborgar Helgi Bogason svarar grein Kristins J. Gíslasonar Helgi Bogason ’… skrif Krist-ins litast af van- þekkingu höf- undar á innkaupa- málum …‘ Höfundur er sérfræðingur á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu Reykjavíkurborgar. GREIN eftir Snjólf Ólafsson pró- fessor birtist í Morgunblaðinu 26. okt. 05 þar sem hann fjallar um eðli- legan launamun kynjanna. Hann talar í upphafi um hversu mikill jafnréttissinni hann sé og ræð- ir síðan um hvað kynin séu ólík. Kveður svo við tón sem ég hélt að væri útdauður, þegar hann talar um skýr- anlegan launamun kynjanna. Ein helstu rök Snjólfs fyrir því að karlar hafi hærri laun eru þau að þeir vinni meira. Hann gleymir þá alveg að taka tillit til þess að karlar fá mjög oft greitt fyrir óunna yfirvinnu til að hífa þá launalega yfir sam- starfskonur sínar. Hann ræðir um fag- lega umfjöllun um launamun þar sem búið er að taka út allar breytur og tekur sem dæmi að um gæti verið að ræða alla starfsmenn Reykjavíkurborgar en hann passar sig alveg á því að gefa ekki upp þann launamun sem eftir er hjá Reykjavíkurborg þegar allar breytur hafa verið teknar inn í dæmið. Síðan gefur hann sér staðreyndir sem er nú ekki mjög faglegt. Hann gefur sér það að í einkageiranum sé verið að greiða fólki fyrir reynslu og viðveru og gefur sér svo í framhaldi af því að vinnufíklar fái greitt sam- kvæmt því hvað fíkn þeirra sé á háu stigi. Vinnufíklar eru af báðum kynj- um, hvað skýrir þá launamuninn? Einnig gefur hann sér að konur fái lægri laun vegna þess að þær hlaupi stöðugt frá vinnunni til að sinna ætt- ingjum, börnum og vinum. Heilbrigðiskerfið spyr; getur þú ekki bara verið heima og hugsað um Alzheimer-sjúklinginn, geðfatlaða unglinginn o.s.frv. þar sem ekki er pláss fyrir þessa einstaklinga í kerf- inu vegna sparnaðar. Eiga konur val sem lægra launuð fyrirvinna, hvort kemur betur út fyrir afkomu heim- ilisins að karlinn eða konan sé heima? Svari nú hver fyrir sig. Það er hættulegt atferli að gefa sér forsendur, álykta út frá þeim og ætlast til að aðrir trúi. Undirrituð hefur unnið sem launa- fulltrúi bæði hjá ríki, bæ og í einka- geiranum. Ég get ekki talið á fingr- um eða tám þau tilvik þar sem fólki var bersýnilega mismunað vegna kynferðis og mér sagt að greiða hon- um hærra en henni. Hjá ríkinu var þetta gert þannig að titillinn yfir- eitt- hvað eða deildar- eitt- hvað var notaður til að hífa karla upp yfir kon- ur við nákvæmlega sömu störf. Einnig var mikið notað óunnin yf- irvinna, sennilega það- an komin fullyrðing Snjólfs um að karlar vinni lengur en konur við sömu störf. Annað sem notað var þar, var greitt kílómetragjald vegna aksturs sem ekki var ekinn. Hjá bæj- arfélögum kvað nokkuð við sama tón, þó af eðlilegum ástæð- um verra að koma tilbúnum starfs- titlum við en að sama skapi meira um óunna yfirvinnu og óekinn akst- ur. Einkageirinn er mikið ósvífnari. Þar fengu karlar bara einfaldlega hærri laun en konur og gat munað tugum þúsunda t.d. við móttöku á hóteli þar sem ég vann einu sinni sem launafulltrúi. Þar fór það eftir geðþóttaákvörðunum eiganda hverj- ir fengu hvaða laun og ekkert skeytt um menntun eða fyrri störf. Í einka- geiranum er fólki skipað að þegja um sín laun sem gerir það að verkum að þessi hegðun viðgengst. Svo gefur Snjólfur sér aftur for- sendur. Nú segir hann að gæfa, ham- ingja og árangur í lífinu felist í svo mörgu öðru en háum launum og læt- ur um leið að því liggja að konur vilji frekar vinna minna og sinna börn- unum og fjölskyldunni meira og þess vegna hafi þær lægri tekjur. Þvílíkt og annað eins raus. Eiga konur val þegar kemur að því að ákveða hvort hjónanna eigi að vinna yfirvinnu, sé hún í boði hjá báðum aðilum, er ekki rökrétt að sá aðili sem hærri launin hefur vinni yfirvinnu? Það þýðir ekki að konur hafi minni metnað í sinni vinnu, það er ósköp einfaldlega spurning um afkomu heimilisins. Ég er af þeirri kynslóð kvenna sem var stýrt út á vinnumarkaðinn upp úr 1970 með alls konar skatta- ívilnunum og tilfæringum þáverandi ríkisstjórnar. Ég man eftir rauðu strikunum í sólstöðusamningunum (laun hækkuðu prósentuvís eftir verðbólgu) en þá þegar var ljóst að með markvissum prósentuhækk- unum myndi skapast mesti launa- munur sem þekkst hefur í landinu frá því konur fengu helming af laun- um karla á eyrinni í gamla daga. Ég hef horft á kynsystur mínar í gegn- um tíðina slíta sér út í bónus og í vaktavinnu, skila fullum vinnudegi og vel það meðfram barnauppeldi, heimilisstörfum og umönnun eldri og veikari ættingja. Það er hrein og bein móðgun við konur að segja að þær hafi ekki unn- ið nógu mikið til að fá mannsæmandi laun og hrein kvenfyrirlitning að segja að þær hafi valið sér láglauna- störf af einhverri innbyggðri köllun. Það er starfandi jafnréttisstofa með aðsetur á Akureyri. Á www.jafnretti.is er mikið af tölu- legum upplýsingum um kynbundið launamisrétti og getur hver sem vill skoðað það. Þar vinnur háskóla- menntað fólk fullan vinnudag við að reyna að leiðrétta það misrétti sem Snjólfur segir að sé ekki til. Það er ósköp einfaldlega ekki til neitt sem heitir eðlilegur launamunur kynjanna. Þátttaka kvenna í bar- áttufundi 24. október síðastliðinn segir meira um það en nokkur orð. Áfram stelpur! Að gefa sér staðreyndir Guðrún Jónína Magnúsdóttir svarar grein Snjólfs Ólafssonar um launamun kynjanna ’Hjá ríkinu var þettagert þannig að titillinn yfir-eitthvað eða deild- ar-eitthvað var notaður til að hífa karla upp yfir konur við nákvæmlega sömu störf. ‘ Guðrún Jónína Magnúsdóttir Höfundur er í jafnréttisnefnd fyrir Oddaverja á Hellu. EF LITIÐ er til baka og allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar var íþróttaiðkun álitin skemmtun og afþreying fyrir ærslafull ung- menni. Oftar en ekki voru íþróttafélög stofn- uð af kornungum piltum sem söfnuðu fé til kaupa á útbúnaði til að stunda áhugamál sitt. Með tím- anum stækkuðu félögin, byggð voru mannvirki sem kostuð voru með sjálfboðavinnu og styrkjum velunnara fé- laganna. Öll vinna, hvort sem var stjórnun félag- anna eða þjálfun, var unnin í sjálfboðavinnu. Með tímanum varð mönnum ljóst hvað starf íþróttafélaganna var mikilvægt í upp- eldi og fyrir þroska barna og ung- menna. Það kom æ betur í ljós að þeir sem stunduðu íþróttir tömdu sér meiri sjálfsaga en aðrir og náðu betri árangri í skóla sem og síðar meir í atvinnulífinu. Þegar þessar staðreyndir lágu fyrir var sett meira fjármagn til félaganna með styrkjum til uppbyggingar mannvirkja og húsaleigustyrkjum frá Reykjavík- urborg. Í dag hafa allflest íþróttafélög all- góða aðstöðu til að sinna starfsemi sinni, en þó eru enn félög sem hafa setið á hakanum hvað aðstöðumál varðar. Með uppbyggingu mannvirkja er nú komin upp sú staða hjá mörgum fé- lögum í Reykjavík að rekstrarkostn- aður mannvirkja þeirra er svo hár að félögin ráða illa við hann. Sjálf- boðavinna við þjálfun heyrir nú sögunni til þar sem auknar menntunarkröfur eru gerðar til þjálfara í öllum aldurs- flokkum. Þetta veldur því að íþrótta- starf félaganna er oft á tíðum rekið með halla þar sem engan veginn er hægt að krefjast þess að iðkendur greiði fyrir þjónustuna að fullu. Enn eru þó stjórnunarstörf í fé- lögum unnin í sjálf- boðavinnu og er það vel. Ef litið er til fram- tíðar verður að gera átak í að byggja upp að- stöðu fyrir þau félög sem vantar aðstöðu í dag, svo að allir íbúar borgarinnar búi við sem jafnasta aðstöðu, sama í hvaða borg- arhluta þeir búa. Þegar ný hverfi eru skipulögð verður að gera ráð fyrir aðstöðu íþróttafélaga og byggja verður upp aðstöðuna á sama tíma og grunnskóla, leik- skóla og aðra þá þjónustu sem talin er nauðsynleg í hverfum borg- arinnar. Samfélagsleg þjónusta íþrótta- félaga er löngu viðurkennd. Þegar foreldrar barna og ungmenna velja sér búsetu eru þrír þættir sem að- allega ráða staðarvali, þ.e. grunn- skólinn, leikskólinn og svo aðstaða og kostnaður við íþróttaiðkun. Reykjavíkurborg verður því að auka styrki til félaganna svo þau geti sinnt því mikilvæga starfi sem þeim er ætlað. Greiða verður niður æf- ingagjöld eins og nú er farið að gera í nágrannasveitarfélögunum. Að öðr- um kosti er Reykjavíkurborg ekki samkeppnisfær við þau. Íþróttir samfélags- leg þjónusta Eftir Benedikt Geirsson Benedikt Geirsson ’Samfélagslegþjónusta íþrótta- félaga er löngu viðurkennd. ‘ Höfundur situr í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins og býður sig fram í 7. sæti lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Prófkjör í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.