Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 53 MINNINGAR ✝ Konkordía Sig-urbjörg Þor- grímsdóttir fæddist í Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal 2. júní 1922. Hún lést á líknardeild Land- spítala – Háskóla- sjúkrahúss hinn 21. október síðastlið- inn. Foreldrar Sig- urbjargar voru hjónin Guðrún Ingi- björg Björnsdóttir (f. 25. ágúst 1898, d. 28. júlí 1971) og Þorgrímur Jónas Stefánsson (f. 19. mars 1891, d. 13. ágúst 1955). Systkini Sigurbjarg- ar eru: Aðalbjörg Guðrún (f. 20. apríl 1918), Stefán (f. 1. október 1919, d. 31. júlí 2004), Björn Jón (f. 9. maí 1921, d. 4. febrúar 2003), Emilía Svanbjörg (f. 2. desember 1924, d. 14. apríl 1982) og Vil- hjálmur (f. 26. janúar 1926, d. 22. maí 1929). Tvö uppeldissystkini voru einnig á æskuheimili Sigur- bjargar, þau Hannes Ágústsson (f. 11. nóvember 1912. d. 15. nóvem- ber 1996) og Pálína Kristín Páls- dóttir (f. 23. janúar 1935). Frá fimm til tíu ára aldurs var Sigurbjörg í fóstri hjá föðursystur sinni Konkordíu Ingiríði Stefáns- dóttur og manni hennar Sigurði Björnssyni í Hofsstaðaseli í Við- víkursveit í Skagafirði. Sigurbjörg giftist Daníel Daní- elssyni (f. 23. nóvember 1914, d. 30. júlí 2003) hinn 13. maí 1948. Börn þeirra eru: 1) Jón (f. 5. mars 1949) kvæntur Marion McGreevy. Þau eiga einn son, Vilhjálm Séamus, en fyrir átti Jón fjögur börn; Daníel Snorra og Sigurbjörgu með Jónínu Rannveigu Snorradóttur, Söru með Ásdísi Bald- vinsdóttur, og Börk Inga með Steinunni Aldísi Helgadóttur. Dóttir Barkar Inga og Sigríðar Elvu Ársælsdóttur er Dagrún Sól. 2) Sigurður (f. 6. nóv- ember 1950, d. 9. september 1995). 3) Ingibjörg (f. 5. júní 1953), gift Guðmundi Sigurbirni Einarssyni. Þau eiga tvö börn, Einar Kára og Olgu Sif, en fyrir átti Ingibjörg tvö börn, Sigurð Pál og Kristínu Svanhildi með Ólafi Bjarna Halldórssyni. 4) Daníel Sveinn (f. 26. júní 1957). 5) Þor- grímur Gunnar (f. 7. janúar 1964), kvæntur Mjöll Matthíasdóttur. Þau eiga tvo syni, Brand og Dag. Sigurbjörg og Daníel bjuggu á Tannastöðum í Hrútafirði frá 1948 til 1988, er þau fluttu til Hvammstanga. Eftir lát Daníels keypti Sigurbjörg sér íbúð á Skúlagötu 20 í Reykjavík og bjó þar tvö síðustu árin. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Staðarkirkju í Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, Fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Ágústtunglið slokknaði og haustið settist snemma að. Þegar veturinn var um það bil að kveða dyra, lauk hún Día lífsgöngunni. Það er okkur sem lifum á tímum allsnægta og tækni, hollt að muna að þannig hefur lífið ekki alltaf verið. Hún Día var kona sem lifði tímana tvenna ef ekki þrenna í þeim efnum. Þegar hún er að alast upp norður í Blöndudal var ekki veraldarauði fyr- ir að fara og búskaparhættir að gömlum sið. Foreldrar hennar þurftu að láta hana frá sér í fóstur tæplega fimm ára gamla. Ráðstöfun sem var úrræði þess tíma en lítt skiljanleg barni sem lítið fékk að vita um hvað til stóð. Þessi atburður hef- ur brennt sig inn í barnssálina a.m.k. gat Día síðar á ævinni rakið ferða- lagið í fóstrið nokkuð ýtarlega. Þó ung væri að árum mundi hún ferðina yfir Vatnsskarð, niður í Skagafjörð og yfir að Hofstaðaseli. Söknuður eftir systkinum og foreldrum hefur án efa verið mikill en þó var til bóta að fóstrið var gott og hún talaði alla tíð hlýlega um fóstra sinn í Hof- staðaseli. Síðar flutti hún aftur heim í foreldrahús og dvaldi þar þangað til hún fór að vinna fyrir sér upp úr fermingu. Faðir hennar var síðasti ferju- maður við Blöndu og Día og systkini hennar unnu við ferjuna sem flutti menn og skepnur yfir farartálmann mikla. Hún fór í vist, fyrst fyrir norðan en síðar í Reykjavík. Á tímabili vann hún í Hampiðjunni, í þvottahúsi og var vinnukona í Viðey. Þá fór hún einn vetur á Húsmæðraskóla á Ísa- firði. Þaðan fékk hún gott veganesti sem nýttist henni við heimilishald alla tíð. Vorið 1948 giftist Sigurbjörg, Daníel Daníelssyni frá Tannastöðum í Hrútafirði. Strax daginn eftir hjónavígsluna fluttu þau þangað norður og hófu búskap. Þar fæddust þeim fimm börn og þau byggðu jörðina upp, þurrkuðu og ræktuðu land og endurnýjuðu húsakost allan. Þau tileinkuðu sér tækninýjungar í búskap eins og tíðk- aðist. Á fjörutíu ára búskaparferli í sveit varð bylting í einu og öllu. Vinnudagur húsfreyjunnar er langur. Hún fór manna fyrst á fætur og gekk seint til náða. Í mörg horn var að líta, úti jafnt sem inni og raf- magnstæki eins og þvottavél eða ís- skálpur, sem fólk telur sig tæpast geta verið án nú á dögum, voru ein- faldlega ekki til. Enda ekkert raf- magnið! Og þegar það kom fyrst, var það bara til ljósa. Við þessar aðstæður komu mann- kostir Sigurbjargar vel í ljós. Hún var umhyggjusöm móðir og húsmóð- ir og hvort heldur vantaði vinnufatn- að, spariföt eða nýtt áklæði á bílsæti, hún leysti úr því öllu. Í önnum hversdagsins, þegar gesti ber að garði og bústörf og barnauppeldi krefjast allrar starfs- orku, þá gefst ekki mikill tími til að sinna hugðarefnum. Sigurbjörg hafði alla tíð gaman af ýmiss konar hannyrðum. Sem ung stúlka hafði hún unnið fallega hluti, ofið vegg- teppi og saumað kúnstbróderí. Á bú- skaparárunum tók við fatasaumur og prjónaskapur. Þeir eru ófáir leist- arnir sem heimilisfólk og síðar barnabörn hafa þegið á fæturna. Einnig vann hún þónokkuð af nytja- hlutum sem hún seldi. Þegar búskapartíma á Tannastöð- um lauk og Sigurbjörg og Daníel flutt til Hvammstanga, byrjaði hún að sauma út stórar myndir og ein- setti sér að öll barnabörnin eignuð- ust mynd eftir hana. Þegar því markmiði var náð, tók nýtt við. Mér finnst lýsa vel útsjónarsemi hennar og hugmyndaauðgi þegar hún tók til við að sauma hluti úr plaststramma. Hún tók nýjan efni- við, gerði að sínum og nýtti á eigin forsendum. Úr urðu m.a. fagurlega útsaumaðar körfur, kistlar og bóka- stoðir. Og ef betur var að gáð, mátti finna handraða og leynihólf! Þarna var uppfinningakona og hönnuður á ferð. Alls þessa fengu fjölskylda og vinir að njóta. Sigurbjörg tók áföllum lífsins, eig- in veikindum og annarra í fjölskyld- unni af æðruleysi og raunsæi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvern- ig hún vildi haga hlutunum og þar var ekki um skyndihugdettur að ræða. Allt var þaulhugsað og skipu- lagt. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast Díu og lífshlaupi hennar. Þó nú sé of seint að læra að búa til kjötbollurnar hennar. Síðasta spölinn hér, naut Día ómetanlegs stuðnings Stínu og hjúkrunarþjónustu Karítas. Hafið kæra þökk fyrir. Nú skilja leiðir, en Daddi þinn og Siggi hafa án efa tekið þér fagnandi. Far þú í friði Drottins. Mjöll. Síðastliðinn föstudag bárust mér þau tíðindi að hún Día mín á Tann- stöðum væri látin. Það mun hafa verið vorið 1958 að ég fór niður á ráðningarskrifstofu landbúnaðarins og sótti um starf sem kaupamaður í sveit. Þetta var nokkuð algengt á þessum árum um unga menn að vilja fara í sveit eða vera sendir í sveit. Eins og vænta mátti var þetta mikið ævintýri að láta sleggju ráða kasti hvar maður lenti, ef maður fékk þá kaupamanns- starf. Ég var svo heppinn að fá bréf frá hjónunum á Tannstöðum (nú Tanna- stöðum) í Hrútafirði þar sem mér var tjáð að ég væri ráðinn sem kaupamaður sumarið 1958, en sumr- in urðu alls þrjú. Það var mikil upp- lifun fyrir 13 ára strák af mölinni að stíga upp í rútu með eitt trékoffort fullt af fötum sem farangur og bruna norður í land einn síns liðs. Við af- leggjarann að Tannstöðum beið Daníel bóndi eftir mér á dráttarvél með kerru aftan í og tók þannig á móti mér. Mér fannst ég alltaf hafa þekkt þennan mann og allur ótti við hið óþekkta hvarf eins og dögg fyrir sólu á þessari stundu. Þegar heim kom stóð Día á hlaðinu og tók á móti mér eins og ég væri sonur hennar sem hefði skroppið að heiman skamma stund. Þessar móttökur hafa eiginlega aldrei liðið mér úr minni og kenndu mér að ekki er sama hvernig ungt fólk er með- höndlað. Konkordía Sigurbjörg var einstök kona, glaðlynd og sérstaklega góð manneskja sem mér þótt mjög vænt um strax við fyrstu kynni. Þarna voru einnig börn þeirra hjóna, Jón, Sigurður, Ingibjörg, Daníel Sveinn um árs gamall ef ég man rétt og fað- ir Daníels bónda en yngsti sonurinn Þorgrímur bættist ekki við fyrr en eftir að ég var á Tannstöðum. Þessi frábæra fjölskylda tók mér eins og einum af þeim frá fyrsta degi. Mér eru minnisstæð brauðin (seytt rúg- brauð líka) og kökurnar sem hún Día bakaði mikið af og var óspör á við eilíflega svangan unglinginn. Á fyrsta degi var ég gerður að „kúa- rektor“ og sá um að sækja kýrnar, aðstoða Díu við mjaltir og koma kúnum svo aftur í haga. Þetta var virðulegt starf. Þau hjón voru að byggja búið sitt upp þegar ég var hjá þeim og var ég mikið með Dadda í mótauppslætti, steypuvinnu og naglhreinsun eftir uppsteypu á hlöðu sem byggð var við fjárhúsin. Þetta var framúrstefnu hlaða þar sem hægt var að sturta heyinu í gegnum þakið, mikill vinnusparnað- ur og með súgþurrkun líka. Allir naglar sem hreinsaðir voru úr timbrinu voru réttir upp og notaðir aftur í næsta uppslátt, engu hent sem hægt var að nota. Veturinn eftir fyrsta sumarið sendi Día mér langt bréf, sem hún gerði nokkrum sinnum síðar, og sagði mér frá öllu sem gerst hafði frá því ég fór suður um haustið. Hún hefur sennilega tekið eftir því að ég hafði mikinn áhuga á öllum vélum og sagði mér frá því að Daddi hefði keypt gamlan Zetor sem hann væri að gera í stand og nú vantaði öku- mann á hann, ég tók þetta bréf sem endurráðningu í kaupamannsstarfið og hlakkaði mikið til vorsins. Eina páska var ég á Tannstöðum og kynntist þá norðlenskum vetri og skildi betur hvað Día var að tala um í sambandi við snjó og ófærð. Á leið- inni suður eftir páskana komst rútan ekki nema í sæluhúsið á Holtavörðu- heiðinni og biðu menn af sér stórhríð þar, en morguninn eftir kom jarðýta til aðstoðar. Mikið var gott að kom- ast í Fornahvamm um hádegisbil sársvangur. Við Día og Daddi skiptumst á jóla- kortum seinni ár og sögðum í stuttu máli af okkar högum, en síðustu tvenn jólin sem Daddi lifði hringdu þau hjón í mig og spjölluðu við mig bæði og sögðu að erfitt væri að skrifa nú orðið, símatæknin hentaði þeim betur núna. Hafi eitthvað eitt öðru fremur gert mig að manni, þá er það að fá að kynnast þessum góðu manneskjum sem hjónin á Tannstöðum voru, sem tóku alltaf þannig á málum að sómi var að. Oft hef ég óskað mér að hafa þetta yfirvegaða skap sem Día hafði, en samt alltaf hrein og bein í öllu sem hún sagði. Logi Þórir Jónsson, Selvangi, Mosfellsbæ. Það var sumarið 1970 að ég kom fyrst að Tannastöðum í Hrútafirði, í boði vinar míns Jóns Daníelssonar, sem þá var nýorðinn stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og ég hafði kynnst þar fyrir norðan. Þar tóku á móti okkur Sigurbjörg Þor- grímsdóttir húsfreyja og maður hennar Daníel Daníelsson bóndi. Var ég þar boðinn velkominn rétt eins og ég væri eitt af börnum þeirra hjóna Sigurbjargar og Daníels, og man ég vel hversu vænt mér þótti um þær hjartanlegu viðtökur. Sú góða tilfinning frá þeim dögum lifir með mér enn og er eitt af verðmæt- unum í minningunni þegar litið er til baka yfir farinn veg. Eins man ég vel að mér, kaupstað- arstráknum, þótti margt forvitnilegt sem fyrir augu bar, enda ekki vanur að fylgjast með vinnubrögðum í sveit yfir hásumarið, þegar mest er um að vera við heyskapinn og aðra skemmtilega og kappsamlega vinnu, eins og hún tíðkaðist þá, en þetta var áður en plastbyltingin og rúllu- baggabindingin hélt innreið sína og allt varð að ýmsu leyti auðveldara við að eiga. Og mátti margt vissu- lega breytast til að létta fólki sveita- störfin, en það vita þeir sem þekkja, að ekki þýddi að slá slöku við á þeim árum yfir hábjargræðistímann. Heyi handa skepnum varð að koma í hlöðu í tæka tíð og dugðu þar ekki vettlingatök enda voru þau ekki við- höfð þar á bæ. Sigurbjörg húsfreyja sá svo um að allir fengju hollan og góðan íslensk- an mat að borða, og nóg af honum. Voru allir hvattir til, og þar á meðal ég, að duga nú vel og borða fylli sína. Var það heldur ekki mikill vandi, því öðrum eins veisluhöldum í mat og drykk man ég varla eftir, eins og þarna á Tannastöðum, þá daga sem ég var þar gestur í það sinn. Sig- urbjörg húsfreyja kunni að bera fyr- ir fólk sitt þannig mat að hægt var að ganga orkumikill til verka á eftir, enda var Tannastaðafólk þekkt fyrir dugnað og ósérhlífni við vinnu. Í minningunni er myndin af Sigur- björgu mild og góð. Hún gekk að öll- um störfum með bros á vör, vinnu- fús, kát og glöð. Er auðvelt að láta sér líða vel í návist svo hjartagóðrar og velmeinandi konu. Þarna hófust kynni mín af fólkinu frá Tannastöðum í Hrútafirði. Öllum börnum þeirra hjóna átti ég eftir að kynnast vel og er það fólk allt meðal bestu vina minna, sem ég á margt og mikið að þakka. Hefur sú vinátta enst fram á þennan dag og er mikið lán fyrir mig í lífinu að fá að eiga slíkt fólk að. Fyrir tveimur árum missti Sigur- björg mann sinn, Daníel Daníelsson. Höfðu þau hjón nokkrum árum áður brugðið búi og flutt til Hvamms- tanga eftir langan og gifturíkan bú- skap á Tannastöðum. Eftir lát Daníels, manns síns, flutti Sigurbjörg til Reykjavíkur og bjó þar í íbúð fyrir aldraða við Skúlagötu tvö síðustu árin sem hún lifði. Var hún þar í nálægð við son sinn Daníel Svein Daníelsson, sem ég veit að einna mest hefur misst við fráfall móður sinnar, en þau voru mjög samrýnd. Sigurbjörg verður jörðuð í kirkju- garðinum á Stað í Hrútafirði við hlið manns síns og sonar, Sigurðar, sem lést 1995. Ég mun minnast hennar sem yndislegrar konu sem gott var að eiga að, einnig móður vina minna sem ég á svo margt að þakka. Kæra vinkona, Sigurbjörg Þor- grímsdóttir. Farðu vel og hafðu inni- legar þakkir fyrir allt. Aðstandend- um öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Örn Bjarnason. Hún Día frá Tannastöðum hefur nú kvatt vini og ættingja eftir hetju- lega baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Hún og hennar líkar geta kvatt þetta jarðlíf með þeirri vissu að með sínu ævistarfi hafa þau búið í haginn fyrir komandi kynslóðir. Þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna Sigurbjargar Þor- grímsdóttur og Daníels Daníelsson- ar á Tannastöðum voru þrjú elstu börnin farin að heiman en yngstu synirnir Daníel og Þorgrímur unnu með þeim við búreksturinn sem þá var fjárbú með um þrjú hundruð fjár. Þetta var árið1974. Á yngri ár- um kynntist Día öllum þeim verkum sem til féllu í sveitum að hirða um skepnur stunda heyskap og ræktun en á þessum árum var heimilið henn- ar vettvangur enda nóg að gera ekki aðeins við að þjóna heimilismönnum heldur var jafnan gestkvæmt á Tannastöðum sem lágu í alfaraleið í Vestur-Húnavatnssýslu. Allir sem á þann bæ komu kynntust því hvernig heimilið bauð þá velkomna nánast á öllum tímum sólarhrings með svign- andi borðum af kræsingum. Fyrir mig var það einstök upplifun að koma á Tannastaði og fá að kynnast því hvernig bændur unnu sín verk og taka þátt í daglegu lífi bóndans – að gefa kindum, vera við tilhleyp- ingar og sauðburð og hápunkturinn var að komast í réttir þeirra Stað- hreppinga þar sem á þeim árum voru á milli fimm og sex þúsund fjár í rétt. Þeir þekkingarmolar sem ég safnaði á þessum árum nægðu til þess að hjarta mitt hefur síðan sleg- ið með málstæð sveitafólks þegar lít- ið ígrunduð umræða hefur farið fram í Íslandi um málefni landbún- aðarins. Meginþema þeirra sem hafa stýrt þeirra umræðu er að ætla bændum hlutskipti sem enginn kysi að búa við, þ.e. óhefta samkeppni við vörur sem stórþjóðir greiða niður. Einhverra hluta vegna hafa þær sömu stórþjóðir ekki heimilað slíka samkeppni í sínum löndum. Þau heiðurshjón Sigurbjörg og Daníel eða Día og Daddi, eins og þau voru jafnan kölluð, unnu ótrauð að sínu búi meðan aldur og starfsþrek entist til og gáfu ýmsu ungu fólki tækifæri til að njóta þeirra gæða sem sveitalífið hafði upp á að bjóða. Mín börn fylltu hóp fjölmargra sem vörðu sumarleyfum sínum á Tanna- stöðum. Þar var alltaf gott að koma. Ég var aldrei látinn gjalda þess þar á bæ að leiðir skildu með mér og dóttur þeirra. Eftir að þau brugðu búi á Tanna- stöðum og fluttust til Hvammstanga gafst okkur áfram tilefni til að við- halda því góða sambandi sem rækt- að var á Tannastöðum. Eftir að ég gerðist þátttakandi í rekstri á Hvammstanga kom ég allt- af við á þeirra litla og notalega heim- ili þegar leið mín lá norður. Fyrstu alvöru kynni mín af Dadda voru í fjárhúsum hans. Þar áttaði ég mig á að á bak við góðan fjárstofn býr íhygli og útsjónarsemi góðs bónda. Hann eins og flestir bændur var vel lesinn og lét þjóðfélagsumræðu sig skipta og fór ekkert dult með skoð- anir þegar réttlætiskennd hans var misboðið. Alltaf var þó stutt í húm- orinn og gamansemina sem meðal annars mátti marka af því að vænar kindur hans fengu oft nöfn þéttholda kvenna úr nágrenninu. Día blandaði sér minna í þjóðfélagsumræðuna en hafði þó sínar skoðanir á hreinu og lét þær í ljós þegar henni fannst það tímabært. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim heiðurshjónum Díu og Dadda fyrir það tækifæri sem þau gáfu mér til að kynnast lífi fólks til sveita og alla þá vinsemd og hlýju sem ég mætti á heimili þeirra. Börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur. Megi minningin um þau lifa í hjörtum allra sem voru þeim kær. Ólafur Bjarni Halldórsson. KONKORDÍA SIGURBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.