Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN EFTIR JÓN KALMAN STEFÁNSSON 5-STJÖRNUBÓK „... HRÍFANDI FYNDIN ... SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN ER FRÁBÆRLEGA VEL STÍLUÐ BÓK. ... ÞVÍ SKÁLD ER JÓN KALMAN, GLIMRANDI SKÁLD.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Mikael Torfason, ritstjóra DV, og Illuga Jökulsson, fyrrum rit- stjóra, í 50 þúsund króna sekt hvorn fyrir ummæli sem birtust á forsíðu blaðsins í október 2004 um tiltekinn mann. Ummælin þóttu meiðandi. Þá voru ritstjórarnir dæmdir til að greiða manninum 200 þúsund krónur í miskabætur og 300 þusund krónur í málskostnað. Maðurinn krafðist þess að fern um- mæli yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn segir að fyrsta, önnur og fjórða setningin, sem tilgreindar eru í stefnu, séu nokkuð ýktar frá- sagnir af atvikum. Notkun sagnar- innar að tryllast og orðanna leiddur í lögreglufylgd gefi til kynna að meira hafi gengið á en raun var á. Þessar setningar feli þó ekki í sér meiðyrði, aðdróttun eða brigsl þannig að varði við ákvæði almennra hegningarlaga. Sú fullyrðing sem komi fram í þriðju setningunni, „jógakennari missti stjórn á sér fyrir skemmstu hjá sýslumanninum í Kópavogi og var fjarlægður af lögreglu“, sé hins vegar bersýnilega röng. Um þá fullyrðingu að stefnandi hafi misst stjórn á sér verði að segja að þó atvik séu þar ýkt felist ekki í orðunum meiðyrði, að- dróttun eða brigsl. Í síðari hluta setn- ingarinnar sé fullyrt að lögregla hafi beitt stefnanda valdi. Í þessu felist aðdróttun sem varði við 235. gr. al- mennra hegningarlaga. Segir dómur- inn að samkvæmt 1. mgr. 241. gr. al- mennra hegningarlaga verði orðin „var fjarlægður af lögreglu“ dæmd ómerk. Þá segir dómurinn, að þessi ummæli komi fram á forsíðu blaðsins og höfundar sé ekki getið. Sam- kvæmt dómvenju beri ritstjórar blaðsins einir ábyrgð á efni þess. Verði útgefandinn, 365 – prentmiðlar, því sýknaður en ábyrgðin felld á rit- stjórana en kröfur séu í stefnu reistar á ábyrgð þeirra sem ritstjóra en ekki á því að þeir hafi viðhaft ummælin sjálfir. Gildi þetta jafnt um þá báða, þó að fram sé komið að Mikael hafi skrifað umræddan texta. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóm- inn. Hróbjartur Jónatansson hrl. flutti málið fyrir stefnanda en Einar Þór Sverrisson hdl. fyrir stefndu. DV hyggst áfrýja dómnum. Ritstjórar DV dæmdir fyr- ir eina setningu af fjórum  Meira á mbl.is/ítarefni ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að sér virðist sem viðræður Íslendinga við Bandaríkjamenn um varnir landsins hafi siglt í strand og að samningsstaða Íslend- inga fari sífellt versnandi. Tekur hann fram að Geir H. Haarde utanríkisráð- herra sé örugglega ósammála sér, en að þetta sé sú ályktun sem hann dragi eftir fund í utanríkismála- nefnd í gærmorgun. Segir Össur það sitt mat að heldur hafi mið- að afturábak en framá- við síðustu mánuði. Segist hann telja að at- huguðu máli að það hafi verið rétt af íslensku sendinefndinni að afboða fundi vestanhafs fyrir skemmstu fremur en að hefja viðræður á grunni sem íslenskum stjórnvöldum þótti óboðlegur. „Það er umhugsunarefni fyrir Íslend- inga að á öllum stigum hefur herstöðin hér á landi verið gengisfelld. Nú þegar er búið að flytja stjórn stöðvarinnar til Leidenheet í Englandi. Yfirmaður her- stöðvarinnar er ennfremur lægra settur en áður,“ skrifar Össur á heimasíðu sinni og tekur fram að táknrænast um áhuga- leysi Bandaríkjamanna á viðræðunum sé þó að „meðan þær eru á afar viðkvæmu stigi er enginn sendiherra til staðar á Ís- landi fyrir þeirra hönd“, segir Össur og telur ólíklegt að nýr sendiherra verði skipaður fyrr en á næsta ári. „Það eitt undirstrikar rækilega áhugaleysi Banda- ríkjamanna á að halda úti alvöruviðræð- um við okkur um varnarmál.“ Hugsanlegt að Bandaríkjaforseti hafi talið sig skuldbundinn Davíð Að mati Össurar er erfitt að átta sig á hvað veldur stefnubreytingu og áhuga- leysi bandarískra stjórnvalda. Rifjar hann upp að á sínum tíma stefndi allt í nokkuð hraða fækkun í herliðinu, sem m.a. kom fram í skilaboðunum sem þáverandi sendiherra bar íslensku ríkisstjórninni nokkrum dögum fyrir síðustu kosningar. Þá hafi Davíð Oddssyni, þáverandi for- sætisráðherra, tekist að ná málinu inn á borð sjálfs Bandaríkjaforseta. „Mér virt- ist sem Davíð hefði, a.m.k. um tíma, náð að breyta þeim kúrsi sem sendiherrann tilkynnti. Það er hugsanlegt að Banda- ríkjaforseti hafi talið sig skuldbundinn Davíð fyrir stuðninginn við innrásina í Írak. Nú er stríðsmaðurinn kominn í ann- að pláss og það er mögulegt að af þeim sökum telji Bandaríkjamenn að þeir geti leiðrétt kompásinn aftur á upphaflega stefnu,“ skrifar Össur á heimasíðu sinni. Össur Skarphéðinsson um varnarviðræður Áhugaleysi bandarískra stjórnvalda á viðræðunum Össur Skarphéðinsson BÆJARSTJÓRINN á Ísafirði hef- ur óskað eftir fundi með forsvars- mönnum fyrirtækisins Já, dóttur- fyrirtæki Símans, um hugsanleg kaup fjársterkra aðila á Ísafirði á fyrirtækinu. Mun fundurinn að öll- um líkindum fara fram í næstu viku. Er bæjarstjórinn bjartsýnn á að þessi áform gangi eftir en ákveðið hefur verið að leggja niður upplýsingaþjónustu Já á Ísafirði þar sem fimm stafsmenn starfa. Ísafjarðarbær mun ekki fjárfesta í fyrirtækinu ef af verður en bæj- arstjórinn hefur tekið að sér að vera milligöngumaður um hugsan- leg viðskipti. Hugmyndin er að kaupa fyrirtækið í heild en það hef- ur starfsstöðvar m.a. á Eg- ilsstöðum og Akureyri auk Reykjavíkur. „Ég hef óskað eftir fundi með eigendum fyrirtækisins og vil vita hvort fyrirtækið sé til sölu, það er fyrsta skrefið,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjastjóri á Ísa- firði, við Morgunblaðið. „Ef fyrirtækið er til sölu þá er næsta skref að athuga hvort það sé áhugaverður og vænlegur fjárfestingarkostur. Sé það, verður þriðja skrefið tekið sem er að kaupa fyrirtækið.“ Bjartsýnn bæjarstjóri Halldór segist ekki enn vita hvort fyrirtækið sé til sölu. „Ég er bjartsýnismaður,“ svarar hann að- spurður um hvort hann telji líklegt að af þessum viðskiptum verði. Verði fyrirtækið keypt af Vestfirðingum segir Halldór að búast megi við að það verði byggt upp á Ísafirði í framtíð- inni enda sé það hag- kvæmur kostur. „Ef þú berð húsnæð- iskostnað og starfs- mannaveltu í Reykjavík saman við þessi sömu atriði hér þá er það okkur í hag,“ segir Halldór. „Þetta fyrirtæki byggir á símsvörun og þess háttar þjónustu, ekki á flutn- ingi með tilheyrandi kostnaði, og því getur það vel verið staðsett hér. Ég er sannfærður um það og hef sagt það við framkvæmdastjóra Já að þeir hljóti að hafa reiknað dæm- ið vitlaust. Það getur ekki verið að það sé hagkvæmara að reka fyr- irtækið í Reykjavík.“ Halldór segir að engin spenna sé á markaði á Ísafirði líkt og í öðrum stórum byggðarkjörnum á landinu og því komi ákvörðun Já enn frekar á óvart. Þrír fjársterkir aðilar á Vest- fjörðum hafa lýst yfir áhuga á að koma að kaupum á fyrirtækinu Já. Tveir þeirra settu sig í samband við bæjarstjórann að fyrra bragði. „Bærinn myndi ekki koma að þessu, en hins vegar stofnaði bær- inn eignarhaldsfélag á sínum tíma sem yrði hugsanlega leitað til,“ segir Halldór en hann hefur tekið að sér að kanna jarðveginn og leiða verkefnið áfram. Vilja kaupa Já og byggja upp á Ísafirði Halldór Halldórsson Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Neskaupstaður | Í vikunni sátu 10 erlendir félagar í AFLi, starfs- greinasambandi Austurlands, trúnaðarmannanámskeið í Nes- kaupstað. Námskeiðið er haldið af AFLi í samvinnu við Félags- málaskóla alþýðu, sem hefur lát- ið þýða stóran hluta trúnaðar- mannamöppunnar svokölluðu, á ensku. Á námskeiðinu voru m.a. Pólverjar, Kínverji, Færeyingur og Þjóðverji. Á vefsvæði AFLs segir að námskeiðið sé hluti af baráttu félagsins fyrir réttindum launa- fólks og liður í því að uppfræða útlendinga sem hingað koma til starfa, um rétt sinn og kjör. Þrátt fyrir að fólkið starfi allt hjá fyrirtækjum sem aflað hafa nauðsynlegra leyfa og fari eftir gildandi kjarasamningum, sé það von félagsins að þekking þessara nýju trúnaðarmanna reynist vel í baráttu gegn óprúttnum leigumiðlurum verka- fólks. AFLi er ekki kunnugt um að námskeið í þessari mynd hafi verið haldið áður á Norðurlönd- unum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Erlendir félagar í Afli á trún- aðarmanna- námskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.