Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 59 KIRKJUSTARF Nýfundin aría eftir Bach frumflutt í Langholtskirkju HINN 17. maí 2005 fannst í geymslum bókasafns greifynj- unnar Önnu Amalíu í Weimar áður með öllu óþekkt aría eftir J.S. Bach. Ber hún heitið Alles mit Gott und nichts ohn’ ihn (Allt með Guði og ekkert án hans), BWV 1127. Þóra Einarsdóttir sópr- ansöngkona syngur þessa aríu við messu í Langholtskirkju sunnu- daginn 30. október kl. 11 ásamt strengjakvartett. Það er skemmti- leg tilviljun að flutninginn ber upp á sama dag og arían var frumflutt á sínum tíma, 30. október 1713. Forsaga verksins er sú að þegar hertoginn af Weimar, Wilhelm Ernst, hélt upp á 52 ára afmælið sitt þann 30. október 1713 ákvað Johann Anton Mylius (Buttstädter superintendant) að leggja eitthvað af mörkum í tilefni dagsins. Myl- ius, sem var þekktur fyrir áhrifa- miklar predikanir og fagran skáldskap, valdi einkunnarorð hertogans, Omnia cum Deo et nihil sine eo, (Alles mit Gott und nichts ohn’ ihn) og samdi ljóð í tólf erind- um út frá þýskri þýðingu á orð- unum. Á síðustu tveimur blaðsíð- unum á öðru af tveimur eintökum ljóðsins sem til eru í dag er að finna nótnahandrit Bachs af arí- unni (Soprano solo è ritornello). Fríkirkjan í Hafn- arfirði: poppmessa og æðruleysismessa Á MORGUN, sunnudaginn 30. október, hefst dagurinn með barnaguðsþjónustu kl. 11. Popp- messa tekur svo við kl. 13 þar sem Fríkirkjubandið heldur uppi fjör- inu ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni söngvara. Poppmessur hafa reynst öllum hressandi tilbreyting frá hefðbundnu helgihaldi. Um kvöldið kl. 20 er æðruleys- ismessa, en vitnisburður að þessu sinni er á vegum 12 spora – and- legs ferðalags. Fríkirkjubandið leiðir söng. Helgihald er því með fjölbreyttu sniði í Fríkirkjunni á morgun og ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Prestvígsla í Dómkirkjunni PRESTVÍGSLA verður í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 30. nóv- ember kl. 16. Biskup Íslands vígir cand. theol. Hólmgrím Elías Bragason, sem ráðinn hefur verið héraðsprestur í Austfjarðaprófastsdæmi. Séra Davíð Baldursson prófastur lýsir vígslu. Vígsluvottar auk hans eru dr. Einar Sigurbjörnsson prófess- or, séra Guðmundur Karl Ágústs- son sóknarprestur og séra Sig- urður Kr. Sigurðsson sóknarprestur. Séra Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti. Söngfuglar í guðsþjónustu Árbæjarkirkju „SÖNGFUGLARNIR“, kór eldri borgara, heiðrar Árbæjarsöfnuð með nærveru sinni og söng í guðs- þjónustu sunnudagsins 30. október kl. 11. Eldri borgarar úr starfi Ár- bæjarsafnaðar, „Opna húsinu“, lesa ritningarlestra og flytja al- menna kirkjubæn. Sólrún Gunn- arsdóttir leikur á fiðlu. Viljum við hvetja sem flesta til að koma og eiga skemmtilega stund með skemmtilegu og hressu fólki. Krisztina Kallo, organisti okkar, spilar og stjórnar kórnum. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir alt- ari. Á sama tíma er sunnudaga- skólinn í safnaðarheimilinu með sína góðu gesti. Kaffihúsastemning í safn- aðarheimilinu á eftir messunum þar sem boðið er upp á kaffi/ ávaxtasafa, gulrætur og kex. Láttu sjá þig og þína. Kór Snartarstaða- kirkju á Akranesi KIRKJUKÓR Snartarstaðakirkju á Kópaskeri syngur við guðsþjón- ustu í Akraneskirkju nk. sunnudag kl. 14. Organisti og kórstjóri er Björn Leifsson. Prestarnir, sr. Jón Ármann Gíslason, sóknarprestur á Skinnastað, og kona hans, sr. Hild- ur Sigurðardóttir, þjóna fyrir alt- ari ásamt heimapresti, sr. Eðvarði Ingólfssyni, sem er fyrrum sókn- arprestur á Skinnastað. Kirkjukór Snartarstaðakirkju syngur einnig við guðsþjónustu á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi kl. 12.45. Sr. Jón Ármann predikar á báðum stöðum. Akurnesingar eru hvattir til þess að fjölmenna í báðar þess- ar guðsþjónustur. Brottfluttir Norður-Þingeyingar eru einnig velkomnir. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAG, 30. október nk. kl. 14.00, verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org- anisti verður Steingrímur Þór- hallsson. Guðrún Finnbjarn- ardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hall- grímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgríms- kirkja), 30th of October, at 2 pm. Holy Communion. The Twenty Fourth Sunday after Pentecost. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Þór Bjarnason. Org- anist: Steingrímur Þórhallsson. Leading singer: Guðrún Finn- bjarnardóttir. Refreshments after the Service. Fyrirlestur í Landa- koti um hettumunka BRÓÐIR Davíð OFM Cap flytur erindi um hettumunka (Kapús- ínamunka) úr reglu heilags Frans frá Assisi. Fundurinn hefst kl. 20.15 í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16 og eru allir sem áhuga hafa hjartanlega velkomnir. Afmælishátíð í Landakirkju MESSA verður kl. 14 í Landa- kirkju á 225 ára afmælishátíð kirkjubyggingarinnar. Sr. Sig- urður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Gengið verður að borði Drottins. Prestar sr. Kristján Björnsson og sr. Þor- valdur Víðisson þjóna fyrir altari. Strax eftir athöfnina mun Kven- félag Landakirkju bjóða kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkj- unnar. Litlir lærisveinar og Stúlknakór Landakirkju munu þar syngja nokkur lög undir stjórn kórstjóra sinna. Hátíð í Hallgrímskirkju UM þessar mundir fagnar Hall- grímssöfnuður 65 ára afmæli sínu. Söfnuðurinn hefur frá upphafi minnst séra Hallgríms með svo- nefndri Hallgrímsmessu á dán- ardægri hans, 27. október, en nú er liðið 331 ár frá láti hans. Þessi dagur hefur jafnframt verið minn- ingardagur um stofnun safnaðar- ins. Fyrir nokkrum árum var þessi minningarmessa flutt á þann sunnudag sem næstur er þeim 27. hverju sinni. Í hátíðarmessunni nk. sunnudag kl. 11.00 mun fyrsti prestur safnaðarins, dr. theol. Sig- urbjörn Einarsson biskup, predika og dr. theol. Karl Sigurbjörnsson, sem þjónaði söfnuðinum um ald- arfjórðungsskeið, þjóna fyrir alt- ari ásamt prestum safnaðarins, þeim séra Jóni Dalbú Hróbjarts- syni og séra Sigurði Pálssyni. Í messunni mun biskup Íslands setja Hörð Áskelsson kantor í Hall- grímskirkju inn í embætti söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi. Á undan messunni, kl. 10.00, er fræðslumorgunn að venju og mun Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur flytja erindi sem hún nefnir „Hallgrímur og Brynjólfur, uppal- endur á 17. öld“, en Steinunn hef- ur öðrum fremur rannsakað líf þeirra séra Hallgríms og Guð- ríðar. Textinn, túlkunin og sorgin í Jobsbók ÞRIÐJUDAGINN 1. nóvember hefst á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar námskeið um Jobs- bók, textann, túlkunina og sorg- ina. Kennarar á námskeiðinu eru þau dr. Kristinn Ólason guðfræð- ingur og Gunnbjörg Óladóttir, guðfræðingur og doktorsnemi við Edinborgarháskóla. Á námskeiðinu verður fjallað um efni Jobsbókar út frá ýmsum sjónarhornum. Hugað verður að niðurröðun efnis Jobsbókar og hvort að tilefni sé til að ætla að meðferðarsjón- armið búi þar að baki. Á nám- skeiðinu verður skoðað hvernig sorgin og meðhöndlun hennar endurspeglast í textanum. Í ljósi innihalds Jobsbókar verður síðan fjallað um gildi nærverunnar, vin- áttunnar, samræðunnar og sátt- arinnar. Námskeiðið verður í safn- aðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 20.00. Kennt er í tvo tíma í senn í fjögur skipti. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í til- efni af því bjóðum við til guðsþjón- ustu í Kolaportinu næsta sunnu- dag, 30. október, kl. 14.00. Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju, flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Ragnheiði Sverr- isdóttur djákna. Tónlistarmaðurinn Þorvaldur Halldórsson mun leiða lofgjörðina, en hann mætir kl. 13.30 til að gleðja fólk með söng og spjalli. Þá er hægt að leggja inn fyrirbæn- arefni til þeirra sem þjóna í guðs- þjónustunni áður en stundin hefst, en í lok stundarinnar verður bless- un með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni Kaffiporti í Kolaportinu, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott sam- félag við Guð og menn. Það eru allir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM/KFUK og Þjóðkirkjunnar. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÖNNUR Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 30. októ- ber kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borg- arinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu átta árin og verður sami háttur hafður á í vet- ur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyr- irbænaþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djákn- ar og prestar. Fjölskyldumessa á Grund FJÖLSKYLDUM heimilismanna á Grund er sérstaklega boðið til messunnar á sunnudaginn í hátíð- arsal Grundar kl. 14.00 Við messuna syngur kór aldr- aðra, Gerðubergskórinn. Stjórnandi kórsins er Kári Frið- riksson, en organisti er Kjartan Ólafsson. Prestur er sr. Hjálmar Jónsson og meðhjálpari Þorsteinn Sigurðs- son. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR KIA Rio verður frumsýndur hjá Kia-umboðinu við Laugaveg 172 um helgina. Sýndar verða tvær gerðir, fjögurra dyra stallbakur og fimm dyra hlaðbakur. Báðar gerðir eru með bensínvélum en í lok nóv- ember eru bílar með díselvél vænt- anlegir. Sala á Kia Rio hófst í sumar í mörgum Evrópulöndum. Með þess- ari nýju gerð af Rio stefnir Kia- fyrirtækið að því að ná sterkari stöðu á Evrópumarkaði. Kyung-Soo Lee, forstjóri Kia í Evrópu, sagði á blaðamannafundi þegar bíllinn var kynntur bílablaðamönnum í júlí að fyrirtækið hefði allt frá árinu 1990 sótt æ meira á Evrópumarkað. Hefði fyrirtækið gefið þörfum þess markaðar sérstakan gaum hvað varðaði tækni, gæði, getu og útlit. Opið verður hjá Kia-umboðinu á morgun, laugardag, milli kl. 10 og 16. Kaffi og kleinur verða í boði. Morgunblaðið/jt Kia-umboðið frumsýnir Kia Rio FÉLAG framsóknarkvenna í Reykjavík heldur upp á 60 ára af- mæli sitt 1. nóvember nk. á Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16– 18. Í fréttatilkynningu segir að fé- lagið hafi frá upphafi haft það að markmiði að stuðla að kynnum og samstöðu framsóknarkvenna og m.a. styðja ýmis velferðarmál og líknarstarfsemi. Þá hefur félagið verið virkur þátttakandi í pólitísku starfi flokksins. Félag framsókn- arkvenna í Reykjavík átti frum- kvæði að stofnun Landssambands framsóknarkvenna fyrir 24 árum. Framsóknarkonur fagna þessum tímamótum á Hallveigarstöðum og flutt verður m.a. stutt ágrip af sögu félagsins, en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flytur ávarp. Auk þess verður söngur framsókn- arkvenna og Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál. Afmælisfagnaður framsóknar- kvenna UNA María Óskarsdóttir sem gefur kost á sér 1. sæti í prófkjöri fram- sóknarmanna í Kópavogi hefur opnað kosningaskrifstofu í Bæj- arlind 2, á 3. hæð (lyfta), Löðurs- húsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist. Skrifstofan verður opin frá kl. 17 virka daga og frá kl.13 um helgar. Opnar kosninga- skrifstofu SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar stend- ur fyrir Íslandsmeistaramóti skáta í keilu sunnudaginn 6. nóvember í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hefst mótið kl. 9. Keppt er í þremur flokkum: ylf- ingar (8–11 ára) mæta kl. 9, skátar (12–14 ára) mæta kl. 9 og DS og eldri (15+) mæta kl. 11. Verð á mann er 1.300 kr. Mótsstjóri er Sig- urður Már. Skráning þarf að berast á net- fangið: siggimar@visir.is í síðasta lagi fimmtudaginn 3. nóv. Frekari upplýsingar má fá í símum 893 5469, 568 5469, 896 0889. Íslandsmeistara- mót skáta í keilu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.