Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 18
HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 2005 nam rúmum 16,2 milljörðum króna eftir skatta. Á sama tímabili í fyrra hagn- aðist bankinn um 11,8 milljarða króna, og segir í tilkynningu að af- koma bankans það sem af er árinu sé sú besta í sögu hans. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 5,1 milljarði en var 5,8 milljarðar á þriðja ársfjórð- ungi í fyrra. Hagnaður bankans á þriðja árs- fjórðungi var vel yfir væntingum greiningardeilda hinna bankanna, en Íslandsbankin hafði spáð 3,6 milljarða hagnaði á tímabilinu. Hreinar vaxtatekjur voru 15,7 milljarðar króna á fyrstu níu mánuð- um 2005, en voru 10,1 milljarður á sama tíma í fyrra. Hreinar rekstrar- tekjur námu 41,6 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við 28,3 millj- arða á sama tíma í fyrra. Heildareignir samstæðunnar námu 1.142 milljörðum króna 30. september 2005 og höfðu þá aukist um 55% frá áramótum eða um 405 milljarða. Eigið fé nam 98,8 milljörðum króna í lok september, sem er aukning upp á 162% frá því í ársbyrjun. Er það sam- eining bankans við hluta af Burðarási hf. sem skýrir það. Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 14,3%, þar af A-hluti 12,9%. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 48,3% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2005, en var 65,6% á sama tímabili í fyrra. Góð afkoma hjá Landsbanka Uppgjör Landsbankinn bjarni@mbl.is           - ! .   ! "    /  0   % ) 1         &!    23452 267'8 +363' +567' 2'95 28(4  6(69        # 1   2856387 7(457 282'5 2'857 +5724 +6'9' 42 8   '9'4    977569 64483 # !* )  :;. < .  !* / -   25=6> 5(=6> '='> 22=4> 93=9> '=9> !"#$%&!    "'()*)&!   $+,         18 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 0 + 1 23    4 4 56 7/8   4 4 9/9 :;8      4 4 < 8 0 &&#    4 4 =968 7>?#    4 4 /5. @A# % *&( $"'                  !" #  " /B , C (D  E && ,* C (D  $  C (D  FC (D  .EC +   $ +" &   ? '"    < (DG E &  <*(  F +" &  $ +  ; #$      (( E( ' H )H " &   I(   $ !% & '(  / & C (D  & & '(  $ +  . D ')   =B#$ + BC (D  ; B    0 # )   :) & D   3J /$  B3# $#( 5 %   '*'   A $(*'   ) (  ( *+ &#$+ 6%) ) '   $H( K$ ('( $ +, 5!& !   *, ( =96L -'  , '&,# '               E #%  H % , '&,# '          M4N M 4N M4N M 4N M4N M  4N M4N M 4N M4N M 4N M 4N M  4N .# $+ , '& D +   5 $"'-$&+ @ < (D $                                                                         A '& D -G&  /5.O/ (( $  )*$+ , '& D         ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam tæplega 26,1 milljarði króna, þar af var velta með hlutabréf fyrir um 5 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Flögu, 9,7%, en mest lækkun varð á bréfum Kögunar, 1,3%. Hlutabréf Mosaic hækkuðu um 3,8% og hækk- uðu þau alls um 14% í vikunni. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,61% og er hún nú 4.705 stig. Flaga hækkaði mest ● JARÐBORANIR voru reknar með 510 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum árs- ins og jókst hagnaðurinn um 189 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra. Tekið skal fram að hagnaður af sölu dótturfélags Jarðborana, Einingaverksmiðjunnar, á tíma- bilinu skilaði félaginu 99 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var nær 30% á móti 19,6% arðsemi í fyrra og hagnaður á hvern hlut var 1,30 krónur á móti 0,81 krónu í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) var 871 milljón eða 24,4% af tekjum á móti 699 milljónum og 26,1% í fyrra. Rekstrartekjur félagsins jukust verulega á milli ára eða um 30%, námu rúmum 3,5 milljörðum á móti tæpum 2,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra en fram- kvæmdakostnað ur jókst úr 1,9 milljörðum í 2,6 milljarða eða um tæp 37%. Eigið fé Jarðborana nam 2,85 milljörðum í lok september og var eiginfjárhlutfallið tæp 33%. Tekjur Jarðborana aukast um 30% ● Í KYNNINGU FL Group á kaup- unum á Sterling er samanburður á verðkennitölum félagsins og annarra lágfargjaldaflugfélaga. Greining- ardeild Íslandsbanka hefur end- urreiknað svokallað heildar- kaupverð, eða EV, og segir að gangi spár um hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnsliði Sterling eftir, þ.e. EBITDA, sé ljóst að kaupin á félaginu megi teljast hagfelld. „Áætluð EBITDA hjá Sterling á árinu 2006 er 345 millj- ónir danskra króna (DKK). Gefið er upp að kaupverðið sé 1,5 m. DKK en geti legið á bilinu 1-2 m. DKK allt eft- ir því hvort EBITDA framlegðin verður lægri eða hærri en stefnt er að. Út- reikningur Greiningar gefur að verði framlegðin við neðri mörk verðbils þá gefi það EV/EBITDA 6,2 en efri mörk- in gefi EV/EBITDA 5,5. Gangi þetta eftir er ljóst að kaupin mega teljast hagfelld. Þó verður að líta á að verð- mæti fyrirtækja ræðst af því hvers vænta má í frramtíðinni en ekki bara á næsta ári,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Hagstæðar kennitölur í kaupum á Sterling VERÐTRYGGÐIR útlánsvextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til 20 ára eru nú lægri en vextir á útgefnum skuldbréf- um sjóðsins til um það bil sama tíma, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum grein- ingardeildar KB banka. Þar segir að ávöxt- unarkrafa Íbúðabréfa til um það bil 20 ára standi nú í 4,19% en út- lánsvextir til sama tíma séu 4,15%. Vextir á Íbúða- bréfum til um það bil 10 ára standi enn hærra, eða í 4,33%, en útboð í meðal annars þeim flokki hafi legið til grundvallar vaxtaákvörðunar Íbúða- lánasjóðs þegar vöxtum var haldið óbreyttum þann 11. júlí síðastliðinn. Greiningardeild KB banka segir að enn á ný hafi vextir á skuldabréfa- markaði hækkað og liggi ávöxtunar- krafa verðtryggðra bréfa á milli 3,96% og 4,33%. Að meðaltali liggi ávöxtunarkrafa skuldabréfaflokka Íbúðalánasjóðs nú í 4,13%. „Þetta þýðir því að hægt er að taka lán hjá Íbúðalánasjóði og fjárfesta aftur á hærri vöxtum á skuldabréfa- markaði í bréfum útgefnum af Íbúða- lánasjóði,“ segir deildin. „Hér er því um áhættulausan hagnað að ræða eða svokallað högnunartækifæri, þ.e. hægt er að hagnast án áhættu en slík tækifæri gefa til kynna að markaður- inn sé óskilvirkur. Fjárfestir þarf því ekki að leggja út fjármagn til þess að hagnast á vaxtamuninum.“ Bitlaus efnahagsstefna Greiningardeildin segir að þar sem Íbúðalánasjóður og bankarnir fjár- magni sig á skuldabréfamarkaði fáist ekki betur séð en ríkið sé að greiða niður útlánsvexti til almennings. „Slík aðgerð er þensluhvetjandi og gengur þvert á öll lögmál hagstjórnar við nú- verandi aðstæður. Á sama tíma reynir Seðlabanki Íslands til hins ýtrasta að slá á þensluna með því að hækka vexti. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverk sitt að hluta en raun- vextir á markaði hafa farið úr um 3,5% í vor upp í 4,13% nú og af þeim sökum ættu útlánsvextir til almenn- ings að vera komnir úr 4,15% upp í 4,75%. Slík hækkun fjármagnskostn- aðar mundi virka til lækkunar á fast- eignaverði og þar með til lækkunar á vísitölu neysluverðs. Hins vegar hef- ur Íbúðalánasjóður ekki kosið að fylgja markaðsvöxtum eftir, þrátt fyr- ir að slík aðgerð myndi að miklu leyti leysa fjárhagsvanda sjóðsins. Efna- hagsstefnan er því nær bitlaus á með- an ríki og Seðlabanki eru í reiptogi.“ Ríkið nið- urgreiðir útláns- vexti ÍLS METHALLI var á vöruviðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hallinn nam 71,7 millj- örðum króna og jókst um 47,3 milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra en þá var hann 24,4 milljarðar. Þetta kemur fram í nýj- um tölum frá Hagstofu Íslands, sem birtar voru í gær. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu níu mánuði ársins var 52,6 milljarðar eða 32,8% meira á föstu gengi en árið áður og varð aukning í flestum liðum hans. Mest varð aukning í innflutningi á flutn- ingatækjum, sérstaklega fólks- bílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru. Þá hefur verðmæti olíuinnflutnings aukist mjög mikið, ekki síst vegna verðhækkunar er- lendis. Vöruskiptin í septembermánuði voru óhagstæð um 12,5 milljarða á móti 0,2 milljörðum í september í fyrra á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu níu mánuði ársins var 5,3 milljörðum eða 3,9% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka seg- ir lítið lát vera á neyslugleði lands- manna á innfluttum varningi, enda kaupmáttur almennings mikill og gengi hagstætt. Árferðið sé hins vegar óhagstætt útflutnings- greinum og ljóst að ýmsar þeirra þoli illa jafnhátt gengi krónu og raunin er nú. Leiðrétting á tveimur árum „Þetta ójafnvægi á viðskiptum við útlönd, sem einnig sér stað í tölum um neyslu Íslendinga erlendis og ferðalög útlendinga hingað til lands, endurspeglar þjóðarútgjöld umfram þjóðartekjur, sem á end- anum kallar á leiðréttingu á gengi krónunnar, en Greining spáir því að slík leiðrétting feli í sér um fjórðungslækkun frá núverandi gengi og eigi sér stað á næstu tveimur árum,“ segir í Morg- unkorni Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil aukning Nærri 70% aukning varð milli ára í innflutningi einkabifreiða, samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Methalli á vöruskiptum við útlönd ● ANZA hefur keypt rekstur netafrit- .is sem hefur boðið þjónustu sína á samnefndri vefsíðu og séð um afrit- un tölvugagna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ANZA en þar segir jafnframt að með kaupunum hyggist fyrirtækið auka hlut sinn á markaði fyrir afritunarþjónustu fyrir fyrirtæki. Þjónusta netafrit.is verður eft- irleiðis kynnt undir nafninu „netafrit- un ANZA“ en hún verður eftir sem áð- ur í boði á vefnum í gegnum vefsíðuna netafrit.is. ANZA kaupir netafrit.is HAGNAÐUR KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 35,6 milljörðum króna. Þetta er ríflega 22 milljarða aukning miðað við sama tímabili á síðasta ári. Afkoma KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs er besta af- koma í sögu bankans þó svo miðað sé við heilt ár, en á öllu síðasta ári var hagnaður bankans um 15,8 milljarðarkróna. Mestu munar um liðinn aðrar rekstrartekjur sem hækkaði um 21,8 milljarða frá síðasta ári en hreinar vaxtatekjur jukust um 11,4 milljarða á milli ára. Rekstrar- kostnaður jókst um 7,4 milljarða. Eignir bankans eru nú orðnar 2.310 milljarðar króna, 2,3 billjónir, og hafa þær aukist um 48,6% frá ára- mótum og munar þar mestu um kaupin á breska bankanum Singer & Friedlander. Til gamans má geta að eignir Ís- landsbanka og Landsbanka eru samanlagt 2.461 milljarður króna og því vantar ekki mikið upp á að KB banki sé stærri en hinir bank- arnir samanlagt í eignum talið. Í heild verður uppgjörið að telj- ast mjög gott þar sem tekjuflæði eykst verulega en kostnaður eykst ekki eins mikið. Eigið fé bankans eykst um nær 25 milljónir króna og eiginfjárhlut- fall samkvæmt CAD-reglum er 12,2%. Arðsemi eiginfjár er 32,3%. Mjög gott upp- gjör KB banka     #- -     - ! .   ! "    /  0   % ) 1             '62(8 53699 '69(5 '982 (4' +662   +4'28        # 1    '87'(46 2(6(93 22457 '6334 29'4( '(85 2(3 5   +'753      2673355 23(787 # !* )  :;. < .  !* 2'='> 6'=6> 25='> 69=4> !"#$%&!  "'()*)&!   #          Uppgjör Kaupþing banki hf. sverrirth@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.