Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 55 MINNINGAR hálfníu við litla borðið í eldhúsinu, þar hittumst við sem höfðum vinnu- aðstöðu á „Gamla“ og fórum yfir dægurmálin. Við skiptumst á skoð- unum og vorum ekki alltaf sammála, ég eldhugi og oft á tíðum með alltof miklar og stórar skoðanir og tók stórt uppí mig. Hann hógværari með reynslu margra ára í farteskinu og miðlaði stöðugt. Hann hafði ein- stakt lag á að leiðbeina mér á þann hátt sem honum einum var lagið, þannig að ekki var hægt annað en að taka tillit til þess. Óli var einn af þeim mönnum sem höfðu áhrif á líf mitt og skoðanir. Hann var yfirmað- ur minn í 12 ár. Samstarfið var ein- staklega gott og við bárum full- komna virðingu hvort fyrir öðru. Á þessum árum varð til vinátta og traust sem aldrei verður að fullu metið. Óli leiddi mig mín fyrstu spor í starfi sem ég gegni enn í dag, hann treysti mér fyrir auknum verkefnum og hvatti mig áfram. Hann var óvanalega stór maður bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. Nærvera hans var sterk, þrátt fyrir eðlislæga hógværð. Kímnin og hlýjan eru ógleyman- leg. Hann var farsæll í starfi og einkalífi og samband þeirra hjóna Helenar og hans var sérstakt og fal- legt. Með þessum fáu orðum kveð ég vin minn sem lagði upp í ferðalag 5. október sl., ferðalag sem því miður varð mun lengra og erfiðara en ætl- að var. Ég óska honum góðrar heim- ferðar og tek undir með Helen konu hans: Hann Óli verður alltaf hérna. Regína Sigurðardóttir. Þá hefur heiðursmaðurinn Ólafur Erlendsson kvatt þennan heim og eins og hans var von og vísa með reisn fram í andlátið. Ég kynntist Ólafi heitnum og konu hans Helen og dætrum Hildi- gunni og Elínu að vísu mest síðustu æviviku Ólafs heitins í Tallinn í Eist- landi þar sem hann endaði lífsskeið sitt á Central Hospital í höfuðborg Eistlands, Tallinn. Það er svo fallegt og gott að upp- lifa ástrík, sterk og einlæg fjöl- skyldutengsl á svona ögurstundu og gagnkvæma væntumþykju og virð- ingu ættingja og finna þessa hlýju strauma sem struku vanga minn á sjúkrahúsinu í Tallinn þar sem ég sat með fjölskyldu Ólafs og honum sjálfum síðustu dagana ásamt vini þeirra Gísla Auðuns lækni. Ólafur var tignarlegur maður á velli svo af bar og leit ekki út fyrir að vera að nálgast áttræðisaldurinn, svo vel bar hann sig. Þau voru glæsihjón hann og Helen og dæt- urnar þeirra hvor á sinn hátt mótuð af þessu fallega og góða uppeldi þeirra hjóna. Ólafur vissi að hverju dró – að fyrir okkur öllum er eitt ljóst frá vöggu – ferðin til grafar. Hér er bara spurning um tíma. Ólafur átti við hjartasjúkdóm að stríða en var ákveðinn í því að lifa lífinu lifandi fram á síðustu stund og ferðin til Tallinn var hans eindregin ósk. Hann ætlaði ekki að sitja og bíða sláttumannsins mikla heldur að safna enn minningum í fararsjóð hinsta ferðalagsins. Okkur tókst að búa til litla skemmtilega skoðunar- ferð þar sem Óli náði að sjá það helsta kringum Tallinn og gamla miðhluta Tallinn-borgar með honum Harri, bílstjóra SAS í Tallinn, sem sendir fjölskyldunni samúðarkveðj- ur og þær flyt ég líka frá starfsfólki SAS-skrifstofunnar svo og starfs- fólki Radisson SAS Tallinn. Elsku Helen mín, ég sendi þér, dætrunum og dóttur Óla og þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Hugur minn er hjá ykkur. Lygnt geymir vatnið leið mína yfir fjallið, felur hana rökkvi og ró í nótt. Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. (Snorri Hjartarson.) Bryndís. Lífið gengur í hring, stundum verður maður þess ekki var og þá er það þegar við segjum að lífið gangi sinn vanagang. Hina stund- ina er maður harkalega minntur á það að ekkert er eilíft. Hún mamma mín er látin og þá hafa þau kvatt, heiðurshjónin úr Hrísey. Pabbi minn, Björn Björnsson féll frá 15.10. 1996. Allt mitt líf hafa þau verið fasti punkturinn í tilveru minni og barnanna minna. Betri fyrirmyndir er vart hægt að hugsa sér, svo samhent og alltaf góð hvort við annað. Mamma var mikil hannyrðar- kona og eru ófáir fallegir hlutir sem liggja eftir hana, og vandvirk var hún. Hún var hæglát kona og yndislegt að vera í návist hennar. Á mínu stóra æskuheimili í Hrís- ey var alltaf eitthvað um að vera, við systkinin að fara og koma, ein eða með vinum okkar og einhvern veginn var alltaf til pláss fyrir alla og allir velkomnir enda er ég minnt á það núna í bréfum sem ég fæ frá vinum mínum hve hjartanlega tekið var á móti þeim af foreldrum mín- um. En svona voru þau bara, hlý og yndisleg. Börnin mín hafa misst mikið enda þekkja þau ekki annað en að hafa afa og ömmu með sér flestum stundum. Tveimur árum eftir lát pabba seldi mamma húsið okkar í Hrísey og fluttist til Akureyrar, í Hlíð- arlund 2 þar sem hún bjó sér fal- legt heimili. Það var svo notalegt að fá hana svolítið nær sér. Mamma mín dvaldi á sjúkrahús- inu á Akureyri síðustu 2 mánuði í lífi sínu, og þar voru við systkinin líka eins mikið og við gátum. Það frábæra starfsfólk sem þar vinnur ásamt Friðriki Yngvasyni lækni fær okkar bestu þakkir fyrir alla þá umhyggju sem það bar fyrir henni og okkur systkinunum þenna tíma. Hjartans mamma mín, mitt í mínum djúpa söknuði stendur min- nig um einstaka mömmu og ömmu, takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Elín. GUÐRÚN BALDVINSDÓTTIR ✝ Guðrún Bald-vinsdóttir fædd- ist í Hrísey 8.10. 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18.10. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Ágústa Valdimarsdóttir og Baldvin Bergsson. Guðrún átti einn bróður, Valdimar. Hinn 17.11. 1944 giftist Guðrún manni sínum Birni Björns- syni, d. 15.10. 1996. Bjuggu þau alla sína tíð í Hrísey. Þau eignuðust sex börn, Baldvin, f. 31.7. 1946, Björn, f. 14.7. 1951, Elínu, f. 7.2. 1956, Rúnar Þór, f. 27.10. 1957, Birki, f. 16.10. 1961 og Víði, f. 16.3. 1963. Barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin eru 7. Útför Guðrúnar fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Ég veit að þú ert farin frá mér til Guðs og Bjössa afa og þú kemur ekki aftur. Við förum ekki oftar í ferju- eða búðarleikina okkar úr Hrísey og þú átt ekki eftir að sitja hjá mér og segja mér sögur þegar ég verð lasinn. Ég skil ekki af hverju þú máttir ekki vera lengur hjá mér og ég sakna þín mikið. Ég á samt margar góðar og fallegar minningar um þig og allt sem þú gerðir fyrir mig þau ár sem ég fékk að hafa þig hjá mér. Þessar minningar ætla ég að geyma alla ævi því að þér er ekki hægt að gleyma. Elsku amma, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Þinn ömmustrákur Axel Dagur. Elsku amma mín í Hrísey. Mig langar til að skrifa þér nokkur kveðju- og þakkarorð fyrir það sem þú varst mér. Ég man hvað ég var alltaf ham- ingjusöm í ferjunni Sævari á leið- inni út í Hrísey til þín og Bjössa afa. Oft stóð hann á bryggjunni til að taka á móti mér brosandi með útbreiddan faðminn og sömu inni- legu móttökurnar biðu mín hjá þér þegar ég kom hlaupandi upp stigann í Hólabraut 4. Iðulega var heimili ykkar fullt af gestum, enda fjölskyldan stór og til ykkar voru allir alltaf svo hjartanlega velkomnir. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá ykkur á sumrin sem krakki og frá þeim tíma á ég margar góðar minningar. Í eld- húsinu í Hólabrautinni var alltaf nóg að gera og þar fékk ég oft að aðstoða þig við kleinubakstur og alls kyns matarstúss. Ég man þegar við tvær sátum saman úti á svölum og nutum sólarinnar og eftir þeim mörgu kvöldum þegar öll stóra fjölskyldan hjúfraði sig undir sængum og teppum fyrir framan sjónvarpið með mjólkur- glas og þínar gómsætu sultulengj- ur. Heimili þitt er í minningu minni hálfgert ævintýrahús enda stórt og þaðan á ég góðar minn- ingar úr hverju skoti. Þú minntist oft á það hvað ég gat dundað mér í geymslunni í gamla dótinu sem þar var og þá sérstaklega í gömlu kjólunum þínum. Í júlí sl. sá ég þig í síðasta skipti. Þá varstu farin að finna fyrir veikindum þínum og mikið hefur verið erfitt að vita af þér þurfa að þjást svona lengi. Þegar ég kvaddi þig í sumar hafði ég það á tilfinningunni að þetta væri okk- ar síðasta kveðja og það reyndist vera svo. Þú varst mér alltaf svo góð og fyrir það vil ég þakka þér. Hvíldu í friði. Þín Helga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með stolti kveð ég ömmu mína, því engin var eins einstök og hún. Þín Birna Rún. Það sem maður kynnist á mót- unarárum bernskunnar hefur sterkari og varanlegri áhrif en það sem maður upplifir síðar á lífsleiðinni. Minningabrot æskunn- ar glitra þannig skærar en önnur. Að hafa fengið að njóta þess að dvelja oft hjá Rúnu föðursystur okkar úti í Hrísey gaf okkur bróð- urbörnum hennar margar af bestu minningarperlum uppvaxtarár- anna. Í Hrísey var einstakt samfélag. Eyjan sjálf, sjórinn og náttúran öll, þorpið og fólkið og þetta sér- staka andrúmsloft sem þar ríkti var svo gott, fallegt og gefandi. Það voru forréttindi að kynnast því. Rúna og Bjössi. Það var eins og þau væru alltaf nefnd saman, ann- að strax á eftir hinu. Það segir sína sögu. Hjá þeim á Hólabraut 4 í Hrísey var stórt mannmargt heimili. Það er ekki hægt að segja að því hafi verið stjórnað með harðri hendi. Þvert á móti, þar réðu ríkjum þær alsystur um- hyggjan, ástúðin og tillitsemin. Þar var líka hún amma, sem lengi naut umönnunar dóttur sinnar. Einnig frændsystkinin öll, lifandi sannanir þess að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Líklega var þar lagður grunnurinn að ævi- langri vináttu. Þótt tíminn sem við systkinin dvöldum úti í Hrísey hjá Rúnu og Bjössa hafi ekki verið langur mið- að við heila mannsævi hefur hann skilið eftir sig varanleg spor í lífi okkar allra, verið stór þáttur í uppvexti okkar og þroska. Frá þessum tíma og frá heimili þeirra eru margar af okkar björtustu bernskuminningum og þaðan fengum við hluta af veganesti okkar út í lífið sem við höfum og munum njóta alla ævi. Aðeins einu sinni sá ég frænku mína skipta skapi. Það fengum við frændurnir að reyna eftir eitt prakkarastrikið. Þá var líka eins gott að hlusta vel og taka mark og það var gert. Rúna var samt blíð kona, lítillát og hörkudugleg. Þannig er líka lýsing á mönnum sem eru miklir. Aldrei sá ég henni falla verk úr hendi. Hún vann mikið bæði utan og innan heimilis. Vinarþel og hvatningarorð voru einkennandi fyrir framkomu hennar. Fyrir það ber að þakka. Heimili Rúnu frænku stóð okkur systkinunum alltaf opið. Fyrir það viljum við þakka. Fyrir alla um- hyggjuna sem hún gaf og ástúðina viljum við líka þakka. Frændsystkinum okkar og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Baldvinsdóttur Baldvin Valdemarsson. 0Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Fyrir tíu árum hitti ég Guðrúnu Baldvinsdóttur í fyrsta sinn. Síðan hafa okkar samfundir orðið marg- ir og allir ánægjulegir. Gengin er til grafar á guðs vegum mæt kona sem margir munu minnast með kæru þakklæti. Guðrún, hafðu bestu þakkir fyrir okkar góðu kynni. Hvíl í friði. Aðstandendum sendi ég bestu samúðarkveðjur. Sigríður frá Ásláksstöðum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON útgerðarmaður, Skólabraut 29, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 27. október. Marselía Guðjónsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Guðjón Þórðarson, Hrönn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR, Blíkabraut 6, Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 27. október. Jarðarförin auglýst síðar. Hreggviður Bergmann, Magnús Bergmann, Vignir Bergmann, Fríða Bergmann, Samúel Már Smárason og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GEIRMUNDAR SIGURÐSSONAR, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. Hjartans þakkir færum við heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun. Fanney Ófeigsdóttir, Ófeigur Geirmundsson, Anna Margrét Ögmundsdóttir, Baldur Geirmundsson, Anne B. Hansen, Birna Geirmundsdóttir, Ólafur Þ. Bjarnason, Sigurður Geirmundsson, Hrafnhildur Helgadóttir, Sverrir Geirmundsson, Arndís Sveina Jósefsdóttir, Geirmundur Geirmundsson, Jóna Stefánsdóttir, Haukur Geirmundsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.