Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Auglýsing um starfsleyfistillögur Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfssemi, munu starfsleyfistillögur neðangreinds fyrirtækis liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 29. október til 29. nóvember 2005. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Umhverfissviði Reykjavíkur, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, fyrir 29. nóvember 2005. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Almenn skilyrði Sértæk skilyrði Heimilisfang Heimilisfang Vífilfell hf. 8 ár Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. 8 ár Stuðlahálsi 1 Grjóthálsi 7-11 X X X X SKINNAIÐNAÐUR Akureyri sagði um 40 manns upp störfum sl. sumar og áttu flestar uppsagnirn- ar að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Þar er þó enn starfsemi í gangi og útlit fyrir að framhald verði á fram að áramót- um og jafnvel eitthvað fram á næsta ár, að sögn Ormars Örlygs- sonar framkvæmdastjóra. Hann sagði að um 40 manns væri að störfum á Akureyri en m.a. er ver- ið að vinna upp í pantanir og klára birgðir. Hann sagði að gerðir yrðu skammtímasamningar við það starfsfólk sem vildi starfa þar áfram eftir mánaðamótin. Hins vegar hafi eitthvað verið um að fólk væri að leita sér að annarri vinnu. Þá starfa fimm karlar á vegum fyrirtækisins á Sauðár- króki. Ormarr sagði að þótt ein- hver framleiðsla væri enn í gangi hjá Skinnaiðnaði væri ljóst að iðn- aðarsögu sambandsins á Gler- áreyrum mundi ljúka áður en langt um liði. Þróun gengismála síðustu vikurnar hefði endanlega gert út um þær vonir að hægt yrði að halda starfseminni áfram. Einn- ig hafa markaðsaðstæður verið fyrirtækinu erfiðar. Ormarr sagði að gærur sem til féllu í sláturtíðinni í haust væru seldar hráar úr landi. Skinnaiðn- aður hefur verið í samstarfi við sláturleyfishafa á Norðurlandi og saltað gærur á Sauðárkróki og undirbúið til útflutnings. Hann sagði að til greina kæmi að fyr- irtækið héldi úti skrautgæru- vinnslu og þá líklegast á Sauð- árkróki en sú framleiðsla hefur verið seld í verslunum hérlendis og einnig flutt úr landi. Skinnaiðnaður Akureyri Starfsemin í gangi næstu mánuði Eyjafjarðarsveit | Forsvarsmenn flestra verkalýðsfélaga á Akureyri heimsóttu endurhæfingardeild FSA í Kristnesi og afhentu veglega pen- ingaupphæð fyrir hönd sjúkrasjóða félaganna. Þessi félög eru Eining Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag verslunar- og skrifstofufólks Ak- ureyri og nágrenni, Félag skip- stjórnarmanna, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Vélstjórafélag Íslands, Verkstjórafélag Akureyrar og ná- grennis, Félag málmiðnaðarmanna og Rafvirkjafélag Norðurlands. Fjárhæðinni er varið til að bæta þjálfunarbúnað endurhæfing- ardeildarinnar og nýtist annars vegar til kaupa á þrekhjólum fyrir sjúkraþjálfun og hinsvegar vinnu- stólum fyrir iðjuþjálfun. Þessi tæki eru nauðsynleg til þess að meðferð- ardagskrá fyrir þá sem eiga við of- fituvandamál að stríða geti gengið, en slík meðferð er nýlega hafin við endurhæfingardeildina. Í máli Björns Snæbjörnssonar, formanns Einingar Iðju, kom fram að hér væri örugglega um hluti að ræða sem nýttust einhverjum fé- lagsmönnum þessara verkalýðs- félaga og því væru félögin mjög ánægð með að geta stutt við starf- semi endurhæfingardeildarinnar á þennan hátt. Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir deildarinnar, veitti gjöfinni viðtöku og sagði m.a. að stærsti hluti þeirra sem biðu eftir aðstoð við sínu offitu- vandamáli, væri yngra fólk, það er á aldrinum tvítugs til fimmtugs svo að til mikils væri að vinna að hjálpa þessum einstaklingum til þess að auka sín lífsgæði og hindra sjúk- dóma í framtíðinni. Fyrir utan þessa afhendingu voru húsakynni deildarinnar skoð- uð og starfsemi kynnt og boðið upp á hollustuhressingu. Sjúkrasjóðir gáfu endurhæfingardeild veglega gjöf Yngra fólk meirihluti offitu- sjúklinga Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Gjöf Fulltrúar félaganna á Kristnesspítala, Konráð Alfreðsson, Eggert Jónsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson en fremst færir Björn Snæbjörnsson Ingvari Þóroddssyni gjafabréfið. AKUREYRI MENNINGARVIKA barna var hald- in í síðastliðinni viku og er það í þriðja sinn sem menningarnefnd Ólafsfjarðarbæjar stendur fyrir slíkri uppákomu. Að þessu sinni var boðið upp á þrennt: náttúrulist undir handleiðslu Valbjargar Fjólmunds- dóttur, þar sem unnið var með efni- við úr fjörunni, grímugerð þar sem unnið var með ýmsa sjávarsvipi und- ir stjórn Guðrúnar Þórisdóttur; og tónlist þar sem brasilíski tónlistar- kennarinn Thiage Trinidage Silvera kenndi börnunum ýmis undur tón- listar en unnið var með hljóðgjafa úr ríki náttúrunnar. Námskeiðin fóru öll fram í gamla Trévershúsinu að skóla loknum og síðan var sýning á verkum sem unn- in voru á menningardögum. Efniviður úr fjörunni Morgunblaðið/Helgi Jónsson TÖLUVERÐRAR óánægju gætir meðal fjölmargra starfsmanna Ak- ureyrarbæjar, vegna breytinga sem unnið er að varðandi launamál. Á fundi bæjarráðs í vikunni, var lagt fram erindi frá 47 starfsmönnum Framkvæmdamiðstöðvar Akureyr- arbæjar, þar sem þeir lýsa yfir van- þóknun á launastefnu bæjarstjórnar og þess er krafist að hún taki til al- varlegrar endurskoðunar ákvörðun sína varðandi vinnutíma og launa- greiðslur til starfsmanna. Bæjarráð vísaði erindinu til yfirvinnunefndar. Einng var lagt fram erindi frá 26 starfsmönnum Ráðhúss Akureyrar- bæjar, sem eru félagsmenn í Kili, þar sem þeir lýsa yfir mikilli óánægju með niðurstöður starfsmatsins. Bæj- arráð bendir starfsmönnunum á að hugsanlegar leiðréttingar á niður- stöðum starfsmats verði að fara eftir þeim áfrýjunarleiðum sem kjara- samningar kveða um og nýlega hafa verið framlengdar. Í byrjun árs voru nýjar tillögur vinnuhóps um yfir- vinnu starfsmanna bæjarins sam- þykktar í bæjarstjórn. Tillögurnar miða einkum að því að gera kjaramál starfsmanna gegnsærri og réttlátari með það fyrir augum að greitt verði fyrir raunverulegt vinnuframlag. Brýnt þótti að taka á þessum þætti kjaramála hjá bænum þar sem sýnt þótti að nokkur mismunun milli starfsmanna átti sér stað. Við þessa breytingu lækka einhverjir starfs- menn í launum en svo eru aðrir sem hækka í launum. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju, sagðist hafa orðið var við megna óánægju meðal starfs- manna bæjarins og mikla andstöðu gagnvart því sem verið hefur að ger- ast. „Menn eru aldrei ánægðir með það að lækka í launum en einnig finnst þeim að nokkuð hart sé gengið fram í þessu máli.“ Björn sagði ým- islegt óljóst og að ekki hefði verið skýrt nógu vel hvernig ætti að fram- kvæma hlutina. Guðmundur Karl Jónsson for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagðist aðspurður verða fyrir um- talsverðri launalækkun við þessa breytingu og við það er hann ekki sáttur. „Ég á erfitt með að sætta mig við þetta. Ég var ráðinn á ákveðnum forsendum og svo er þeim bara breytt með einu pennastriki.“ Guð- mundur Karl sagði að þessar breyt- ingar hefðu einnig áhrif á aðra starfsmenn í fjallinu og hefði einn þeirra ákveðið að segja upp störfum vegna þessa. Guðmundur Karl sagði að einhverjir endar væru enn lausir en aðspurður sagði hann að útlitið væri alls ekki bjart. Margir óánægðir Launastefna Akureyrarbæjar FRANZ Árnason forstjóri Norður- orku sagðist ánægður með að kaup fyrirtækisins á Hitaveitu Ólafsfjarð- ar skuli hafa verið samþykkt í bæj- arstjórn Ólafsfjarðar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, sam- þykkti meirihluti bæjarstjórnar að selja Norðurorku hitaveituna fyrir 535 milljónir króna og verður sölu- andvirðið notað til að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. „Við erum að kaupa á verði sem Ólafsfirðingar þurfa ekki að skammast sín fyrir að fá fyrir þessa veitu. Þetta á að geta rekið sig, Akureyringar eiga ekki að þurfa að borga þetta niður og Ólafs- firðingar eiga ekki að verða fyrir neinum skakkaföllum af okkar hálfu,“ sagði Franz. Norðurorka tekur yfir rekstur veitunnar um næstu áramót. Franz sagði að það að fyrirtækið eignaðist hitaveituna hefði mjög takmarkaðar breytingar í för með sér fyrir Ólafs- firðinga. Hann sagði þó líklegt að settir yrðu upp mælar innan ein- hverra ára en það þyrfti þó ekki að þýða að húshitunarkostnaður í bæn- um myndi hækka. Gjaldskrá Hita- veitu Ólafsfjarðar hækkaði nokkuð fyrr á árinu og sagði Franz að ekki væri gert ráð fyrir frekari hækk- unum. Þá muni eini starfsmaður veitunnar í Ólafsfirði starfa þar áfram. Hitaveita Ólafsfjarðar tók til starfa árið 1994 og á vef bæjarins segir m.a. að telja megi hana fyrstu hitaveitu landsins sem hitaði upp heilt bæjarfélag. Heitt vatn fær veitan úr borholum að Laugarengi þar sem þarf að dæla. Þá er sjálf- rennandi vatn úr Skeggjabrekku- dal, en þaðan koma um 85 tonn á klukkustund eða um 45% af vatns- þörfinni. Heitavatnsþörf í bænum er um 180 tonn að meðaltali á klukkustund og tekst vel að halda í horfinu og vatnsskortur ekki fyr- irsjáanlegur á næstunni. Ekki gert ráð fyrir miklum breytingum Salan á Hitaveitu Ólafsfjarðar „Inni“ | Björg Eiríksdóttir opnarsýninguna „Inni“ í sal Svartfugls og Hvítspóa laugardaginn 29. október klukkan 14. Sýningin stendur til og með 13. nóvember og verður opin alla daga frá 13–17. Þetta er önnur einkasýning Bjargar og önnur sýningin sem haldin er í nýjum sal Svartfugls og Hvítspóa í bakhúsi við Brekkugötu 3a rétt við Ráðhústorg á Akureyri. Björg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og aðallega notað málverk og textíl sem miðil. Á sýn- ingunni að þessu sinni verða mál- verk og ljósmyndir.    Umhverfismál | Fræðslu- og um- ræðufundur um umhverfismál og staðardagskrá 21 verður haldinn í Dalvíkurskóla sunnudaginn 30. októ- ber kl. 13:30. Framfarafélag Dalvík- urbyggðar stendur fyrir fundinum en fjallað verður um umhverfismál, eflingu byggðar og staðardagskrá 21 og hvernig þetta fari allt saman. Á fundinn koma m.a. og flytja framsögur þeir Stefán Gíslason og Steinn Kárason. Allir eru hvattir til að mæta, ekki síst þeir sem standa í forustu fyr- irtækja og láta sig sveitarstjórn- armál varða, segir í tilkynningu frá félaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.