Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 26
Akureyri | Ekkert lát er á leið- indum í veðrinu norðan heiða og nú hafa íbúar annarra lands- hluta einnig fengið sinn skammt af óveðri, með tilheyrandi ófærð og seinagangi í umferðinni. Veðrið á þessu hausti hefur ver- ið sérlega leiðinlegt víða um land og ekkert lát virðist þar á. Þetta ástand fer oft í taugarnar á fullorðna fólkinu en börnin láta sér fátt um finnast og halda áfram að brosa sínu breiðasta. Börnin á leikskólanum Trölla- borgum létu veðrið ekki á sig fá og léku sér í snjónum á leik- skólalóðinni í gærmorgun. Þau voru jafnframt sammála um það að það væri ekkert að veðrinu, enda voru þau klædd miðað við aðstæður. Morgunblaðið/Kristján Börnin alltaf jafnsátt Óveður Akureyri | Árborg | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gerð skuli jarðgöng framhjá einum hættuleg- asta kafla vegarins um Óshlíð hefur vakið mikla umræðu meðal bæjarbúa í Bolung- arvík. Göngin sem ákveðið er að gerð verði á næsta ári verða um 1.200 metra löng þar sem sneitt er framhjá þeim hluta Óshlíð- arvegar sem liggur um svokallaðar skriður, en á þann vegarkafla hefur verið óvenju- lega mikið grjóthrun í haust. Bolvíkingar fagna þessari ákvörðun enda staðfestir hún það að Óshlíðarvegur, sem er eina vega- sambandið við byggðarlagið, sé það hættu- leg akstursleið að bregðast verði fljótt við þeirri náttúruvá sem þarna getur orðið.    Skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um þessa lausn í samgöngumálum Bolung- arvíkur. Fréttaritari heyrir á fólki hér á staðnum að það telur að nauðsynlegt sé að skoða fleiri kosti til jarðgangagerðar sem komi þá í staðinn fyrir akstursleiðina um Óshlíð. Uppi hafa verið hugmyndir um göng frá Syðridal í Bolungarvík og í Tungudal í Skutulsfirði. Síðastliðinn vetur var að frumkvæði Pál- ínu Vagnsdóttur, íbúa í Bolungarvík, hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem um 1.500 manns skrifuðu undir kröfu um jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarð- ar. Ekki var með þessum undirskriftum verið að vísa til þess hvar göng ættu að koma heldur vekja athygli á því að gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarð- ar yrði að vera með þeim hætti að varanleg lausn fengist á vegasambandinu milli þess- ara þéttbýlisstaða.    Mötuneyti hefur tekið til starfa við Grunnskóla Bolungarvíkur og stendur skólabörnum til boða heitur matur í hádeg- inu á starfstíma skólans. Til að byrja með fer eldamennska fram í félagsheimilinu Víkurbæ og er matur fluttur þaðan í skól- ann, en til stendur að setja upp eldhús í húsnæði grunnskólans á næstu mánuðum. Þessari nýbreytni hefur verið afskaplega vel tekið og almenn ánægja meðal nem- enda með þann mat sem fram er borinn. Sem og að verði matarins er mjög stillt í hóf. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Sönghópurinn Sálubót og nemendur Tónlistarskól- ans á Laugum. Þá verður einnig dansatriði undir stjórn Soffíu Drafnar Snæbjörnsdóttur, nem- anda skólans. Í sal gamla skóla verður sýning á munum úr sögu skólans. Barnamyndin Óskar og Jósefína verður Fagnað verður 80ára afmæli skóla-halds að Laugum í Reykjadal með dagskrá þar á sunnudag, 30. októ- ber, en hún hefst kl. 14. Valgerður Gunn- arsdóttir skólameistari setur dagskrána, en síðan flytja ávörp Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Ís- lands, Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, og Ingólfur Sigfússon, for- seti Nemendafélags Fram- haldsskólans á Laugum. Þá mun Helga Erlings- dóttir minnast fyrstu skólastjórahjóna Lauga- skóla. Flutt verður tónlist, en fram koma Pálmi Gunnarsson, Mannakorn, sýnd í kvikmyndasal í Þróttó kl. 14 og 16 og í Dvergasteini verður sýn- ing á ljósmyndum úr sögu skólans. Hús skólans verða opin og boðið upp á veitingar í mötuneyti frá kl. 16 til 20. Um kvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Manna- korn. Morgunblaðið/Einar Falur Heim að Laugum Ragnar Ingi Að-alsteinsson orti íflugvél Ómars Ragnarssonar á leið á hagyrðingakvöld: Upp skal klífa enn á ný og ekki mun ég leyna því að magafiðring fæ ég oft er Frúin er komin upp í loft. Sigurjón V. Jónsson var í vélinni og orti: Tekur sér á Frúnni far ferðast í gríð og ergi Ómar hann er allsstaðar en oftast bara hvergi. Soraklám menn sífellt þrá sem að fyrr er getið við fjórir vorum frúnni á nú fer sú mynd á Netið. Fjórir saman flugum greitt fannst ég þó raunamæddur þarna orti ég ekki neitt af því að ég var hræddur. Heyrði ég í hringli lykla hugði það Pétur í dyrunum hélt þetta væri móðan mikla og mátaði vængi í huganum. Enn af flugi Ómars pebl@mbl.is Djúpivogur | Sveitarstjórn Djúpavogs- hrepps telur að brýnt sé að samgönguyf- irvöld hefji nú þegar nauðsynlega rann- sókna- og undirbúningsvinnu vegna jarðganga milli Álftafjarðar og Lóns, með það að markmiði að slíkri lausn verði fund- inn staður sem fyrst í samgönguáætlun. „Undirstrikað er í þessu sambandi, að ásættanlegt öryggi verður seint tryggt á annan hátt á vegarkaflanum um og við Þvottár- og Hvalnesskriður, því auk hættu á skriðuföllum og grjóthruni, eru ofsaveð- ur alkunn á þessum slóðum t.d. í svonefnd- um Hvaldal,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Hún telur hins vegar mjög brýnt að sér- stakt fé verði markað strax í endurbætur á þessum vegarkafla til að tryggja nauðsyn- legt öryggi vegfarenda, starfsmanna Vega- gerðarinnar og annarra er vinna að við- haldi og opnun vegarins, þegar hann lokast eða verður illfær. Hvetur sveitarstjórnin því þingmenn og samgönguyfirvöld til að tryggja það fjár- magn, er til þarf fram að því að varanlegar úrbætur hafa verið unnar með jarðganga- gerð, enda er það samdóma álit þeirra, er hafa unnið að viðhaldi á veginum um Þvott- ár- og Hvalnesskriður um árabil og gjör- þekkja allar aðstæður á svæðinu að ekkert annað en jarðgöng geti tryggt öryggi á þessum vegarkafla. Í sama streng hafa tekið þeir, er nota veginn mikið, m.a. vöru- flutningabílstjórar. Brýnt að fá strax fé í endurbætur Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar fjallaði á fundi sínum í vikunni um þá stöðu sem uppi er í sameiningarmálum sjö sveit- arfélaga í sýslunni og þá sérstaklega það atriði hvernig takast skyldi á við stöðuna ef sameining yrði samþykkt í a.m.k. tveimur af þeim fjórum sveitarfélögum þar sem kosið verður aftur. Samþykkt var samhljóða að ítreka bók- un frá því í síðastliðnum mánuði. Var eft- irfarandi bókun um málið samþykkt sam- hljóða: Varðandi sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. „Jafnframt vill bæjar- stjórnin láta í ljósi þá skoðun sína að ef úr- slit í seinni umferð sameiningarkosning- anna sem fram fara þann 5. nóv. n.k. veita sveitarstjórnum heimild til sameiningar sveitarfélaga án frekari kosninga sé ein- boðið að nýta þá heimild. Lýsir bæjar- stjórn sig reiðubúna til viðræðna við aðrar sveitarstjórnir á svæðinu um slíka samein- ingu.“ Reiðubúin til sameiningar ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Emblaðu þetta ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.