Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 23 ERLENT Moskvu, París. AP. | Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að nokkur þeirra skjala sem lögð hefðu verið fram í tengslum við rannsókn á ólöglegum greiðslum fyrirtækja til Íraka væru fölsuð. Rússneskar fréttastofur greindu frá þessum ummælum ráðherrans en fram kom að hann hefði ekki séð skýrsluna. Með þessu móti brást Lavrov við lokaskýrslu óháðrar rannsóknar- nefndar sem komst að þeirri niður- stöðu að meira en 2.000 fyrirtæki hefðu greitt íröskum stjórnvöldum mútur eða innt af hendi aðrar ólög- legar greiðslur í tengslum við olíu- söluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996-2003. Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins, Jean-Baptiste Mattei, sagði Frakka hafa átt fullt samstarf við nefnd Bandaríkjamannsins Pauls Volckers sem gerði skýrsluna að beiðni Kofi Annans, framkvæmda- stjóra SÞ. Sagði Mattei að frönsk stjórnvöld vildu að ekkert yrði dreg- ið undan þegar varpað væri hul- unni af spilling- unni sem tengdist áætluninni og far- ið yrði vandlega yfir skýrsluna. Samkvæmt henni voru fyrirtæki í Rússlandi, Frakklandi og Kína umsvifamest í svindlinu. Haft var eftir rússneska utanríkisráðherranum í gær að á sumum þeirra skjala sem lögð hefðu verið fram spillingunni til sanninda- merkis væri að finna falsaðar undir- skriftir rússneskra embættismanna. Kvað hann Rússa hafa farið fram á upplýsingar varðandi skjöl þessi og þær heimildir sem stuðst væri við en ekki fengið. Þekktir rússneskir stjórnmála- menn eru vændir um spillingu í tengslum við olíusöluáætlunina. Á meðal þeirra eru Gennadíj Tsjúg- anov, leiðtogi kommúnista, og þjóð- ernissinninn Vladímír Zhírínovskí. Báðir neita því að hafa hagnast á ol- íusölu-áætluninni. Áætlunin varð til með þeim hætti að SÞ ákvað árið 1996 að milda við- skiptabannið sem sett var á Írak 1990 vegna innrásarinnar í Kúveit enda ljóst að víða ríkti neyð í land- inu. Var ákveðið að tryggja að al- menningur fengi nægilegan mat og lyf. Íraksstjórn var í fyrstu leyft að selja takmarkað magn af olíu til út- landa, síðar voru þær takmarkanir þó afnumdar. SÞ höfðu yfirumsjón með viðskiptunum og áttu að sjá til þess að almenningur nyti góðs af til- slökuninni. SÞ gagnrýnd fyrir sleifarlag Hins vegar var orðið við þeirri kröfu stjórnar Saddams Hússeins Íraksforseta að Írakar mættu sjálfir ákveða hvaða erlend fyrirtæki og einstaklingar fengju að taka þátt í viðskiptunum. Ef marka má skýrsl- una sköpuðust forsendur fyrir spill- ingu sökum þeirrar ráðstöfunar. Alls seldu Írakar olíu fyrir um 64 millj- arða dollara á þeim sjö árum sem áætlunin um olíu-fyrir-mat var í gildi. Í skýrslunni sem birt var á fimmtudag eru yfirstjórn Samein- uðu þjóðanna og öryggisráðið harð- lega gagnrýnd og segir þar að áætl- unin hefði ekki verið svo gegnsýrð af spillingu hefðu SÞ stjórnað henni af kostgæfni. Rússar segja sum olíuskjöl fölsuð Sergei Lavrov SKIPULEGGJENDUR fyrstu alþjóðaráðstefnu femínista í ísl- ömskum ríkjum hvetja til heil- ags stríðs, jihad, fyrir jafnrétti kvenna gagnvart körlum, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Ráðstefnan er haldin í Barcelona á Spáni. Spænska múslímakonan Abdennur Prado Pavon segir að berjast þurfi meðal annars gegn karlrembu- túlkun á kennisetningum trúar- innar í íslömskum löndum. Alþjóðlegu samtökin Íslamsk- ur femínismi halda því fram að léleg félagsleg og lagaleg staða kvenna í flestum löndum músl- íma stafi af því að kenningar Kóransins hafi verið afbakaðar. Þátttakendur á ráðstefnunni eru um 300 og var ráðstefnan haldin á Spáni vegna þess að ætlunin er að ná betur til vax- andi fjölda múslímakvenna í Evrópu. Aðalviðfangsefnið er þó réttindi kvenna í löndum íslams. Prado, sem er frá Katalóníu, segir að það sé útbreiddur mis- skilningur á Vesturlöndum að útilokað sé að koma á jafnrétti kvenna í ríkjum íslams. Meðal þátttakenda er Riffat Hassan frá Pakistan sem hefur ritað mikið um konur í múslímalönd- um og er talin brautryðjandi í femínískri guðfræði meðal múslíma. „Heilagt stríð“ fyrir jafnrétti kvenna ÞÚSUNDIR íbúa við strandlengjuna á suðaust- urhluta Indlandsskaga hafa verið fluttir á brott en fellibylur stefndi í gær á svæðið frá Bengalflóa. Hér sést fólk í gær í borginni Chennai með eigur sínar í vatnselg á götunni. Vindhraði var talinn vera á bilinu 70–100 km. Bylnum fylgir úrhellisrigning sem veldur miklum truflunum á svæðinu. Meira en 100 manns hafa lát- ist vegna flóða í indversku sambandsríkjunum Tamil Nadu og Karnataka. Víða hafa raflínur slitn- að og flug legið niðri. Skólum hefur verið lokað og hefur mörgum þeirra verið breytt í bráðabirgða- skýli í Tamil Nadu. Undanfarna daga hafa yfir 50.000 manns verið flutt brott frá svæðum í Tamil Nadu. Samgöngur hafa víða rofnað vegna flóða. Í Karnataka hafa ár flætt yfir bakka sína vegna rign- inga.Reuters Fellibylur ógnar Indverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.