Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM árum hafa nýir tímar haldið innreið sína á mörgum sviðum íslensks sam- félags, meðal annars í viðskiptalíf- inu og á vettvangi ríkisins. Á báðum þessum sviðum eru Íslendingar í mörgum skilningi á heims- mælikvarða. Þótt sumt hafi þokast í rétta átt hefur ný hugsun hins vegar átt erfitt uppdráttar í Ráðhúsinu. Mér finnst þess vegna augljóst að borgin stendur á tímamótum í aðdraganda kosn- inganna í vor. Nú er lag til þess að virkja kraft nýrrar kynslóðar. Kynslóðar sem býr yfir frumkvæði, skynjar og skilur kröfur nútímans og kann að nýta tækifæri framtíðarinnar. Ný hugsun: hlustum á óskir borgarbúa Á mörgum sviðum hafa borg- aryfirvöld fremur viljað steypa borgarbúa í sitt eigið mót en að sinna óskum okkar sjálfra. Þetta er að mínu viti til marks um gam- aldags hugsun. Í skipulagsmálum hefur til dæmis ekki verið boðið upp á þær lóðir sem eftirspurn hefur verið eftir. Í samgöngumálum hafa bráðnauðsynlegar endurbætur og framkvæmdir verið látnar sitja á hakanum. Í staðinn hefur verið lögð ofuráhersla á næsta vonlausa baráttu við að fá okkur borgarbúa með einhverjum ráðum til þess að skilja bílinn eftir heima og fara sem flestra okkar ferða labbandi, hjólandi eða með strætó. Í skóla- málum hefur afbragðsgóðum og eftirsóttum valkostum við hefð- bundna borgarrekna skóla verið gert erfitt fyrir með markvissum hætti, í stað þess að hlúa að fjöl- breyttum rekstrarformum og auka val foreldra og barna. Frumkvæði og framtíðarsýn Ég vil að nýr meirihluti í borg- arstjórn setji sér það markmið að þjónusta borgarinnar verði á heimsmælikvarða á sem flestum sviðum. Ég tel að þetta sé bæði sjálfsagt markmið og raunhæft. Við þurfum að gera stórátak til þess að bæta umhverfi okkar; opnu svæðin, skólalóðirnar, leik- vellina. Við eigum að tryggja að leikskólar geti sinnt þeirri þjón- ustu sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir. Við eigum að greiða úr umferðarhnútum og auka ör- yggi vegfarenda með endurbótum sem blasir við að eru nauðsyn- legar. Við eigum að aflétta lang- varandi neyðarástandi í málefnum aldraðra með því að fjölga hjúkr- unarrýmum. Þá hefur sjaldan verið þýðing- armeira en nú að hafa skýra fram- tíðarsýn að leiðarljósi í skipulags- málum. Viljum við koma stærstum hluta nýrra Reykvíkinga framtíð- arinnar fyrir við Úlfarsfell, eða viljum við í staðinn byggja upp á Geldinganesi, í Örfirisey og í Vatnsmýri? Þetta hefur úr- slitaþýðingu um þróun borg- arinnar á næstu árum og áratug- um. Ég hef talað eindregið fyrir síðari kostinum og hafði meðal annars frumkvæði í því í hópi okk- ar sjálfstæðismanna, að taka skýra afstöðu á þann veg að Vatnsmýrin verði framtíðarbygg- ingarland Reykjavíkur og flugvell- inum verði fundinn annar staður í eða við höfuðborgina. Það er mjög ánægjulegt að sú niðurstaða nýtur vaxandi stuðnings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðbyr í aðdraganda þessara kosninga. Ég er ákaflega þakk- látur fyrir þann mikla og góða stuðning sem ég hef fengið hjá þeim stóra hópi fólks sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í vor. Það er gleðilegt að sjá þann stuðning endurspeglast í skoð- anakönnunum. Ég veit að í þess- um hópi eru, meðal annarra, ótalmargir óflokksbundnir Reyk- víkingar sem velta flokkadráttum lítið fyrir sér en vilja taka þátt í því að innleiða nýja tíma; nýja hugs- un við stjórn borg- arinnar. Þrátt fyrir allt sýna kannanir líka – sem kemur reyndar ekki mjög mikið á óvart – að dágóður hópur fólks vill helst að ein- hverjir aðrir en Sjálf- stæðisflokkurinn fari með sigur af hólmi og hefur því ákveðið að kjósa aðra flokka. Það verður svo sannarlega hlustað á sjónarmið þessa fólks, rétt eins og sjónarmið annarra borgarbúa, komist Sjálf- stæðisflokkurinn að við stjórn borgarinnar í vor. Mér finnst hins vegar umhugsunarefni hvort besta leiðin til þess að tryggja að svo verði, sé að hlusta á óskir þess núna um hvernig það vill að við sjálfstæðismenn stillum upp fram- boðslista okkar fyrir kosningar. Á vit nýrra tíma Það er mjög þýðingarmikið fyrir Reykjavík að Sjálfstæðisflokk- urinn beri sigur úr býtum í vor eftir tólf ára valdatíð R-listans, sem nú er allur. Í því sambandi skiptir reynsla talsvert miklu máli, ekki síst reynsla Reykvíkinga af þessum tólf árum. En hún dugar ekki ein og sér. Þótt fortíðin kunni að leggja okk- ur lið munu úrslitin ekki ráðast á henni. Það sem verður efst í huga okkar sem greiðum atkvæði í vor, og mun því ráða úrslitum, er framtíðin. Ég hef lagt mikla áherslu á að kynna skýra kosti, skýra stefnu og skýra framtíðarsýn. Allt þetta liggur fyrir; kjósendur vita að hvaða kostum þeir ganga. Ég hvet alla þá, sem vilja taka þátt í því að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í vor, til þess að taka fyrsta skref- ið á vit nýrra tíma í prófkjöri okk- ar sjálfstæðismanna í næstu viku. Það gæti reynst risastökk fyrir Reykjavík. Frumkvæði og framtíðarsýn; kraftur nýrrar kynslóðar Eftir Gísla Martein Baldursson ’Það er mjög þýðing-armikið fyrir Reykjavík að Sjálfstæðisflokk- urinn beri sigur úr být- um í vor eftir tólf ára valdatíð R-listans, sem nú er allur. ‘ Gísli Marteinn Baldursson Höfundur er varaborgarfulltrúi, í framboði til prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og býður sig fram í fyrsta sætið. Prófkjör í Reykjavík Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 896 8767 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sérlega björt og falleg ca 110 fm neðri sérhæð auk bílskúrs í reisu- legu húsi í Teigahverfi. Rúmgóð stofa og borðstofa og þrjú svefn- herbergi. Bílskúrinn er innréttaður sem íbúðarrými og er í útleigu sem ætti að henta þeim sem vilja lækka greiðslubyrðina. V. 27,9 m. LAUGATEIGUR Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 896 8767 Gott 202 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum 36 fm bílskúr. Fimm svefnherbergi, ný- legt eldhús og baðherbergi, hellulögð afgirt verönd og suður- svalir út frá stofu. Möguleiki á að stækka húsið með garðskála yfir svalir og verönd. V. 47,9 m. NESBALI Nánari upplýsingar gefur Bogi í síma 699 3444 Góð 119 fm útsýnisíbúð með sér- inngangi af svölum. 4 svefnher- bergi innan íbúðar og stór 12 fm geymsla á 1. hæð með glugga. Endurbætt eldhús og baðher- bergi. Góð sameign með marga kosti. V. 20,7 m. LUNDARBREKKA - 5 HERB. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.