Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A u g lýsin g asto fa G u ð rú n ar Ö n n u SMÁRALIND SÍÐUMÚLI 9 SÍMI 530 2900 SÍMI 530 2800 Skrifstofu- og hljómtækjadeild Ormsson er flutt í Síðumúla 9 SAMSUNG WS32MO66T • 32” 100Hz með flötum myndlampa. • 2x20w magnari • 200 blaðs. íslenskt textavarp. • 2 x scart tengi • 1 x viðeovélatengi og S-video tengi. • Virtual Dolby • Tónjafnari SAMSUNG CW29M066T • 29” 100Hz með flötum myndlampa • 2x20w magnari • 200 bls. íslenskt textavarp. • 2 x scart tengi • 1 x viðeovélatengi og S-video. • Virtual dolby • Tónjafnari SAMSUNG CW29M064T • 29” 50Hz með flötum myndlampa • 2x20w magnari • Íslenskt textavarp. • 2 x scart tengi • 1 x viðeovélatengi. • Tónjafnari LOEWE AVENTOS 32" • 32” 100 Hz • Super Black Line myndlampi • Flatur skjár • 3 x Scart tengi • RCA Hljóðútgangur • RCA og Super-VHS tengi að framan • Tengi fyrir heyrnatól • Textavarp með íslenskum stöfum • 390 síðna minni • 2 Hátalarar, 2 x 25W • PIP (Mynd í mynd) • 5 ára ábyrgð á myndlampa LOEWE AVENTOS 29" • 29” 100 Hz • Super Black Line myndlampi • Flatur skjár • 2 x Scart tengi • RCA Hljóðútgangur • RCA og Super-VHS tengi að framan • Tengi fyrir heyrnatól • Textavarp með íslenskum stöfum • 390 síðna minni • 2 Hátalarar, 2 x 25W • PIP (Mynd í mynd) • 5 ára ábyrgð á myndlampa LOEWE NEMOS 29" • 29” Skjár flatur • 100 Hz • Super Black Line myndlampi • 2 x scart tengi • RCA hljóðútgangur • RCA & super-VHS tengi að framan • Textavarp með íslenskum stöfum • 420 síðna minni • Mynd í mynd • Hátalarar 6 x 40W • 5 ára ábyrgð á myndlampa Beko 32 • 32" Sjónvarp • Widescreen • Blackline Myndlampi • Textavarp með íslenskum stöfum • Fjarstýring • Nicam Stereo • 2 x scart tengi • Tengi fyrir heyrnartól Tilboðsverð 49.990,- Tilboðsverð 59.990,- Tilboðsverð 69.990,- Tilboðsverð 89.900,- Tilboðsverð 84.900,- á mánuði 7.909,- á mánuði 7.476,- á mánuði 9.634,- á mánuði 3.594,- á mánuði 5.328,- á mánuði 6.190,- á mánuði 4.464,- Tilboðsverð 109.900,- Tilboðsverð 39.900,- *vaxtalausar Vísa og Euro raðgreiðslur í 12 mánuði VAXTALAUST í 12 mánuði* –frábær sjónvarpstilboð LandssamtökinÞroskahjálp stóðufyrr í þessum mánuði fyrir ráðstefnu um skólamál, sem bar yf- irskriftina: „Aðlögun eða aðgreining – hvert stefnir skólinn?“ Þar var meðal annars fjallað um ástand- ið í grunnskólum landsins og hvort börn sem glíma við fötlun sitji við sama borð og jafningjar þeirra. Ingibjörg G. Guðrúnar- dóttir, þroskaþjálfi, á níu ára dóttur með hreyfi- og þroskahömlun sem geng- ur í sinn heimaskóla. Hún hefur kynnt sér málefnið vel og gerði meðal annars rannsókn á upplif- un foreldra barna með þroska- hömlun í upphafi grunnskóla- göngu, og hefur jafnframt stundað nám í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Ingibjörg telur að ákveðnar hindranir séu í vegi svo ekki sé hægt að fylgja stefn- unni „skóli án aðgreiningar“ í raun þannig að hún nýtist nem- andanum. Meðal þess sem Ingibjörg telur til hindrana er að móttaka nem- anda með þroskahömlun og fjöl- skyldu hans er tilviljunarkennd og óskipulögð í flestum tilfellum. Hún segir mikilvægt að tekið sé vel á móti foreldrum og barninu strax frá byrjun til þess að skapa gott andrúmsloft fyrir samvinnu heimilis og skóla en hjá nemanda með sérþarfir þurfa samskiptin að vera töluvert meiri en ella. Þá sé tími kennara til undir- búnings og aðlögunar námsefnis ekki nægjanlegur en í flestum til- fellum þarf starfsfólk skólans að útbúa og breyta námsefni bekkj- arins til þess að nemandi sem glímir við fötlun hafi möguleika á að taka þátt og auka við þekkingu sína í námi með bekkjarfélögum. Ingibjörg bendir á að kennari geti verið með 25 nemendur og hafi að jafnaði um 20 mínútur til að undirbúa hverja einustu kennslustund, ef hann er með eitt til tvö börn í hópnum sem glíma við fötlun dugar það ekki til und- irbúnings, þá gangi fjöldinn fyrir og börn með sérþarfir sitji á hak- anum. Þó misbrestur sé á námsefninu segir hún stefnuna góða en fé- lagslegi þátturinn vegi þar af- skaplega þungt. „Það að vera inn- an um jafnaldra sína og læra að vera í samfélagi með öðrum, þannig nær maður árangri í að verða samfélagslega hæfur. Fé- lagslegi þátturinn er því að mati margra foreldra gífurlega mikil- vægur og jafnvel mikilvægari en sá bóklegi.“ Staða nemenda ekki jöfn Að frumkvæði Landsamtak- anna Þroskahjálpar var unnin rannsókn um stöðu barna og ung- menna með þroskahömlun í ís- lenskum skólum af Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla Íslands og voru fyrstu niðurstöður henn- ar birtar á ráðstefnunni. Gretar L. Marinósson, for- stöðumaður Rannsóknarstofnun- ar KHÍ, segir enn verið að vinna niðurstöður rannsóknarinnar en ljóst sé að enn sem komið er standi nemendur með þroska- hömlun ekki jafnfætis ófötluðum nemendum. Gretar segir nokkrar skýring- ar á því og ein þeirra sé að ekki er talið sjálfsagt að foreldrar barna með fötlun fái að velja sér skóla eins og aðrir foreldrar því að ýmsir vilji taka þátt í þeirri ákvörðun og beina þeim yfir í sér- skóla, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í aðalnámskrá grunnskóla að þessir nemendur eigi rétt á því að sækja heima- skóla sína. Allur gangur sé á framkvæmdinni en hann segir foreldra oft kvarta yfir því að mikil barátta sé að fá þennan rétt viðurkenndan og skólastjórar beri því við að ekki séu nægir fjármunir eða aðstaða fyrir hendi. Hann segir það alveg á hreinu að skólinn eigi að laga sig að nemendum með sérþarfir og erf- iðleikar við það séu oftast meira tengdir hugsunarhætti en fjár- mögnun. Starfsfólk skólanna sé búið að koma sér upp ákveðinni hugsun um skólastarfið og hvern- ig nemendur sem glími við fötlun komi inn í það starf og geti verið erfitt að sveigja þá hugsun og breyta henni. Gretar bendir á að mikill mun- ur sé á skólum og kennurum hvað varðar hversu vel þeir koma til móts við nemendur með sérþarfir þrátt fyrir sömu fjárveitingar. Það fari meðal annars eftir því hversu leiknir þeir séu að sjá út lausnir, hvaða stuðning kennarar fái frá yfirmönnum sínum og hversu gott samstarf ríki á milli kennara og foreldra. „Því miður hafa skólar allt of lítið samstarf við foreldra en hjá þeim er þekk- ing sem liggur oft alveg ónýtt.“ Fram kom í rannsókninni að þrátt fyrir allt of mörg dæmi um ójafnræði í menntun nemenda með þroskahömlun miðað við ófatlaða séu foreldrar fatlaðra nemenda almennt jákvæðir gagn- vart skólagöngu barna sinna ef skólinn sýnir þeim virðingu og þeim líður vel. Þá skiptir náms- árangur barnanna minna máli. Fréttaskýring | Börn með sérþarfir í almennum grunnskólum Sitja ekki við sama borð Skortur á því að námsefni sé lagað að þörfum nemenda sem glíma við fötlun Fjörugir krakkar úr Gerðaskóla í frímínútum. Skólinn á að aðlaga sig nemendum en ekki öfugt  Foreldrar barna sem glíma við fötlun eða aðrar sérþarfir þurfa oft að berjast fyrir því að rétt- urinn til náms í almennum grunnskóla sé virtur. Þau sem stunda hefðbundið nám einangr- ast gjarnan með stuðningsfull- trúa og eru því ekki álitinn hluti af bekknum. Ástandið er mis- jafnt á milli skóla og starfsfólks þeirra en ljóst er að viðhorfs- breyting verður að eiga sér stað ef skóli án aðgreiningar á að ganga upp. Eftir Andra Karl andri@mbl.is STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum þann 7. október sl. áskorun til þátttakenda í prófkjöri um að auglýsa ekki í ljósvakamiðl- um. Sú áskorun hefur enn ekki ver- ið send þátttakendum í prófkjörinu nú þremur vikum síðar. Í áskoruninni, sem Morgunblaðið hefur fengið í hendur, segir: „Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, beinir þeirri áskorun til þátttakenda í prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 2006 sem haldið verður 4.–5. nóvember nk. að auglýsa ekki í ljósvakamiðlum og vonast til að þátttakendur haldi kostnaði við framboð sitt í hófi.“ Einn fulltrúa í fulltrúaráðinu sem rætt var við sagði mikla óánægju krauma innan ráðsins og meðal sumra þátttakenda í prófkjörinu vegna þess að þessi áskorun, sem samþykkt var á fundi fulltrúaráðs- ins fyrir þremur vikum síðan, hefði enn ekki verið send út. Slíkt væri í hæsta máta óeðlilegt. Magnús L. Sveinsson, formaður fulltrúaráðsins, sagði ekkert óeðli- legt við þetta. Tillaga sem fram hafi komið á fundi með frambjóð- endum hafi í raun gengið lengra og það hafi þótt duga. „Við töldum að hún [tillagan á fundi frambjóðenda] gengi lengra en tillaga sem af- greidd var sem tilmæli í stjórn full- trúaráðsins, vegna þess að það voru ekki nærri allir mættir í stjórninni þegar þessi tillaga kom upp og frambjóðendur höfðu sjálfir fjallað um þetta á fundi sem við héldum með þeim þar sem allir voru mættir nema einn. Þar var mikill meirihluti manna sem var á því að mælast til þess að menn myndu ekki auglýsa í sjónvarpi. Svo við álitum að það væri bara nóg.“ Viðhorf frambjóðenda vegur þyngra Magnús segir að fundarmenn hafi ekki verið sammála um að skora á frambjóðendurna, en þegar tillagan var borin upp hlaut hún samþykki átta fundarmanna, fimm greiddu atkvæði gegn henni en þrír sátu hjá. Alls eiga 20 fulltrúar sæti í stjórninni en einhverjir höfðu far- ið af fundinum þegar tillagan var borin upp. „Það þarf að horfa á þetta í sam- hengi og taka tillit til þess hvert viðhorfið var. Mér finnst aðalatriðið vera viðhorfið hjá frambjóðendun- um sjálfum, þar sem yfirgnæfandi meirihluti vildi engar auglýsingar í sjónvarpi. Það finnst mér vega þyngra en að átta af stjórnarmenn fulltrúaráðsins séu sammála þeirri hugmynd,“ segir Magnús. Hann tekur fram að stjórn full- trúaráðsins geti ekki bannað eitt né neitt, ráðið geti hins vegar skorað á þátttakendur að gera ekki eitt eða annað. Það sé þó ekki bindandi fyr- ir þátttakendurna. Áskorunin ekki enn birt þátttakendum Þátttakendur í prófkjöri auglýsi ekki í ljósvakanum Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.