Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 69 MENNING Undir Dalanna sól Nýr geisladiskur Út er kominn geisladiskurinn ”Undir Dalanna sól” sem hefur að geyma 14 lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Meðal laga eru: Undir Dalanna sól, Stúlkan mín, Kveðja heimanað, Máttur söngsins, Mamma, Börn og Tengdamömmuvalsinn. Sýnishorn af lögunum, lagalisti og nokkur myndbönd er að finna á heimasíðunni www.bjorgvintonlist.is Undir Dalanna sól Tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson Dis kur inn er á tilb oðs verð i í v ersl unu m! HÍBÝLI vindanna, fyrri bókin í tvíleik Böðvars Guðmundssonar um íslenska vesturfara, er steypt í sama mót og John Steinbeck notaði við Þrúgur reiðinnar. Ein fjölskylda er látin standa fyrir nafnlausan múginn til að lýsa atburðum sem þá hafa öðlast sérstakan, nánast goðsögu- legan sess. Þetta hjálpaði óneitanlega leikgerð- inni. Bakgrunnurinn er þekktur, og þegar áhorfendur setjast vita þeir nokk hverju þeir eiga von á. Íslensku helvíti frá öldinni sem leið, gylliboðum um betra líf í Ameríku, ferð á vit hins óþekkta, vonbrigðum og ólýsanlegum hörmungum á Nýja-Íslandi. Allt þekktar stærðir. Síðari bókin, Lífsins tré, rær á öllu ótryggari mið, og minnir meira á annan merkan norður- amerískan skáldjöfur sem þó er óneitanlega minni í sniðum en Steinbeck, nefnilega Kan- adamanninn Robertson Davies. Hann hefði líka verið vís með að segja okkur þessa skrýtnu og sundurlausu sögu sem þó hefur að kjarna gönuhlaup Jens Duffríns um þá Ameríku sem smám saman er að verða til, og sífellt verður frábrugðnari því Íslandi sem forfeður hans yf- irgáfu. Davies hafði líka gaman af einkennilegu fólki, sirkusfríkum, og örlagaríkum bernsku- brekum. En líkt og með sögur hans er mér til efs, eftir að hafa séð þessa sýningu, að Lífsins tré sé vænlegur efniviður í leikgerð. Allavega ekki leikgerð sem ekki tekur rót- tækari afstöðu til efnis síns en þessi gerir. Ég á satt að segja erfitt með að sjá hvaða botn þeir sem hvorki hafa lesið bækurnar – báðar – og helst séð leikgerð fyrri sögunnar líka, eiga að fá í það sem fyrir ber á sviðinu. Væntanlega á samt þessi sýning að standa fyrir sínu sem listaverk óháð undirbúningi áhorfenda. Furðu sætir sú ákvörðun að ramma atburðina inn á sama hátt og í bókinni, með lestri afkomenda úr bréfum forfeðra sinna. Og þó svo einn af- komandinn hafi orðið óperusöngvari, er það nægileg ástæða til að láta jafnskapandi og skemmtilegan leikara og Val Frey sitja aðgerð- arlausan bróðurpart sýningarinnar fyrir fram- an spegil í samræmdum óperubúningi fornum og þylja texta uppúr bréfum í míkrófón? En þó leikgerðin sé ekki sérlega frumleg eða snjöll er stærstu ástæðu þess að sýningin nær ekki til manns að finna í sögunni sjálfri. Lífsins tré skortir einfaldlega það sem bjargar Híbýl- um vindanna – sem er endursögn á þjóðlegri goðsögu sem myndar þann jarðveg sem hún sprettur úr. Síðari sagan þarf aftur á móti að standa algerlega á eigin fótum, vera áhugaverð og kalla fram áhuga á persónunum og örlögum þeirra sjálfra vegna. Og því nær hún ekki. Alla- vega ekki á sviði. Allavega ekki í leikgerð sem eltir flesta króka og kima í framvindunni, sem iðulega eru einungis áhugaverðir vegna at- burða í öðru verki. Kjarni sögunnar – lífssaga Jens Duffríns – er mögulega efni í kostulega leiksýningu. Þar er sennilega eftirminnilegasta mannlýsing tví- leiksins, sem að öðru leyti er tiltölulega lítið í því að mála sterkar mannamyndir sem skýrir hvað flestum leikurunum verður lítið úr sínum rullum. Jens er ógeðfelld persóna, ofbeldis- hneigður, grunnhygginn og stjórnast mest af hvötum sínum eins og hvert annað dýr. En hann verður samt okkar maður. Það gerist við lestur bókarinnar, og ekki síður á Nýja sviðinu þar sem Halldór Gylfason grípur þetta tæki- færi og sýnir okkur algerlega nýja hlið á sér. Frábærlega útfært líkamlega, en jafnframt innlifað og mannlegt. Það besta sem ég hef séð til Halldórs. Að öðru leyti fer ekki mikið fyrir eftirtekt- arverðri frammistöðu einstakra leikara. Egg- ert Þorleifsson er prýðilegur en tilþrifalítill Ólafur Fíólín og ekkert út á Sóleyju Elíasdótt- ur að setja í hlutverki konu hans. Það sama má segja um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í hlut- verki Málfríðar. Sirkusfólkið, sem fyrirfram mátti búast við að yrði skemmtilegt, nær ekki að lifna við, og þó ótrúlegt megi virðast þá ná Hildigunnur Þráinsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir ekki almennilega að verða skemmtilegar sem tvíeykið Womba og Tromba. Leikmyndin gleður. Stígur og Þórhildur hafa bjargað nýjasviðsrýminu, sem var að festast í leiðinlegum naumhyggjuviðjum, og þakið bak- og hliðarveggi með þriggja hæða háum stillöns- um þar sem ótal lítil leikrými myndast sem oft eru nýtt á skemmtilegan hátt. Og enginn stendur Þórhildi á sporði í sjálfri sviðsetning- unni. Búningar Filippíu eru og harla skemmti- legir. Tónlistin er hins vegar ekki vel heppnuð. Svolítið eins og Pétur hafi fyrir alla muni viljað forðast að hún ætti sér skírar vísanir. Í íslenska tónlistarhefð, í ameríska músík, í óperurnar í rammanum. Fyrir vikið er hún karakterlaus. Og fyrir hverja var verið að syngja? Jafngóður söngleikjaleikstjóri og Þórhildur á að hafa skýrari hugmynd um hvaða stöðu söngvarnir hafa í merkingarheimi verksins en svo, að leik- ararnir fái ýmist að stara út í loftið eða horfa í gaupnir sér við flutning laganna. það var alla- vega hvorki verið að syngja fyrir mig né hinar persónurnar. Lífsins tré er ekki nógu vel lukkuð sýning. Bjarna og Þórhildi hefur ekki heppnast að búa til leikhúsverk sem lifir sjálfstæðu lífi úr þess- ari bók, sem sjálf er dálítið slappt framhald af stórkostlegu verki. Kannski ekki von, en samt virðist mér sem róttækari afstaða til efnisins hefði skilað sögu sem er þess virði að segja hana á sviði og aðferð til að miðla henni. Og stærstu vonbrigðin eru kannski að engum hefði ég treyst betur til slíks verk en einmitt Bjarna og Þórhildi. Stóri plúsinn er svo frammistaða Halldórs Gylfasonar. Framganga hans er tví- mælalaust helsta ástæða þess að sjá sýninguna. Annar þátturLEIKLISTLeikfélag Reykjavíkur Leikgerð Bjarna Jónssonar á samnefndri bók Böðv- ars Guðmundssonar. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson, lýsing: Lárus Björnsson, leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Búningar: Filippía I. Elísdóttir, Dans: Lára Stef- ánsdóttir. Leikendur; Halldór Gylfason, Eggert Þorleifsson, Sól- ey Elíasdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Valur Freyr Einarsson og Þór Túliníus. Hljóðfæraleikarar: Pétur Grétarsson, Eðvarð Lár- usson og Kristín Björg Ragnarsdóttir. Borgarleikhúsinu 27. október 2005 Lífsins tré Þorgeir Tryggvason HANN snarast inn úr dyrunum, léttur á fæti. Grettir sig þó lítillega um leið og hann fær sér sæti og seg- ist vera orðinn „of gamall fyrir þenn- an kulda“. Þú ert orðinn áttræður, segi ég. Hef unnið heimavinnuna mína. „Já, drengur minn. Ég er á ní- ræðisaldri,“ segir hann. „Það er nú ekkert annað.“ Ég virði hann fyrir mér stundarkorn, efins. Ef ég hefði ekki pappíra þessu til staðfestingar í höndunum myndi ég vafalaust ekki trúa því. Það er óskandi að maður verði sjálfur svona brattur áttræður. Maðurinn er Sigurður K. Árnason listmálari og tilefni samtals okkar er sýning á verkum hans sem stendur yfir í Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar, þessa dagana. „Mað- ur verður að láta vita af þessum sýn- ingum sínum enda fer þeim líklega fækkandi úr þessu,“ segir málarinn og glottir. Það var menningarmálanefndin eystra sem fór þess á leit við Sigurð að hann efndi til umræddrar sýn- ingar. Á henni getur að líta átján myndir frá síðustu tveimur áratug- um eða svo. „Sumar af þessum myndum eru tiltölulega nýlegar,“ segir hann. Landslagið er í öndvegi á sýning- unni enda er athafnasvæði lista- mannsins úti í náttúrunni. „Þar líkar mér best að berjast við strigann. Frumtökin eru alltaf þar og svo klára ég þetta heima í stofu,“ segir Sigurður og bætir við að einnig séu nokkrar sögulegar myndir á sýning- unni. Sigurður brá sér austur við opnun sýningarinnar og ber lof á aðstöðuna í Skaftfelli. „Þetta er bjartur og góð- ur salur og mikill metnaður í sýn- ingahaldi. Það er ánægjulegt enda full ástæða til að dreifa listinni um landið.“ Að sögn Sigurðar er helsti hvata- maðurinn að sýningahaldinu í Skaft- felli gamall skólabróðir hans, Garðar Eymundsson byggingameistari. „Við vorum saman í húsasmíðanám- inu fyrir meira en sextíu árum. Ég hef alltaf hvatt Garðar til að sinna listinni og þetta framtak hans fyrir austan er lofsvert.“ Sigurður hefur fylgst grannt með maleríinu gegnum tíðina en hann var um skeið ráðunautur Lands- bankans í myndlistarkaupum „og hélt mig þá mest við gömlu meist- arana“. Hann segir mikla þróun hafa átt sér stað á þessu sviði og vegg- irnir séu ekki lengur aðalatriðið. „Nú til dags fara listaverk um gólf og sali. Minnst af þessu fer upp á veggina. Það gæti orðið erfitt um þetta rými í framtíðinni.“ Sigurður málar enn „eftir bestu getu“, eins og hann kemst að orði. „Pensillinn og litirnir eru alltaf við höndina á mér og ég gríp í þetta flesta daga. Ég var með stóra yf- irlitssýningu, um fimmtíu myndir, í Félagsheimili Seltjarnarness í fyrra,“ segir hann en þess má geta að Sigurður sýndi verk sín á Kjar- valsstöðum 1982. Sýningunni í Skaftfelli lýkur á morgun, sunnudag, og Sigurður skorar á sem flesta Austfirðinga að kynna sér þá myndlist sem þar er á ferðinni. Myndlist | Málverk í Skaftfelli Sigurður K. Árnason: Íslenskt landslag. Frumtökin alltaf úti í náttúrunni Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is LANDSMÓT karlakóra verður haldið í Hafnarfirði í dag og er það elsti karlakór landsins, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, sem er gestgjafi að þessu sinni. Alls taka 19 kórar víðsvegar að af landinu þátt í mótinu, allt frá Aust- fjörðum til Vestfjarða – vestasti kórinn er karlakórinn Ernir frá Ísafirði og sá austasti er Drífandi frá Egils- stöðum. Auk þess kemur hingað til lands færeyskur gestakór, Tórshavnar Mannskór, til að taka þátt í mótinu. Alls munu hátt í 1.000 karlsöngvarar mæta til leiks á kóramótið og því má telja líklegt að þetta sér stærsta karlakóramót Íslandssögunnar. Án efa verður glatt á hjalla á mótinu. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og verða haldnir á þremur stöðum samtímis; í Hásölum, Hafnarborg og íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði. Hver kór mun syngja fimmtán mínútna dagskrá tvívegis, á tveimur stöðum. Við lok tónleikanna kl. 18.30 sameinast allir karlakór- arnir í söng í íþróttahúsinu við Strandgötu. Sinfóníu- hljómsveit Íslands leikur með kórunum og verða þrír stjórnendur á þeim tónleikum; Jón Kristinn Cortez, Árni Harðarson og Guðmundur Óli Gunnarsson. „Við munum syngja Úr útsæ rísa Íslands fjöll, Þér landnemar, Brennið þið vitar, Þakkarbæn og fleiri tón- verk – þessi stóru lög, þar sem virkilega er hægt að nýta styrkleikaskalann frá veiku og alveg upp í mjög sterkt,“ segir Jón Kristinn Cortez í samtali við Morgunblaðið. Og það ættu ekki að vera vandkvæði með að syngja sterkt, mörg hundruð karlmenn? „Nei, aldeilis ekki,“ svarar hann. Forseti Íslands verður viðstaddur tónleikana og slítur mótinu formlega að því loknu. Fyrir söngvarana er gleðin þó ekki úti, því þá verður haldið að Ásvöllum og blásið til veislu. Að sögn Jóns Kristins er þetta skemmtilegt tækifæri fyrir karlakórsöngvara til að hittast. „Kórar yfirleitt eru dálítið einangruð fyrirbæri, sérstaklega úti á landi, þó karlakórar séu nokkuð hreyfanlegir og geri það oft að fara annað og syngja. En að nítján kórar komi saman er einstakt,“ segir Jón Kristinn og segir það síðast hafa gerst hér á landi um miðja síðustu öld. Þetta er sjöunda karlakóramótið sem haldið er hér á landi. Hið síðasta var haldið árið 1978, en þá komu innan við tíu kórar saman. „Þannig að þetta hefur aldrei verið af þessari stærð- argráðu áður.“ Hann segir þetta mikið tilefni og menn hlakka mjög til mótsins. „Þarna verða minni kórar og stærri kórar, gamlir og nýir, og allir geta lært af hver öðrum,“ segir Jón Kristinn að síðustu. Tónlist | Landsmót karlakóra haldið í Hafnarfirði í dag Hátt í 1.000 söngvarar koma saman Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Af æfingu hjá karlakórnum Þröstum, sem er gestgjafi hins fjölmenna karlakóramóts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.