Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bagdad. Los Angeles Times. | Moham- med Khalaf, 13 ára, og yngri bróðir hans, Ahmed, höfðu gert hlé á fót- boltaleiknum til að þiggja sælgæti af bandarískum hermönnum þegar jeppa var ekið inn í þrönga götuna. Það hvein í hjólbörðunum og bíllinn nálgaðist börnin á miklum hraða. Síð- an kvað sprengingin við og 28 mann- eskjur lágu í valnum. Meðal þeirra var Ahmed, sem tættist í sundur fyrir augunum á bróður sínum. Mohammed hefur ekki náð sér eft- ir þennan skelfilega dag. Faðir hans, Ali Dalil Khalaf, setur handlegginn utan um son sinn, sem horfir á okkur stórum, spyrjandi augum. „Hvað get ég sagt við hann?“ spyr Khalaf þar sem hann situr með fjöl- skyldunni í litlu dagstofunni. Mohammed er í hópi margra barna, sem orðið hafa vitni að ofbeld- isverkunum í Írak. Faðir hans er einn af mörgum, sem syrgja náinn ástvin og vita ekki hvernig hægt er að skýra út hryllinginn og hatrið fyrir börn- unum. Óttst andlegu afleiðingarnar Annars staðar í höfuðborginni, Bagdad, tala foreldrar og kennarar um að hlífa börnunum, ekki bara við sprengjunum, heldur líka við stríðs- leikjunum, sem þau skemmta sér við á götunum, og við vaxandi fordómum og hatri milli trúarhópa. Fullorðna fólkið óttast afleiðingarnar fyrir börnin og þau sálrænu sár, sem hljóta að fylgja því að alast upp á stað þar sem hver einasti bíll getur verið ban- væn sprengja. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir for- eldra,“ segir Fawzi Haloob Sahi, ná- granni Khalafs í Jadida, fátækra- hverfi í Bagdad, sem er að mestu byggt sjítum. Hann missti 17 ára gamlan son sinn í sömu sprenging- unni og á ekki peninga til að hjálpa yngsta syni sínum, sem slasaðist mik- ið á öðrum handlegg. Að ala upp börn í Írak hefur ekki verið auðvelt í langan tíma. Í mörg ár fyrir innrásina 2003 barðist fólk í bökkum vegna refsiaðgerða Samein- uðu þjóðanna og þar áður týndu hundruð þúsunda ungra manna lífinu í styrjöld Saddams Husseins við Ír- ana og vegna innrásarinnar í Kúveit. Nú eru það hryðjuverk, aftökur og átök milli trúarhópa, sem taka sinn toll. Glötuð æska „Börnin fara á mis við æskuna,“ segir sálfræðiprófessorinn Suat Mo- hammed. „Þau eru farin að óttast samskipti við önnur börn. Þegar þessi kynslóð vex upp mun hún geta af sér óstöðugt og veikburða samfélag. Þau munu bölva okkur fyrir það, sem við höfum gert landi og þjóð.“ Í Al Huda-stúlknaskólanum í Kar- ada, öðru hverfi þar sem sjítar eru fjölmennir, segist skólastýran, Na- jiha Mahdi Mohammed Hadi, vera að upplifa ýmislegt, sem hún hafi ekki áður orðið vitni að á 32 ára löngum kennaraferli. Segir hún stúlkurnar nú tala um hver sé sjíti og hver súnníti og nokkrum sinnum hafi brotist út slagsmál milli stúlkna af ólíkum trúarhópum. „Við hugsuðum aldrei um þetta áð- ur,“ segir Hadi. „Þetta skaut bara allt í einu upp kollinum. Ég get bara von- að, að ástandið muni batna.“ Í Sadr-borg, einu stærsta fátækra- hverfi sjíta, þar sem ruslið safnast fyrir á malargötunum og skólpið í fúla pytti, lætur fjölskylda Salimu Juhaie sig dreyma um það sama. Í ágúst var 15 ára dóttir hennar troðin undir þeg- ar mikið ofboð kom á þúsundir sjíta á leið til helgistaðar. Sá kvittur komst á kreik, að sjálfsmorðssprengjumaður væri í miðjum hópnum. Salima og þrjú önnur börn hennar sluppu. „Svona eru örlögin. Svona er líf okkar sjítanna,“ segir Juhaie en hún og aðrir segjast ekki ætla að leyfa skæruliðum að sundra írösku þjóð- inni. „Þetta er síðasta útspilið þeirra,“ segir Mohammed Hassan, tæplega sextugur Kúrdi en sjítatrúar þótt flestir þjóðbræður hans séu súnnítar. Mehdi, 10 ára sonur Juhaie, sem missti meðvitund í troðningnum, man ekkert hvað gerðist. Hann er meira inni í sér en áður og á erfitt með svefn. „Þeir eru eins og við“ Í litlu húsi Khalaf-fjölskyldunnar í Jadida er heimurinn myrkari og minni eftir dauða Ahmeds. Uppi á vegg er mynd af honum brosandi og við útidyrnar er svartur borði þar sem segir, að Ahmed sé píslarvottur. „Þegar ég mæti Bandaríkjamönn- um er ég ekkert að fela skoðun mína á þeim,“ segir Khalaf, „en hvað með hryðjuverkamennina? Hvernig veit ég hverjir þeir eru? Þeir eru eins og við.“ Sahi, nágranni Khalafs, sem fór að gráta þegar hann sýndi okkur myndir af látnum syni sínum, kvaðst hafa sagt yngstu dóttur sinni, að bróðir hennar væri enn á sjúkrahúsi. Nú væri hún þó farin að átta sig á veru- leikanum. „Þau eru of ung til að skilja þetta,“ segir Khalaf. „Þeim verður sagt það þegar þau verða eldri.“ Æskuár mörkuð ofbeldi og dauða í Írak Í óöldinni verða börnin oft vitni að ofbeldinu og verða stundum fyrir því sjálf TPN Wafa Dakheen sýnir mynd af syninum Ahmed sem dó í hryðjuverkaárás. ’Þegar þessi kynslóðvex upp mun hún geta af sér óstöðugt og veik- burða samfélag.‘ I. LEWIS Libby, starfsmannastjóri varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheneys, sagði af sér í gær eftir að hafa verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar og bera ljúg- vitni við rannsókn á upplýsingaleka í Hvíta húsinu. Talið var hugsanlegt að saksóknarinn Patrick Fitzgerald, sem rannsakaði leka á nafni CIA-starfs- mannsins Valerie Plame til fjölmiðla, myndi einnig ákæra Karl Rove, nán- asta stjórnmálaráðgjafa George W. Bush forseta, en svo fór ekki. Meint aðild Rove er þó enn til rannsóknar og málið allt er talið mikið áfall fyrir Bush. Verði Libby fundinn sekur um öll ákæruatriðin fimm gæti hann hlotið allt að 30 ára fangelsisdóm og yfir milljón dollara sekt. Ákærurnar á hendur Libby, sem er 55 ára gamall, voru gefnar út í kjölfar tveggja ára langrar rannsóknar saksóknarans á því hvort Rove, Libby eða einhverjir aðrir starfsmenn forsetaembættisins hefðu að yfirlögðu ráði greint fjöl- miðlum frá nafni leyniþjónustu- mannsins eða logið að rannsakendum um aðild sín að málinu. Grein Wilsons og viðbrögðin Eiginmaður Plame, Joseph Wilson, fyrrverandi sendiherra, gagnrýndi í blaðagrein í júlí 2003 stjórn Bush harkalega. Sagði hann ráðamenn í í Washington hafa af ásettu ráði mi- stúlkað gögn um meint gereyðingar- vopn Íraka og tilraunir þeirra til að kaupa úrangrýti í Afríkuríkinu Níger. Libby og fleiri embættismenn eru grunaðir um að hafa reynt að hefna sín á sendiherranum með því að ljóstra upp um starf eiginkonu hans í samtölum við fréttamenn. Komið hef- ur fram í vitnaleiðslum á vegum Fitz- geralds að Cheney varaforseti sagði Libby frá starfi Plame löngu áður en dálkahöfundurinn Robert Novak skýrði frá því að hún ynni fyrir CIA en þá fyrst varð málið fjölmiðlaefni. Áður munu hafa verið sögusagnir á kreiki í Hvíta húsinu um að fyrrver- andi sendiherra, þ. e. Wilson, væri mjög andvígur stefnunni í Íraksmál- unum. Libby sagðist í fyrstu hafa heyrt hjá fréttamanninum Tim Rus- sert, er starfar hjá NBC-sjónvarps- stöðinni, hvert starf Plame væri. Er Libby sakaður um að hafa logið eið- svarinn um það hvernig hann upp- runalega fékk að vita um starf Plame, þ. e. hjá Cheney og reyndar fleiri embættismönnum, að sögn Libbys sjálfs. Saksóknarinn telur, að sögn CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, að hann hafi fengið upplýsingarnar hjá liðsmönnum CIA. Novak nafngreindi Plame opinber- lega nokkrum dögum eftir að Wilson birti grein sína og þykir ljóst að No- vak hafi fengið þær upplýsingar hjá háttsettum embættismönnum. Bandarísk lög heimila ekki að nöfn CIA-manna sem stundi njósnir séu gerð opinber enda ljóst að það gæti valdið þeim mikilli hættu. Hins vegar er Libby ekki ákærður fyrir að ljóstra upp um Plame en deilt er um það hve leynileg störf Plame, sem enn starfar hjá CIA, hafi verið. Hefur rannsóknin meðal annars beinst að því að kanna hvort margir hafi vitað hvar hún ynni. Óþægilegar staðreyndir um Íraksmál í sviðsljósið? Rannsókn Fitzgeralds stóð í tvö ár en hann var skipaður sérstaklega af hálfu stjórnvalda til þessa starfa. Hefði Rove verið ákærður hefði áfall- ið verið mun meira fyrir Bush forseta en ljóst er að það veldur honum mikl- um, pólitískum vanda að Rove skuli áfram liggja undir grun. Vitnaleiðslur gætu einnig að sögn AP-fréttastof- unnar orðið til þess að ýmislegt kæmi fram um aðdraganda innrásarinnar í Írak sem ekki hefur áður komið fram. Stjórn Bush hefur frá upphafi lagt áherslu á að sem minnst læki út um stefnumótun í Hvíta húsinu. En verði vitni látnir sverja eið geta þau neyðst til að svara spurningum um mál sem annars hefðu aldrei verið rædd opin- berlega. Hugsanlegt er þó að emb- ættismenn geti stundum veigrað sér við að svara með því að skírskota til laga um ríkisleyndarmál og öryggi þjóðarinnar. Lekamálið í Hvíta húsinu áfall fyrir Bush Libby sagður hafa gerst sekur um meinsæri máli Valerie Plame Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Lewis „Scooter“ Libby yfirgefur Hvíta húsið á hækjum í gær eftir að hafa sagt af sér embætti. Hann fót- brotnaði fyrir skömmu. ’Bandarísk lög heimilaekki að nöfn CIA- manna sem stundi njósnir séu gerð opinber enda ljóst að það gæti valdið þeim mikilli hættu.‘ ÁTJÁN ára Svíi, sem handtekinn var í Bosníu, er talinn tengjast fjór- um ungum mönnum, sem í gær voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárás. Auk Svíans voru tveir menn hand- teknir í Sarajevo. Sænska blaðið Expressen sagði í gær að sænski unglingurinn hefði ætlað að gera sjálfsmorðsárás á breska eða bandaríska sendiráðið í Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Auk hans var Bosníumaður handtekinn. Á fimmtudag voru alls 25 manns handteknir í Brøndby, Kaup- mannahöfn og á Friðriksbergi sem er sjálfstætt hverfi í Kaupmanna- höfn. 21 var sleppt síðar um daginn en gæsluvarðhalds krafist yfir fjór- um mönnum á aldrinum 16 til 20 ára. Lögreglan í Danmörku sagði á fimmtudagskvöld, að handtökurn- ar þar í landi hefðu farið fram í kjölfar þess að mikið af sprengiefni og vopnum fannst við húsleit í landi á Balkanskaga þann 19. október. Að öðru leyti hefur lögreglan lítið viljað segja, og fjallað var um gæsluvarðhaldskröfuna yfir mönn- unum fjórum í réttarsal í Glostrup fyrir luktum dyrum. Mennirnir kærðu allir gæsluvarðsúrskurðinn til Eystri-landsréttar. Á blaðamannafundi a fimmtu- dagskvöld upplýsti Jørn Bro, tals- maður lögreglunnar, að fundist hefðu gögn við húsleitir á Kaup- mannahafnarsvæðinu, sem tengdu ungu mennina fjóra við hryðju- verkastarfsemi. Einnig hefði fund- ist jafnvirði um tveggja milljóna ís- lenskra króna í peningum og ýmislegt sem tengist öfgasinnuð- um múslimahópum. Bro skýrði frá því í gær, föstudag, að dönsku leyniþjónustunni, PET, hefðu bor- ist upplýsingar um mennina er- lendis frá. Hvaðan sagði hann ekki. Bro sagði, að grunur léki á að ungu mennirnir fjórir hefðu ætlað að fremja hryðjuverk og bætti við að hugsanlegt væri að þeir hefðu skipulagt sjálfmorðsárás. Hann sagði vopn einnig hafa fundist sem hentuðu til launmorða. Danskir fjölmiðlar sögðu að mennirnir hefðu ætlað að láta til skarar skríða einhvers staðar í Evrópu. Aldir upp í Danmörku Mennirnir eru allir ættaðir frá Miðausturlöndum en aldir upp í Danmörku. Einn er danskur rík- isborgari. Þrír búa enn heima hjá foreldrum sínum en einn flutti ný- lega að heiman. Bro sagði, að mennirnir fjórir hefðu greinilega verið mjög upp- teknir af trúmálum og sæist það á lifnaðarháttum þeirra, klæðnaði og ferðum þeirra í moskur í Kaup- mannahöfn. Danska dagblaðið Jyllands- Posten segir að tveir mannanna að minnsta kosti hafi á síðustu miss- erum aðhyllst öfgasinnaðar ísl- amskar trúarskoðanir og það hafi komið fjölskyldum þeirra í opna skjöldu. Piltarnir ferðuðust tölu- vert til útlanda og stendur nú yfir rannsókn í fleiri Evrópuríkjum vegna málsins. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku í 20 ár. Ótti manna þar hefur á hinn bóginn far- ið vaxandi og eftirlit lögreglu hefur verið aukið stórlega eftir fjölda- morðið í jarðlestarkerfi Lundúna í júlímánuði. Danir tóku þátt í hern- aðinum gegn stjórn Saddams Hússeins í Írak og halda nú úti þar 500 manna liðsafla. Hryðjuverka- menn tengdir neti Osama bin Lad- ens hafa hótað hryðjuverkum í Danmörku sökum þessa. Meintir hryðju- verkamenn handteknir í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.