Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 47 MINNINGAR ✝ Sigrún Ágústs-dóttir fæddist á Núpi undir Eyja- fjöllum 14. nóvem- ber 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 23. október síð- astliðinn. Sigrún var dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Ágústs Guðmunds- sonar. Hún var tek- in í fóstur hjá hjón- unum Ingibjörgu Ólafsdóttur og Ólafi Ketilssyni sem bjuggu á Núpi. Þar ólst hún upp og bjó til 18 ára ald- urs. Sigrún átti tvo bræður sam- feðra, þá Guðmund og Gísla, sem eru báðir látnir. Hinn 8.12. 1934 giftist Sigrún Þórarni Jónssyni frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum f. 5.5. 1905, d. 8.8. 1959. Þau hófu búskap í Engidal í Vestmannaeyj- um en lengst af bjuggu þau að Skólavegi 18 (Mjölnir). Þau eign- uðust 7 börn og komust 5 þeirra á legg. Þau eru: 1) Ingólfur f. 24.10. 1935, kvæntur Mörtu Sigurjóns- dóttur. Þau eiga þrjá syni, Sigur- jón Inga, Þórarin og Gunnar Örn, og sjö barnabörn. 2) Einar f. 20.12. 1937, kvæntur Sólveigu Þorleifsdóttur. Þau eiga tvö börn, Aðalheiði og Þórarin Rúnar, og þrjú barnabörn. 3) Guðrún f. 14.11. 1940, gift Gísla B. Lárus- syni. Þau eiga þrjú börn, Þórarin, Jónu Bryndísi og Sig- rúnu, og níu barna- börn. 4) Ágúst Ingvi f. 1.12. 1943, kvænt- ur Guðrúnu Ingi- bergsdóttur. Þau eiga þrjár dætur, Sigrúnu, Lovísu Ingu og Þóreyju, og sex barnabörn. 5) Andrés f. 14.9. 1945, d. 12.11. 1993, var kvæntur Margréti Lárusdóttur. Þau eiga fimm börn, Hrafnhildi, Þór- unni, Sonju, Sigríði Láru og Lárus Má, og tíu barnabörn. Áður átti Andrés dótturina Ólöfu Ingu, hún á þrjú börn. Sigrún var heimavinnandi hús- móðir lengstan hluta starfsævi sinnar eða allt þar til hún varð ekkja árið 1959 en þá fór hún að vinna í fiskvinnslu. Í gosinu á Heimaey 1973 fluttist Sigrún upp á land en flutti síðan aftur til Eyja þar sem hún bjó í 2 ár áður en hún fluttist aftur til Reykjavíkur. Þar bjó hún lengst af á Kleppsvegi 32 og í þjónustuíbúð á Lindargötu 61 eða allt þar til hún fluttist á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Sigrún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Elsku mamma Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku mamma, þú hefur alltaf verið stór hluti í lífi mínu, engin af- mælisdagur eða jól hafa verið án þín enda áttum við sama afmæl- isdag. Við vorum einmitt farnar að ræða það hvað við ættum að gera okkur til skemmtunar núna í nóv- ember þegar þú yrðir 95 ára. En þér var ætlað annað. Þó að fæt- urnir hefðu gefið sig þá var hug- urinn alltaf sá sami. Þú fylgdist alltaf vel með öllum þínum ástvin- um og varst í góðu sambandi við þá. Við gátum alltaf talað um hvað sem var og aldrei sast þú auðum hönd- um. Þú varst óþreytandi við að sauma, mála og prjóna. Hafðir allt- af eitthvað í vinnslu. Mikil breyting verður nú á lífi mínu, þar sem það var fastur liður að heyra í þér í kringum hádegið og síðan hittumst við líka seinni partinn. En við eig- um eftir að sjást og heyrast á ný, þó leiðir skilji nú. Elsku mamma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir Guðrún. Elsku amma, ég hef verið svo lánsöm að hafa fengið að hafa þig þetta lengi í mínu lífi, elsku amma. En þrátt fyrir það vill maður alltaf meira. Hafa allt óbreytt. Þegar ég var lítil í pössun hjá þér varst þú óþreytandi við að spila og spjalla um heima og geima. Og ekki skemmdi fyrir að þú áttir alltaf ein- hverjar góðar kökur handa manni. Þegar ég var orðin eldri og komin með bílpróf fórum við stundum í bíltúr, sem við höfðum báðar gam- an af. Þá keyrði ég þig og vinkonur þínar milli félagsmiðstöðva, í spil, dans, skemmtanir eða hvað sem í boði var. Ég sá allavega að það var ekki leiðinlegt að verða eldriborg- ari, því það var alltaf svo gaman hjá ykkur. Eftir að ég eignaðist stelp- urnar mínar breyttist þetta en það breyttist ekki að alltaf var gott að koma í heimsókn til þín. Í lífi stelpnanna minna varst þú líka fastur punktur og alltaf fannst þeim gaman að koma til þín og ekki skemmdi fyrir að þú áttir alltaf eitthvað gott handa þeim í skúff- unni þinni. Aldrei sast þú auðum höndum og það eru ófá listaverkin sem ég á eftir þig. Þó það sé sárt að kveðja þá veit ég að þú varst tilbúin að fara og hitta fólkið þitt hinum megin. Takk fyrir allt, elsku amma, þín Sigrún Gísla. Elsku amma, þegar ég sit hér rifjast upp margar góðar minning- ar. Þú varst svo góð, sterk og ákveð- in. Þú þurftir að ganga í gegnum svo margt á þinni ævi. Erfitt var það þegar pabbi dó, þitt yngsta barn. Ég veit að hann pabbi og afi taka vel á móti þér. Nú kveð ég þig, elsku amma, með söknuði og mörgum góðum minningum. Bið að heilsa pabba, kysstu hann frá mér. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þitt barnabarn Sonja Andrésdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð um hana ömmu Sigrúnu. Ég man þegar fjölskyldan fór í „kaupstaðarferð“ til Reykjavíkur, þá sat maður spenntur í bílnum og beið eftir að hitta hana ömmu. Þá bjó hún amma á Kleppsveginum. Alltaf tók hún amma jafn vel á móti okkur og finnst mér það eins og það hafi verið í gær. Maður á marg- ar góðar minningar af Kleppsveg- inum. Ég var alltaf svo stolt af henni ömmu, hún var alltaf svo fín og flott, og leit hún út fyrir að vera mörgum árum yngri en hún var. Þegar ég var yngri tók ég vinkonur mínar með mér í heimsókn til ömmu, þá spurði ég þær alltaf hvað þær héldu að amma væri gömul og auðvitað giskuðu þær á að hún væri mörgum árum yngri en hún var. Ég heimsótti ömmu alltaf þegar ég kom til Reykjavíkur og var það alltaf jafn gaman og alltaf var hún svo ánægð að sjá mann. Hún var nú reyndar mishrifin af því, hvernig veðri maður væri að ferðast í, sér- staklega ef drengirnir voru með í för. Amma var ekki þekkt fyrir að sitja á sínum skoðunum. Ég gæti setið hér endalaust og rifjað upp yndislegar minningar um hana ömmu en læt þetta gott heita. En elsku amma, það verður nú eitt- hvað skrítið að fara í borgina og fara ekki í heimsókn til þín. Ég á eftir að sakna þess mjög mikið. En ég veit að þú þurftir hvíldina og að þér líður vel, hittir afa aftur og hann elsku pabba og drengina þína. Megi guð blessa þig. Knús og kossar, Sigríður Lára. Í dag kveðjum við systur ást- kæra ömmu okkar. Guð sá að þú varst þreytt og þrótt var ekki að fá. Því setti hann þig í faðm sér og sagði; „Dvel mér hjá.“ Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað. Hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjartað úr gulli hannað hætt var nú að slá. Og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann, til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Höf. ók.) Þessar línur finnst okkur lýsa henni ömmu allra best. Eftir langa ævi hafði hún unnið mörg handtökin, bar handavinnan hennar þar af og fengum við systur að njóta hennar sem og litlu lang- ömmubörnin. Amma var líka svo miklu meira en bara amma, hún hafði hjarta úr gulli og var alltaf eins og besta vinkona okkar, hjá henni var ekkert kynslóðabil. Amma var alltaf svo vel með á nót- unum og gátum við setið og spjall- að við hana um alla okkar hagi, enda vissi amma um mörg okkar dýpstu leyndarmál. Amma sagði okkur umbúðalaust hvað henni fannst og oftar en ekki var hlegið dátt að allri vitleysunni sem ung- lingsstúlkum gat dottið í hug. Amma var sjálf léttlynd kona og fleytti það henni vel í gegnum þær djúpu sorgir hún upplifði á sinni löngu ævi. Eftir að amma hafði tíma fyrir sjálfa sig hafði hún gaman af að vera vel til höfð og oftar en ekki var naglalakkið á lofti í heimsóknunum hjá henni, eftir vangaveltur um hvort liturinn hentaði henni spurði hún með bros á vör hvort við ætt- um ekki bara að skella á augabrún- irnar í leiðinni. Þessu höfðum við gaman af enda vorum við stoltar af því hvað við áttum alltaf fína ömmu. Við ætlum ekki að telja hér upp alla kosti ömmu, það hefði hún ekki kært sig um. En það sem okkur þykir best var að hún vissi sjálf hversu mikið okkur þótti vænt um hana og vitum við að það var gagn- kvæmt. Við kveðjum hana með söknuði en erum þó glaðar yfir því að hennar þreytta hjarta fékk loks- ins hvíldina. Nú þökkum við með tár og trega hvert tillit, orð og ráð. Þín minning, amma elskulega, Skal aldrei verða máð. (G.Á.) Góða nótt elsku amma og við sjáumst aftur eins og við töluðum um. Þínar Sigrún, Lovísa Inga og Þórey Ágústsdætur. Elsku amma. Nú skilja leiðir. Það er svo ótalmargt sem mig langar að segja en erfitt reynist að koma því á blað. En amma mín þú varst alveg ein- stök, alltaf glöð, alltaf jákvæð, allt- af vel til höfð og alveg laus við for- dóma. Þú varst ung í anda og töluðum við saman eins og jafnöldr- ur. Veturinn sem ég var í Ármúla áttum við margar góðar stundir. Ég veit ekki hvernig ég hefði farið að ef ég hefði ekki átt þig að þá. Elsku amma, takk fyrir allt, ég bið að heilsa afa sem hefur örugg- lega tekið glaður á móti þér. Þín Aðalheiður (Alla.) Elsku Sigrún. Það hefur gert líf mitt ríkara að þekkja þig í 20 ár eða frá því að ég kom með Öllu son- ardóttur þinni í heimsókn til þín á Kleppsveginn. Oft er sagt að fyrstu kynni bregðist ekki og var það raunin. Virðing og væntumþykja hefur verið óskoruð til þín allar götur síðan. Við fjölskyldan nutum samveru- stundanna með þér í hvívetna. Oft var hlegið og ósjaldan hláturköst. Þú hafðir góða nálægð, varst glað- lynd og hláturmild. Vel til fara, virðuleg kona sem tekið var eftir. Jákvæð í garð nútímans, tísku unga fólksins og laus við fordóma. Góð fyrirmynd. Það vakti aðdáun mína hversu vel þú fylgdist með stórum hóp ömmu- og langömmubarna þinna og hafðir fréttir af þeim öllum. Þú gafst þér góðan tíma til að spjalla við þau um heima og geima. Sann- kölluð ættmóðir. Ég vil þakka þér fyrir skemmti- legar bílferðir og þá sérstaklega þær sem við fórum austur undir Eyjafjöll. Á leiðinni varstu eins og atvinnu fararstjóri. Þekktir öll ör- nefni, alla bæi og sagðir okkur frá þeim sem þar áttu heima. Þú sýnd- ir okkur með stolti æskuslóðir þín- ar og sagðir okkur sögur frá því að þú varst ung blómarós á Núpi þar sem þú bjóst til 18 ára aldurs. Þetta var greinilega sveitin þín. Södd lífdaga, sátt við guð og menn, ertu komin á áfangastað. Stað þar sem taka á móti þér elsku maðurinn þinn sem þú saknaðir svo mikið, litlu drengirnir sem þú misstir svo ung og sonurinn sem lést á besta aldri. Hjá ykkur eru miklir fagnaðarfundir, hlý faðmlög, innilegir kossar og gleðitár falla. Allt hefur upphaf og endi og um leið og einar dyr lokast opnast aðr- ar. Þrátt fyrir mikinn söknuð héð- an, samgleðjumst við þér á nýjum stað. Hafðu þakkir fyrir allt og allt. Megi algóður Guð vernda afkom- endur þína og fjölskyldur þeirra og gera þig stolta af þeim sem hingað til. Kveðja, Guðmundur Þór. Elsku langamma, þá er komið að kveðjustund, sem er kannski ekki svo sorgleg því að ég er svo þakklát fyrir öll árin sem eru næstum því 95, sem þú fékkst að vera heilbrigð og hress. Ég sá þig hressa og káta fyrir aðeins 2 mánuðum síðan og sú minning mun alltaf fylgja mér. Ég passaði mig alltaf á því að koma ekki í heimsókn á þeim tíma sem Leiðarljós var í sjónvarpinu, því þá náði maður sko ekki sambandi við þig, því að þér fannst sá þáttur svo skemmtilegur, þú fékkst líka að mæta aðeins of seint fram í mat svo þú gætir klárað þáttinn og það kalla ég frábæra ummönnun. Þú sagðir líka alltaf að þér liði svo vel þarna og þá vorum við fjölskyldan að sjálfsögðu sátt. Elsku langamma, nú muntu hvíla á stað sem þér var svo kær og það eru Vestmannaeyjar. Guð veri með þér. Marta yngri. Elsku amma. Mig langar að kveðja hana ömmu mína með örfáum orðum. henni hafði hlotnast langt og tiltölulega gott líf. Þar sem deildi út sinni líf- speki og sínum yndislega fallegum hannyrðum sem hún vann í nánast fram á síðasta dag. Hún amma var sérstakar persónuleiki henni virtist alltaf takast að aðlaga sig þeim stað sem hún bjó á og átti alltaf ógrynni af vinum, þannig maður upplifði það aldrei að ömmu leiddist eða væri einmana. En sú sem kannski sá mest til þess að amma hefði fé- lagsskap var hún mamma mín þær hafa verið óaðskiljanlegar alla tíð og hefur mamma sinnt henni af því- líkri alúð og umhyggju. Veit ég að söknuðurinn eftir ömmu á eftir að verða mikill núna 14. nóv. nk. þegar hún hefði orðið 95 ára og mamma 65 ára hafa þær nánast alltaf verið saman þennan dag. Einnig verða jólin tómleg án hennar ömmu minnar. En maður huggar sig við það að hún sé komin þangað sem hún vildi vera hjá sínum yndislega manni og 3 sonum sem voru farnir á undan henni. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt og ég tel það forréttindi að hafa átt jafngóða ömmu og þig og ég kveð þig með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, hvíldu í friði. Ástarkveðja Jóna Bryndís. Hún er dáin. Hún vinkona mín. Hún Sigrún. Þau eru ellefu árin, síðan við kynntumst. Það var á Vitatorgi, þar sem ég starfaði, og hún var íbúi. Við bundumst vináttuböndum, og höfum fylgst að síðan. Það er 30 ára bil á milli okkar. En þau voru ekki finnanleg, því við gátum alltaf spjallað saman um allt milli himins og jarðar, án þess að aldursmunur truflaði. Sigrún var mjög heppin, þegar hún flutti sig um set, því þá komst hún að í Sunnuhlíð, þar sem henni leið ávallt svo vel. Því svo vel var um hana hugsað. Henni féll varla verk úr hendi. Það eru ekki margar vikurnar, síð- an hún gaf mér fagran dúk, saum- aðan með eigin höndum. Hann hef- ur verið á borðstofuborðinu mínu síðan, og hefi ég verið afar stolt af að sýna þessa fögru vinnu 94 ára gamallar manneskju. Við áttum skemmtilegt tal saman vikuna áður en hún dó, þar sem við hlógum og flissuðum um allt og ekkert. Oft, þegar hún var mikið þreytt, sagði hún við mig: „Er bara ekkert pláss fyrir mig þarna uppi?“ Ég svaraði ávallt „Nei, greinilega ekki ennþá.“ En nú var plássið komið, og þau hafa áreiðanlega tekið vel á móti henni vinkonu minni góðu, maðurinn hennar og sonurinn, sem hún syrgði mikið. Guð blessi þig Sigrún. Ég þakka allar góðar stundir. Þín Þórdís. SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR Elsku amma, mig langar að kveðja þig með þessum orðum. Takk fyrir hvað þú varst góð við mig. Hún amma mín minnir mig á ilminn af rósunum, sól- skinið um sumarið, stjörn- urnar um veturinn og hlýjuna sem kemur frá vind- inum. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Edda Sigrún. Elsku langalangamma! Takk fyrir þau 5 ár sem við fengum að þekkjast. Mér fannst svo gaman að koma í heimsókn til þín og príla í rúminu þínu og fá brjóstsykur. Baldvin Ingi. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.