Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 57 MINNINGAR ✝ Sigurvin Guð-mundsson fædd- ist á Sæbóli á Ingj- aldssandi 24. desember 1917. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. október. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 15.12. 1890 á Helln- um á Snæfellsnesi, d. 22.9. 1965, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 12.2. 1889 á Kleifum í Seyðisfirði, d. 15.10. 1969. Sigurvin átti sjö syst- ur og eru allar á lífi nema sú elsta: Halldóra, f. 1916, d. 1990; Herdís, f. 1920, Kristbjörg, f. 1923; Árný, f. 1924; Jensína, f. 1928; Guðrún Ágústa, f. 1929, og Ragnheiður, f. 1932. Hinn 1. janúar 1945 kvæntist Sigurvin Guðdísi Guðmundsdótt- ur, f. 1.1. 1924, d. 18.12. 2004. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur, f. 9.9. 1877 á Eyri í Flókadal, d. 9.5. 1967, og Guð- mundar Einarssonar bónda og refaskyttu, f. 19.7. 1873 á Heggs- stöðum í Andakíl í Borgarfirði, d. 22.7. 1964. Sigurvin og Dísa og eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Hreinn, f. 17.4. 1946, d. 10.10. 1964. 2) Ingibjörg Guðmunda, f. 17.1. 1952, gift Hólmgeiri Brynj- ólfssyni, f. 21.9. 1951. Börn þeirra eru: a) Linda Rós, b) Reynir Sig- urvin, og c) Magnús Brynjólfur. 2) Guðmundur, f. 21.6. 1953. Kona hans er Hulda Margrét Þorkels- dóttir, f. 6.4. 1957. Börn hans eru Ásta María og Sigurvin og sonur hennar er Þorkell. 4) Jón Reynir, f. 2.10. 1954. kvæntur Halldóru Hreinsdóttur, f. 11.10. 1954. Börn hans eru: Magni Hreinn og Ísleif- ur Muggur og börn hennar eru Arnar Snær og Birgir Fannar. 5) Guðrún Ásgerður, f. 21.2. 1956. Maður hennar er Benedikt Steinn Benedikts- son, f. 4.3. 1956. Börn þeirra eru Ás- rún og Elma Rún. Auk eigin barna þá voru í sveit hjá Dísu og Sigurvin hátt í fjórða tug barna og voru sum hver þar samfellt í mörg ár. Sérstak- lega ber að nefna Björk Guð- mundsdóttur sem fæddist á Sæ- bóli 6. desember 1940 og ólst þar upp nær samfellt til 16 ára aldurs. Litu Sigurvin og Dísa ætíð á hana sem sína eigin dóttur. Vilmundur Óskarsson, f. 2.5. 1965, en hann ólst upp hjá Dísu og Sigurvin frá sex ára aldri og nær samfellt til 18 ára aldurs. Kallaði hann þau ömmu og afa frá fyrsta degi og var sem þeirra sonur. Það er því stór hópur sem naut þess að alast upp á Sæbóli. Sigurvin hóf búskap á Sæbóli 1946 með Guðdísi er hann tók við búi foreldra sinna sem höfðu búið þar í 31 ár. Bjuggu þau þar til haustsins 1987 er þau fluttust á Ísafjörð í Holtahverfið. Bjuggu þau síðast saman á dvalarheimili aldraðra á Hlíf 1. Samhliða bú- skap stundaði Sigurvin sjóróðra frá Sæbóli í fjölda ára á opnum vélbát sem hann nefndi Barða. Hann tók virkan þátt í félagsstörf- um og var formaður bændafélags- ins Einingar á Ingjaldssandi um skeið. Sigurvin var meðhjálpari í Sæbólskirkju í tæp tuttugu ár eða þar til hann hætti búskap. Útför Sigurvins verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16.30. Með nokkrum orðum langar mig að þakka fyrrverandi tengdaföður mínum samfylgdina í nærri 30 ár. Hann var ekki maður margra orða en hann bjó yfir góðu hjartalagi og þéttu faðmlagi. Fjölskyldan var honum allt og líf sitt helgaði hann henni fyrst og fremst. Hann uppskar eins og hann sáði og þegar halla tók undan fæti og líkaminn gaf sig átti hann góða að. Þar fóru fremst í flokki eiginkona hans, sem lést í desember sl., og þá ekki síður dóttir hans Ásgerður sem var pabba sínum svo undurgóð að einstakt má teljast. Sigurvin var sonum okkar Jóns Reynis frábær afi. En milli Ísleifs Muggs og Sigurvins var einstakt samband og það var ekkert sem sá yngri gat ekki fengið afa til að gera, leika, lesa, fara í ævintýragöngur og allt sem barnshugurinn taldi skemmtilegt/nauðsynlegt að gera. Allt þetta þakka ég af alhug. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá , sem að lögðu mér lið. Ljósin kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Með þessum fáu orðum kveð ég Sigurvin Guðmundsson og bið af- komendum hans Guðs blessunar. Kveðja, Guðný Ísleifsdóttir. Nú er afi minn búinn að hitta hana ömmu sem dó í desember. Afi og amma, amma og afi, þau voru mér svo undurkær. Þessi kveðja til afa er einnig helg- uð henni ömmu minni sem var besta kona í heimi. Nú ganga þau hönd í hönd, Dísa og Siggi frá Sæbóli, á grundum himnaríkis og veit ég að það hafa verið fagnaðarfundir fyrir þau bæði. Þú varst gjöf frá Guði góðum, afi kær. Þig skal mætan muna meðan hjartað slær. Orðin aldrei gleymast elskulega hlý. Vögguvísur þínar vaka minni í. Hljóp ég, elsku afi, upp í faðminn þinn, hönd um háls þér lagði, höfuð þér við kinn. Þá var kysst á kollinn, klappað vangann á. En hve blítt þú brostir, besti afi þá. (Sigurlaug Cýrusdóttir.) Bless, afi minn. Ísleifur Muggur. SIGURVIN GUÐMUNDSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar FRÉTTIR Í TILEFNI kvennafrídagsins, 24. október, hefur Actavis ákveðið að styrkja verkefnið Blátt áfram um eina milljón króna. Blátt áfram er forvarnaverkefni Ungmennafélags Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börn- um á Íslandi. Styrknum verður varið í auglýs- ingaherferð, sem verið er að leggja drög að, og í endurprentun á bæklingnum „Sjö skref til vernd- ar börnunum okkar“, sem er helsta fræðsluefni samtakanna, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni má sjá þegar Sig- ríður og Svafa Björnsdætur frá Blátt áfram tóku við einnar millj- ón króna styrk frá Actavis úr hendi Sigríðar Björnsdóttur, starfsmannastjóra Actavis á Ís- landi. Actavis styrkir Blátt áfram djáknanáms á Íslandi en innan kirkjunnar hafði um langt skeið verið áhugi á að efla kærleiksþjón- ustu hennar. Verðlaunin eru 16.000 sænskar krónur sem þær skipta á milli sín. DJÁKNUNUM Unni Halldórs- dóttur og Ragnheiði Sverrisdóttur hafa verið veitt verðlaun fyrir að stuðla að eflingu kærleiksþjónustu í íslensku þjóðkirkjunni. Kærleiks- þjónusta kirkjunnar er skilgreind sem umhyggja fyrir náunganum grundvölluð á kærleika Krists sem er tjáð í lífi og starfi kirkjunnar. Stofnunin Diakonistiftelsen Sam- ariterhemmet í Uppsölum í Svíþjóð veitti þeim þessa viðurkenningu en þær stunduðu báðar djáknanám þar. Unnur útskrifaðist 1965 og tók djáknavígslu til Hallgrímskirkju sama ár. Ragnheiður lauk djákna- náminu 1980 og vígðist til starfa í Gottsundasöfnuði í Uppsölum en hefur starfað hér á landi frá 1986. Diakonistiftelsen veitir árlega djákna sem þykir hafa skarað fram úr í starfi sínu sem djákni heið- ursverðlaun. Þær Unnur og Ragn- heiður hlutu þau fyrir að hafa haft frumkvæði að því að íslenska þjóð- kirkjan hóf að kanna möguleika til Ætla þær að nota þessa upphæð til að styrkja sig í þjónustunni í kirkj- unni og sækja námskeið sem iðu- lega er boðið upp á í Uppsölum og einnig hér á landi, segir m.a. í fréttatilkynningu. Djáknarnir Ragnheiður Sverrisdóttir (t.v.) og Unnur Halldórsdóttir. Verðlaunaðar fyrir að stuðla að kærleiksþjónustu FERÐAMÁLASETUR Íslands veit- ir nú í fyrsta sinn 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unn- ið er af nemanda við háskóla hér á landi. Niðurstaða dómnefndar sem skipuð er stjórn FMSÍ er að verð- launin í ár hljóti Anne Maria Sparf frá Jarð– og landfræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla Íslands, fyrir MS-ritgerð sína Comparing Envi- ronmental Performance, Environ- mental benchmarking for SMEs in the Nordic tourism industry. Í verkefni sínu fjallaði Anne Maria Sparf um möguleika lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyr- irtækja til að bæta frammistöðu sína í umhverfismálum með hjálp umhverfisviðmiðunar. Hún kannaði þarfir fyrirtækja á Íslandi og annars staðar á Norð- urlöndum fyrir umhverfisstjórnun og viðhorf þeirra til umhverfis- mála. Niðurstöður könnunarinnar notaði hún til að móta einfalda og skýra aðferð til að finna út hversu vel hin ýmsu umhverfisstjórntæki hentuðu smærri ferðaþjónustufyr- irtækjum. Greiningin leggur kerfisbundið mat á hversu skilvirk stjórntækin eru í umhverfismálum, en einnig hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að innleiða þau og hversu mikilla áhrifa má vænta á samkeppn- isstöðu. Að því loknu bar Anne Maria saman 10 slík stjórntæki með að- ferð sinni, bæði heildstæð umhverf- isstjórnunarkerfi og sértækari um- hverfismerki eða hrein umhverfisviðmiðunarkerfi ætluð tilteknum tegundum fyrirtækja, til dæmis gistihúsum og hótelum. Niðurstöðurnar geta nýst ein- stökum ferðaþjónustufyrirtækjum og samtökum ferðaþjónustunnar, jafnt hér á landi og í nágrannalönd- um, við að byggja upp ferða- mennsku á forsendum sjálfbærrar þróunar. Verkefni Anne Mariu er unnið af metnaði, fagmennsku og næmi og er hún verðugur handhafi verð- launa Ferðamálaseturs Íslands árið 2005. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræðum Verðlaunahafinn, Anne Maria Sparf, ásamt Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra, sem afhenti verðlaunin, og Helga Gestssyni, forstöðumanni Ferðamálaseturs Íslands. KROSSGÁTUBLAÐIÐ Frístund hefur gefið út sérstakt Su Doku- blað. Su Doku-þrautin er talin upp- runnin í Japan, en hefur verið á ferð um heiminn í nokkur ár og er nú nýlega komin á íslenskan mark- að. Í Su Doku Frí- stund er að finna bæði talna- og stafaútgáfur af þrautinni og eru þær allt frá því að vera í 9x9 reita gátum, upp í 18x18 og 25x25 reita. 9x9 gáturnar eru hrein- ar talnagátur, í 18x18 gátunum er blandað saman bókstöfum og tölum, en í 25x25 reita gátunum er ein- göngu um bókstafi að ræða. Gáturn- ar eru af mismunandi styrkleika og við allra hæfi, segir í fréttatilkynn- ingu. Aftast í blaðinu er að finna lausnir gátnanna í blaðinu, að undanteknum þeim sem settar eru inn sem verð- launagátur. Su Doku Frístund er fáanlegt á öllum helstu blaðsölustöðum. Íslenskt Su Doku-tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.