Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 37

Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 37
MADRÍD er staðurinn fyrir óperuunnendur um þessar mundir. Verkefninu Madrid Opera In (MOI) er beint að óperuáhugafólki sem vill komast á sýningar í el Teatro Real í Madríd. Fjórar spænskar ferðaskrifstofur taka þátt í því ásamt ferðamála- yfirvöldum í Madríd. Ferðalangar geta keypt aðgang að verkefninu og fá þá miða í óperuna og gist- ingu á 3-5 stjarna hóteli ásamt morgunverði og skoðunarferð. Verðið er á bilinu 195-288 evrur á Madríd er óperuborg  SPÁNN mann eða 14-21 þúsund íslenskar krónur. Don Giovanni og La Bo- héme eru meðal ópera sem verða á fjölunum í Madríd í vetur. www.esmadrid.com/monografi- cos/OperaIn/es/_ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 37 FERÐALÖG Ferðavefur um Austurland Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan ferðavef á slóðinni www.east.is. Vefnum er ætlað að hjálpa ferðafólki að finna það sem máli skiptir varðandi ferðalög um landshlutann, að því er fram kemur í Fréttabréfi Ferðamálaráðs Íslands. Auk almennra upplýsinga um Austur- land, áhugaverða staði, einstök sveit- arfélög o.fl. má á vefnum meðal ann- ars finna myndasafn og atburðadagatal. Þá er á vefnum gagnagrunnur með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila í fjórðungnum, svo sem gististaði, veitingastaði, af- þreyingarfyrirtæki, söfn o.fl. Kínaferð með Kínaklúbbi Unnar Í maí og september verður Kína- klúbbur Unnar með 22 daga ferðir til Kína. Í vorferðinni verður farið til höf- uðborgarinnar Beijing, Sjanghæ, Hangzhou, Jingdezhen, Guangzhou og til eyjunnar Putushan í Austur- Kínahafi. Einnig verður siglt eftir Keisaraskurðinum og farið á Kína- múrinn. Heildarverð er 350.000 krónur og þá er allt innifalið. Í haustferðinni verður farið á aðrar slóðir. Nú geta hópar og einstaklingar pant- að svokölluð Kínakvöld hjá Kína- klúbbnum. Þá er boðið upp á mynda- sýningu, tesmökkun, danssýningu og sýningu á Tai-Chi svo dæmi séu tek- in. Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33 Reykjavík Sími 551 2596 og 868 2726 Netfang: kinaklubbur@simnet.is EF draumurinn er að synda inn- an um hákarla, að vísu með gler á milli, sjá Hollywood-stjörnur í bikiníi eða gista á dýrasta hót- elherbergi í heimi er The Atl- antis Resort hótelið á Bahama- eyjum í Karíbahafinu staðurinn. Þennan draum hafa ýmsir olíu- furstar, vel launaðir stór- forstjórar, sjónvarpsstjörnur, leikarar og tónlistarmenn látið rætast samkvæmt grein sem birt- ist nýlega í vefriti norska Dagbla- det. Hann vitnar jafnframt í lýs- ingu CNN á staðnum sem segir hann vera ævintýraland með yf- irgengilegum öfgum. Þar er að finna heilsuböð, sundlaugagarða, stærsta spilavíti í Karíbahafseyj- unum, 35 veitingastaði, 11 lón, 40 manngerða fossa og höfn fyrir skúturnar. Þetta er þó aðeins brot af því sem boðið er upp á. Hótelið hefur verið starfrækt í tíu ár og kostaði milljarð dollara í byggingu. Í sædýrasafni hótels- ins eru um 50.000 dýr af 200 mis- munandi tegundum. Á hverjum sólarhring er dælt um 160 millj- ónum lítrum af sjó í gegnum foss- ana. Langi gestina að gera eitt- hvað óvenjulegt er til dæmis hægt að fara upp í eftirlíkingu á Maya-hofi sem þar hefur verið byggt og látið sig falla nánast í fríu falli niður 20 metra langa vantsrennibraut ofan í laug. Eða fara í gegnsæ göng um lón þar sem hákarlar synda fyrir ofan og allt í kring. Margs konar gistimöguleikar eru í boði, en samkvæmt CNN er þar að finna dýrasta hótelher- bergi í heimi, svokallaða Bridge- svítu, en litla 25.000 bandaríkja- dali þarf að greiða fyrir að fá að gista þar í eina nótt. Svítunni fylgja meðal annars svalir upp á 244 fermetra, gluggarnir á svít- unni eru 3,6 metra háir með út- sýni yfir Karíbahafið, 10 herbergi tilheyra henni, þar á meðal stofa sem er 114 fermetrar að stærð og eldhús með sérinngangi fyrir þjónustufólk svítunnar sem telur sjö manns. Í svefnherberginu er auðvitað sérstakt fataherbergi, handbród- erað lín og marmari. Meðal þeirra sem gist hafa í svítunni eru Donald Trump, Michael Jack- son, Bill Gates, Celine Dion og Oprah Winfrey. Utan háannatíma er þó hægt að gista í mun ódýrari herbergi, sem að vísu er þó nokkuð minna, en nóttin kostar frá u.þ.b. tíu þúsund krónum. Áhugasamir ættu að skoða vef- síðu Dýrasta hótelherbergi í heimi Á Bridge-svítunni eru 10 herbergi og þar á meðal stofa sem er 114 fer- metrar að stærð og eldhús með sérinngangi fyrir þjónustufólk svítunnar sem er sjö manns.  KARÍBAHAFIÐ The Atlantis Resort. Slóðin er http://www.atlantis.com. www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.