Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 29 MINNSTAÐUR Selfoss | „Þetta var frábær upp- lifun, að syngja á Íslendingadeg- inum í Gimli. Þarna eru Íslendingar þekktir að góðu einu og greinilegt að þeir setja svip sinn á umhverfið. Þessi ferð kórsins var ógleym- anleg,“ segir Valdimar Bragason, formaður Karlakórs Selfoss, en kór- inn heldur upp á 40 ára afmæli sitt á þessu ári og í tilefni þess fóru kór- félagar í söngferðalag til Bandaríkj- anna og Kanada. Í næstu viku kem- ur síðan út hljómdiskur í tilefni af afmæli kórsins. „Þetta er þriðji disk- urinn sem kórinn gefur út og heitir hann Allt er fertugum fært. Þarna erum við með 17 lög sem sýna þver- snið af þeirri söngskrá sem kórinn hefur verið með á þessum 40 árum,“ segir Valdimar. Stjórnandi kórsins er Loftur Erlingsson og undirleikari Julian Edvard Isaacs. Ógleymanlegur dagur „Við byrjuðum að syngja í Mount- ain í Bandaríkjunum og tókum þar þátt í dagskrá þar sem Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra flutti ávarp. Því næst fórum við til Winni- peg þar sem við dvöldum 5 daga og fórum þaðan dagsferðir til Íslend- ingabyggðanna, meðal annars til Árborgar í Geysisbyggð, sem var gaman og sérkennilegt. Þar hittum við Davíð Gíslason, mann um sjötugt sem var okkar leiðsögumaður. Hann hafði lært íslensku sjálfur og talaði lýtalaust. Svo tókum við þátt í Ís- lendingadeginum í Gimli, vorum með í skrúðgöngu og stóðum á skreyttum vagni sem ók í gegnum bæinn. Við sungum auðvitað á vagn- inum og tugþúsundir sátu meðfram veginum sem við fórum. Skrúðgang- an endaði í bæjargarðinum þar sem við tókum þátt í dagskránni og sungum við mjög góðar undirtektir. Þessi dagur er frídagur hjá þeim þarna úti alveg eins og frídagur verslunarmanna er hér, ógleyman- legur dagur. Svo sungum við líka fyrir framan þinghúsið í Winnipeg við styttuna af Jóni Sigurðssyni sem er alveg eins og styttan á Aust- urvelli. En það voru Vestur Íslend- ingar sem söfnuðu fyrir þeirri styttu á sínum tíma og svo vel safnaðist að það var til fyrir tveimur styttum og önnur þeirra er þarna fyrir framan þinghúsið. Það urðu margir hissa þegar þeir sáu þessa styttu þarna og fararstjórarnir sögðu stoltir frá því hvernig hún var til komin. Svo á heimleiðinni beið okkar veisla í Min- neapolis hjá hjónum frá Selfossi, Guðrúnu Erlu Gísladóttur og Þóri S. Þórissyni sem þar búa ásamt börn- um,“ segir Valdimar og lætur þess getið að þessi ferð hafi sannarlega gefið þeim kraft inn í vetrarstarfið. Einn liður í starfi kórsins um þess- ar mundir er að taka þátt í kóramóti í Hafnarfirði sem er núna um helgina þar sem Karlakórinn Þrest- ir er gestgjafi. Valdimar lofaði því að mikið yrði sungið í Firðinum. „Það er sannarlega gaman að syngja í góðum félagsskap og það sést best á því að ennþá eru í kórn- um stofnfélagar og láta engan bil- bug á sér finna. Söngur og kórastarf er mjög umfangsmikið á Selfossi og á öllu Suðurlandi og ég tek heils- hugar undir það að nauðsynlegt sé að efla þá hugsun að við eignumst gott sönghús með góðum hljóm- burði,“ segir Valdimar Bragason formaður Karlakórs Selfoss en kór- inn er einn margra kóra af Suður- landi sem munu skreyta áramóta- ávarp útvarpsstjóra með söng sínum. Karlakór Selfoss heldur upp á fjörutíu ára afmælið Ógleymanlegur dagur Kórinn Karlakór Selfoss syngur við styttuna af Jóni Sigurðsssyni fyrir framan þinghúsið í Winnipeg í Kanada. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Formaðurinn Valdimar Bragason með nýjan hljómdisk karlakórsins. Eftir Sigurð Jónsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ Fréttir á SMS prófkjör sjálfstæðismanna í reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember www.gislimarteinn.is Gísli Marteinn er sannarlega í hópi forystumanna okkar kynslóðar. Hann er jákvæður og drífandi, með mikla leiðtogahæfileika. Einmitt það sem höfuðborgin þarf á að halda, eigi hún að ganga upprétt til móts við nýja tíma. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri                                                                              !"#  #  !$#  #                 !" #! $ %&  ' $   !" #! $ ((( &   $ %  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.