Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 44
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Álagning á bíla frjáls frá 1. júlí ÁLAGNING á vélar og tæki, þ.m.t. bfla, veróur gefin frjáls frá og meó 1. júlí aó telja. A fundi Verðlagsráós í gær var tekin ákvöróun um að fella niður há- marksálagningu á ofangreinda vöruflokka. „Þetta er skref í átt til aukins frjálsræðis og í samræmi við yf- irlýsta stefnu ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Skúli Jónsson í sam- taíi við Mbl. í gærkvöld. Skúli á sæti í Verðlagsráði. Álagning á bíla sem og aðrar vélar og tæki hefur verið á bil- inu 8—15%. Taldi Skúli, að þetta aukna frjálsræði leiddi ekki til hækkaðrar álagningar, fremur hins gagnstæða. Sagði hann ákvörðunina um afnám hámarksálagningar í þessum vöruflokkum hafa verið tekna að undangenginni könnun Verð- lagsráðs á bifreiðainnflutningi. Þá samþykkti Verðlagsráð á fundi sínum verðhækkun á fiski. Nemur hækkunin um 6% að meðaltali og tekur mið af fisk- verðshækkun Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins fyrir nokkrum dög- um. Símamynd: RAX. •£1 • •J’UULll h^. Laxaseiðin flutt um borð f norska tankskipið hress og spræk í gærkvöldi. Stærsti laxinn til þessa Laxinn á myndinni er stærsti lax sumarsins, a.m.k. enn sem komið er. Með hann á myndinni er veiði- maðurinn, Gunnlaugur Gunnars- son, Kópavogi, sem veiddi hann á 28 g Tóbí-spón í Blöndu hinn 18. júní. Laxinn vó 25 pund og var 108 cm langur, nýgenginn og lúsugur. Sjá: Eru þeir að fá’ann? á bls. 3. Útflutningur 140.000 laxaseiða til Noregs: Fyrstu laxaseiðin lestuð á Húsavík Húsavík. 25. júní. Frá Helgn Bjarnagyni, blaúamanni Morgunblaúsins. FYRSTU seiðin af þeim 140.000 laxaseiðum, sem seld hafa verið til Noregs, voru sett um borð í tankskip í Húsavíkurhöfn í kvöld. Voru það 41.000 seiði frá Fiskeldi hf. á Húsa- Heins Pallasch sendiráðunautur þýska sendiráðsins: „Fullyrðing skipstjórans hans eigin hugarburðura Segir þýsk stjórnvöld ekki styðja refsivert athæfi „SKIPSTJÓRINN var á engan hátt að framkvæma fyrirmæli þýskra stjórnvalda, er hann neitaði að framselja Miroslav Baly dönsk- um yfirvöldum í Esbjerg,” sagði Heins Pallasch sendiráðunautur í Þýska sendiráðinu, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann í gær, um afstöðu þýskra stjórn- valda til þess hvað gera skyldi í máli þýska strokumannsins Baly, sem fékk í gærmorgun að fara frjáls ferða sinna í Hamborg, eftir að þýsk lögregla hafði sannreynt að hann hefði þýskt ríkisfang. Pallasch sagðist telja að full- yrðing skipstjórans í þá veru að hann hefði verið að framkvæma skipanir þýskra stjórnvalda væri algjörlega hans eigin hugarburð- ur, „enda myndu þýsk stjórnvöld aldrei styðja við eða reyna að hylma yfir afbrot eða refsivert athæfi", sagði Pallasch. Aðspurður um hvað þýskir dómstólar myndu gera, sagði Pallasch: „Það er ekkert hægt um það að segja, hvað þýskir dómstólar gera, því þeir einir geta dæmt um hvort Baly hefur til sakar unnið samkvæmt þýsk- um lögum. Það gæti verið spurn- ing um það, hvort Baly hefði brotið skilorðsbundinn ársfang- elsisdóm sem hann hlaut í Köln fyrir samskonar brot, eða fálka- þjófnað, en það kemur ekki í ljós fyrr en, og ef, þýskir dómstólar taka málið upp.“ Sjá nánar á mtðopnu. (Símamynd DPA) Miroslav Peter Baly við komuna til Hamborgar á miðnætti í fyrra- kvöld. vík og gekk afhending þeirra vel. Fjórar laxeldisstöðvar hafa selt 140.000 sjógöngulaxaseiði til lax- eldisstöðva í Finnmörku I Noregi fyrir um 5 milljónir íslenskra króna eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu. Sérstakt skip, sem eingöngu er í flutningum á seiðum og öðrum lifandi fiski í Noregi, Gunnar Junior frá Kristi- ansand, kom til landsins síðdegis í gær til þess að sækja þau. Frá Húsavík fer skipið til Skagafjarðar og tekur seiði frá Fljótalaxi, í Hvalfjörð til að taka seiði frá Laxalóni og í Hafnir til að taka seiði frá Hólalaxi. Þórir Dan Jónsson, fiskifræðingur, fer með skipinu á hafnirnar og allt til Noregs, þar sem hann verður full- trúi seljenda við afhendingu þeirra. Óákveðin hvort ég greiði sektina — segir fjármálaráðherra, sem dæmdur var í 6.500 kr. sekt í gær fyrir ólöglegt hundahald SAKADÓMUR kvað í gær upp þann úrskurð, að Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, skyldi greiða 6.500 króna sekt fyrir ólöglcgt hundahald í Reykjavík ella sætá 8 daga gæsluvarðhaldi. Þá var Albert einnig gert að greiða málskostnað. Fjármálaráðherra hefur lögum sam- kvæmt 14 daga til að áfrýja til Hæstaréttar en lýsti því strax yfir er bonum var birtur dómurinn, að hann hygðist ekki áfrýja. Albert sagði í samtali við Morg- unblaðið seint í gærkvöld, að hann hefði enn ekki gert upp hug sinn hvort hann greiddi sektina eða færi í fangelsi. „Eg hef fjögurra vikna frest til þess að ákveða mig og ætla mér að nota a.m.k. eitt- hvað af þeim tíma,“ sagði fjár- málaráðherra. Ráðherra var að því spurður hvort hann ætti von á því að þurfa að sitja inni alla 8 dagana veldi hann þann kostinn að fara í fang- elsi eða hvort einhver kynni að rétta honum hjálparhönd, greiða sektina. „Ég á nú von á því að ég gæti skrapað saman í sektina. Ég tæki það ekki í mál að aðrir skiptu sér af þessu máli. Það á enginn annar en ég að greiða þetta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.