Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 Hvalveiðikvót- ar minnkaðir HREFNUKVÓTI íslands, Gr*n- lands og Noregs verður i næsta ári 49 dýrum minni en í ár samkvsmt niðurstöðum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, en fundi þess lauk síðastliðinn Tóstudag. Mun hlutur íslendinga því líklega minnka um 22 dýr. Þá var ákveðið að minnka langreyðarkvóta okkar fslendinga um 6 dýr, en sandreyðarkvótinn er óbreyttur. Á þessu ári er heildarhrefnu- kvóti landanna þriggja 291 dýr, en verður 242 á næsta ári, síðasta ári hvalveiða samkvæmt samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. I ár skiptist kvótinn þannig, að Græn- lendingar fá 10 hrefnur, Íslend- ingar 177 og Norðmenn 104. Skipt- ing kvótans fyrir næsta ár er ekki frágengin, en verði skipt á sama hátt og í ár koma 10 dýr í hlut Grænlendinga, 155 í okkar hlut og 77 í hlut Norðmanna. Kvóti okkar verður því 22 dýrum lægri en í ár miðað við þá skiptingu. Okkur verður leyft að veiða 161 langreyði á næsta ári, en kvótinn í ár er 167 dýr. Sandreyðarkvótinn er óbreyttur, en hann var ákveðinn 504 dýr fyrir árin 1980 til 1985, en þó aldrei meira en 100 dýr árlega. Af þessum kvóta eigum við nú eft- ir 133 dýr, sem skiptast milli þessa árs og næsta. Höfn, Hornarirdi, 25. júní. Frá Vilborgu Einarsdóttur, blaóamanni Morgunblaósina. KVIKMYNDATÖKUR fyrir nýjustu James Bond-myndina, A View to a Kill, hófust á sunnudag við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og var fram haldið þar í dag. í ráði var að vinna fram eftir degi en hætt var um fimmleytið sökum veðurs. Búið er að taka fjórar uppstillingar, á ísjaka og uppi á skriðjöklinum. Það sem búið er að taka er nokkuð innan við mínútu i sýningartíma. Stór hluti tímans við upptökurnar við Jökulsárlón fer í að flytja fólk og búnað frá bækistöðvunum á kvikmyndatökustaðina. Tæplega 40 manns vinna við tökumar og hafa þær gengið án teljandi óhappa. Þyrlan sem nota á við töku myndarinnar kom til Hafnar seint í kvöld. Hún lagði upp frá Skotlandi, millilenti í Færeyjum og kom hingað til Hafnar þrátt fyrir slæmt veðurútlit. Nýtt tæki til að þvo salt úr byggingarsandi: Um 80—90 % af salt- inu fer við þvottinn Hið nýja saltþvottatæki Björgunar sem hreinsar um 80—90% af saltinu úr sandinum. FYRIRTÆKIÐ Björgun hf. f Reykjavík hefur nú tekið í notkun saltþvottatæki sem gegnir því hlut- verki að hreinsa salt úr þeim sjávar- sandi sem fyrirtækið dælir á land. Eins og kunnugt er hefur selta í þeim sjávarefnum sem notuð eru til byggingarframkvæmda verið talin ein orsök alkalískemmda og er því saltþvottatæki þetta liður í baráttunni við þær skemmdir. Fram að þessu hafa steypustöðv- arnar séð um að hreinsa saltið úr sjávarefnunum eftir því sem kost- ur hefur verið en héðan í frá mun Björgun sjá um þessa hreinsun. Tækið er keypt hingað til lands frá Vestur-Þýskalandi og kostaði það um fjórar milljónir króna. Af- „Veit ekki við hvað Eyjólfur Konráð á“ — segir Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, um ummæli þingmannsins í GREIN, sem Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, skrifaði Morgun- blaðið á sunnudag sagði hann m.a.: „Ofstjórnarstefnan er ekki bara í SÍS eða huldumennskan. Strax skal ég nefna annað félag, það heitir Samein- aðir verktakar. Það á beint og óbeint þrjá fjórðu hluta stórbygginganna á Ártúnshöfða, sem almenningur nefni Pentagon, og gífurlegar eignir aðrar, m.a. á fjórða hundrað milljóna í beinhörðum peningum. Og álíka fámennisstjórn eins og f SÍS valsar með þessa peninga annarra án þess að virða eigendurna, hluthafana, viðlits. Þar er að finna anga einkenni- legs valdasvindls á Islandi." fjórða hundrað milljóna í pen- ingum það er út í hött. Samein- aðir verktakar eiga 163 þúsund krónur í peningum ég hef töluna á hraðbergi vegna þess að ég var rétt í þessu að ganga frá fram- talinu okkar. Húsið á félagið að hálfu á móti íslenskum aðal- verktökum, sem við eigum helm- inginn í. Mér finnst furðulegt að Eyj- Vegna þessara ummæla þing- mannsins leitaði Mbl. til Thors Ó. Thors, stjórnarmanns og framkvæmdastjóra Sameinaðra verktaka. Hann hafði ekki lesið umrædda grein en þegar tilvitn- unin hér að framan hafði verið lesin sagði Thor: „Sagði hann þetta? Ég kem alveg af fjöllum og veit ekki hvað hann á við með „valdasvindli". Og að við eigum á ólfur Konráð láti svona frá sér fara. Sameinaðir verktakar er hlutafélag, sem starfar eftir þeim lögum er Eyjólfur samdi sjálfur. Það er ekki meira „valdasvindl" í félaginu en svo, að af 147 hluthöfum voru mættir fulltrúar fyrir um 85% hluta- fjárins á síðasta aðalfundi, sem kýs stjóm félagsins. Stjórnin er skipuð fimm mönnum, eins og algengast er i hlutafélögum. Ég veit ekki hvað hann er að fara og get því f rauninni ekkert um þetta sagt,“ sagði Thor Ó. Thors. Formaður stjórnar Samein- aðra verktaka hefur frá upphafi verið Halldór H. Jónsson arki- tekt. Aðrir stjórnarmenn eru Þorbjörn Jóhannsson, kaupmað- ur, Bergur Haraldsson, pípu- lagningameistari, Geir Magnús- son, bankastjóri í Samvinnu- bankanum, og Thor Ó. Thors. kastageta stððvarinnar er um 100 rúmmetrar af steypusandi á klst. og er vatnsnotkun hennar um einn rúmmetri af vatni á hvern rúm- metra af sandi. Að sögn Sigurðar R. Helgason- ar, framkvæmdastjóra Björgunar, næst um 80—90% af saltinu úr sjávarefnunum við þvottinn, en um tvö til þrjú grömm af salti eru í hverju kílói af efninu. Sigurður sagði að byggingaryfirvöld settu þær kröfur til byggingarefna að ekki væri meira magn af salti í hverju kílói en 0,625 grömm en með þessu nýja tæki mætti búast við að saltinnihaldið yrði ekki meira en u.þ.b. 0,3—0,4 grömm í hverju kílói. Verður fiskeldisstöð SÍS í Grindavík? SAMBAND íslenskra samvinnufé- laga hefur fengið vilyrði fyrir lóð undir fiskeldisstöð á Stað við Grindavík. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér um stóra stöð að ræða sem þeir hyggjast reisa í samvinnu við norska aðila. Staður er ríkisjörð vestast í Grindavík en þar var áður kirkja og prestssetur Grindvíkinga. SIS sótti um stóra landspildu úr Stað- arlandi til landbúnaðarráðuneyt- isins sem hefur með jörðina að gera. Landbúnaðarráðuneytið hef- ur svarað erindi SÍS og gefið þeim vilyrði fyrir lóð undir fiskeldisstöð á þessu svæði, er rúmi nauðsyn- legar byggingar og aðstöðu, ásamt nauðsynlegum vatnsréttindum fyrir heitt og kalt vatn en með ýmsum fyrirvörum, meðal annars um samþykki bæjaryfirvalda f Grindavík og fleiri aðila og um leigu og stærð lands. Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi for- stjóra SÍS, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að SÍS væri með þennan stað f athugun en engin ákvörðun hefði verið tekin. Vildi hann ekki skýra frá hverskonar fiskeldisstöð SÍS væri með í at- hugun þarna né tjá sig frekar um málið. Sagði að síðar yrði greint frá því. Amarflug: 54,4 milljóna króna halli á síðasta ári REIKNINGAR Arnarflugs fyrir árið 1983 voru fyrir skömmu lagðir fram á stjórnarfundi og undirritaðir. Halli varð á rekstri félagsins og nam hann um 54,4 milljónum króna eftir af- skriftir, sem voru að fjárhæð 20,6 milljónir. Á sama stjórnarfundi var ákveðið að leggja til að hlutafé f félaginu yrði aukið um 40 milljón- ir 560 þúsundir króna og að verð- gildi eldri hlutabréfa héldist óbreytt, þannig að heildarhlutafé í félaginu yrði 48 milljónir 360 þús- undir króna eftir aukninguna. Þá var einnig lagt til að núverandi hluthafar yrðu að neyta forkaups- réttar að nýjum hlutum f félaginu fyrir 15. ágúst næstkomandi. Tillögur þessar voru samþykkt- ar á stjórnarfundi sem haldinn var 22. júní sl. og verða þær lagðar fyrir aðalfund félagsins sem verð- ur í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.