Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984 honda: garösláttuvél poka. Auöveld gangsetning Slær út í kanta og undir runna. Safnar öllu grasi í ★ Stillanleg skuröhæö 13—75 mm. ★ Felld saman og tekur lítiö geymslurými. Verð aóeins 16.200.- Honda á íslandi Vatnagöröum 24, símar 38772 — 82086 Verð við birtingu auglýsingar kr. 210.000 Lán 110.000 Þér greiöið 100.000 Skiftiborð Verslun VERÐLISTI YFIR LADA BIFREIÐAR Lada Lux kr. 215.000.- Lada 1300 Safír kr. 185.000.- Lada 1500 Station kr. 199.900. Lada Sport kr. 302.000.- Verkstæði Söludeild 38600 39230 39760 31236 Bifreiöar& Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 LADA Canada er sérútgáfa af LADA fyrir Canada markaö, þar sem eru geröar auknar kröfur um útbúnað og öryggi fyrir farþega og öryggi í umferðinni. Kostirnir eru þaö margir í gæóum og útliti aö þeir veröa ekki taidir upp hér en kíktu við, skoðaðu og spjallaðu viö sölumennina sem veita allar nánari upplýs- ingar um þennan „spes" bíl. PtJHKBSTRIK Nýtt vinnslukerfi fyrir rækju ísmfirði. HJÁ Rækjuverksmiðjunni hf. í Hnífsdal, er nú verið að setja upp nýtt hreinsunar- og viktunarkerfi fyrir rækjuvinnslu. Kerfið, sem er það fyrsta sinnar tegundar, er fram- leitt af danska matvælavinnslufyrir- tækinu Seamac, vinnur þannig, að rækjunni er sturtað úr veiðikössun- um í hreinsunartank, þar sem skolað er burt leir, steinum og léttari efn- um. Þaðan fer rækjan að sjálfvirk- um skömmturum, sem vikta og skammta sérstaklega í hverja hinna þriggja skelflettivéla fyrirtækisins. Eftir skelflettinguna fer aftur fram sjálfvirk viktun á rækjunni, sem síð- an gengur áfram í gegnum hraðfryst- ingu, þar sem hver einstök rækja er húðuð með klakalagi. Við allt vinnslustigið kemur mannshöndin aldrei nálægt, en af mælitækjum, má jafnóðum lesa nýtingu hráefnis- ins. í stuttu spjalli við Guðmund Tryggva Sigurðsson fram- kvæmdastjóra Rækjuverksmiðj- unnar hf. og Ole Jexen fram- kvæmdastjóra Seamac kom fram að nýja vinnslukerfið myndi auð- velda allt eftirlit með vinnslunni og mögulegt væri að stilla vélarn- ar fyrr en áður ef nýting versnar, en hvert prósentustig í aukinni nýtingu, nemur þúsundum króna í tekjuaukningu hvern dag. Þá mun forhreinsun rækjunnar valda minnkandi sliti á völsum skel- flettivélanna, en viðhald þeirra er mjög kostnaðarsamt. Ole Jexen sem auk eigin fram- leiðslu, er umboðsmaður í Dan- mörku fyrir Schramette-skel- flettivélarnar bandarísku, en þær hafa verið ráðandi í íslenskri rækjuvinnslu er nýkominn frá Murmansk í Rússlandi, þar sem hann setti niður 10 skelflettivélar. Að sögn hans eru rússarnir enn langt á eftir fslendingum í vinnslu rækju, þótt þeir hafi nú tekið upp notkun á amerísku vélunum. Flokkunarkerfið í Hnífsdal, er hið fyrsta sem framleitt er, en nú þeg- ar hefur O.N. Olsen hf. á ísafirði pantað samstæðu, og búist er við að fleiri fylgi í kjölfarið. Úlfar. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Peter Hjort Hansen, starfsmaður Seamac, og Konráð Einarsson, yfirverkstjóri, við nýja vinnslu- kerfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.