Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 3 r-------- Eru þeir að fá 'ann "> m i-------- Sá stærsti í sumar „ÞETTA voru 25 mínútna hörku- átök og strax mikil tvísýna, því laxinn tók aðeins um 40 metrum fyrir ofan svona kílómetra lang- ar flúðir sem þarna eru og ef hann hefði farið þar framaf lítið eða óþreyttur, þá hefði ég tapað honum," sagði Gunnlaugur Gunnarsson úr Kópavogi, sem 18. júní síðastliðinn veiddi þann stærsta lax á stöng sem Mbl. hefur frétt af á þessu sumri. Laxinn var 25 punda hængur, 108 sentimetrar og lúsugur. Lax- inn veiddi Gunnlaugur á Breið- unni í Blöndu, agnið var 28 gramma svartur Tóbí. „Það bjargaði málinu, að lax- inn synti upp ána og þreytti sig þar verulega áður en hann lét síga niður eftir. Hann fór svo niður flúðirnar og þar verður maður að príla upp á 30 til 40 metra háa ídetta til að halda lín- unni frá klettum. Jóhannes Snorrason, þaulvanur maður þarna, kom mér til hjálpar og náði skepnunni í háf á síðustu stundu að kalla má,“ sagði Gunnlaugur að lokum. Hann hefur veitt í Blöndu síðan árið 1957 og fyrir nokkrum árum veiddi hann þar 24 punda lax. Lífleg veiöi á Arnarvatnsheiði Stangveiði er hafin í Fiski- vötnum á Arnarvatnsheiði og er fært þar um fyrir jeppabifreiðir mun fyrr en í mörg ár, enda sumarið ósvikið mörgum vikum fyrr á ferðinni en í háuherrans tíð. Meginstraumur veiðimanna hefur legið til þessa að Úlfsvatni og Arnarvatni litla, en nýlega varð leiðin eftir atvikum greið Fallegur lax þreyttur í Friðriksgjafa I Grímsá. að Arnarvatni stóra þannig að veiðimenn eru teknir að flykkj- ast þangað einnig. Eftir því sem Mbl. veit best, hefur veiði verið mjög lífleg á Heiðinni, mikið mý, oft gott veður og feitur og falleg- ur silungur, að minnsta kosti innan um. Þarna veiða flestir eitthvað, en einkum er þetta paradís fyrir fluguveiðimenn. Veiðileyfi eru seld á Húsafelli og kosta 350 krónur fyrir eina stöng í einn dag. í Kalmanstungu eru seld veiði í Reykjavatn sem er fyrir sunnan fljót. 4. júlí hald- inn hátíðlegur í Árbæjarsafni Menningastofnun Bandaríkj- anna fyrirhugar að halda árlegt boð sitt í tilefni af 4. júlí, þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjamanna í Ár- bæjarsafni, eftir opnunartíma safnsins. Ráðgert er að gróðursetja tré sem Bandaríkjamenn gefa og hafa veitingar á boðstólnum. Nanna Hermannnsson, safn- vörður í Árbæjarsafni sagði að sér fyndist eðlilegt að lána svæð- ið meðal annars til svona sam- koma, það væri þáttur í því að auka lífið á svæðinu. Það hefði aldrei verið farið fram á það áð- ur að halda svona samkomu í safninu, en hins vegar hefðu ver- ið haldnar sýningar í safninu og jafnvel ráðstefnur og það væri tilvalið að nota safnið á þennan hátt, en auðvitað færi það eftir veðri hvernig til tækist. Sams konar nýtingu á söfnum, sagðist hún þekkja bæði frá Danmörku og Svíþjóð. Nanna sagði aðsókn að safn- inu ekki hafa verið nógu góða það sem af væri sumri, en að- sóknin færi mikið eftir veðri. Hún sagði að sú nýbreytni hefði verið tekin upp í safninu að bjóða upp á tónlist á sunnudög- um og væru það tónlistarmenn sem kölluðu sig Kelta sem byðu upp á írska þjóðlagatónlist. Nanna sagði að Dillonshús væri nú í viðgerð og væri fyrir- hugað að viðgerðinni lyki 1 sumar. Þegar henni væri lokið yrði sett upp færeysk sýning í safninu. Ekið á bíl við Hlégarð EKIÐ var á bifreið af gerðinni Honda Civic á stæði við félags- heimilið Hlégarð í Mosfellssveit fóstudaginn 23. júní sl. Skemmdist vinstra frambretti töluvert. Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði óskar eftir að vitnum að árekstrinum, og eru þeir sem kynnu að hafa einhverjar upp- lýsingar um hann, beðnir að láta vita af sér í síma 51566. Skrá- setningarnúmber bifreiðarinnar er G-19519. Síðustu bflarnir sérstök lánakjör Við bjóðum nú örfáa seinustu Suzuki Alto og Suzuki sendibíla af árgerð 1984 með einstökum lánakjörum. Helmingurinn lánaður Suzuki Atto: verð frá aðeins 226.000 kr. Margfaldur íslandsmeistari í sparakstri Allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvamarábyrgð Suzuki sendibílar: Háþekjubíll verð aðeins 194.000 kr. Með hliðarrúðum verð aðeins 217.000 kr. Hvar færðu betri verð og betri kjör? SVEINN EGILSSON HF, Skeifunni 17. Sími 685100. SUZUKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.