Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 19 Birgir ísleifur Gunnarsson Guðmundur G. Þórarinsson, Lár- us Jónsson og Helgi Þórðarson. Stóriðjunefndin stendur i ströngu nú í sumar, að ræða við ýmis fyrirtæki 1 áliðnaði um þátttöku í uppbyggingu álvera hér á landi, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Birgir ísleifur sagðist telja að það myndi skýrast á þessu ári, hver næsti samstarfs- aðili i áliðnaði hér á landi yrði, jafnframt því sem hann sagðist vona að sama yrði upp á teningn- um hvað varðar nýjan eignaraðila að álverinu í Straumsvík þegar og ef í stækkun yrði ráðist því það væri mjög líklegt að Alusuisse vildi fá inn nýjan samstarfsaðila um leið og ráðist væri í stækkun. Franska fyrirtækið Pechiney hefur þegar verið með sinn full- trúa hér á landi, og þær viðræður voru fyrst og fremst kynningar- viðræður, sagði Birgir ísleifur. Þann 26. þessa mánaðar koma fulltrúar AlCan hingað á nýjan leik, en þeir voru hér í vetur. Full- trúar þýska álfyrirtækisins Ver- einigte Aluminium Werke verða hér fyrri hluta júlímánaðar og fulltrúar AlCoa eru væntanlegir síðar i júlímánuði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þá telja þeir sem í þess- um viðræðum standa, að líkur séu á því að annaðhvort AlCan eða Al- Coa verði næsti samstarfsaðili að nýrri álverksmiðju hér á landi, en að annað hvort minni fyrirtækj- anna, það þýska eða franska, gætu frekar komið inn í Straumsvík sem samstarfsaðili að stækkun- inni. í því sambandi er einnig tal- að um Norsk Hydro sem sam- starfsaðila, og er það fyrirtæki að líkindum það fyrirtæki sem ís- lensk stjórnvöld vildu helst að kæmi inn. Morgunblaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að stórfyrir- tækið AlCan hafi áhyggjur af því að andúð mikil sé á Eyjafjarðar- svæðinu við byggingu nýs álvers, og að þeir hafi greint stóriðju- nefndinni og samninganefnd um stóriðju frá því að ef einhvers kon- ar stríð við íbúa svæðisins fylgdi í kjölfar þess að ákveðið væri að reisa álver við Eyjafjörð, þá hygð- ist fyrirtækið alls ekki taka þátt í slíku fyrirtæki. Þetta mun jafn- framt vera ástæða þess að þótt Eyjafjörður sé enn efst á blaði, þegar verið er að hugleiða stað- setningu næsta álvers hér á landi, þá eru menn síður en svo búnir að útiloka aðra staði sem álver gæti hugsanlega risið á. starfsgreinum! STEYPII HRJERIVÉIAR ■ yig Ö ÞÖRf ARMÚLAII einhver besta lausn orkusparnaðar. Þeir margborga sig. Danfoss ofnhitastillir er svarið við hækkun á verði heita vatnsins. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, REYKJAVlK. STÍGIÐ SKREF FRAM TIL MEIRA ÖRYGGIS Eigum ávallt til afgreiðslu af lager öryggisskó og stígvél með stálplötu í sóla og stálhettu a ta. DYNJANDa I Skeifan 3h - Sími 82670 NYJUNG Ekki aðeins þrekhjól heldur einnig róðrartæki * Model 17 er topptæki á ótrúlega lágu verði. Fyrir þá sem er annt um líkama sinn og vilja halda þyngdinni í skefjum. Lítil fyrirferð og algjörlega lokað drif sem kemur í veg fyrir óþrif og slysahættu Reióhjólaverslunin Spítaiastíg 8 við Óöinstorg. Símar 14661 og 26888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.