Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ1984 ísrael: Verkföll hindra kosningabaráttu Tel Aeiv, 25. júal. AP. VERKFALLI um það bil 300.000 opinberra starfsmanna í ísrael lauk í dag eftir að samningar höfðu tekist, en starfsmenn sjónvarps og hljóð- varps héldu áfram verkfailsaðgerð- um sínum. Þeir komu þar með í veg fyrir að hægt væri að hefja kosn- Heimsliöið hef- ur vinnings- forskot á Sovétmenn London, 25. júní. AP. í KEPPNI sovézka skáklandsliðsins við úrvalslið frá öðrum löndum heims sem nú stendur yfir í London hefur heimsliðið hlotið átta vinninga en Sovétmenn sjö. Fimm biðskákum er ólokið og að sögn sérfræðinga í Lond- on eru miklar líkur á að Sovétmenn nái forystunni þegar þær verða tefldar á þriðjudagsmorguninn. Allir beztu skákmenn heims, að Bobby Fischer undanskildum, taka þátt í keppninni, þ.á m. Sovétmenn- irnir Karpov og Kasporov, sem í haust munu tefla einvígi um heims- meistaratitilin. Teflt er á tíu borð- um og verða tefldar fjórar skákir á hverju borði, eða alls 40. Þetta er í annað skiptið sem þessi keppni fer fram, síðast tefldu Sovétríkin og heimsliðið í Belgrad 1970 og sigruðu þá hinir fyrrnefndu með 20‘/í vinn- ing gegn 19Vfe. Margsinnis hefur verið reynt að koma keppninni á síðan, en það hefur ekki tekist fyrr en nú vegna deilna innan Alþjóða skáksambandsins. íngabaráttuna, en þingkosningar fara fram í landinu þann 23. júlí næstkomandi. Stjórnvöld náðu í gær samning- um um 15% launahækkun við þrjú verkalýðsfélög u.þ.b. 200.000 starfsmanna, sem hafa verið í verkföllum af og til undanfarna ellefu daga. Nokkur þúsund starfsmenn, þ.á m. tæknimenn hljóðvarps og sjónvarps og fréttamenn, mættu ekki til starfa sinna í dag eftir að hæstiréttur hnekkti í gær fyrir- skipun stjórnvalda um að menn sneru aftur til starfa sinna. Stjórnvöld höfðu gefið út fyrir- skipun um að starfsmenn sjón- varps og hljóðvarps hæfu störf á ný þegar í stað, þar sem kosn- ingabaráttan væri gífurlega mik- ilvæg fyrir landsmenn. Niðurstöður síðustu skoðana- kannana, sem birtar voru í gær, sýna að Verkamannaflokkurinn hlyti 54 þingsæti og Likud-banda- lagið 39 ef kosningar færu fram Yfirmaður indverska herráðsins, A.S. Vadiya, hershöfðingi (í miðið) og tveir aðstoðarmenn hans I Gullna musterinu í Amritsar. AP. E1 Salvador: Jesse Jack- son reynir að miðla málum Panama borg, 25. júní. AP. JESSE JACKSON, sem keppir að út- nefningu sem forsetaefni demó- krata, segist hafa fengið boð frá leið- togum skæruliða um að þeir séu reiðubúnir að ræða við Jose Napol- eon Duarte, forseta El Salvador, um vopnahlé. Ráðgerður var fundur Jackson og Duarte í dag. Duarte virðist hins vegar ekki hafa tekið vel í boð skæruliðaleið- toganna, en hann átti viðræður við Jackson í gær. Duarte hefur lýst því yfir að hann sé ekki reiðubú- inn til viðræðna við skæruliða fyrr en þeir hafi lagt niður vopn. Rub- en Zamora, leiðtogi og talsmaður skæruliðanna, sagði í dag að þeir væru ekki reiðubúnir að hafa það að skilyrði fyrir slíkum viðræðum. Jackson, sem nú er á fimm daga ferðalagi um Suður-Ameríku, tjáði fréttamönnum í gær að skæruliðaleiðtogarnir væru reiðu- búnir að hefja viðræður þegar í stað í sendiráði Costa Rica. Stjórnvöld í Costa Rica höfðu áður boðið sendiráð sitt í San Salvador sem fundarstað fyrir slíkar samn- ingaviðræður. Ræða ástandið í Mið-Ameríku Leynifundur milli Nicaragua og Bandaríkjanna í Mexíkó Mexíkóbor^, 25. júní AP. FIJLLTRIJAR Bandaríkjanna og Nicaragua munu ræða ástandið í Mið-Ameríku næstu daga á leyni- legum fundi, sem haldinn verður í borginni Manzanillo í Mexíkó. Skýrði Mexíkóblaðið Excelsior, sem er óháð, frá þessu á sunnu- dag. Embættismenn stjórnarinnar í Nicaragua hafa staðfest, að þessi fundur hafi verið ákveðinn en ekk- ert viljað segja um einstök atriði hans. Excelsior heldur því fram, að fundurinn hafi átt að hefjast strax í dag, mánudag, og að John Gavin, sendiherra Bandaríkjanna í Mex- íkó, muni sitja fundinn. Þá skýrði Notimex, hin opin- bera fréttastofa í Mexíkó, frá því í dag, að Harry Bergold, sendi- Var látinn laus eftir tutt- ugu ár í fangelsi á Kúbu KÚBANSKA skáldið Jorge Valls, sem kom til Venezuela í síðustu viku eftir að hafa dvalizt 20 ár í fangelsi í heimalandi sfnu, Kúbu, sagði í viðtali á sunnudag, að hann hygðist vinna að því í framtíðinni, að aðrir fangar, sem enn væru í fangelsi á Kúbu vegna stjórnmála- skoðana sinna, fengju frelsi. Valls kom til Caracas, höfð- uðborgar Venezuela, á laugar- dagskvöld. Hann var látinn laus úr Boniato-fangelsi á Austur- Kúbu sl. fimmtudag, sama dag og honum voru veitt að honum fjarverandi frelsisverðlaun franska PEN-klúbbsins fyrir ár- ið 1984. „Ég var í fangelsi í 20 ár og einn mánuð," sagði Valls, sem er 51 árs að aldri. Hann hefur ort ljóð, skrifað leikrit og ritgerðir. Hann kvaðst halda til Parísar Skáldið Jorge Valls hefur gert „myrkur og rimla“ fangelsisins að viöfangsefni innan skamms til fundar við konu sína, sem þangað var kom- in til þess að taka á móti verð- launum PEN-klúbbsins, en þau höfðu verið veitt Valls og sov- ézka skopmyndateiknaranum Viatcheslav Syssioev. Sá síðar- nefndi dvelst nú í fangelsi í Sov- étríkjunum. „Það sem skiptir mestu máli nú er að hjálpa öðrum pólitísk- um föngum," sagði Valls. Hann tók það fram, að sumir þeirra væru í hættu og sumir þeirra hefðu jafnvel horfið. Kvaðst hann sjálfur hafa fengið frelsi fyrir atbeina fjölmargra vina og stofnana eins og Amnesty Int- ernational, sem lagt hefðu hart að kúbönskum stjórnvöldum að láta hann lausan. Valls var stofnandi Directorio Estudiantil, stúdentahreyfingar við háskólann í Havana, sem vann gegn einræðisherranum Batista. Valls var handtekinn 1964, eftir að hafa borið vitni gegn Kúbustjórn í umdeildum réttarhöldum. Var hann ákærð- ur fyrir „samsæri gegn ríkinu" og dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann kvæntist konu sinni, Cristina, í Combinado del Este- fangelsinu í Havana 1979, þar sem þau voru bæði pólitískir fangar. Henni var leyft að fara til Venezuela 1980, eftir að hún hafði verið sex ár í fangelsi. Á þeim rúmlega en 20 árum, sem Valls hefur verið í fangelsi, hefur hann gert fangelsið að viðfangsefni sínu í ljóðum, leik- ritum og ritgerðum, sem hann hefur skrifað. Verkum hans var smyglað út úr fangelsinu á litl- um bréfmiðum og þau síðan gef- in út í bók, sem ber heitið: „Þar sem ég er, þar er myrkur og rimlar." „Mikill þrýstingur á Spáni og sú staðreynd, að mál Valls var á góðri leið með að vekja mikla at- hygli víða, hefur vafalaust átt stóran þátt í því, að hann var látinn laus,“ var haft eftir kúb- anska rithöfundinum Carlos Al- berto Montaner, er honum barst fréttin um að Valls hefði verið látinn laus. Montaner er nú bú- settur í Madrid. herra Bandaríkjanna í Nicar- agua, hafi komið til Manzanillo á sunnudag. Aðalfulltrúi Banda- ríkjanna í þessum viðræðum verði hins vegar Harry W. Schlaudemann, sem er helzti ráðgjafi Reagans forseta um málefni Mið-Ameríku. Aðal- fulltrúi Nicaragua verður Victor Hugo Tinoco, aðstoðarutanrík- isráðherra. Þetta verður fyrsti fundur sendistarfsmanna þessara tveggja landa, síðan George P. Shultz. utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við Daniel Ortega, leiðtoga stjórnar sandin- ista í Nicaragua í skyndiheim- sókn, sem Shultz fór í til Man- agua, höfuðborgar Nicaragua 1. júní sl. Pólverji biðst hælis Berlín, 25. júní. AP. FYRIR nokknim dögum baðst pólskur tugþrautarmeistari, Daniel Ludwig að nafni, hælis hér í borg sem pólitískur flóttamaður, segir í dagblaðinu Berliner Morgenpost. Segir enn fremur í fréttinni, að Ludwig þessi sé þekktur í grein sinni á alþjóða vettvangi og hafi nokkrum sinnum orðið pólskur meistari. Hann var ákaflega óánægður með bann það sem sett hefur verið í Póllandi á þátttöku í ólympíuleikunum í sumar. Hyggst Daniel Ludwig iðka iþrótt sína með íþróttafélagi hér í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.