Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JtJNÍ 1984 /-30 j„ AFmatHsgjöfih þln er úti í bilskúr c*b hloiba rafqeijm'mn l bilnunr minuoi." Ast er ... ... að syngja henni sætan söng. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved ®19M Los Angeles Times Syndicate Sofnadir þú í vagninum, í staö þess að sofna hér? HOGNI HREKKVISI l'ATOM PÓMARAUN OM I?ETTA / " „Vil leiðrétta misskilning í sam bandi við lyfjaverðshækkun“ Steingrímur apótekari hringdi og vildi gera athugasemd við pistil sem birtist i Velvakanda síðastliðinn fimmtudag undir fyrirsögninni „Lækkið lyf og lækniskostnað". í Velvakanda 21. júní skrifar húsmóðir um hækkun lyfja og lækniskostnaðar, og er þar allt satt og rétt skrifað. En til að leiðrétta misskilning um lyfja- verðshækkun, sem virðist gæta hjá fólki, þá er hækkunin sú að hlutdeild sjúklinga i kostnaði við lyf, læknishjálp og rannsóknir hefur hækkað verulega. Lyf hafa ekki hækkað samkvæmt verð- skrá. Hvort aukin þátttaka sjúkl- inga í kostnaði við heilbrigðis- þjónustuna leiði til versnandi heilsufars þjóðarinnar, verður framtíðin að leiða i ljós. Nú er víða farið að snyrta til í borginni, enda virðist ekki veita af, a.m.k. staðar. Hreinsið til í Skerjafirðinum Kona í Skerjafirðinum skrifar: sem unnt er og fjarlægið drasl þar færi. Þá verður fallegt hverfi enn TI . . ,. . , , sem það er að finna á almanna- fegurra. Hverjum þykir sinn fugl fagur segir máltækið og ég fer ekki ofan af því, að Skerjafjörður er einhver fegursta byggð i Reykjavík. Eða ætti ég ef til vill að segja — gæti verið fegursta hverfið? Því miður er það nefnilega svo, að á einum stað er ónýtt bilhræ eins og ör í annars fallegt andlit og á öðrum stöðum stinga skítugar gangstétt- ir í augu. Það getur ekki kostað yfirvöld stórar peningaupphæðir að kippa þessum málum i lag hér í Skerjafirði. íbúar keppast við að gera hreint fyrir sinum dyrum og hugsa vel um lóðir og garða (alla vega flestir). Borgarstarfsmenn mega þó ekki láta sitt eftir liggja til að fegra og snyrta það sem að borginni snýr. Vinsamlegast hald- ið gangstéttum hreinum eftir þvi Um helluhnoðra Guðrún skrifar. Kæri Velvakandi. Ég á hundrað og fimmtíu ára gamla grasafræði. Ég var að glugga í hana, sem oftar, á 17. júní síðastliðinn. í henni er að finna lýsingar á öllum islenskum jurt- um, og einnig nytsemi þeirra fyrir líkamann, og verkanir þeirra gegn sjúkdómum. í þessari bók er t.d. fullyrt að krabbamein sé hægt að lækna með íslenskri jurt sem heit- ir helluhnoðri. Fyrir þá sem þekkja íslenskt fjalllendi, er vist auðvelt að finna þessa jurt. Einnig er tekin tram lýsing á henni og aðferð til meðalagerðar. Nú langar mig að spyrja: Hefur þetta mál verið rannsakað og ef svo er ekki, hvers vegna? Höfum við ástæðu til að halda að vísinda- menn fyrri tíma hafi ekki haft rétt fyrir sér? Það er alltaf verið að minna okkur á hve íslensk náttúra er gjöful, og það er orð að sönnu. En stærstu gjöfina teldi ég, ef hún gæti gefið okkur meðal við krabbameini. Svar við fyrirspurn Björn Erlendsson frá Breiðabóls- stað skrifar: Fyrir nokkru síðan var í Morg- unblaðinu spurt um kvæði og gef- inn upp vísupartur úr því. Oskað var eftir upplýsingum um hvernig kvæðið væri. Hér á eftir kemur þetta kvæði skrifað eftir minni. Eitt sinn um þögla aftanstund, er alnáttúran festi blund, við gullinn foss í gljúfrum há einn gráti þrunginn halur lá. Hann höfði þreyttu hallaði’að hörðum stein, við raust hann kvað, eitt andvarp leið frá hjarta hljótt, það heyrði aðeins þögul nótt. Þar háði hann eitt sitt harða stríð, að hugsa um margt frá liðinni tíð, og innst í hjarta sorgin sveif, hann sönginn hóf á þessa leið: Nú gleði sviftur aleinn eg einmana reika lífs um veg, faðir og móðir mætust er í myrkri grafar hulið er. Við þennan foss hjá víðri hrund ég þreyði marga aftanstund, í ástarsælum unaðsdraum æstum frá skiidum heimsins glaum. Ég þekkkti’ei sorg ei svik né tál en söng um ástar töframál, samstillt við fagran fuglaklið fossbúans dimma hörpu við. En sú er liðin sælustund, nú sofna vil ég hinsta blund. ó, foss minn kæri, í faðmi þér þú frið og ró skalt veita mér. Nú stóð hann upp og starði fossinn á, hinn styrka og mikla’er valt af bergi há, hann heyrði fagran hörpuóma söng frá huld sem endurtók í klettaþröng. Þá sveinninn ungi svarið þannig bjó: Það svo mun best, ég er að leita'að ró, ó, huld, ó, huld, ég hníg í faðminn þinn, ó himnaguð, þér fel ég anda minn. „Ó, blíði vinur, bíddu litla stund,” að baki honum mælti hið þíða sprund um leið og mærin lagði hendur smá með ljúfu brosi herðar sveinsins á. ó, Sigrún, Sigrún, hvers vegna ertu hér, sem hefur fals og vélráð bruggað mér? Þú blygðast ei mér birtast hinstu stund, hið banvæna eitur mína hryggir lund. „ó, tal ei svona,“ meyjan mælti hrygg, „ég mun þér fram í dauðann reynast trygg, en hafi ég fals og vélráð bruggað þér, þá fyrirgefðu, elsku vinur, mér. Minn harði faðir hefur bannað mér mitt hjarta og ást ég mætti’ei gefa þér. Hann gaf mig þeim, er gat ei elskað ég, að giftast honum neyða lét hann mig. Það var í gær að gift ég honum var, svo gekk ég burt í nótt, því sorg ég bar í hjarta vegna þín, er þráði mest en þú varst horfinn, er ég unni best. Svo hélt ég gamlar æskustöðvar á, við úðga fossinn þig ég standa sá, hjá háum steini hafði ég litla bið og heyrði að þú ræddir fossinn við.“ Þá sveinninn ungi svarið þannig tér Mín sjón var blind, ó, fyrirgefðu mér, en þú ert öðrum gefin, góða mey, ég get ei lifað. Vertu sæl, ég dey. „Ó, vinur minn, ég vera með þér vil, svo vora ást ei slitið fái hel. ( bárum fossins fínnast mundu grið, þá framar aldrei skilja þurfum við.“ Þá vafði sveinninn ýtur efldum arm, hið unga sprund og þrýsti sér að barm, á rjóðar varir rétti mjúkan koss. Með römmu afli steypti þeim í foss. Allt er kyrrt og ekkert heyrist hljóð, aðeins fossinn kveður sorgarljóð yfir þeim, sem af hjarta unnast heitt, hjörtum tveim, er skilið gat ei neitt. Og heyrið feður, ef þið eigið börn, mót ást og tryggð ei dugar nokkur vörn, því engin bönd og ekkert það er til mót afli því, sem sterkara’er en hel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.