Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNl 1984 27 upplýsingar get ég með engu móti veitt þér — hef reyndar ekki leyfi til þess að veita slíkar upplýsingar.“ Sveinn Pétursson starfsmaður Hafskips í Hamborg sagði í samtali við blm. í gær að hann hefði í gær- morgun farið um borð í Eliza Heer- ing og rætt við skipstjórann. Hefði hann tjáð sér að honum hefði verið með öllu ókunnugt um veru Balys um borð og að hann hefði ekki upp- götvað að Baly væri um borð fyrr en tveimur og hálfum sólarhring eftir brottför frá Reykjavík, þegar beiðni barst um leit í skipinu. Baly hefði þá fundist fram á skipi, þar sem hann hefði verið í felum. Sagði Sveinn að skipstjórinn segðist hafa neitað Baly um far með skipinu, er hann var hér í Reykjavík, og hefðu tryggingarlegar ástæður fyrst og fremst ráðið þeirri neitun hans. Jón Thors í dómsmálaráðuneyt- inu sagði í samtali við blm. í gær að ekki væri hægt að fara fram á fram- sal Balys við þýsk stjórnvöld, þar sem þýsk lög segðu það sama um framsal eigin borgara og íslensk, þ.e. að ríkisborgarar viðkomandi lands yrðu ekki framseldir til ann- arra landa. Er Jón var spurður hvers vegna enginn aðili frá þýskum stjórnvöld- um hefði verið til staðar, er Eliza Heeren kom til Esbjerg, og skip- stjórinn neitaði að framselja Baly, nema í hendur á þýskum yfirvöldum sagði Jón: „Það var enginn slíkur nærtækur. Konsúllinn í Esbjerg fannst ekki, þrátt fyrir mikla leit, og konsúll Þýskalands í næsta bæ neitaði að koma, þar sem Esbjerg væri utan hans umdæmis." „Persónulega hefði ég viljað að maðurinn væri í gæsluvarðhaldi,“ sagði Jón , er hann var spurður hvort það að Baly gat laumast af landi brott, væri ekki vísbending um að gæsla með honum hefði verið ónóg. „Saksóknari gerði hins vegar ekki kröfu um gæsluvarðhald, held- ur einungis farbann, þannig að það var ekki neitt sem ráðuneytið gat gert til þess að auka gæsluna," sagði Jón Thors jafnframt. Áfrýjun í máli Gabriele Baly, eig- inkonu Balys hefur verið heimiluð, og sagði Guðmundur Jónsson, verj- andi hennar í samtali vð blaðið í gær að stúlkunni hefði snúist hugur eftir að hún kom til heimalands síns og ákveðið að óska eftir áfrýjun. Guðmundur sagði að þótt stúlkan hefði fengið að fara af landi brott, gegn því að hún áfrýjaði ekki, þá breytti það engu, því menn gætu einfaldlega ekki samið frá sér þann rétt að skjóta máli sínu til dóm- stóla. Örn Clausen er verjandi Mir- oslavs Balys og er blaðamaður ræddi við hann í gær, hvort vörn hans yrði óbreytt, þótt Baly væri sloppinn af landi brott, sagði örn: „Það eina sem ég get sagt um þetta mál, er að sú athöfn Balys að stinga af, er refsilaus athöfn. Hann hefur leyfi til þess að koma sér undan refsingu, ef hann getur, ef hann nýtur ekki aðstoðar fanga." örn sagðist búast við að málflutningur f Hæstarétti myndi hefjast nk. föstu- dag. Morgunblaðið/ Júlíus Bjargið er 30 metra hátt og víða stórgrýtt fyrir neðan það. Þegar óhappið varö, var ekki eins stórstreymt og nú, en það varð drengnum til Iffs að þar sem hann kom niður er vík inn í bjargið. 1ANNSINS > . k 3 FLOKKUR mannsins (I.jósm Mbl. Emilfa.) Forvígismenn hins nýja stjórnmálaflokks. Fremri röð, f.v. stjórn „Flokks mannsins“: Kristín Sævarsdóttir, með- stjórnandi, Þuríður Vilhjólmsdóttir, meðstjórnandi, Sigrún Þorsteinsdóttir, gjaldkeri, Hrannar Jónsson, ritari, Júlíus Kr. Valdimarsson, formaður, Áshildur Jónsdóttir, varaformaður, Þorsteinn Sigmundsson og Anna Soffía Sverrisdótt- ir, meðstjórnendur, og Jón Kjartansson fri Pálmholti, ritstjóri málgagns flokksins „Raddir mannsins". Efri röð f.v. stjórn Samhygðar: Friðrik Guðmundsson, form. lagadeildar, Helga Gísladóttir, form. útbreiðsludeildar, Helga Óskarsson, form. menningarmáladeildar, Halldóra Jónsdóttir, formaður klúbbs Samhygöar, Methúsalem Þórisson, form. félagsmáladeildar. Samhygð stofnar „Flokk mannsins“ „HELSTA stefnumál okkar er að setja manngildi ofar auðgildi," sagði Júlíus Valdimarsson, formaður nýasta stjórn- málaflokks fslands, „Flokks manns- ins“, sem í gær var formlega stofnaö- ur af félögum í Samhygð. Stefnuskrá hins nýja stjórnmála- flokks hefur enn ekki verið samin. „Það væri á móti þeirri stefnu okkar að virkja fólk til framkvæmda, að vera með fyrirfram fastmótaða stefnuskrá," sagði Pétur Guðjóns- son, stofnandi Samhygðar á íslandi, við blm. Mbl. á fundi sem haldinn var í gær í húsakynnum samtak- anna i tilefni af flokksstofnuninni. „Flokkur mannsins" stefnir að framboði í öllum kjördæmum lands- ins við næstu alþingiskosningar og um land allt í bæja- og sveitar- stjórnarkosningum. Innritun í flokkinn hefst í júlí og þá stendur einnig til að stofna flokksfélög um allt land. En í þessari viku verða slík félög stofnuð á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Þá verða starf- andi í sumar starfshópar á ýmsum sviðum þjóðlífsins við undirbúning stefnuskrárinnar, sem verður samin á landsfundi flokksins { haust. Einnig verður fljótlega gefið út málgagn flokksins, „Rödd manns- ins“, og er ritstjóri þess Jón frá Pálmholti. Stjórn „Flokks mannsins" hefur verið skipuð til bráðabirgða þar til í. haust. Hana skipa, auk formanns- ins, Júliusar Valdimarssonar, þau Áshildur Jónsdóttir, varaformaður, Hrannar Jónsson, ritari, Sigrún Þorsteinsdóttir, gjaldkeri, og fjórir meðstjórnendur að auki. Að sögn stjórnarmanna „Flokks mannsins“, sem til máls tóku á fundinum, verður flokkurinn öllum opinn, Jafnvel heilu stjórnmála- flokkunum, sem munu geta gengið í hann og haldið sínum séreinkennum óskertum“. Þá verða engar ung- menna- eða kvennadeildir í flokkn- um, „því það er siðlaust, að aðgreina fólk og meðhöndla sem stöðluð fyrirbæri" og eitt af stefnumálum flokksins verður lækkun kosn- ingaldurs um tvö ár, jafnvel fjögur. Fæstir félaga flokksins hafa reynslu af pólitísku starfi, en for- maðurinn, Júlíus Valdimarsson, kvað almenning vera orðinn leiðann á „erfiðleika- og úrtölutali gömlu kerfisflokkanna" og að lag Sam- hygðar á því að virkja fjöldann myndi vega upp á móti peninga- og reynsluleysi félaganna. Vísaði hann til nýafstaðinnar undirskriftasöfn- unar Samhygðar „Gegn atvinnu- leysi“. Þar söfnuðust yfir 40.000 undirskriftir, en félagar í Samhygð eru um 300 talsins. Félagsskapurinn Samhygð á ræt- ur sínar að rekja til S-Ameríku og hafa verið stofnaðir stjórnmála- flokkar i nokkrum löndum þar, að undirlagi Samhygðar, sem starfar nú í 45 löndum. Aðstandendur „Flokks mannsins" kváðu hann heita svo sökum þess, að hinir stjórnmálaflokkarnir í landinu væru „kerfisflokkar, sem ekki settu mannleg gildi í öndvegi í stefnu sinni“, andstætt því sem hinn nýi flokkur myndi gera. Ekki kom fram á fundinum nein fastmót- uð stefna í helstu málum þjóðarinn- ar, s.s. utanríkismálum eða viðhorf- um til stóriðju, en helstu markmið- in sögð „að frjálst val ríki á öllum sviðum, að koma á raunverulegri samvinnu í efnahagslífinu, ástunda and-ofbeldi og andæfa hvers kyns einokun". Á fjórða tug félaga í Samhygð og „Flokki mannsins" voru á fundin- um. Var mikið klappað og gerður góður rómur að málflutningi stjórn- ar hins nýstofnaða stjórnmála- flokks. Ólympíuleikarnir í edlis- fræði settir í Svíþjóð Sigtuna 25. júní. frá Vidari Ágústasyni frétU- ritara Mbl. í Sigtuna. í DAG voru settir í Sigtuna í Svíþjóð, 15. Ólympíuleikarnir { eðlisfræði, af Bengt Svenson, formanni sænska eðlisfræðifélagsins og Lenu Hjelm- Wallén, menntamálaráðherra Sví- þjóðar. Leikarnir eru haldnir í Menntaskólanum í Sigtuna nema verklegi hlutinn sem fer fram í Kon- unglega Tækniháskólanum { Stokkhólmi. í sænska smábænum Sigtuna, skammt norður af Stokkhólmi, eru nú 84 keppendur frá 18 lönd- um ásamt fjölmennu liði farar- stjóra og starfsmanna leikanna, að búa sig undir mikla hugar- keppni. Keppendurnir, 82 drengir og tvær stúlkur, eru allir yngri en tuttugu ára og er enginn þeirra byrjaður i háskólanámi. Þeir hafa allir verið valdir að undangeng- inni einni eða fleiri keppnum í heimalandi sínu, svo búast má við að hér séu samankomin efni- legustu ungmenni hvers lands i eðlisfræði. tslendingar, Bretar og Norð- menn keppa nú i fyrsta skipti og skuldbinda sig þar með til að halda ólympiuleikana í eðlisfræði einhvern tímann síðar. Norðmenn eru með fullt lið, fimm keppendur, Bretar með fjóra og Islendingar með tvo. Þeir eru Finnur Lárus- son, 17 ára stúdent frá MH og Vilhjálmur Þorsteinsson 18 ára og verður hann stúdent frá MH um næstu jól. Allar hinar þátttöku- þjóðirnar hafa fullt lið, fimm keppendur, nema Víetnamar sem eru með brjá keppendur. Mjög svipað virðist vera staðið að vali keppenda frá hverju landi, forkeppni meðal allra framhalds- skólanema og síðan úrslitakeppni meðal hinna efstu. Síðan eru þeir keppendur sem valdir eru til Ólympíuleikanna þjálfaðir i verk- legri og fræðilegri eðlisfræði. Þeir Finnur og Vilhjálmur nutu tiu daga þjálfunar í Fjölbrautarskól- anum i Breiðholti sem er sist lak- ara en keppendur almennt virðast hafa notið. Við setningu ólympíuleikanna sagði Bengt Svenson að eðlis- fræðiheimurinn vænti mikils af keppendum og fagnaði því að eng- in þjóð hefði dregið sig út úr leik- unum af ástæðum óviðkomandi eðlisfræði. Hann sagði að kynni keppenda hvers af öðrum og þekk- ing á hvers annars þjóð kæmi heiminum okkar til góða siðar. Að lokum talaði formaður rúmenska þátttökuliðsins, til að flytja „ólymíueld“ eðlisfræðinnar frá Búkarest þar sem leikarnir voru síðast haldnir. „Ef til vill koma einhver ykkar aftur til Svíþjóðar til að taka á móti Nóbelsverðlaun- unum í Stokkhólmi,“ sagði hann brosandi. Keppendur íslands í Ólympíuleikunum í eðlisfræði ásamt fararstjórum sínum, f.v. Hans Kr. Guðmundsson; eðlisverkfræðingur, Vilhjálmur Þor- steinsson, Finnur Lárusson og Viðar Agústsson, eðlisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.